Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 3
ÞÝSKALAND – ÍSLAND MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 B 3 Ásgeir sagði að eftir erfiða byrj-un hefðu strákarnir jafnt og þétt náð áttum. „Við sýndum það hér að við erum með gott lið og átt- um fyllilega skilið að staðan á marka- töflunni hefði sýnt 1:1, en ekki 2:0. Það var annað mark Þjóðverja sem sló okkur út af laginu. Við vissum þá að Skotar voru búnir að skora í Glasgow. Við urðum að vinna, eða þá að treysta á að Lithár næðu að jafna. Ég vissi að það væri nánast ómögulegt að skora þrjú mörk gegn Þjóðverjum á þrjátíu mínútum á þeirra heima- velli. Því miður fór þetta svona.“ Ásgeir segir að undankeppni heimsmeistaramótsins 2006 í Þýskalandi verði næsta verkefni landsliðsins. Við getum haldið áfram að byggja upp liðið og látið það leika eins og það hefur gert að undanförnu. Við reynum að sjálf- sögðu að bæta okkur og styrkja, þannig að við fögnum sigrum. Vonandi eigum við eftir að upp- lifa það að komast aðeins lengra en við gerðum núna – og vonandi að koma aftur hingað til Þýskalands,“ sagði Ásgeir, sem segir að að sjálf- sögðu sé stefnan sett á að komast sem lengst. Þjóðverjar eru byrj- aðir að undirbúa HM 2006 á fullum krafti og byggja nýja leikvelli. „Við eigum síma á Íslandi“ Ásgeir fékk menn til að skelli- hlæja á blaðamannafundi eftir leikinn í Hamborg. Það var þegar skoskur fréttamaður spurði Ás- geir hvort hann hefði fengið fréttir frá leik Skota og Litháa í Glasgow á meðan að leikur Þýskalands og Íslands stóð yfir. „Já,“ sagði Ás- geir, „í leikhléi vissum við að stað- an væri jöfn í Glasgow, ekkert mark hefði verið skorað þar. Þeg- ar tuttugu mínútur voru búnar af seinni hálfleiknum vissum við að Skotar væru búnir að skora.“ Þá spurði fréttamaðurinn: „Hvernig fréttuð þið það?“ Ásgeir svaraði um hæl: „Það vill svo til að við eig- um síma á Íslandi!“ og þá sprakk salurinn – allir hlógu nema Skot- inn. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar frá Hamborg „ÞAÐ er sárt að vera úr leik og komast ekki í hattinn í Frank- furt, þegar dregið verður um hvaða tíu lið sem höfnuðu í öðru sæti leika um fimm síð- ustu farseðlana í Evrópu- keppninni í Portúgal næsta sumar. Þetta var erfiður leikur fyrir okkur. Við gerðum okkur alltaf grein fyrir því að það yrði á brattann að sækja frá byrj- un. Fyrstu tíu mínútunar hjá okkur voru mjög erfiðar. Þjóð- verjar setti á okkur mikla pressu í byrjun og því miður fengum við fljótt á okkur mark, sem leysti ákveðna pressu af Þjóðverjum,“ sagði Ásgeir Sig- urvinsson landsliðsþjálfari. Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari Stefnir á HM 2006 EIÐUR Smári Guðjohnsen varð markahæsti leikmaðurinn í 5. riðli undan-keppni EM í knattspyrnu. Eiður Smári skoraði fimm mörk í átta leikjum íkeppninni, tvö gegn Litháen á Laugardalsvelli og eitt í Kaunas, eitt gegnSkotum í Glasgow og eitt gegn Færeyingum í Þórshöfn.Michael Ballack og Fredi Bobic skoruðu 4 mörk hvor fyrir Þjóðverja ogTomas Razanauskas skoraði 3 mörk fyrir Litháa.Tvö mörk í riðlinum gerðu Færeyingarnir John Petersen og RógviJacobsen, Skotarnir Kenny Miller og Neil McCann, Þjóðverjinn MiroslavKlose og Litháinn Igoris Morinas. Sex leikmenn Íslands gerðu eitt mark hver. Það voru Heiðar Helguson,Helgi Sigurðsson, Tryggvi Guðmundsson, Þórður Guðjónsson, HermannHreiðarsson og Pétur Marteinsson. Eiður Smári er jafnframt orðinnmarkahæsti leikmaður Ísland í EM frá upphafi, með 6 mörk samtals. AtliEðvaldsson með 5 og Eyjólfur Sverrisson með 4 eru næstir á eftir honum. fyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen eftir leikinn í Hamborg Jú ætli það ekki,“ svaraði Rúnar erhann var inntur eftir því hvort að ferli hans sem landsliðsmanns væri nú lokið. Rúnar taldi að íslenska liðið hefði náð yfirhöndinni í leiknum eftir að Þjóðverjar