Morgunblaðið - 13.10.2003, Síða 18

Morgunblaðið - 13.10.2003, Síða 18
18 MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. E F VIÐ getum verið sammála um að vís- indin efli alla dáð má spyrja hvort ís- lenskt samfélag verði ekki brátt dáðlaust með öllu ef enginn vill efla vísindin. Nú má spyrja hvort hér efli menn ekki vís- indin á hverjum degi með fjárveitingum og fögrum orðum en þegar horft er á aðgerðir íslenskra stjórn- valda í menntamálum er ekki hægt að sjá markvissa þróun í átt að meiri og betri menntun, aðeins samheng- islausar breytingar sem óljóst er hvaða tilgangi þjóna. Upp á síðkastið hefur framhaldsskólinn verið til um- ræðu. Tvennt hefur komið til. Hugmyndir stjórnvalda um samræmd stúdentspróf og styttingu framhalds- skólans. Hvorug þessara hugmynda er til þess fallin að efla alla dáð. Fremur fela þær í sér ákveðna tauga- spennu sem sést í því að reynt er að breiða yfir ýmis vandkvæði í starfi framhaldsskólans án skýrra mark- miða. Áður en rætt er um málefni framhaldsskólans tel ég eðlilegt að skýra þann hugmyndafræðilega grundvöll sem ég tel eðlilegt að liggi undir öllu menntakerfinu í heild sinni. Menntakerfið á að vera rekið fjárhagslega af hinu opinbera og tryggja á aðgang allra að góðri menntun, frá leikskólastigi, sem á að vera ókeypis eins og önnur skólastig, upp á háskólastig. Innan þessa heildstæða kerfis eiga menntastofnanir að njóta fag- legs frelsis til að bjóða upp á þá menntun sem þeim þykir æskileg. Þetta er framtíðarsýn sem ég tel spennandi. Að sama skapi tel ég eðlilegt að ríkið veiti mikla fjármuni til menntunar því að ég trúi því að vísindin efli alla dáð, að menntun auki lífsgæði einstaklinga og verði þar með samfélaginu öllu til hagsbóta. Samræmd próf á öllum skólastigum vinna gegn þessu faglega frelsi skóla. Þau stríða gegn hugmyndum um að hæfileikar ein- staklingsins geti legið á ólíkum sviðum og eru andstæð nútímalegum hugmyndum um fjölgreind, sem mennta- málaráðherra hefur þó sagst styðja. Stytting framhaldsskólans er hin hugmynd stjórn- valda um hvernig megi bæta framhaldsskólann. Rökin fyrir henni eru sögð þau að samræma stúdents- prófsaldur á Íslandi við önnur lönd. Þau rök eru að sjálfsögðu mjög veikburða. Nægir að benda á a landi byrja börn 6 ára í skóla, sums staðar byrj ára og annars staðar 7 ára. Af hverju samræmu þetta ekki? Og hvað er að hinum þjóðunum að v ekki í samræmi hver við aðra? Við þyrftum gre að senda sérlega íslenska samræmingarmeista vettvang til að kippa þessu í liðinn, miðað við þ urtrú á að samræmi sé allra meina bót (eins og áðurnefndum samræmdum prófum). En ef við viljum endilega samræma eru ýms leiðir til þess. Til að mynda væri hægt að stytta skólann um eitt ár enda er það minni röskun að um 10% en 25%. Faglega séð væri það líka hæg vik, sérstaklega ef haldið verður áfram að færa skólann á brautir einstaklingsmiðaðs náms ein byrjað er að gera í Reykjavík. Jafnvel er hægt hugsa sér að nemendur lykju grunnskólanámi 8, 9 eða 10 árum. Að minnsta kosti virðist svigr Samræmdir og dáðla Eftir Katrínu Jakobsdóttur Þ INGMENN Samfylkingarinnar hafa flutt á Alþingi tillögu um að ríkisstjórninni verði falið að láta undirbúa aðgerðir og fram- kvæmdaáætlanir