Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 26
26 C MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir Einbýli Dalatangi Mosfellsbæ. Stór- glæsilegt einbýli 414 ferm. Möguleiki á stórri aukaíbúð í kjallara. Tvö- faldur bílskúr, mikil lofthæð. Svefnherbergi geta verið 7 eða fleiri. Tveir veglegir sólpall- ar. Nuddpottur. Mosfellsbær þykir afar barnvænn. Stutt í skóla, frábæra íþróttaað- stöðu og aðra þjónustu. Vandað hús. Verð. 33.5 millj. Hæðir Norðurbraut Hf. - Sérhæð + bílskúr. Erum með til sölu fallega efri sérhæð í tvíbýli. Íbúðin er á tveimur hæðum. Á neðri hæð eru 3. stofur og eldhús en á efri hæð eru 3. svefnherbergi og baðher- bergi. Búið er að endurnýja glugga, gler, rafm. ofl. Verð 15,8 millj. 4ra til 7 herb. Ástún. Mjög góð ca 100 fm íbúð á 2.hæð. Góð stofa með hvítuðu parketi, út- gangur út á stórar suður svalir. Þrjú her- bergi með parketi og skápum. Hús í góðu ástandi. Stutt í skóla, leikskóla og alla þjón- ustu. Áhv. húsbréf 6,0 millj. Verð 13,9 millj. Grettisgata. Rúmgóð 4ra herbergja íbúð á 2. hæð. Þrjú góð herbergi með skáp- um. Stórt eldhús með útgang út á svalir til norðurs. Nýlegar flísar á eldhúsi, gangi og baði. Tveir inngangar frá götu. Mjög snyrti- leg eign á góðum stað. Verð 13,2 millj. Flétturimi. Vorum að fá góða 4ra her- bergja íbúð á 1.hæð. Þrjú góð herbergi. Stór stofa með útgang út á ca 15 fm svalir. Húsið er í mjög góðu ástandi. Skipti á 4ra herbergja í Seljahverfi koma til greina. Góð áhv. lán. Verð 13,5 millj. 3ja herb. Stórholt 3ja herb íbúð. Mikið endurnýjuð og notaleg. Efri hæð í 2ja íbúða parhúsi á þessum vinsæla stað. Tvær stofur hafa verið sameinaðar í eina stóra stofu. Stórt svefnherbergi með horn- glugga út að uppgrónum garði. Í kjallara er 16 ferm herbergi með aðgangi að salerni. Lögð hefur verið mikil alúð og smekkvísi í endurnýjun íbúðarinnar. Verð 12.9 millj. Vesturberg - 3ja LAUS STRAX. Gott tækifæri til að fá sér ódýra 3ja herbergja íbúð. Tvö góð herbergi. Stofa með útgang út á svalir með miklu útsýni yfir borgina. Getur verið laus strax. Mjög góð áhvílandi húsbréf 7,5 millj. BETRA VERÐ 9,9 MILLJ. FÍN FYRSTU KAUP. Atvinnuhúsnæði Nýtt iðnaðar- og skrifstofu- húsn. Mosfellsbæ 555 ferm. Miklir möguleikar. Glæsilegt hús teiknað af arkitekt. Leigusamningur getur fylgt að stærsta hluta hússins. Bjartur salur með mikilli lofthæð og þremur stórum inn- keyrsluhurðum. Möguleiki á millilofti. Skrif- stofuálma tilbúin undir tréverk. Fallegt um- hverfi. Sanngjarnt verð. Hesthús Úrval hesthúsa í Mosfellsbæ og Heimsenda á verðb. 1,3- 23,9 millj Nú er rétti tíminn til að kaupa hesthús fyrir veturinn. Tveggja hesta pláss í vönduðu húsi á Heimsenda. Úrval eigna á einu besta hesthúsasvæði landsins á Var- márbökkum. Paradís hestamanna höfuð- borgarinnar. Mjög skemmtilegar reiðleiðir út á leirur, fjörur og inn sveitina í allar áttir. Góðir reiðvellir og tamningagerði, uppgróið svæði með trjágróðri. VEGNA MIKILLAR EFTIRSPURNAR ÞÁ VANTAR OKKUR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ. HRINGDU Í OKKUR, VIÐ KOMUM SAMDÆGURS OG SKOÐUM ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU. ERUM MEÐ FJÖLDA KAUPANDA Á ÓSKASKRÁ XHÚSA. Erum með tilbúna kaupendur að eftirtöldum