Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 2
2 C MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir Efnisyfirlit Austurbær ................................... 8 Ás .................................................. 5 Ásbyrgi ...................................... 28 Berg ........................................... 44 Bifröst ....................................... 29 Borgir ....................................... 6-7 Búmenn ..................................... 28 Eignaborg ................................. 27 Eignamiðlun ...................... 24-25 Eignaval ....................................... 9 Fasteign.is .............................. 4-5 Fasteignamarkaðurinn .... 30-31 Fasteignamiðstöðin ................ 23 Fasteignasala Mosfellsbæjar ....................................................... 27 Fasteignasala Íslands ............ 43 Fasteignastofan ...................... 47 Fjárfesting ................................. 12 Fold ............................................... 3 Foss ............................................ 22 Garður .......................................... 8 Garðatorg .................................. 41 Gimli ..................................... 18-19 Heimili ....................................... 45 Híbýli ......................................... 42 Hóll ........................................ 16-17 Hraunhamar ...................... 34-35 Húsakaup ....................... 19 og 39 Húsavík ..................................... 40 Húsið .......................................... 38 Höfði ................................... 36-37 Kjöreign ...................................... 13 Lundur ................................... 10-11 Lyngvík ...................................... 46 Miðborg ............................... 20-21 Remax ................................. 32-33 Skeifan ...................................... 48 Smárinn ..................................... 38 Stakfell ....................................... 19 Valhöll .................................. 14-15 Xhús ........................................... 26 GREIÐSLUMAT er forsenda um- sóknar um húsnæðislán Íbúðalána- sjóðs og hefur svo verið allt frá stofnun sjóðsins. Áður var greiðslu- mat einnig forsenda þess að fá lána- fyrirgreiðslu frá Húsnæðisstofnun ríkisins þótt fyrirkomulag greiðslu- mats hafi verið annað á þeim tíma en á starfstíma Íbúðalánasjóðs. Þrátt fyrir þetta kemur reglan um greiðslumat sumum við- skiptavinum Íbúðalánasjóðs í opna skjöldu. Þá ber enn á misskilningi um núverandi fyrirkomulag greiðslumatsins þar sem við- skiptavinir sjóðsins telja að það fyr- irkomulag sem ríkti í tíð Húsnæð- isstofnunar sé enn við lýði. Það er ekki óeðlilegt þar sem þeir sem áttu síðast í fasteignaviðskiptum í tíð Húsnæðisstofnunar taka eðlilega mið af reynslu sinni á þeim tíma. Í ljósi þess er ekki úr vegi að rifja upp núverandi fyrirkomulag greiðslumats, en greiðslumat fer fram hjá banka eða sparisjóði í upp- hafi kaupferils. Greiðslumat er tvíþætt Greiðslumatið er tvíþætt. Í fyrsta lagi felst greiðslumatið í því að reikna út mögulega greiðslu- getu umsækjenda. Í öðru lagi er gert ráð fyrir að þjónustufulltrúar banka og sparisjóða veiti ráðgjöf á grundvelli útreikninganna þar sem farið er yfir helstu þætti varðandi lántökuna og áætlaða greiðslubyrði. Markmiðið er að leggja raunhæft mat á mögulega lántöku vegna fyr- irhugaðrar fjárfestingar og veita ráðgjöf sem dregur úr líkum á of- fjárfestingu og greiðsluerfiðleikum. Útreikningur greiðslugetu Útreikning greiðslugetu í greiðslumatinu er unnt að setja upp í eftirfarandi hátt: Heildartekjur, þ.e. laun, barnabætur, meðlag, námslán og fjármagnstekjur, eru dregnar frá útgjöldum, þ.e. stað- greiddum sköttum, framfærslu- kostnaði, kostnaði við rekstur bif- reiða, afborganir eldri lána og kostnaði við rekstur fasteignar. Út- koma þessa sýnir hver hámarks- greiðslugeta viðkomandi aðila er til húsnæðiskaupa. Lágmarksframfærslu- kostnaður Við greiðslumat vegna lána Íbúðalánasjóðs er gert ráð fyrir að greiðslumatið byggist á raunveru- legum framfærslukostnaði hvers umsækjanda fyrir sig. Þó gerir greiðslumatið ráð fyrir örygg- ismörkum sem taka mið af lág- marksframfærslukostnaði sam- kvæmt reynslutölum Ráðgjafarstofu heimilanna. Þess ber að geta að ekki er tekið tillit til nema bráðnauðsynlegustu þátta í rekstri heimilis í lágmarks- framfærslukostnaði. Mikilvægt er að hafa það í huga þegar gengið er í gegnum greiðslu- mat. Greiðslumat ÍLS Morgunblaðið/Arnaldur Markaðurinn eftir Hall Magnússon, sérfræðing stefnumótunar og markaðsmála Íbúðalánasjóðs/ hallur@ils.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.