Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 2
ÞÝSKALAND – ÍSLAND 2 B MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vonin var í Glasgow, þar semvið fréttum að Litháar væru betri en Skotar og nær því að skora. Síðan koma fréttirnar um að Skotar væru búnir að skora og draumur okkar úti. Ég er mjög stoltur af íslenska landsliðinu, sem hefur verið að leika mjög vel í undanförnum leikjum. Strákarnir hafa sýnt og sannað að við getum staðið okkur vel í keppni eins og Evrópu- keppni landsliða og heimsmeist- arakeppninni. Við höfum styrk til að vera í baráttu á meðal þeirra bestu. Ég hef fulla trú á að þessi hópur haldi saman undir stjórn tveggja góðra þjálfara, sem Ás- geir og Logi eru. Undir þeirra stjórn hefur landsliðið stigið skref fram á við og vonandi verða skrefin stærri í næstu keppni, sem verður undankeppni fyrir heimsmeistaramótið hér í Þýska- landi 2006.“ Þýðir ekki að horfa um öxl Þau voru dýr sex stigin sem ís- lenska landsliðið tapaði í leikj- unum tveimur gegn Skotum. „Jú, en það er þó þannig í knattspyrnunni að það þýðir ekk- ert að horfa til baka. Við horfum fram á við og ég sé ekki annað en sýnin sé björt. Við höfum séð miklar framfarir hjá landsliðinu í undanförnum fimm landsleikjum, þremur sigurleikjum, einu jafn- tefli og þessum leik. Leikmenn hafa staðið sig vel og þeir hafa leikið leikkerfi, sem hentar þeim vel. Baráttan hefur verið góð og andrúmsloftið í kringum landslið- ið er frábært. Það eru því nokkur vonbrigði að draumurinn um Evrópukeppnina í Portúgal er úti,“ sagði Eggert. Eggert Magnússon, formaður KSÍ Vonbrigði en fram- tíðin er mjög björt „ÞAÐ eru vonbrigði að við fáum ekki tækifæri til að leika aukaleiki um rétt til að taka þátt í Evrópukeppninni í Portúgal. Það voru einnig mik- il vonbrigði hér á vellinum, þegar löglegt mark var dæmt af okkur og upp úr því ná Þjóð- verjar að skora sitt annað mark. Ég sá ekkert óeðlilegt við markið sem Hermann skoraði, en dómarinn hlýtur að hafa séð eitthvað athugavert, sem aðrir sáu ekki, hvorki áhorfendur né leikmenn inni á vellinum. Þetta gerist eins og hendi var veifað og þá var leik- urinn nánast búinn,“ sagði Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Ís- lands, sem var ekki yfir sig ánægður eftir leikinn. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar frá Hamborg „ÉG er að sjálfsögðu óhress með að haf a misst af þessum leik, sem er stærsti leikur sem Ísland hefur spilað í knattspyrnu. Ég kom hingað til Hamborgar mjög spenntur og tilbúinn í slaginn, en síðan voru meiðslin verri en haldið var. Því miður og ég mi ssti af þessum draumaleik knatt- spyrnumannsins,“ sagði Pétur Hafliði Marteinsson, sem var í hlutverki áhorfandans í Hamborg. Pétur sagði að leikmennirnir sem kom u inn í liðið frá leiknum við Þjóð- verja í Reykjavík hefðu staðið sig vel o g leikur liðsins hefði verið við- unandi í Hamborg. „Við veittum Þjóðv erjum harða keppni lengi vel, eða þar til dómarinn tók til sinna ráða og d æmdi af okkur löglegt mark er við jöfnuðum, 1:1. Þjóðverjarnir fara þá st rax upp og skora sitt annað mark. Það var rothögg fyrir okkur. Síðan kom u fréttirnar frá Glasgow um að Skotar hefðu unnið Litháa. Þannig er k nattspyrnan – bros og tár,“ sagði Pétur. Eiður sagði er hann var inntur eft-ir því hvaða lærdóm íslenska liðið gæti dregið af þessari keppni að leikirnir gegn Skot- um væri það sem gerði íslenska liðinu erfitt fyrir. „Riðill- inn tapaðist ekki hér í Hamborg, báðir leikirnir gegn Skotum hafa mikið að segja og eitt stig úr þeim leikjum hefði gefið okk- ur annað sætið. En ég held að við getum lært af því að heimaleikirnir eru gríðarlega mikilvægir og að auki eigum við að líta betur á heildar- myndina þegar við förum af stað í svona undankeppni. Að skipuleggja okkur á þann hátt að við séum meira meðvitaðir um að eitt stig er gulls ígildi gegn vissum liðum en í öðrum leikjum þurfum við að ná í þrjú stig.