Morgunblaðið - 13.10.2003, Side 32
32 MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45, 8 og 10.20. B.i. 10 ára.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6 og 10. B.i. 16.
Topphasarmyndin
í USA í dag.
Fór beint ítoppstætið
í USA
þrælmögnuð
yfirnáttúruleg
spennumynd sem
hefur slegið
rækilega í gegn.
KVIKMYNDIR.IS
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16.
Sýnd kl. 10. B.i. 16.
Sýnd kl. 8.
THE
MAGDALENE
SISTERS
Skonrok Fm 90.9
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 12.
Sýnd kl. 6 .
HP KVIKMYNDIR.COM
SV MBL HK.DV KVIKMYNDIR.IS
Kl. 5.45. B.i. 14.
H.K. DV
Kl. 10. B.i. 10.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16.
CATE
BLANCHETT
Rafmögnuð spenna frá byrjun til enda.
Breskur
spennutryll-
ir sem kem-
ur stöðugt á
óvart.
Frá framleið-
andanum Jerry
Bruckheimer
og leikstjóran-
um Joel
Schumacher
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14.
Magnaði spennutryllir sem byggður er á
sönnum atburðum.
Sýnd kl. 8.
Radio X
SV MBL
SG MBL
SG DV Mögnuð
heimildarmynd
frá leikstjórunum
Grétu Ólafsdóttur
og Susan Muska
ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu atti
kappi við Þjóðverja á AOL-leikvanginum í
Hamborg síðastliðinn laugardag. Ríflega
2.500 Íslendingar lögðu leið sína til Ham-
borgar til þess að styðja við bakið á sínum
mönnum.
Stór hluti stuðningsmannanna safnaðist
saman í nálægum garði fyrir leikinn þar sem
grillaðar voru pylsur og kneyfaður mjöður.
Þar voru til sölu ýmsir minjagripir tengdir
landsliðinu og boðið var upp á andlitsmálun.
Myndaðist í garðinum mikil stemning meðal
íslensku stuðningsmannanna og héldu þeir,
eftir grillveisluna, í skrúðgöngu að leikvang-
inum. Á leiknum létu Íslendingarnir vel í sér
heyra og yfirgnæfðu á köflum áhangendur
þýska liðsins, sem voru í miklum meirihluta.
Leikurinn endaði 3-0, Þjóðverjum í vil, en það
var ekki að sjá að áhangendur íslenska liðsins
væru niðurdregnir þrátt fyrir tap. Eftir leik-
inn var slegið upp dansleik í húsi sem er ná-
lægt leikvanginum. Hljómsveit Jóns Ólafs-
sonar lék þar fyrir dansi ásamt söngvaranum
Stefáni Hilmarssyni. Húsfyllir var á þessum
dansleik og skemmti fólk sér með besta móti
fram á rauða nótt.
Rúmlega 30 manns voru samankomnir á
Goethe-stofnuninni á Íslandi, gagngert til
þess að fylgjast með leiknum. Þýskukenn-
arar við Háskóla Íslands stóðu að þeirri
uppákomu í samráði við Goethe-stofnunina.
Carsten Thomas, einn af skipuleggjend-
unum, var ánægður með það hvernig til
tókst. „Ég var ánægður með úrslit leiksins
og stemninguna hér á meðan á leik stóð.“
Carsten var þó ekki eins ánægður með þá
staðreynd að Íslendingar komust ekki áfram
í keppninni því hann hefði viljað sjá þjóð-
irnar mætast aftur.
Skemmtu sér konunglega þrátt fyrir tap
Björn Jónsson og Hjálmar Örn Jóhannsson sveipuðu sig ís-
lenska fánanum á dansleiknum eftir leikinn.
Bjarni Th. Bjarnason, Sigurjón Arnarson, Jónas Gunnarsson og
Iðunn Jónsdóttir undu sér vel í grillveislunni fyrir leikinn.
Þórður Reynisson, Gunnar Hall, Jóhann Austin og Þórólfur
Jónsson ætluðu að láta heyra í sér á áhorfendapöllunum.
Víða mátti sjá íslenska fánanum bregða fyrir í áhorfendastúkum á vellinum. Morgunblaðið/Einar Falur
Þjóðverjar fögnuðu innilega á Goethe-stofn-
uninni.
Stefán Hilmarsson söng þekkt dægurlög með Hljómsveit Jóns Ólafssonar,
klæddur í landsliðstreyju, áritaðri af leikmönnum íslenska landsliðsins.
Stuðningsmenn landsliðsins létu ekki sitt eftir liggja á
dansgólfinu.