Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 1
Starfsmaður á lyftara Stór heildsala á matvörumarkaði óskar eftir að ráða vanan lyftaramann til starfa. Áhugasamir sendi inn umsókn og ferilskrá á auglýsingadeild Morgunblaðsins merkta: „L — 14349“ fyrir hádegi 15. október. Yfirlæknir HSSA á Hornafirði Frá næstu áramótum er laus er til um- sóknar staða yfirlæknis við Heilbrigðis- stofnun Suðausturlands Hornafirði. Heilbrigðisstofnun Suðausturlands er rekin af Sveitarfélaginu Hornafjörður samkvæmt þjónustusamningi við heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið eftir að hafa verið með heilbrigðis- og öldrunarmál sem reynsluverkefni sl. sex ár. Stofnunin hefur heimild fyrir tveimur stöðum lækna auk yfirlæknis. Allir lækn- ar ganga gæsluvaktir og er því alltaf einn í fríi frá gæsluvöktum, þegar allar stöður eru fullmannaðar. Yfirlæknir hefur umsjón með læknis- fræðilegum þáttum starfsemi stofnunar- innar, sem hefur eftirtaldar undirdeildir: heilsugæslustöð og heilsugæslusel, sjúkradeild, hjúkrunarheimili og dvalar- heimili. Læknishéraðið er öll Austur- Skaftafellssýsla. Hann situr í fram- kvæmdaráði ásamt framkvæmdastjóra og hjúkrunarforstjóra. Umsækjandi hafi sérfræðimenntun í heimilislækningum eða öðrum sérgrein- um. Umsóknir ásamt upplýsingum um tilskylda menntun og störf sendist til Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands, Víkurbraut 31, 780 Hornafirði. Nánari upplýsingar um stöðuna veita Baldur P. Thorstensson yfirlæknir og Jó- hann Ólafsson framkvæmdastjóri í síma 478 1400. Hornafjörður Í sveitarfélaginu búa tæplega tvö þúsund og fjögur hundruð manns, flestir á Höfn. Grunnskólinn er deildaskiptur og reknir eru þrír leikskólar. Aðalatvinnan er sjávarútvegur og fiskvinnsla en yfir sumartímann er jafnframt rekin mjög öflug ferðaþjónusta. Erlendir ferðamenn sem koma til héraðsins yfir sumartímann eru á annað hundrað þúsund. Náttúrufegurð í héraðinu er rómuð, göngur og útivist eru óvíða fjölbreyttari. Samgöngur til og frá Höfn eru afar góðar. Áætlunarflug er milli Hafnar og Reykjavíkur, sumar og vetur. Vegasamband við höfuðborgarsvæðið er gott, eini fjallvegurinn á leiðinni er Hellisheiði og vetrarsamgöngur eru því mjög greiðar. Markaðs- og sölumaður Framsækin heildverslun óskar eftir starfsmanni í markaðs- og sölustörf. Viðkomandi þarf að hafa reynslu, vera stundvís, skipulagður, fylginn sér og koma vel fram. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðar- mál. Áhugasamir skili umsóknum inn til auglýsinga- deildar Mbl., merktum: „S — 2203.“ Bókasafns- og upplýsingafræðingur við Bókasafn Vestmannaeyja Laus er til umsóknar 50% staða bókasafns- og upplýsingafræðings við Bókasafn Vestmann- aeyja frá 1. nóvember 2003. Til greina kemur að ráða starfsmann með sambærilega mennt- un á háskólastigi. Starfsmaður þarf að vera með mikla þjónustu- lund, góða tölvukunnáttu, skipulagður og sjálf- stæður í vinnubrögðum. Upplýsingar veitir Nanna Þóra Áskelsdóttir forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja í s. 481 1184, 863 6194 og bsafn@vestmannaeyjar.is Umsóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað fyrir 20. október nk., til: Bókasafns Vestmannaeyja, bt. forstöðumanns, Pósthólf 20, 902 Vestmannaeyjar. Byggingaverk- fræðingur — tæknifræðingur Byggingaverkfræðingur eða byggingatækni- fræðingur óskast til starfa á Verkfræðistofu Guðjóns Þ. Sigfússonar ehf., Selfossi. Verkefni á sviði hönnunar burðarvirkja, eftirliti með mannvirkjagerð auk almennrar verkfræði- ráðgjafar. Upplýsingar í síma 482 2805 eða á netfangi: gudjon@vgs.is. Geislafræðingur Röntgen Orkuhúsið óskar eftir að ráða geisla- fræðing. Röntgendeildin er nýlega flutt í glæsi- legt húsnæði á Suðurlandsbraut 34. Hér eru gerðar hefðbundnar röntgenrannsókn- ir, ómskoðanir, segulómun á útlimum auk þess er deildin búin nýju fjölsneiða tölvusneið- myndatæki. Við erum að leita að duglegum geislafræðingi, sem er tilbúinn til þess að vinna 80 eða 100% vinnu fjóra daga vikunnar. Reynsla af ofan- greindum rannsóknaraðferðum er æskileg en ekki skilyrði. Þarf að vera búin góðum sam- starfshæfileikum, glaðlyndi og þjónustulund. Upplýsingar veitir Einfríður Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri, sími 860 8856. Skrifstofu— og sölustörf Innflutningsfyrirtæki vantar öflugan starfs- kraft í hlutastarf sem fyrst, til skrifstofu- og afgreiðslustarfa. Jákvæðni, reglusemi og góð tölvukunnátta nauðsynleg. Vantar einnig sölufólk um land allt í spenn- andi verkefni. Frjáls vinnutími. Umsóknir merktar: „Tækifæri“ sendist aug- lýsingadeild MBL fyrir 16. október nk. Sunnudagur 12. október 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 9.331  Innlit 18.172  Flettingar 76.058  Heimild: Samræmd vefmæling

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.