Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 B 7 Bjarni Benediktsson var minn fyrsti ráðherra og er ég þakklátur fyrir það. Hann mótaði allan minn starfsferil án þess að ég gerði mér það ljóst – og því síður hann. Þegar ég skilaði til hans fyrsta skriflega verkefni mínu fékk ég skriflega athugasemd til baka þar sem hann sagði mig vera með tómar vífilengjur. Hann vildi fá stutta og samanþjappaða frásögn af verk- efninu og síðan tillögu um úrlausn. Þetta var mér opinberun. Ég hélt að það væri móðgun við ráðherra að leggja fyrir hann tillögu; það væri eig- inlega að segja honum fyrir verkum. En síðan fannst mér þetta frábær vinnutilhögun og féll vel að mínu skapi og verklagi. Aðeins einu sinni eftir þetta fékk ég aftur skriflega athugasemd frá Bjarna. Þá var ég að skrifa fyrir hann uppkast að ávarpi til Vestur- Íslendinga og ég notaði orðalagið „af mörgum þjóð- ernum“. Hann breytti því í eintölu, „af mörgu þjóðerni“, sem er auðvitað miklu betra mál. Stundum skammaði hann mann munnlega með hressilegum hætti, en aldrei að ástæðulausu. Bjarni var auðvitað fluggreindur og ljóngáfaður. Hann lagði ekki lag sitt við starfsfólkið, nema Ásgeir Pétursson, sem má segja að hafi verið póli- tískur aðstoðarmaður hans, enda formaður í Heimdalli og SUS, og við Guðmund Benediktsson, frænda sinn. Bjarni var járnkarl en mildaðist mjög með árunum og þá kom í ljós að hann var góð sál sem ekkert aumt mátti sjá, eins og sagt er. Þá lét hann líka bera meira á sínum sérstaka húmoríska sans, sem hann átti ógrynni af, og eltust af honum ýmsir gallar sem mér fannst stundum áberandi framan af ævinni, svo sem tortryggni, óhófleg forvitni og reiðiköst. Allt þetta var hann á góðum vegi með að losa sig við þegar hann féll frá allt of ungur. Þótt hann væri einn skarpasti og lærðasti lögfræðingur landsins hreykti hann sér aldrei af því, heldur lét okkur litlu lögfræðingana glíma við lögfræðilegu efnin, auðvit- að undir hans vökula auga. Mér fannst ég vera farinn að kynnast honum dálítið persónulega um þær mundir sem hann lést. Ég hef alltaf saknað hans mikið.“ Gylfi Þ. Gíslason er einn kurteisasti og háttprúðasti maður sem ég þekki. Hann er líka mesta selskapsljón sem ég hef nokkru sinni kynnst. Enginn maður gat setið jafnmargar veislur og mannfagnaði á einum degi og hann. Hann var hins vegar forfallinn reglumaður. Aldrei sá ég á honum vín og ekki reykti hann. Hann hafði ótrúlegt minni. Einu sinni bað hann mig að láta snúa á ensku ræðu alllangri sem hann hafði samið og átti að flytja í boði sama dag. Ég rétti honum ræð- una í enskri þýðingu rétt áður en hann átti að flytja hana. Hann fór eins og örskot yfir þýðinguna og flutti ræðuna síðan blaðalaust og orðrétt, með áherslum og pásum á hárréttum stöðum.“ Vilhjálmur Hjálmarsson var einn allra besti ráðherra sem ég kynntist. Hann var mjög náttúrugreindur og reyndar skarpvitur þótt ýmsir gerðu sér það ekki ljóst. Hann var svo hæverskur og lítillátur í framkomu við allt og alla að oflátungar átt- uðu sig ekki á honum og vanmátu hann. Vilhjálmur var farsæll í öllum sínum störfum þótt hann hafi ekki slegið mikið um sig. Umslóbógasar- háttur var honum fjarri skapi. Einn var þó ljóður á ráði Vilhjálms. Hann var forhertur og óviðbjargandi bindindismaður. Hann hélt ferlegar veislur í Ráðherrabústaðnum þar sem allt flóði í heitu súkkulaði með þeyttum rjóma, sætakökum og hnallþórum af ýmisleg- asta tagi. Ráðuneytismenn hlupu í spik af öllum þessum trakteringum og ég man að þáverandi ráðuneytisstjóri kallaði