til sex ára sem hafi það að markmiði að ná fram launajafnrétti kynjanna. Beita á ákvæðum jafnréttislaga um jákvæða mismunun, að undangenginni rannsókn á launamun kynjanna og öðrum þáttum launakjara. Lagt er til að gerðar verði tvær framkvæmdaáætlanir, annarsvegar fyrir opinberan vinnumarkað og hins vegar fyrir al- mennan vinnumarkað, sem unnar skulu í samráði við aðila vinnumarkaðarins og Samband íslenskra sveitar- félaga. Vinna á samkvæmt tímasettri aðgerðaáætlun. Gott fordæmi hjá Reykjavíkurborg Sérstaklega er kveðið á um það í jafnréttislögum að sérstakar tímabundnar aðgerðir, sem auki möguleika kvenna eða karla á tilteknum sviðum samfélagsins, gangi ekki gegn jafnréttislögum. Þetta ákvæði hefur verið í lögum frá árinu 1991 og til þess ætlað að beita sérstökum tímabundnum aðgerðum til að rétta hlut kvenna jafnt sem karla á tilteknum sviðum samfélags- ins. Full ástæða er til að beita ákvæði jafnréttislaga um sértækar tímabundnar aðgerðir þegar í um 40 ár hafa verið í gildi lög sem ekki hafa verið virt er banna launa- mun kynjanna fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Á það ber líka að líta að það eru ekki síst hagsmunir fjölskyldna og heimila að konur njóti jafnræðis launakjörum á við karla fyrir sömu störf. Ein l nefnd hefur verið er að útfæra í kjarasamningu ákveðinn hluti þeirra heildarfjárhæðar sem va kjarabóta renni sérstaklega til að jafna laun ka kvenna. Má í því sambandi benda á að árangur Reykjavíkurborg náði í því að draga úr kynbun launamun kynjanna úr 15,5% á árinu 1995 niðu árið 2001 var vegna víðtækra aðgerða á mörgu um í senn. Má þar nefna kjarasamningagerð þ sérstök áhersla var lögð á hækkun launa í hefð bundnum kvennastörfum (kvennapottar), mar aðar samræmingaraðgerðir í kjarasamningum stakar uppbætur til borgarstofnana með hátt h kvenna í hefðbundnum kvennastörfum o.fl. Launajafnrétti kynjanna órafjarr Allt frá setningu fyrstu jafnréttislaganna ha ákvæði verið skýr um að greiða skuli konum og um jöfn laun og þau njóta sömu kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Afdráttarlaust fram í gildandi jafnréttislögum að með launum við almennt endurgjald fyrir störf og hvers kon frekari þóknun, beina og óbeina, hvort heldur hlunnindagreiðslum eða með öðrum hætti, sem vinnurekandi greiðir starfsmanni sínum fyrir v hans. Þótt margvíslegur árangur hafi náðst í ja Aðgerðir til að ná fram Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur H INN öflugi og áhrifamikli stuðnings- mannahópur stofnunar sambandsríkis Evrópu vonar nú að drög að stjórn- arskrá Evrópusambandsins verði sam- þykkt óbreytt. Í drögunum er ítrekað að stefnt sé í átt að meiri samruna aðildarríkjanna. Ein- hverjir hrósuðu sigri þegar dregið var úr styrkleika orðalagsins um samrunann. Töldu jafnvel að orðalags- breytingin þýddi að sambandsríki Evrópu væri ekki á stefnuskránni. Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseti Frakklands og sá sem stýrði smíði stjórnarskrárdrag- anna, sagði að engin ástæða væri til að fagna orðalags- breytingunni. Hún hefði bara verið gerð vegna þess að orðalagið mæltist illa fyrir í Bretlandi og í nokkrum öðr- um ríkjum. Eða í þeim löndum þar sem lítil stemmning er fyrir einhvers konar Bandaríkjum Evrópu. Orðalagið var mildað til að auðvelda stjórnvöldum í Bretlandi og víðar að lauma stjórnarskránni í gegn. Hin undirliggj- andi stefna var sú sama að sögn Giscard d’Estaing. Gott plott! Í þessari hugsun gamla forsetans kemur skýrt fram snilldarfléttan í Evrópusamrunanum. Hún er að búa til sambandsríki án þess að íbúarnir fatti það. Beit tæknilegum röksemdum fyrir samruna á nýjum um. Þess er ætíð gætt að nefna að nýjar hugmy styrki aðildarríkin og auki lýðræðið. En hið gag gerist á meðan. Vald hefur runnið frá aðildarrík til stofnana Evrópusambandsins jafnt og þétt u skeið. Neitunarvald aðildarríkjanna er nú á hrö anhaldi. Á flótta undan ákvörðunum byggðum á hluta aðildarríkja. Þetta er stundum kallað lýðr Evrópusambandinu, enda þótt hugmyndin með neitunarvaldsins sé að einstakar þjóðir, sérstak smáþjóðir með hagsmuni sem hinum stærri þyk ilfjörlegir, séu ekki að þvælast fyrir hinum dása óumflýjanlega samruna. Og eftir því sem meira færist í hendur Evrópusambandsins eykst fjarl íbúana við ákvarðanir um þeirra málefni. Með þ verður Evrópusambandið stórveldi sem getur b um birginn. Þetta er gott plott! Þjóðaratkvæðagreiðslu-vesenið Þjóðaratkvæðagreiðslur eru sérstakur þyrni um Evrópusambandsins. Hitt er miklu betra, að íbúana einskis um nýjar hugmyndir um framsal Evrópuríki renna sam Eftir Birgi Tjörva Pétursson SHIRIN EBADI OG ALGILDI MANNRÉTTINDA Ákvörðun norsku Nóbels-nefndarinnar um að veita ír-anska lögfræðingnum Shirin Ebadi friðarverðlaun Nóbels er mikilvæg viðurkenning fyrir þá, sem berjast fyrir frelsi og mann- réttindum í löndum íslam, ekki sízt þá sem berjast fyrir réttindum kvenna og barna. Ebadi hefur verið óþreytandi í baráttu sinni fyrir mannréttindum og lýðræði í heimalandi sínu. Hún var ein fyrsta konan, sem skipuð var í dómarasæti á keisaratíman- um, en var lækkuð í tign þegar klerkastjórnin komst til valda og gerð að aðstoðarmanni dómara. Síðar gerðist hún verjandi andófs- manna og kvenna, sem töldu sig órétti beittar og hóf kennslu við há- skólann í Teheran. Hún hefur ritað margar bækur, m.a. um mannrétt- indamál í Íran. Tvennt hefur staðið upp úr í mál- flutningi hennar. Annars vegar er barátta fyrir réttindum kvenna og barna, sem víða eru fótum troðin í löndum múslíma. Hún gerðist t.d. lögmaður móður stúlku, sem var myrt af föður sínum og stjúpbróð- ur, en í Íran er ekki hægt að sak- sækja föður fyrir dráp á eigin barni. Hins vegar hefur hún alla tíð lagt áherzlu á að lýðræði og mann- réttindi séu engan veginn ósam- rýmanleg íslam; þvert á móti hefur hún gagnrýnt þá, sem nota trúna sem skálkaskjól til að traðka á mannréttindum. Þannig er val Nóbelsnefndarinn- ar skýr stuðningur við það viðhorf, að mannréttindi séu algild en ekki afstæð og háð menningarheimum og trúarbrögðum. Hvorki geta vestrænir gagnrýnendur íslam sagt að mannréttindi og lýðræði þrífist einfaldlega ekki í löndum múslíma, né heldur geta stjórnvöld í þessum ríkjum haldið því fram að hug- myndir um mannréttindi á borð við kvenfrelsi og tjáningarfrelsi eigi ekki við í hugmyndaheimi íslam. Með áherzlu sinni annars vegar á að íslamstrú sé í raun uppspretta hugmynda hennar um mannréttindi og lýðræði og