“ Eiður bætti því að vissulega væri auðvelt að vera vitur eftir á, en það hefði verið raunsætt að líta á málið þannig að gegn Þjóðverjum væri ekki hægt að búast við að ná mörg- um stigum, „Gegn Skotlandi á Laug- ardalsvelli verðum við að vinna til þess að ná árangri í svona keppni. Skotarnir voru með næststerkasta liðið í riðlinum samkvæmt FIFA- listanum og það eru slík lið sem við verðum að vinna á heimavelli til þess að ná árangri.“ Fengum ekki skell Eiður vitnaði síðan í gengi ís- lenska landsliðsins seinni hluta riðla- keppninnar og taldi árangur liðsins hafa verið með ágætum og 3:0-tap gegn Þjóðverjum á útivelli hefði ekki gefið rétta mynd af leiknum – að hans mati var leikurinn ekki skellur. „Ég get ekki annað en verið svekkt- ur út í þennan ágæta mann sem dæmdi leikinn, þann rússneska. Hann rænir af okkur jöfnunarmarki, algjörlega. Og síðustu 25 mínúturnar í fyrri hálfleik lékum við 11 gegn 12 mönnum að mínu mati. Ég var alveg að tapa mér á þessum kafla, en mér fannst dómarinn standa sig illa.“ Í fyrri hálfleik fékk Eiður Smári gult spjald eftir að hafa spyrnt knettinum í markið eftir að dómari leiksins hafði gefið til kynna að um rangstöðu væri að ræða. Eiður sagði að í slíkum tilvikum væru sóknar- menn ekki með hugann við dómar- ann – það kæmist bara eitt að – skora mark. „Við fengum löðrung í upphafi leiks, eftir 20 sekúndur, en Árni [Gautur Arason] varði vel og í kjölfarið náðum við aðeins betri tök- um á okkar leik. Allt þar til að við gleymdum Michael Ballack eitt augnablik, hann þarf ekki mikið pláss né tíma til að afgreiða slík færi.“ Ekkert firmalið Fyrirliðinn benti á að það væru ekki mörg lið sem færu með sigur af hólmi á heimavelli Þjóðverja og minnti menn á að liðið hefði verið í öðru sæti á síðustu heimsmeistara- keppni. „Þetta var Þýskaland sem við áttum í höggi við. Það er ekkert auðvelt að leika við þessar aðstæður, 50 þúsund áhorfendur vel með á nót- unum, Þjóðverjar eru ekkert firma- lið.“ Um endasprett íslenska liðsins í riðlinum sagði Eiður að margt mætti læra af þeim leikjum. „Ef við hugs- um til baka getum við sagt að gegn Þjóðverjum á Íslandi hefðum við vel getað farið með sigur af hólmi. Það er alltaf þetta litla sem vantar upp á. Það er margt jákvætt sem við getum tekið með okkur úr þessari keppni.“ Eiður Smári sagði á fundi með fréttamönnum á Laugardalsvelli hinn 6. september sl. að íslenska liðið þyrfti að hafa ofurtrú á eigin getu til þess að ná lengra. Fyrirliðinn er enn á þeirri skoðun. „Fyrst og fremst þurfum við að hafa meiri trú á okkur sem einstaklingum sem skipa lið. Það er náttúrlega sá þáttur sem fleytir manni hvað mest áfram. Að hafa trú á eigin getu. Það gerist í leiknum hér í Hamborg að menn fóru að leika betur eftir að þeir fundu að við gátum leikið boltanum okkar á milli. Það var gaman að því að spila á þeim kafla, við fengum fínar skyndi- sóknir og virkum hættulegir.