bústaðinn „hjarðfjós“, hvað sem það nú þýðir, þegar mestur atgangur var í súkkulaðiveislunum. Þótt undarlegt kunni að virðast var það einmitt á þessu skrjáfþurra tímabili sem ég sá í fyrsta og síðasta sinn drykkjuskap í bústaðnum. Það voru íslenskir og skandinavískir íþróttafrömuðir að koma úr veislu frá borgarstjóra, vissu um þurrkinn í bústaðnum og höfðu því drukkið heldur óspart í borgarstjóraboðinu. En nú er fyrir löngu búið að fyrirgefa þessum mikla öðlingi þessa óskaplegu þurrka- og súkkulaðitíð. Mér þykir alltaf vænt um Villa.“ Svavar Gestsson kom, að mig minnir, inn í ráðuneytið á því tímabili sem áhrif Já, ráðherra voru sem mest og útbreiddust í stjórnarráðinu. Hann réð vinkonu sína sem aðstoðar- mann – og giftust þau reyndar síðar – og færði meginhlutann af störfum ráðuneytisstjóra til vinkonunnar. Ég fann mig ekki almennilega í þessu og gekk út úr ráðuneytinu og tók mér orlof um eins árs skeið. Mér tókst þó að koma aftur í ráðuneytið til þess að flytja kveðjuræðu yfir Svavari við brottför hans þaðan. Við Svavar sát- um seinna saman sem fulltrúar Ís- lands í stjórn Norræna menningarsjóðsins og fór ágæt- lega á með okkur.“ Já, ráðherra – Palladómar fyrrverandi ráðuneytisstjóra ungur maður. Mætti á völlinn með ógurlega stóra myndavélartösku framan á mér. En þeg- ar maður nokkur kom til mín og spurði hvort ég væri að selja pulsur varð ég svo móðgaður að ég hætti því! Mér dettur ekki í hug að þessar myndatökur mínar hafi annað gildi en tilfinn- ingalegt heimildargildi fyrir mig og mitt fólk. Jónas sonur minn smitaðist hins vegar af kvik- myndaáhuga mínum og lagði fyrir sig þau fræði í námi og starfi. Og ég er ánægður með það.“ Embættismennska gegn upprunanum Knútur Hallsson fór hins vegar í lögfræði. „Það var bara tilviljun. Ég ætlaði í hag- fræðinám til London en var of seinn að sækja um, sem betur fer. Ég velti líka fyrir mér að fara í blaðamennsku; hafði verið skástur í stíl í MR. Ég skrifaðist á við minn besta vin, Gísla J. Ástþórsson, sem var við nám í viðskiptafræði í Bandaríkjunum, og bað hann í hverju bréfi að senda mér upplýsingar um blaðamannaskóla. Gísli svaraði því erindi aldrei. En svo fékk ég bréf frá honum þar sem hann skrifaði eitthvað á þessa leið: Fyrir áeggjan þína og föður míns hef ég innritað mig í blaðamannaháskóla. Þannig að hann fór í blaðamennskuna en ekki ég!“ Knútur segir að trúlega hafi lögfræði og embættismennska orðið hans nám og starfs- vettvangur í lífinu vegna þess að rætur hans hans liggi í hinni áttinni, en hann ólst upp hjá kjörforeldrum. „Ég held að menn snúist einatt gegn uppruna sínum og vilji sanna að þeir geti sjálfir verið öðruvísi en hann. Hins vegar er ég mikill gæfumaður, því ég eignaðist kjörforeldra sem reyndust mér bestu hugsanlegir foreldrar á allan hátt.“ Honum leiddist í lögfræðideild Háskóla Ís- lands, þótti hann óinnspírerandi og kveðst hafa lufsast gegnum námið. „Skemmtilegast var að skemmta sér með vinunum. Á hverju kvöldi fengum við Níels P. Sigurðsson og Ásgeir Pét- ursson okkur viskíglas á Sólvallagötu 10, aðeins eitt glas en alltaf V.A.T. 69. Fleiri glös fengum við okkur svo um helgar. Félagslífið í skólanum var hins vegar ömurlegt og snerist allt um póli- tík, sem var bara eftiröpun af landsmálapólitík- inni. Stúdentafélögin voru útibú frá stjórn- málaflokkunum; Heimdallur var t.d. karikatúr af Verði og Vaka karikatúr af karikatúrnum!