Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Rekstrarleiga — hársnyrtistofa Hársnyrtistofa með góða viðskiptavild til leigu. Forkaupsréttur getur komið til greina inni í leigu- samningi. Frábært tækifæri fyrir gott fagfólk. Viðskipta- hópurinn skiptist jafnt í dömu- og herraþjón- ustu. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. eða í box@mbl.is merkt: „R — 14325“. Fullum trúnaði heitið. Saumaskapur Óskum eftir duglegum og handlögnum starfs- krafti á söðlaverkstæði okkar. Viðkomandi þarf að vera heiðarlegur og stundvís og hafa reynslu af saumaskap. Vinnutími frá kl. 9—18. Reyklaus vinnustaður. Viðkomandi sendi inn upplýsingar á tölvupósti um aldur, menntun og fyrri störf ásamt fullu nafni á arnar@astund.is, sími 864 3470. Utanríkisráðuneytið Þýðandi Þýðendur óskast til starfa í Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi háskólamenntun, staðgóða þekkingu á íslensku og ensku og mikla reynslu af þýðingum. Þá er æskilegt að viðkomandi hafi þekkingu á bókhaldi, endurskoðun e.þ.h. Litið er svo á að umsókn gildi í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur. Eldri umsóknir skulu staðfestar. Launakjör eru samkvæmt kjara- samningi fjármálaráðherra og Félags háskóla- menntaðra starfsmanna stjórnarráðsins. Umsóknir berist utanríkisráðuneytinu, Rauðarár- stíg 25, 150 Reykjavík, fyrir 27. október 2003. Utanríkisráðuneytið, 8. október 2003. Verkstjóri þjónustuverkstæðis Bifreiðaumboð óskar eftir verkstjóra á þjónustuverkstæði. Við leitum að vel skipulögðum bifvélavirkjameistara með tölvuþekkingu. Umsóknir sendist til augldeildar Mbl. eða á box@mbl.is, merktar: „V—14351“. Ráðhús Reykjavíkur Laus eru til umsóknar tvö störf við almenna ræstingu á skrifstofum í Ráðhúsi. Unnið er frá 8:00-16:00. Störfin krefjast skipulagningar og lipurðar í mannlegum samskiptum. Dagræsting Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reyjavíkur- borgar og hlutaðeigandi stéttarfélags. Upplýsingar um störfin veita Sigurður H. Egilsson umsjónarmaður Ráðhúss í síma 563-2009 (sigurde@rhus.rvk.is) og Ástvaldur Guðmundsson í síma 563-2008 (astvaldurg@rhus.rvk.is). Skriflegum umsóknum ásamt upplýsingum um fyrri störf skal skila til Ráðhúss Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík, merktum Dagræsting fyrir 27. október nk. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Vakin er athygli á þeirri stefnu Reykjavíkurborgar að jafna hlut kynja í störfum. Framkvæmdastjóra vantar Nánari uppl‡singar á starf.is e›a í s. 820 3799 Umskónir flurfa a› berast fyrir 20. okt. n.k. Verktakafyrirtæki, sem sérhæfir sig í jar›vinnu, vill rá›a kröftugan framkvæmda- stjóra me› tæknimenntun og reynslu í verktakastarfsemi. Fyrirtæki› er me› 30-40 starfsmenn og verkefnasta›an gó›. w w w .s ta rf .i s Krefjandi starf Leitum eftir jákvæðu, orkumiklu og sjálf- stæðu fólki. Okkur hefur verið falið að finna fólk til samstarfs við Alþjóðlegt fyrirtæki sem hefur verið starfandi í 25 ár og er með starfsemi í yfir 100 þjóðlöndum í heimin- um í dag. Hefur nú þegar starfað á Íslandi í um fjögur ár. Við leitum að metnaðarfullu, ábyggilegu og framsæknu fólki. Fólki sem er fullt þrautseigju og gefst ekki upp þótt móti blási. Fólki sem vill ná langt í samstilltum hópi. Verður að