komust í 1:0. „Að mínu mati vorum við sterk- ara liðið á vellinum eftir að þeir skor- uðu fyrsta markið. En við áttum í erf- iðleikum með að finna réttu varnaraðferðina fyrsta stundarfjórð- unginn. Það var ekki alveg á hreinu hjá okkur hver ætti að taka hvern. Þýska liðið var mjög hreyfanlegt og gerði okkur erfitt um vik. Ballack fékk dauðafæri í upphafi leiks, skor- aði fyrsta markið úr svipuðu færi, en eftir það vorum við betri allt þar til að annað markið leit dagsins ljós. Þá var þetta í raun og veru búið fyrir okkur. Dómarinn dæmdi að mínu mati lög- legt mark af okkur, markið sem Her- mann skoraði.“ Rúnar bætti því við að það hefði tekið íslenska liðið dágóða stund að átta sig á því að varnarmenn þýska liðsins brugðu sér í sóknina með reglulegu millibili. „Í slíkum tilvikum er það alltaf matsatriði hvort miðju- menn eigi að vera að elta þessa leik- menn inn í vítateiginn eða hvort varn- armenn okkar taki á móti þeim. Ef við erum að spila svæðisvörn látum við þá fara en ef um maður á mann vörn er að ræða þarf að elta þá. Við fundum það fljótt út í leiknum á Ís- landi hvernig best var að leysa þetta en í þessum leik tók það okkur lengri tíma. Þeir höfðu breytt aðeins til í sóknarleiknum og voru mun sókn- djarfari í öllum sínum aðgerðum.“ Um heildarárangur liðsins í keppn- inni að þessu sinni sagði Rúnar að allt frá upphafi undir stjórn þáverandi landsliðsþjálfara, Atla Eðvaldssonar, hefðu verið lögð á ráðin um hvað þyrfti að gera ef íslenska liðið ætlaði sér að fá leiki í umspili. Heildarmynd- in hefði verið til staðar frá upphafi. Þar var lagt upp með að ná a.m.k. tveimur stigum úr leikjunum gegn Skotum. Þrjú stig úr þeim leikjum hefðu verið góð uppskera. „Við sett- um okkur það sem markmið að vinna Litháen heima og úti, það sama var uppi á teningnum gegn Færeyjum. Eitt stig gegn Þjóðverjum var það sem við gátum búist við að fá. Enda vitað að tveir síðustu leikir keppninn- ar væru gegn Þjóðverjum og kannski ekki hægt að stóla á að fá mörg stig gegn þeim.“ Rúnar var ánægður með hvernig íslenska liðið lék gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli og í Hamborg. Hann var sannfærður um að ef liðið hefði náð svipuðum leik gegn Skotum hefði íslenska liðið unnið á heimavelli og gert a.m.k. jafntefli gegn Skotum á útivelli. Styttist í að við tryggjum okkur þátttökurétt „Það var ákveðin áætlun sett upp í upphafi keppninnar. Atli lagði þar áherslu á sömu hlutina og gert er undir stjórn þeirra Ásgeirs Sigur- vinssonar og Loga Ólafssonar. En það er undir okkur komið, leikmönn- unum, að hafa meiri trú á eigin getu. Það þarf að vinna þær þjóðir sem eru fyrir neðan okkur á styrkleikalistan- um, því við vitum að það er í eðli ís- lenska liðsins að ná alltaf stigum á heimavelli af stórþjóðum á borð við Þýskaland. Það fer að styttast í það að við náum að tryggja okkur þátt- tökurétt á stórmóti,“ sagði Rúnar Kristinsson. Morgunblaðið/Einar Falur Eiður Smári Guðjohnsen á fullri ferð með knöttinn eftir að hafa snúið á Frank Baumann. Valentin Ivanov dómari fylgist grannt með. Styttist í að við verðum með á stórmóti, segir Rúnar Kristinsson að loknum 103. og síðasta A-landsleiknum á farsælum landsliðsferli Þurfum að hafa enn meiri trú á eigin getu RÚNAR Kristinsson hafði vonast til þess að fá að leika a.m.k. í tví- gang með íslenska landsliðinu eftir að flautað var til leiksloka í leik Þýskalands og Íslands á AOL-leikvanginum í Hamborg á laugardag. Örlög íslenska landsliðsins voru reyndar ekki alfarið í þeirra hönd- um hvað framhaldið varðaði. Úrslitin í leik Skota og Litháen gerðu það að verkum að Rúnar fær ekki bæta sitt eigið met hvað varðar fjölda A-landsleikja, sem urðu alls 103. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Hamborg Eiður Smári marka- hæstur í 5. riðli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.