“ Það kom aldrei til greina að praktísera lög- fræði að prófi loknu. Knútur fór beint í kerfið. „Í tilraunaskyni datt ég inn í endurskoð- unardeild fjármálaráðuneytisins. Starfið fólst einkum í ferðalögum milli sýslumanna og bæj- arfógeta og kanna hjá þeim bókhaldið. Ég hafði ekkert vit á bókfærslu, aldrei ferðast áður um landið og aldrei fengið fast kaup heldur. Mér fannst þetta því frekar skemmtilegt. Bókhaldið hjá þessum embættum var tiltölulega einfalt, – sem sagt ekki tvöfalt! Ef bókhaldið stemmdi var haldin veisla og ef það stemmdi ekki var haldin ennþá meiri veisla. Einu sinni fór ég með mínum góða húsbónda, Einari Bjarnasyni aðal- endurskoðanda, til að kanna bókhaldið hjá Júl- íusi Hafstein, sýslumanni á Húsavík. Þegar þeirri könnun var aflokið bauð Júlíus nátt- úrulega Einari og mér, sem hann kallaði kandí- datinn, til veislu. Aðalendurskoðandinn fékk fínasta koníak en kandídatinn varð að láta sér nægja svartadauða. Þetta þótti hin eðlilegasta stéttaskipting!“ Tortryggni og spéhræðsla kemur í ráðuneytin Lengst af vann Knútur þó í mennta- málaráðuneytinu, vann sig upp stigann frá fulltrúastöðu í tröppu deildarstjóra, síðan skrif- stofustjóra og loks upp á pall ráðuneytisstjóra. Hann segir aldrei hafa hvarflað að sér að fara út úr þessu kerfi; mestu skipti á þessum tíma að hafa örugga vinnu, föst laun og trygg eft- irlaun. Þú ert það sem kallað hefur verið karríer- kerfiskall. Hvernig líkar þér sú nafnbót? „Bara vel. Alveg ljómandi,“ svarar Knútur með óræðu brosi. „Mér líkaði hins vegar ekki við orðið „möppudýr“ sem um tíma var notað yfir okkur í ráðuneytunum.“ Hvaða eiginleika þarf góður kerfiskall að hafa? Löng þögn. „Enga sérstaka,“ svarar loks ráðuneytisstjórinn fyrrverandi með sama óræða brosinu. Þú meinar að hann þurfi bara að vera þarna til staðar? „Einmitt.“ Lokasvar? „Já.“ Og þá er samhengi til að spjalla um bresku sjónvarpsklassíkina Já ráðherra og Já for- sætisráðherra. Samkvæmt þáttunum þurfa embættismenn og ráðuneytisstjórar að vera meistarar í að flækja mál og tefja og helst eyða þeim svo ráðherrar nái ekki að skaða alvöru stjórnsýslu í landinu. Knútur vill ekki gefa mik- ið út á það. Segir að þessi samskipti ráðist af hverjum embættismanni og ráðherra fyrir sig. En eru þessir þættir á vissan hátt raunsæ lýs- ing á ráðuneytislífi? „Ja, við skulum segja að ég hafi heyrt og séð meiri lygar um ráðuneytislíf en Já ráðherra.“ Hann viðurkennir að þegar þættirnir voru frumsýndir hafi þeir haft gríðarleg áhrif á allt andrúmsloft í stjórnarráðinu. „Ráðherrarnir héldu hver um annan þveran að ráðuneytis- stjórar væru að plata þá og tortryggni og spé- hræðsla fóru eins og eldur í sinu um ráðu- neytin. Og það sem verst var: Það varð miklu erfiðara að plata ráðherrana!“ Þar til Maó stal titlinum … Ertu sjálfur pólitískt þenkjandi? „Afi minn og fósturforeldrar voru gallharðir sjálfstæðismenn og ég varð það líka. Í MR kynntist ég hins vegar kommum og fór að fá snert af áhuga á sósíalisma undir áhrifum frá Máli og menningu, Laxness, Sigurði Nordal og Kristni E. Andréssyni. Þá voru Sovétmenn og Bandaríkjamenn bandamenn í stríðinu og ekki sú tortryggni ríkjandi sem síðar var í kalda stríðinu, hvað þá að menn hafi vitað það sem var að gerast í Sovét. Ég studdi aldrei sósíal- ista en varð ekki andkommúnisti fyrr en ég kom sjálfur til Austur-Evrópulandanna, ekki síst Austur-Þýskalands.