Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ N ú er nýlokið at- hyglisverðri sýn- ingu á nokkrum meira eða minna vel skilgreindum hugmyndum um breytingar á skipulagi í eldri hlutum Reykjavík- urborgar. Sumar eru þessar til- lögur þegar komnar til fram- kvæmda, aðrar eru á umræðustigi, eða a.m.k. að komast á það stig. Annars virðist nokkur vandræða- gangur einkenna skipulagsmál Reykjavíkurborgar nú um stundir. Mest orka skipulagsyfirvalda virð- ist fara í deiliskipulag afmarkaðra reita í því skyni að fylla upp í sí- vaxandi laga- og reglugerðahít, sem engin takmörk virðist eiga, og svo er aðalskipulag borgarinnar endurskoðað nokkuð reglulega með breyttri litasamsetningu. En lítið gerist með þau málefni, sem flestum eru efst í huga, þ.e. hver er framtíðarsýnin. Stefnum við t.d. að enn fleiri laustengdum byggð- um með smáum kjörnum, og víð- áttumiklu hraðbrautakerfi, eða viljum við skapa þéttbýli með mið- borg og því jákvæða sem neikvæða áreiti, sem af því leiðir? Ekki get- um við veðjað endalaust á alla hestana í hlaupinu, við neyðumst til að taka afstöðu til grundvall- aratriða eins og þess, hvernig taka skuli á vaxandi umferðar- og bíla- stæðavanda, eða hvert skuli stefna með almenningssamgöngur og þéttingu byggðar, – svo nokkuð sé nefnt. Samkeppni um búta Skammt er síðan efnt var til samkeppni um skipulag austur- hafnarinnar, þar sem megináherzl- an var lögð á form og fyrirkomu- lag tónleika- og ráðstefnuhúss. Þetta var svolítið skondin uppá- koma, að nafni til skipulagssam- keppni, sem þó fjallaði aðallega um form fyrirfram mótaðra bygg- inga á fyrirfram gefnum reit, og útkoman var að sama skapi fyr- irsjáanleg. Úrslit samkeppninnar veita nákvæmlega engin ný svör um framtíðarstefnu varðandi skipulag hafnarsvæðisins, en úti- loka þó samtímis ýmsar ókannaðar leiðir, eins og auðvitað hlýtur að gerast þegar skammt er hugsað. Og enn er efnt til hugmyndavinnu um lítinn bút vesturhafnarinnar, þar sem með fullri vissu má ganga út frá að niðurstaða verði svipuð, enda ekki farið fram á annað. Umræður og abstrakthugmyndir Utan veggja stjórnkerfisins hef- ur umræðan annan og ferskari blæ. „Samtök um betri borg“ hafa t.d. sett fram rökstuddar en um- deildar hugmyndir um nýtingu Vatnsmýrarinnar fyrir byggð íbúð- ar- og atvinnuhúsnæðis, flutning á flugvellinum o.fl., og skemmst er að minnast fabúlukvikmyndar Hrafns Gunnlaugssonar, sem væntanlega hefur fengið margan manninn til að hugsa. Rétt er líka að minnast á umræður og greina- skrif að lokinni tónlistarhússsam- keppni, þar sem margir ágætir menn bentu einmitt á margt af því, sem hér hefur verið sagt. Og nú semsagt ofannefnd sýning, þar sem kastað er fram ýmsum um- ræðuhæfum hugmyndum. En svo hressandi sem slík umræða er, þá hefur hún enn ekki skilað lausnum á vanda gamla miðbæjarins, enda hefur sá vandi tæpast verið skil- greindur, þótt flestir muni sam- mála um tilvist hans. Nýr miðbær og íbúðabyggð í Vatnsmýrinni mun lifa eigin sjálfstæðu lífi í álíka litlum tengslum við „kvosina“ og flest þau hverfi önnur, sem risið hafa í bútasaumsskipulagi borgar- innar, þótt ýmislegt annað megi telja jákvætt við þær hugleiðingar. Og lóðréttar blokkir Hrafns vítt og breitt um borgarlandið eru að sama skapi skemmtileg „abstrakt- hugmynd“, og væntanlega var aldrei til annars ætlazt. Að forðast óskapnað í hjarta bæjarins Borgarstjórn hefur reynt að marka nokkuð skýra stefnu varð- andi hlutverk og stöðu höfuðborg- arinnar í alþjóðlegu samhengi og margoft ítrekað metnað sinn til góðra verka á því sviði. Í því hljóta m.a. að felast skuldbindingar gagnvart æðstu stofnunum ríkisins og helztu menningar- og mennta- stofnunum, en einnig gagnvart fyrirtækjum og stofnunum á sviði erlendra sem innlendra viðskipta og ferðaþjónustu, svo nokkuð sé nefnt. Ekki mundi heldur skaða, að þessi borgarhluti endurspeglaði daglegt líf borgarbúa með íbúðum, útivistarsvæðum, skólum og ann- arri nærþjónustu. Öllu þessu þarf að koma haganlega fyrir í eðlilegu samhengi, jafnt fyrir þá sem þjón- ustuna sækja eða veita, en einnig í sem beztu samræmi við umhverfi, væntingar og venjur. Lukkist þetta, þá verður til „miðbær“, lukkist það ekki verður til ein- hvers konar óskapnaður. Óskalisti miðbæjarskipulags Þrátt fyrir ýmsar verzlunar- og þjónustumiðstöðvar vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið á höfuð- borgin Reykjavík aðeins einn „miðbæ“, og enginn velkist í vafa um hvar hann er. Enginn getur heldur lokað fyrir því augum, að sá miðbær á bágt. Hann er að- þrengdur, hann ræður ekki við vaxandi bílvæðingu og lífshraða, hann á erfitt með að samræma nýjar þarfir grónu umhverfi, Miðborgin á sér framtíð Þau vandamál sem heitast brenna á miðborginni eru plássleysi, umferðarhnútar, bílastæðaþörf, íbúaflótti, hverfandi verzlun og nærþjónusta og átök milli gamalla byggingaforma og nýrra, skrifa þeir Hrafnkell Thorlacius og Jónas Elíasson. Allir þessir þættir tengjast beint stefnu eða stefnuleysi í skipulagsmálum höfuðborgarinnar. Víkingaskipið. Hugmynd Hrafnkels og Jónasar að tónlistar-, ráðstefnu- og hótelbyggingu á Faxaskálasvæðinu. Byggingin er hugsuð sem eitt af einkennistáknum Reykjavíkur; tákn upphafs byggðar í Reykjavík og sögunnar sem Íslendingar eiga sameiginlega. Hugmyndin var unnin fyrir samkeppni um byggingu tónlistarhúss.                                                                            !  #       $ %       & #'() ''$*  ''   ''+   ''''  *   Lagt er til að hafnardokkinni verði lokað frá Ingólfsgarði, um Ægisgarð og allt að Grandabryggju, höfnin vatnstæmd og það land, sem þannig skapast, verði hluti af stækkaðri miðborg og geti rúmað allt að 10.000 nýja íbúa og starfsmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.