Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 12
„Hund- skamm- aði þá í hálfleik“ „ÉG var svo sem aldrei hræddur um að úrslitin færu á aðra lund en ég var ekki ánægður með leik minna manna í fyrri hálf- leik. Sérstaklega var vörn okkar léleg og ég hund- skammaði þá í hálfleik. Í síðari hálfleik var vörnin miklu þéttari og um leið sig- um við fram úr,“ sagði Valero Rivera Lopéz, þjálf- ari Barcelona, við Morgun- blaðið eftir leikinn. Lopéz sagði það skipta miklu máli að geta skipt mönnum ört inn á og verið með góða breidd enda sé það lykillinn að því að ná langt í keppni á borð við þetta. „Haukar léku að mestu með sömu 7–8 leikmennina á meðan ég skipti leiknum jafnt á millri allra leik- manna minna. Fyrir vikið vorum við ferskir allan leik- inn en Haukarnir voru greinilega orðnir þreyttir þegar leið á leikinn.“ Lopéz hefur þjálfað lið Barcelona samfellt í 19 ár en Börsungar öttu kappi við Hauka í EHF-keppninni fyr- ir tveimur árum. Spurður um mun á Haukaliðinu í dag og þá sagði Lopéz: „Mér fannst Haukaliðið sem við lékum við síðast mun betra sóknarlið heldur en í dag. Það eru góðir leikmenn í liði Hauka eins og Ingólfsson (Halldór) sem alltaf er góð- ur á móti Barcelona. Robertas (Pauzuolis) er öfl- ugur skytta og nr 4. (Ásgeir Örn) er efnilegur.“  GUÐJÓN Valur Sigurðsson skor- aði í tvígang þegar Essen tapaði á heimavelli fyrir Hamborg í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Ham- borg er þar með í efsta sæti deild- arinnar ásamt Flensburg en Essen er í sjöunda sæti.  SNORRI Steinn Guðjónsson gerði sjö mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, þegar lið hans Grosswallstadt vann Pfullingen, 26:22 á heimavelli í þýsku 1. deildinni í gær.  SG KRONAU/ÖSTRINGEN, lið Guðmundar Hrafnkelssonar, vann Gummersbach, 25:23, í þýsku 1. deildinni í handknattleik.  ALEXANDERS Petersons skor- aði 9 mörk þegar lið hans Düsseldorf vann HSG Gensungen / Felsberg, 32:27 á heimavelli um helgina í suð- urhluta þýsku 2. deildarinnar í hand- knattleik. Düsseldorf er í öðru sæti deildarinnar með 10 stig að loknum sex leikjum. Petersons hefur skorað 43 mörk í leikjunum sex það sem af er leiktíðinni.  ÓLAFUR Stefánsson og félagar hans í Ciudad Real unnu auðveldan sigur á Conversano frá Ítalíu, 32:23, á útivelli í meistaradeild Evrópu í handknattleik á laugardaginn. Ólaf- ur skoraði 2 mörk, þar af eitt úr víta- kasti en annars dreifðist markaskor Ciudad mjög á milli leikmanna. FÓLK „ÞAÐ var grátlega of mikill munur í lokin. Við börðumst eins og hetjur í fjörutíu og átta mínútur en þá sprungum við einfaldlega og Börs- ungarnir, með sín tvö lið, völtuðu yfir okkur á lokakaflanum. Ég hefði verið sáttur að tapa fyrir þessu liði með fimm marka mun en ekki tíu,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, við Morgunblaðið eftir ósigurinn gegn Barcelona. „Ég var óánægður með mark- vörsluna hjá okkur í seinni hálfleik og eins hvernig nýtingin á fær- unum var og þá gerðum við okkur seka um allt of mörg taktísk mistök í sókninni. Það kom lítið út úr horn- unum og ef þú ætlar að standa í svona liði má ekki gera mikið af mistökum. Ég held að við höfum misst boltann á klaufalegan hátt sex sinnum í seinni hálfleik og í öll skiptin var okkur refsað með mörk- um úr hraðaupphlaupum.“ Viggó segir að engum blöðum sé um það að fletta að lið Barcelona er frábært handboltalið. „Svei mér þá. Ég held bara að þetta sé besta lið sem til er í dag. Það er enginn veikur hlekkur í því og það eru fjórtán jafngóðir leik- menn í liðinu. Það er mikill skóli fyrir leikmenn mína að fá að mæta slíku liði og við látum þetta ekkert slá okkur út af laginu. Okkar mark- mið í riðlinum er þriðja sætið og að vera fyrir ofan Vardar Skopje. Ég held að það sé raunhæft markmið,“ sagði Viggó en næsti leikur Hauka í keppninni er á móti Magdeburg ytra um næstu helgi. Það blés ekki byrlega fyrir Hauk-um á upphafsmínútum leiksins. Taugaspennan gerði greinilega vart við sig í herbúðum Hauka sem stjörn- um prýtt lið Barce- lona færði sér um- svifalaust í nyt. Börsungar