eignum • *3ja herbergja á svæði 101-103-104-105-107-108-200 eru með marga tilbúna kaupendur af eignum á þessum svæðum. • Einbýli á eini hæð í Grafarvogi eru sjálf með gott raðhús í Grafarvogi. • 2-3ja herbergja íbúð miðsvæðis í Reykjavík með svölum helst í litlu fjölbýli eða þríbýlishúsi. Verðbil allt að 13 millj. • Sérhæð, rað/parhúsi Grafarvogi eða miðsvæðis í Rvk. upp að 23 millj. • Byggingalóðir fyrir fjölbýlishús eða par/raðhús. • 2ja til 3ja herbergja íbúð í vesturbæ, austurbæ eða Hraunbæ fyrir aðila sem búinn er að fara í greiðslumat, á verðbilinu 7-10 millj. • 2ja herbergja íbúð á svæði 104 -105 eða 108 má kosta allt upp í 11 millj. • Raðhús eða lítið sérbýli í Garðabæ eða Hafnafirði fyrir allt að 20 millj. • 4ra herbergja íbúð í Grafarvogi helst með bílskýli fyrir kaupanda sem kominn er með greiðslumat. • Einbýli eða raðhús í Mosfellsbæ, fyrir fjársterkan aðila sem búinn er að selja. Þarf helst að vera laust fyrir 1 feb. ‘04 • 3ja herbergja íbúð í Breiðholti helst í Hólunum eða Bergum. • Sérhæð rað/parhús miðsvæðis í Rvk. verður að vera útsýni verðbil 17- 25 millj. • 4-5 herbergja íbúð í rað eða þríbýlishúsi allt skoðað verðbil 14-18 millj. • Góða 3ja herbergja íbúð í Grafarvogi - Kópavogi eða Breiðholti. Upplýsingar gefa sölufulltrúar XHÚSA ÓSKALISTINN Erum með fjölda lóða rétt við Flúðir og á Grímsstöðum á Mýrum. Lóðirnar eru leigulóðir og eru á verðbilli frá 300 þ. - 2,5 millj eftir stærð. Hægt að fá mjög stórar lóðir og allt niður í 0,5 hekt. Karrivaxið land er á Grímsstöðum í faðmi fagurra fjalla. Við Flúðir er landið mishæðótt og með miklu viðsýni, þar er heitt og kalt vatn. Vaxandi sumarhúsabyggð er á báðum stöðum. Stutt er á golfvelli og verslanir. Frekari upplýsingar á skrifstofu. SUMARBÚSTAÐIR Jón Magnússon Hæstaréttarlögmaður löggiltur fasteigna og skipasali Bergur Þorkelsson Sölufulltrúi gsm: 860 9906 Valdimar R. Tryggvason Sölufulltrúi gsm: 897 9929 Valdimar Jóhannesson Sölufulltrúi gsm: 897 2514 Gunnur Inga Einarsdóttir Ritari ÞAÐ VAR hlýr og fallegur sumar- dagur þegar mig bar að garði. Hjón- in Ríkey Pétursdóttir og Birgir Másson sátu út í garði og nutu blíð- unnar. Ég fékk mér sæti hjá þeim og þegar ég leit í kringum mig átti ég erfitt með að trúa því að fyrir að- eins fimm árum hafi garðurinn verið í órækt og húsið sjálft þarfnast mik- illar viðgerðar. „Við höfum alltaf haft gaman af áskorun og þetta er í þriðja skipti sem við kaupum húsnæði sem þarfn- ast einhvers konar viðgerðar,“ segir Ríkey.„Okkar fyrstu íbúð keyptum við tilbúna undir tréverk árið 1989, næst keyptum við íbúð í gömlu húsi í Gnoðarvogi og gerðum upp frá grunni nánast, og nú erum við hér.“ Þau Ríkey og Birgir eiga tvo syni, þá Andra Má 11 ára og Meyvant Má sem er 8 ára. Andri Már er ekki með öllu ókunnur landsmönnum þar sem hann lék Jón Odd í Þjóðleikhúsinu í leikritinu Jón Oddur og Jón Bjarni eftir Guðrúnu Helgadóttur og leikur nú Tuma í Dýrin í Hálsaskógi. En þar fyrir utan stunda hann og bróðir hans nám í Digranesskóla, sem og æfa þeir bræður sund og handbolta. Það er því ekki óskemmtlegt fyrir þá að eiga heimili svona nálægt íþróttahúsinu Digranesi, hafa þrjá boltavelli við hliðina á sér og eiga heimili í hinu gamla íþróttahúsi