Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 6
ÞÝSKALAND – ÍSLAND 6 B MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍR landsliðsmenn Íslands tóku þátt í öllum átta leikjum Íslands í undankeppni EM 2002–2003. Það voru þeir Árni Gautur Arason markvörður og Eiður Smári Guðjohnsen fyrirliði, sem ávallt voru í byrjunarliði, og Arnar Þór Viðarsson, sem var sjö sinnum í byrj- unarliði og kom einu sinni inn á sem varamaður. Aðrir leikmenn sem Ísland notaði í keppninni voru eftirtaldir: 7 leikir: Hermann Hreiðarsson, Helgi Sigurðsson, Rúnar Kristinsson. 6 leikir: Þórður Guðjónsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Arnar Grétarsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Indriði Sigurðsson. 5 leikir: Lárus Orri Sigurðsson. 4 leikir: Ívar Ingimarsson, Heiðar Helguson. 3 leikir: Bjarni Þorsteinsson, Tryggvi Guðmundsson, Guðni Bergsson, Ólafur Örn Bjarnason. 2 leikir: Pétur Marteinsson, Bjarni Guðjónsson, Haukur Ingi Guðnason. 1 leikur: Gylfi Einarsson, Ólafur Stígsson, Marel Baldvinsson, Veigar Páll Gunnarsson, Ríkharður Daðason. Þrír léku alla átta leikina í EM RÚNAR Kristinsson og Arnar Þór Við- arsson fengu báðir sitt annað gula spjald í undankeppninni í leiknum við Þjóðverja á laugardaginn. Þeir eru þar með komnir í eins leiks bann og taka það út þegar næsta stórmót hefst, und- ankeppni HM, en dregið verður fyrir hana í desember. Eiður Smári Guðjohnsen fékk einnig að líta gula spjaldið á laugardaginn en það var hans fyrsta og eina spjald í keppninni. Alls fékk íslenska liðið 11 gul spjöld í leikjunum átta og Jóhannes Karl Guðjónsson var sá eini sem tók út bann í keppninni sjálfri. Rúnar og Arnar Þór í bann Umgjörðin kringum leikinn varstórbrotin. Sýningin hófst með að þrír menn, berir að ofan að hætti víkinga, börðu bumbur og þrjár eldsúlur voru til staðar á vellin- um. Var þetta fyr- irboðinn um þrumur og eldingar á vellinum, jafnvel íslenskt eldgos. Var þessi uppákoma vísbending um að Ísland næði þremur stigum? Þessar hugsanir skutust upp í hugann, en svo varð ekki. Það var strax ljóst að Þjóðverjar ætluðu að gera út um leikinn í byrjun. Árni Gautur Arason kom í veg fyrir að þeir skorðu eftir aðeins tvær mínútur – varði þá meist- aralega skot frá Michael Ballack. Þjóðverjar geystust upp kantana, eins og Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari Íslands, hafði spáð. Í fyrri hálfleik áttu Þjóð- verjar sautján sóknir upp hægri kantinn, sjö þann vinstri. Ein þeirra gaf mark og það var heppnisstimpill á uppbyggingunni. Bernd Schneider átti ótrúlega hælspyrnu – knötturinn fór inn í vítateig Íslands þar sem Ballack var, þakkaði fyrir sig og sendi knöttinn fram hjá Árna Gauti, 1:0. Fyrsta marktækifæri Íslands kom á 17. mín., en þá hafði Indriði Sigurðsson ekki heppnina með sér, lék með knöttinn í þrönga stöðu og skaut yfir mark Þjóðverja. Þjóðverjar voru grimmir. Þeir ráku Íslendinga til baka, í varn- arstöðu. Árni Gautur var hetja Ís- lands, varði meistaralega skot frá Fredi Boboc sem var rangstæður er hann fékk knöttinn. Knötturinn hafnaði í marki Þjóðverja á 29. mín. Eiður Smári Guðjohnsen sendi knöttinn örugg- lega fram hjá Oliver Kahn – í hlið- arnetið fjær, að hætti leikmanna Arsenal. Búið var að veifa rang- stöðu á Eið Smára og dómarinn sýndi honum gula spjaldið, fyrir að spyrna knettinum eftir að hann hafði flautað. Eiður Smári var óhress með dómarann, gaf honum til kynna að hann hefði ekki heyrt neitt flaut þar sem hávaðinn var mikill frá áhorfendum. Spennan var orðin mikil. Hermann Hreiðarsson og Bernd Schneider lentu í rimmu, dómarinn skarst í leikinn. Aðstoð- ardómari lokaði enn einu sinni augunum fyrir að Þjóðverjar voru rangstæðir er þeir fengu knöttinn. Árni Gautur bjargaði á síðustu stundu, Logi Ólafsson landsliðs- þjálfari varð æfur á hliðarlínunni. Íslensku leikmennirnir sýndu mikið þol. Þeir brotnuðu ekki við markið sem þeir fengu á sig, voru fastir fyrir og ákveðnir. Seinni hálfleikurinn hófst á ann- an hátt en sá fyrri. Nú voru það leikmenn Íslands sem sýndu kraft sinn. Hermann skoraði glæsilegt mark á 59. mín. – skallaði knöttinn í hliðarnetið fjær, eftir horn- spyrnu. Fögnuður leikmanna Ís- lands, stuðningsmanna, en síðan þögn. Dómarinn dæmdi markið af, gaf til kynna að Hermann hefði verið brotlegur. Hann var eini maður vallarins sem sá „brotið“. Oliver Kahn markvörður gefur áhorfendum merki um að láta í sér heyra þegar hann tekur auka- spyrnuna. Lyftir báðum höndum upp. Áhorfendur svara kalli hans. Spyrna fram völlinn, knötturinn inn í vítateig Íslands – til Bobic, sem skorar með því að senda knöttinn í þaknetið. Leikmenn Íslands eru óhressir og það kom engum á óvart. Þeir mótmæla og láta dómara leiksins heyra það. Hann svarar með því að sýna Arnari Þór Viðarssyni og Rúnari Kristinssyni gula spjaldið. Já, þeir fengu hjálp, Þjóðverj- arnir í Hamborg. Íslenska liðið var brotið á bak aftur af rússneskum dómurum. Ég efast stórlega um að þessir dómarar eigi eftir að dæma landsleik aftur. Þeir hafa ekki getu til þess. Féllu á prófinu. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Þjóðverja sem bættu við þriðja markinu. Kevin Kuranyi sendi knöttinn í netið af stuttu færi. Lokatölur í leiknum, sem margir vilja gleyma, Þýskaland – Ísland, 3:0. Morgunblaðið/Einar Falur Indriði Sigurðsson fékk eitt besta færi Íslands í leiknum við Þjóðverja þegar hann slapp einn inn fyrir vörnina á vinstri kantinum. Indriði missti knöttinn aðeins of langt frá sér og því varð skot hans ekki eins gott og á varð kosið gegn Oliver Kahn sem reyndi sitt ýtrasta til að stöðva skot Indriða. Þjóðverjar með rússneska aðstoðarmenn í Hamborg ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem dómarar leika aðalhlutverkin á knattspyrnuvelli með svo afgerandi hætti sem 51 þúsund áhorf- endur og milljónir sjónvarpsáhorfenda urðu vitni að á AOL Arena í Hamborg, þar sem Þjóðverjar og Íslendingar áttust við. Dómararnir, sem stálu senunni og oft var hlegið að og menn gátu ekki annað en hrist höfuðið, komu til Hamborgar frá Rúss- landi. Nöfn mannanna eru Valentin Ivanov, sem sýndi það „hug- rekki“ að dæma löglegt mark af Íslendingum, og aðstoðarmenn hans, Gennady Krasyuk og Vladimir Eniutin sem lokuðu aug- unum fyrir því er Þjóðverjar voru oft rangstæðir langt fyrir innan vörn Íslands er þeir fengu knöttinn. Þá komust leikmenn Þýska- lands upp með að vera með látbragsleik. Það má segja um dómaratríóið að máltækið „haltur leiðir blindan“ hafi vel átt við störf þeirra á vellinum. Það var leikin rússnesk rúlletta í Ham- borg. Til að gera langa sögu stutta hér í inngangi, þá lögðu Þjóðverjar Íslendinga að velli – nokkuð sem flestir reiknuðu með. Þjóðverjar skoruðu þrjú mörk, Íslendingar tvö, en þau voru bæði dæmd af. Annað á óskiljanlegan hátt. Lokatalan var – Þýskaland 3, Ísland 0. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar frá Hamborg Þýskaland 3:0 Ísland Leikskipulag: 3-5-2 Evrópukeppni landsliða, 5. riðill AOL-Arena, Hamborg Laugardaginn 11. október 2003 Aðstæður: Sól, gekk á með skúrum, 14 stiga hiti, völlur blautur. Áhorfendur: 50.785. Dómari: Valentin Ivanov, Rússlandi, 1 Aðstoðardómarar: G. Krasyuk og V. Eniutin, Rússlandi. Skot á mark: 13(7) - 6(3) Hornspyrnur: 2 - 2 Rangstöður: 4 - 1 Leikskipulag: 3-5-2 Oliver Kahn M Arne Friedrich M Carsten Ramelow Christian Wörns MM Andreas Hinkel M Bernd Schneider M Frank Baumann Michael Ballack MM Christian Rahn M Fredi Bobic MM (Miroslav Klose 70.) Kevin Kuranyi M (Oliver Neuville 85.) Árni Gautur Arason MM Ívar Ingimarsson M Ólafur Örn Bjarnason MM Hermann Hreiðarsson MM Þórður Guðjónsson M Arnar Grétarsson M (Brynjar Björn Gunnarsson 80.) Arnar Þór Viðarsson M Rúnar Kristinsson Indriði Sigurðsson (Ríkharður Daðason 65.) Eiður Smári Guðjohnsen M Helgi Sigurðsson (Veigar Páll Gunnarsson 80.) 1:0 (9.) Fredi Bobic fékk boltann á hægri kantinum og gaf boltann með við- stöðulausri hælspyrnu inn í vítateiginn þar sem Michael Ballack stakk sér inn á milli varnarmanna, komst einn gegn Árna Gauti og skoraði af yfirvegun. 2:0 (59.) Snögg sókn Þjóðverja, Kevin Kuranyi fékk boltann á vítateigslínu og sendi hann í átt að vítapunkti á Fredi Bobic sem afgreiddi boltann í netið, viðstöðulaust á lofti, yfir Árna Gaut og upp undir þverslána. Glæsilegt skot. 3:0 (79.) Miroslav Klose komst upp hægri kantinn gegn fáliðaðri íslenskri vörn og inn í vítateiginn. Í stað þess að skjóta renndi hann boltanum fyrir markið á Kevin Kuranyi sem sendi hann viðstöðulaust í netið. Gul spjöld: Eiður Smári Guðjohnsen (27.) skaut eftir að hafa verið dæmdur rangstæður.  Arne Friedrich (34.) kastaði boltanum burtu eftir brot.  Rúnar Kristinsson (61.) fyrir brot.  Christian Wörns (66.) fyrir brot.  Arnar Þór Viðarsson (85.) fyrir brot.  Carsten Ramelow (90.) fyrir brot Rauð spjöld: Engin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.