“ Knútur segist þó hafa stofnað NATO-félagið fyrir tilviljun. „Sat svo uppi með það þegar Pét- ur Benediktsson formaður og Sigurður A. Magnússon ritari sem þar völdust til forystu höfðu ekki tíma og ég varð sjálfur formaður. Ég hafði verið með mikla félagsmálaþörf í Ágústarskóla, Gagnfræðaskóla Reykvíkinga. Í öðrum bekk var ég víst formaður í öllum fé- lögum nemenda og alltaf að halda ræður. Ég var líka í flestum nefndum. Ég man að ég var óánægður með skemmtinefndina af því hún hélt engin böll. Þá rak ég hana og hélt ball. Af eðlilegum ástæðum var ég kallaður Formað- urinn og fékk mikið kikk út úr því, eða þangað til Maó stal titlinum. Félagsmálin lét ég alveg í friði í menntaskóla og háskóla enda tómt pex, en fékk svo vissa útrás fyrir þessa þörf aftur með fjölmörgum nefndasetum fyrir ráðuneytið, ýmsum stjórnum og félögum!“ Spurning um getuna Voru það þá ekki mikil viðbrigði eða spennu- fall þegar þú hættir störfum fyrir áratug? „Neinei. Þá tók ég Félag Sameinuðu þjóð- anna og var voða rogginn með það. Hafði kont- ór í Silla og Valda-húsinu í Austurstræti og mætti á hverjum degi til að sýsla eitthvað, jafn- vel um helgar.“ Þú ert við góða heilsu og allt það. Hvernig nýturðu lífsins? „Hvað meinarðu með því að njóta lífsins?“ spyr Knútur á móti með blik í auga. Tja, að gera allt sem þig langar til … „Ja, þá er það orðin spurning um getuna, fremur en löngunina,“ segir hann og verður enn sposkari. Hann segist vera búinn að ferðast til allra heimshorna í ýmsum erindagjörðum, bæði vegna eigin starfa og starfa konu sinnar Ernu Hjaltalín, fyrrverandi yfirflugfreyju, hafi að mestu fengið nóg af slíku og nú þyki sér skemmtilegast að njóta veitinga í mat og drykk í góðum félagsskap. Auk þess að eltast við KR- liðið um allt land og öll lönd. Þegar Knútur er spurður hvernig þau Erna hafi hist svarar hann: „Ég hitti hana í háloft- unum og féll strax fyrir úniforminu.“ Hann telur það mikla hjónabandsgæfu að hjón séu aðskilin í nokkurn tíma annað slagið. Þá verði alltaf svo gaman að hittast á ný. Erna hefur síðustu þrjú ár dvalist mikið fyrir vestan haf hjá syni þeirra Jónasi, sem þar hefur verið við nám og er núna að skrifa sögu bandarískrar kvikmyndagerðar. Hún hefur aðstoðað hann og konu hans Halldóru Þórarinsdóttur, sem stundar framhaldsnám í læknisfræði, við að gæta tvíburadætranna sem nú eru fjögurra ára. Knútur kveðst vera „voða spenntur afi. Ég veit fátt skemmtilega en að fylgjast með þeim. Og svo langar mig til að ala upp þennan kött aðeins lengur“, segir hann og strýkur fallegri og velsældarlegri persneskri læðu, sem heitir Milla. Heldurðu að við fáum annan séns hinum megin? „Ég er guðhræddur KFUM-maður. Einn af drengjunum hans séra Friðriks. Hef búið síðan að þeirri reynslu að hafa hlustað á elds- og brennisteinsprédikanir hans.“ Og ef við fáum séns fyrir handan mundirðu þá vilja vinna þar í ráðuneyti? „Nei. Þá væri kominn tími til að skemmta sér ærlega.“ ilegum þjóðflokki Formaður Félags Sameinuðu þjóðanna tekur móti Kofi Annan: Formennskan kom í veg yrir spennufall. Frá þeim merkisatburði þegar Kvikmynda- jóður fékk nákvæmlega það fjármagn frá tjórnvöldum sem hann bað um: Knútur akkar Þorsteini Pálssyni, forsætisráðherra g f.v. Friðbert Pálsson, Guðbrandur Gísla- on, Sigurður Sverrir Pálsson og Kristín Jóhannesdóttir. Með bíófólki í Cannes: Erna Hjaltalín, eig- nkona Knúts, Árni Samúelsson, Guðbrandur íslason, fyrsti framkvæmdastjóri Kvik- myndasjóðs, og Friðbert Pálsson snýr baki í ósmyndarann. hjólhestum í kvikmyndaborginni Los Ang- es: Ágúst Guðmundsson, Jakob Magn- sson, Knútur og Hrafn Gunnlaugsson. bækistöðvum norrænu kvikmynda- tofnananna í Cannes: Knútur telur norrænt amstarf í kvikmyndamálum hafa nýst slendingum afar vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.