Kópavogs. Það er sannarlega ekki í kot vísað að búa í þessu húsi við Lyngheiði 21 núna, það er með eindæmum fallega uppgert og garðurinn einstaklega skemmtilega hannaður. „Upphaflega var eignin að Lyng- heiði félagsheimili KFUM. En þeg- ar við keyptum árið 1998 hafði henni verið skipt upp í tvíbýli,“ segir Birg- ir. „Það var í raun ekkert búið að gera hér nema loka fyrir rör og setja parket á gólfin. Til að mynda var herbergi yngri sonar okkar sturtu- klefi og búningsherbergi,“ bætir Ríkey við. „Húsið var einstaklega vel byggt og hér hefur aldrei t.d. aldrei lekið. Það er steypt líkt og kubbahúsin eru byggð í dag – þetta er forvarið kubbahús. Það er einangrað að inn- an á steypuna og utan á hana líka og síðan var sett klæðning utan á allt saman. En það var ekki reiknað með sólarhitanum, í honum hafði klæðn- ingin öll svignað. Húsið sjálft var sem fyrr sagði einangrað beggja vegna og því mjög sterkt að upplagi. Við vildum ekki missa neitt af þeim eiginleikum. Við rifum því klæðn- inguna, þöktum húsið svo með kan- ínuneti og að því loknu var múrað yfir í þremur umferðum. Til þess notuðum við sérstaka trefjamúr- blöndu sem Ólafur Óskar Einarsson múrarameistari benti mér á. Það má því segja að styrkurinn á kápunni utan á húsinu sé orðinn mjög mik- ill,“ segir Birgir. „Við breyttum glugga á vesturhlið hússins í tvöfaldar dyr sem hægt er að opna og ganga um út í garð. Og stækkuðum einnig glugga á barnaherbergi sem hafði verið mjög lítill enda á gömlu búningsherbergi. Það er gaman að segja frá því að þegar við vorum að brjóta upp fyrir glugganum þá mættum við öflugri fyrirstöðu. Við vildum ekki halda áfram þar sem þetta hefði getað ver- ið rör en lögðumst þess í stað yfir teikningarnar, en í ljós kom að svo var ekki. Þegar við héldum áfram að brjóta kom í ljós að þarna var halla- mál sem hafði gleymst inni í veggn- um.“ Þau hjón segja að herbergjaskip- an að innan hafi nokkurn veginn verið látin halda sér en allt annað hafi verið tekið í gegn. „Hér voru allar hurðir ónýtar og ekkert skápapláss. Baðherbergið var mjög hrátt og einnig var eldhús- ið of lítið að okkar mati. Verkefnin voru því næg,“ segir Ríkey. „Okkur þykir í raun mjög gott að geta unnið svona alveg frá grunni því bæði höfum við mjög ákveðnar skoðanir á hvernig við viljum hafa hlutina og erum heppin að því leyti að þær fara oftast saman.“ Þau hjón hafa unnið mjög mark- visst saman að öllum þessum end- urbótum. Allar innréttingar heimasmíðaðar Árið 1998 festu hjónin Ríkey Pétursdóttir hárgreiðslumeistari og Birgir Másson, ráðgjafi í prentun, kaup á gamla KFUM-félagsheimilinu við Lyngheiði í Kópavogi. Þau hjónin hafa af einstakri vandvirkni breytt þessu fyrrverandi félagsheimili í afar fallegt íbúðarhúsnæði. Perla Torfadóttir ræddi við hjónin. Lyngheiði 21 er orðið glæsilegt hús. Garðinn hönnuðu þau Ríkey og Birgir sjálf og hafa verið dugleg að verða sér úti um plöntur. Einmuna blíða var sumardaginn sem hjónin Ríkey Pétursdóttir og Birgir Más- son fengu heimsókn frá blaðamanni. Myndarlegt grindverk er við Lyngheiði 21 í vestur og hylur stærri sólpallinn fyrir augum þeirra sem leið eiga um útivistarsvæði á Víghól í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.