Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A BÆTTU FYRIR MISTÖKIN 1966 Á WEMBLEY / B6 ÞORLÁKUR Árnason hætti í gær störfum sem þjálfari knattspyrnuliðs Vals eftir að hafa stýrt því undanfarin tvö ár. Í fyrra unnu Valsmenn öruggan sigur í 1. deildinni undir hans stjórn en í haust féllu þeir á ný úr úrvalsdeildinni þrátt fyrir að þeir fengju 20 stig. Þorlákur sagði við Morgunblaðið í gær að hann myndi halda áfram að þjálfa en óráðið væri í augnablikinu hvar það yrði. Þrjú félög úr úrvalsdeildinni hafa ekki gengið frá sínum málum, Fylkir, Fram og Grindavík, en Þorlákur vildi ekkert segja um hvort hann væri á leið til einhvers þeirra. „Ég skil við Valsmenn í algjörri sátt og það er engin misklíð á milli mín og þeirra. Ég tel mig skila góðu búi, enda þótt ég sé að sjálf- sögðu ekki ánægður með niðurstöðu sumarsins. Vonandi tekst Val að komast aftur í hóp þeirra bestu þar sem félagið á að vera.“ Þorlákur er hættur með Val á ferðinni og menn voru lengi að átta sig á vellinum. Það var allt annað að sjá til leikmanna í byrjun seinni hálf- leiksins og við náum að jafna, en öll- um til undrunar dæmdi dómarinn það af. Ég gat ekki séð neitt athugavert við markið. Upp úr því skora Þjóð- verjar sitt annað mark og það má Logi sagði að eftir að strákarnirhöfðu sofnað á verðinum þegar Þjóðverjar skoruðu fyrsta markið í byrjun leiksins, hefðu þeir verið nokkuð lengi að koma sér inn í leikinn. „Það var ákveðin taugaveiklun segja að það hafi drepið okkur. Eftir það tökum við ákveðna áhættu, enda vissum við að tap og jafntefli gæfu okkur ekkert. Við það riðlast leikur okkar og Þjóðverjar ná betri tökum á leiknum og skapa sér nokkur góð marktækifæri – og nýttu eitt þeirra til að skora þriðja mark sitt.“ Það sást í leiknum að þú og Ásgeir voruð ekki sáttir við dómarana. Þú lést austurríska eftirlitsmanninn heyra það? „Jú, við vorum afar óhressir með hvernig samvinna dómara og aðstoð- ardómara var. Dómarinn dæmdi af okkur löglegt mark og annar aðstoð- ardómarinn sleppti að veifa nokkrum sinnum á leikmenn Þýskalands er þeir voru rangstæðir innan við vörn okkar er þeir fengu knöttinn. Stund- um veifaði aðstoðarmaðurinn, en lét síðan fánann snöggt niður. Þetta voru óþolandi vinnubrögð – já, fyrir neðan allar hellur. Svona á ekki að sjást í landsleikjum í Evrópukeppni, eða í neinum leikjum. Það var sárt að sjá dómarann dæma markið af Her- manni.“ Logi sagði að þrátt fyrir tapið væri hann ánægður með margt í leik ís- lenska liðsins. „Það sást að leikmenn okkar höfðu sjálfstraustið og báru ekki virðingu fyrir Þjóðverjum á þeirra heimavelli. Það var ákveðin spenna hjá strákunum í upphafi leiks- ins. Þeir voru þónokkra stund að átta sig á vellinum, sem er erfiður – mikil ljónagryfja. En strákarnir voru mjög yfirvegaðir og rétt stemmdir. Við get- um ekki sagt við neinn að hann hafi ekki lagt sig fram. Við getum ekki lokað augunum fyr- ir því að við vorum að leika við þjóð sem var númer tvö á síðasta heims- meistaramóti. Þjóð sem hefur tugi milljóna íbúa – á móti 280 þúsund íbú- um. Þó að það sé alltaf súrt að tapa, þá getum við ekki annað en verið sátt- ir við framlag okkar manna á vellin- um.“ Hvað er framundan hjá landslið- inu? „Nú bíðum við spenntir eftir að dregið verði í riðla í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í Þýska- landi 2006. Það verður gert fimmta desember. Þá sjáum við hverjir verða mót- herjar okkar og um leið hefst und- irbúningur fyrir að mæta þeim. Þá brettum við upp ermarnar og spýtum í lófana, ákveðnir að gera betur,“ sagði Logi. Morgunblaðið/Einar Falur Vonbrigðin leyna sér ekki í svip Eiðs Smára Guðjohnsen fyrirliða og Loga Ólafssonar eftir tapið fyrir Þjóðverjum á AOL Arena í Hamborg, vitandi það að Skotar unnu á sama tíma á heimavelli og skutust þar með upp fyrir íslenska liðið og tryggðu sér um leið sæti í umspili í nóvember fyrir Evrópumótið á næsta ári. Logi Ólafsson landsliðsþjálfari var ekki ánægður með þátt dómarans frá Rússlandi Vonlaus vinnubrögð „ÉG verð að viðurkenna það að fréttirnar frá Glasgow voru ekki þær ánægjulegustu sem komu í kjölfarið á tapinu hér í Hamborg. Nei, þar voru ekki gleðifréttir sem komu þaðan. Eftir á að hyggja þá misstum ekki af tækifærinu til að komast áfram hér, heldur heima á Laugardalsvellinum þar sem við náðum ekki að nýta okkur þau tækifæri sem við fengum gegn Þjóðverjum, sem höfðu þá heppnina með sér í jafnteflisleik,“ sagði Logi Ólafsson landsliðsþjálfari sem var ekki ánægður með framgöngu dómaranna frá Rússlandi í leikn- um í Hamborg – sagði vinnubrögð þeirra hafa verið fyrir neðan allar hellur. Þjóðverjar fengu 18 stig í riðlinum, Skotar 14 og Íslendingar 13. „Með sigri á Þjóðverjum í Reykjavík hefðum við verið með fimm- tán stig, sem hefði gefið okkur annað sætið,“ sagði Logi. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar frá Hamborg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.