Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 C 11 TILKYNNINGAR Kópavogshöfn - Stálþilsefni Efnisútboð Kópavogshöfn óskar eftir tilboðum í stálþil og stagfestingar vegna lengingar Norðurgarðs í Kópavogi. Magn er áætlað: Stálþil 200 tonn Stagfestingar 35 tonn Efnið skal afhent á bryggju í Kópavogshöfn eigi síðar en í mars 2004. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Tæknideildar Kópavogs, Fannborg 2, Kópavogi, frá þriðjudeginum 14. október, gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 11. nóvember 2003 kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þar mæta Framkvæmdadeild Kópavogs. Kísilgúrsjóður Styrkir — hlutafé Tilgangur sjóðsins er að kosta undirbúning aðgerða til þess að efla atvinnulíf í þeim sveit- arfélögum, sem nú eiga verulegra hagsmuna að gæta vegna starfsemi Kísiliðjunnar hf. Til að ná fram markmiðum sjóðsins er stjórn hans heimilt að veita styrki og kaupa hluti í nýj- um og starfandi félögum. Um stuðning geta sótt fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar. Styrkir: Kostnaðarliðir sem notið geta stuðnings:  Undirbúningskostnaður verkefna.  Vöruþróun.  Átak til markaðsöflunar.  Nám eða starfsnámskeið, samkvæmt sérstakri ákvörðun stjórnar. Hlutafjárkaup:  Sjóðurinn tilnefnir að jafnaði ekki í stjórn þeirra hlutafélaga, sem hann á hlutdeild í, nema hlutur sjóðsins sé umtalsverður (þriðjungur eða meira) og að stjórnaraðild sé talin æskileg til að efla stjórnun hluta- félagsins. Sjóðurinn veitir ekki rekstrarstyrki, svo sem til að niðurgreiða framleiðslukostnað. Styrkur verður aldrei hærri en sem nemur helmingi af styrkhæfum kostnaði. Umsóknarfrestur er til 27. október 2003. Umsóknareyðublöð, úthlutunarreglur og frek- ari upplýsingar fást hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, Garðarsbraut 5, 640 Húsavík. Vefsíða: www.atthing.is Netfang: tryggvi@atthing.is Sími 464 2070, fax 464 0406. Styrkur til háskólanáms við Minnesotaháskóla Samkvæmt samningi milli Háskóla Íslands og Minnesotaháskóla (University of Minnesota) verður veittur styrkur til íslensks námsmanns til þess að stunda nám við Minnesotaháskóla næsta skóla- ár. Styrkurinn nemur skólagjöldum og dvalarkostnaði. Umsækjendur skulu hafa stundað nám við Háskóla Íslands og ganga þeir fyrir sem eru í framhaldsnámi við Háskóla Íslands og hyggjast taka eitt ár erlendis, sem skiptistúdentar frá HÍ. Stúdent- ar, útskrifaðir frá Háskóla Íslands sem hyggja á framhaldsnám við Minnesota- háskóla, koma einnig til greina. Nánari upplýsingar og umsóknareyðu- blöð um styrki fyrir skólaárið 2004-2005 fást á Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, Háskóla Íslands, Neshaga 16, sími 525 4311. Umsóknum skal skilað þangað fyrir 1. nóvember 2003. Athugið að umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2003.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.