geta unnið sjálfstætt og skipulagt sig vel. Góðir tekjumöguleikar eru í boði. Árangurstengdar tekjur, hlutastarf/fullt starf. Við munum hitta áhugasama umsækj- endur í vikunni. Hafið samband í síma 822 8241 eða sendið tölvupóst, nafn og símanúmer á doramagg@hotmail.com . Óska eftir vinnu Vanur sjómaður með mikla reynslu af öllum veiðarfærum óskar eftir plássi. Góð meðmæli. Upplýsingar í s. 693 0969 og 456 1121, Daði. Sérkennari — kennslustjóri Fyrirhugað er að stofna deild fyrir fjölfatlaða við skólann um áramótin. Því er auglýst eftir sérkennara í fullt starf. Starf hans verður fólgið í því að skipuleggja kennslu fyrir deildina, hafa umsjón með henni auk þess sem viðkomandi mun hafa umsjón með Starfsdeild 1, sem er nú þegar við skólann. Að auki mun viðkomandi kenna við deildirnar og annast, í samráði við skólayfirvöld, frekari mannaráðningar. Viðkom- andi mun fyrir hönd skólans annast samskipti og samráð við aðrar stofnanir og forráðamenn nemenda. Starfshlutfall við stjórnun er 400 klukkustundir, en að öðru leyti uppfyllir við- komandi starfsskyldur sínar með kennslu og umsjón. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. nóvember eða síðar skv. samkomulagi. Jafnframt er auglýst eftir sérkennurum til starfa við ofangreinda deild fyrir fjölfatlaða. Starfshlutfall er samkomulagsatriði. Ekki þarf að fylla út sérstök umsóknareyðublöð, en umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og enn- fremur afrit af prófskírteinum. Umsóknarfrestur er til 28. október næstkomandi. Öllum umsækj- endum verður svarað skriflega. Umsókn gildir til 21. nóvember. Launakjör eru í samræmi við kjarasamninga Kennarasambands Íslands og fjármálaráðuneytisins. Nánari upplýsingar veita undirritaður í síma 861 6715 og Ólafur H. Sigurjónsson, aðstoðarskólameistari, í síma 581 4022 eða í ohs@fa.is. Umsókn skal skila á skrifstofu skólans, en hún er opin frá kl. 8.00—15.00. Skólameistari. Mosfellsbær Fræðslu- og menningarsvið Leikskólinn Hulduberg Leikskólinn Hulduberg óskar eftir leik- skólakennara í 100% starf nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Deildarstjóra- staða kemur til greina. Eins er laus staða deildarstjóra frá áramótum. Unnið er eftir metnaðarfullri námskrá, meginmarkmið á leikskólanum eru að rækta tengsl barnsins við náttúruna og umhverfið. Hulduberg er fjögurra deilda leikskóli og þar dvelja 103 yndisleg börn yfir daginn. Leikskólakennarar eru 11 talsins og 16 hæfileikaríkir starfsmenn. Upplýsingar um starfið veita Þuríður Stefánsdóttir leikskólastjóri og Guðrún Viktorsdóttir aðstoðarleikskóla- stjóri í símum 586 8170 og 867 0727. Lögfræðingur með góða starfsaðstöðu og framhalds- menntun getur bætt við sig framtíðar- verkefnum. Fast hlutastarf f. félagasam- tök, sjóði eða aðra kemur einnig vel til greina, s.s. umsjón með eignum og/eða rekstri. Öllum tilboðum vel tekið. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að hafa samband á box@mbl.is sem fyrst (merkt: „L — 14324"). Starfsmaður óskast í lítið skólamötuneyti í hlutastarf. Ekki er um eldamennsku að ræða heldur daglega umsjón eldhúss ásamt fleiru. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 662 5837 frá kl. 8-17 virka daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.