hins vegar höfnun á hvers konar íhlutun erlendra ríkja í deilur umbótasinna og bókstafs- trúarmanna í Íran hefur Shirin Ebadi komizt hjá því að þaggað yrði niður í henni eins og svo mörg- um öðrum mannréttindafrömuðum í Íran. Hins vegar hafa stjórnvöld reynt að gera henni ýmsa skrá- veifu. Fyrir þremur árum var hún fangelsuð í nokkrar vikur fyrir að dreifa segulbandsupptöku, þar sem meðlimur öfgasveita bókstafstrú- aðra múslíma játaði ofbeldisverk gegn umbótasinnum. Friðarverðlaun Nóbels hafa stundum verið veitt fólki, sem unn- ið hefur mikla sigra; staðið á rúst- um kúgunarríkja eða undirritað friðarsamkomulög. Shirin Ebadi hefur enn ekki unnið sína sigra, hún er þátttakandi í harðnandi átökum umbótasinna og klerka- veldisins í Íran, sem ekki sér fyrir endann á. Vonandi verða Nóbels- verðlaunin til að styrkja hana og skoðanasystkin hennar, ekki bara í Íran heldur víðar um hinn íslamska heim, í baráttu sinni og gera það líklegra að sigur vinnist í þeirri baráttu. OF MIKIL BJARTSÝNI Á morgunfundi Íslandsbanka sl.föstudag varaði Bjarni Ár- mannsson, forstjóri bankans, við ákveðnum hættum, sem hann taldi geta verið til staðar við upphaf nýrr- ar uppsveiflu í efnahagsmálum og sagði: „Ég held, að stærsta ógnunin séum við sjálf. Að við ætlum okkur um of og trúum um of á eigin getu. Það ríki of mikil bjartsýni og það verði of mikil ásókn í vöxt. Það er eitthvað, sem þarf að hemja og stýra.“ Það er ástæða til að taka eftir þess- um orðum. Nú þegar hafa byggzt upp miklar væntingar um betri tíð á næstu árum m.a. vegna hinna um- fangsmiklu framkvæmda á Austur- landi. Þótt sjá megi merki um bata er veruleikinn hins vegar sá, að efna- hags- og atvinnulíf landsmanna er ekki komið á fljúgandi ferð, þótt margir hafi það á tilfinningunni að svo sé. Af þeim sökum hefur fólk kannski vissa tilhneigingu til að eyða strax þeim ávinningi, sem talinn er framundan en er ekki kominn á hendi. Það er ekkert nýtt, að við Íslend- ingar missum stjórn á okkur í upp- sveiflum í efnahagslífi. Segja má, að það gerist aftur og aftur og niður- staðan verði alltaf sú sama; við ætl- uðum okkur of mikið og sitjum uppi með afleiðingar þess um skeið. Með orðum sínum er Bjarni Ár- mannsson augljóslega að hvetja til þess, að við göngum hægt um gleð- innar dyr og förum varlegar að þessu sinni en við höfum yfirleitt gert áður, þegar við sjáum fram á betri tíð. Það er skynsamleg ráðgjöf. Lík- urnar á því, að ný uppsveifla í efna- hags- og atvinnumálum geti orðið varanlegri en áður og skili þjóðinni meiru byggjast m.a. á því að við kunnum okkur hóf. Það er ástæðu- laust að eyða nú þegar öllum þeim ábata, sem við gerum okkur vonir um á næstu árum. Það er líka ástæðu- laust að eyða öllum ávinningi næstu ára, jafnvel þótt hann verði að veru- leika. Afkoma þjóðarinnar er orðin svo góð og lífskjör langflestra einstak- linga, að það kann vel að vera að við séum að komast á sama stig og frændur okkar Norðmenn, sem hafa safnað miklum sjóðum fyrst og fremst vegna olíugróðans en einnig vegna þess, að þeim hefur tekizt að halda skynsamlega á málum. Er ekki kominn tími til að við fylgj- um í fótspor þeirra að þessu leyti?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.