komust í 4:1 og virtust líklegir til að kafsigla Haukanna. En Haukar voru ekki á þeim buxunum að leggja árar í bát. Í gífurlega hröð- um fyrri hálfleik náðu Haukar að halda í við Barcelona sem skipti á tíu mínútna fresti um nánast allt liðið. Til marks um hraðann í leiknum voru 11 mörk færð til bókar á fystu 6 mínútum leiksins. Barcelona hafði þetta 2–4 marka forskot nær allan fyrri hálfleikinn en lokakaflinn í fyrri hálfleik var Haukanna. Halldór Ing- ólfsson skoraði tvö mörk í röð af víta- línunni og minnkaði muninn í eitt mark, 16:15, og þegar Þorkell Magn- ússon jafnaði í 17:17 einni og hálfri mínútu fyrir leikhlé ætlaði allt um koll að keyra á Ásvöllum. Börsungar áttu lokaorðið en Haukarnir voru hylltir þegar þeir gengu til búnings- herbergja enda búnir að standa sig vel þó svo að varnarleikurinn hafi á köflum verið losaralegur og sóknar- feilarnir ívið margir. Valero Rivera Lopéz, þjálfari Barcelona, hefur sjálfsagt lesið hressilega yfir sínum mönnum og beðið þá um að taka Haukana alvar- lega því þeir mættu einbeittari til leiks í síðari hálfleik og tóku hressi- legar á sóknarmönnum Hauka. Spánarmeistararnir tóku smátt og smátt völdin á vellinum og á meðan Haukarnir fóru oft illa að ráði sínu í sókninni með sendingarfeilum og óöguðum leik refsuðu Börsungarnir þeim grimmilega og skoruðu hvert markið á fætur öðru úr hraðaupp- hlaupi. Munurinn var lengi vel 3–5 mörk í seinni hálfleik en undir lokin var mjög af Haukunum dregið. Út- hald þeirra brast en stórlið Barce- lona mallaði eins og vel smurð vél . Eins og við var að búast mættu Haukar ofjörlum sínum en með örlít- ið skynsamlegri og agaðri leik hefðu þeir ekki átt að tapa nema með 5–6 mörkum. Úrslit sem hefðu verið mjög viðunandi en þrátt fyrir tíu marka tap þurfa Íslandsmeistarar Hauka ekki að skammast sín. Þeir héldu í við heimsklassalið í 45 mín- útur og á tímabili fór mótspyrna Haukanna mjög í taugarnar á Spán- verjunum. Það var vitað mál að Haukar mættu aldrei slaka á ef þeir ætluðu að sleppa með viðunandi úr- slit en ákveðin uppgjöf á lokakafl- anum ásamt klaufalegum mistökum í sókninni tók sinn toll. Sóknarfeilar Haukaliðsins hlóðust upp þegar þreytan fór að segja til sín og lið eins og Barcelona sem miskunnalaust refsar andstæðingum sínum beið ekki boðanna. Robertas Pauzuolis og Halldór Ingólfsson fóru fremstir í flokki í liði Hauka. Dalius Rasikevi- cius átti ágæta kafla en var mistæk- ur þess á milli og það sama er að segja um Ásgeir Örn Hallgrímsson. Mikið var á herðar þessa 18 ára gamla efnilega leikmanns lagt og ekkert skrýtið að taugar hans brystu á köflum en hann hefði að ósekju mátt skjóta meira. Birkir Ívar Guð- mundsson stóð vaktina vel í markinu í fyrri hálfleik en náði sér ekki á strik í þeim síðari. Það er nánast óumdeilt að Barce- lona er í hópi þeirra bestu sem heim- sótt hafa Ísland og það kæmi ekki á óvart að Börsungar færi í úrslit. Nánast stórstjarna í hverri stöðu og á meðan Haukar keyrðu sitt lið með 8–9 mönnum var varamannabekkur- inn hjá Barcelona eins og skiptistöð. Það gat teflt fram tveimur liðum og það kom ekki að sök ef einhver af lykilmönnum, ef hægt er að tala um lykilmenn, hvíldu sig um stund. Morgunblaðið/Sverrir Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, hefur hér snúið á Enric Massip, fyrirliða Barcelona, og í upp- siglinu er eitt sex marka hans gegn Börsungum á Ásvöllum í gær. Haukar sprungu í síðari hálfleik ÍSLANDSMEISTARAR Hauka sprungu svo sannarlega á limminu þegar þeir öttu kappi við hið frábæra lið Barcelona í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í handknattleik á Ásvöllum í gær. Haukar stóðu vel uppi í hárinu á Spánverjunum í fyrri hálfleik en Börsungar höfðu eins marks forystu, 18:17. En í þeim síðari sýndu Spánar- meistararnir mátt sinn og megin. Þeir hreinlega keyrðu yfir Hauka og fögnuðu tíu marka sigri, 36:26. Of stór sigur miðað við gang leiksins en kannski eðlileg þegar liðin eru borin saman. Guðmundur Hilmarsson skrifar Góður skóli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.