“ Framherjinn sagðist ekki hafa vit- að af gangi mála í Skotlandi og var að sjálfsögðu ósáttur við að Skotar skyldu leggja Litháa að velli. „Við vissum það allan tímann að við gát- um aðeins einbeitt okkur að þessum leik, hér í Hamborg. Við náðum því miður ekki að halda markinu hreinu fyrsta hálftímann, eins og lagt var upp með. En á köflum held ég að við höfum náð að leika fínan fótbolta,“ segir Eiður Smári og bendir á að ís- lenska liðið hefði verið með yfirhönd- ina á þeim tíma er Hermann skoraði „jöfnunarmarkið“. Fengum góðan stuðning Eiður var ánægður með framlag íslensku stuðningsmannanna á leiknum þrátt fyrir að hróp þeirra og söngvar hefðu ekki yfirgnæft þýsku stuðningsmennina. „Það er eitthvað sem við getum verið stoltir af, ís- lensku áhorfendunum. Ég heyrði af og til í þeim og þeir geta verið stoltir af sínu framlagi. Líkt og við leik- menn íslenska liðsins. Slíkur stuðn- ingur er oft á tíðum vanmetinn og vonandi heldur þessi þróun áfram. Það hefur verið fínt samband á milli okkar leikmanna og stuðningsmanna liðsins eftir að gengi liðsins fór að vera betra. Það eru meiri tengsl á milli stúkunnar og leikmannanna inni á vellinum. Við vonumst til þess að geta tekið eitt skref upp á við í næstu keppni.“ Að venju var hart lagt að Eiði Smára í leiknum og fékk hann lítið svigrúm til þess að athafna sig. Að- stæður sem ættu að vera íslenska liðinu ljósar frá upphafi þar sem Eið- ur Smári er skæðasti sóknarmaður liðsins. Fyrirliðinn játti því að hann hefði oft leikið betur. „Það var ekk- ert auðvelt að spila hérna. Þjóðverj- arnir voru samt sem áður ekki mikið að spá í einstaka leikmenn í okkar liði. Þeir voru með hugann við hvað þeir ættu að gera gegn okkur. Þegar þeir misstu boltann voru þeir með góðar gætur á mér, ég viðurkenni það að ég lék ekki minn besta leik. En það komu upp nokkur atriði í leiknum þar sem við áttum ágætis upphlaup. Indriði Sigurðsson fékk fínt færi í fyrri hálfleik en fyrsta snertingin við boltann hefði mátt heppnast betur hjá honum. Þá hefði hann verið einn gegn markverðinum. En það er alltaf hægt að tína til ein- hverja hluti úr hverjum leik sem máttu fara öðruvísi en það þýðir ekk- ert að velta því fyrir sér. Við göngum stoltir af velli, og vitum hvað þarf að gera til þess að ná árangri,“ sagði Eiður Smári. „Tökum vonandi skref upp á við í næstu keppni,“ segir EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu, var með svartan poka á öxlinni þegar hann ræddi við fjöl- miðla eftir leikinn gegn Þjóðverjum í Hamborg. Kannski var það merki um „lærdómspoka“ sem hann og félagar hans í íslenska landsliðinu höfðu með sér úr þeim átta leikjum liðsins í und- ankeppni EM. Aldrei áður hefur íslenska landsliðið verið í þeirri stöðu að eiga möguleika á efsta sæti í riðlakeppni stórmóts. Eiður Smári var markahæstur allra í 5. riðli með 5 mörk og eflaust hafa leikmenn liðsins leitt hugann að þeim möguleikum sem voru fyrir hendi, en liðið náði ekki að nýta. Ef Eiður hefði skorað gegn Oliver Kahn á Laugardalsvelli, hvað hefði þá gerst í framhaldinu? Ef það hefði verið dæmt víti á Laugardalsvelli gegn Þjóðverjum? Ef ís- lenska liðið hefði náð stigum gegn Skotum í tveimur viðureignum? En því miður tókst það ekki. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Hamborg Morgunblaðið/Einar Falur Eiður Smári Guðjohnsen og Rúnar Kristinsson mótmæla er Eiður fékk gula spjaldið hjá Ivanov dómara. Héldu þeir því fram að Eiður hefði ekki heyrt í flautunni vegna hávaða áhorfenda. „Annað markið var rothögg fyrir okkur“ „Þurfum að líta betur á heildar- myndina“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.