Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 C 31Fasteignir F A S T E IG N A M A R K A Ð U R IN N Reykjahlíð Góð 85 fm íbúð á 2. hæð á þessum eftirsótta stað. Íb. skiptist í forst., saml. skiptanl. stofur, eldhús m. borðaðst., búr, 1 herb. og flísal. baðherb. Vestursvalir. Nýir gluggar og gler. Verð 13,8 millj. Rauðarárstígur Falleg og rúmgóð 72 fm íbúð á 1. hæð í mikið endurnýjuðu steinhúsi ásamt 6,9 fm geymslu í kjallara. Eignin skiptist m.a. í dúklagða forstofu, flísalagt baðherb., tvö rúmgóð herb. og eldhús með ágætri innréttingu. Áhv. húsbr. Verð 10,9 millj. Laugavegur Falleg og mikið endur- nýjuð 65 fm íbúð í risi ásamt 9 fm geymslu ofarlega á Laugavegi. Íbúðin skiptist ma. í tvö parketlögð herb., rúmgóða parketlagða stofu, baðherb. með flísum á gólfi og eld- hús með fallegri hvítri innrétt.. Áhv. húsbr. 5,0 millj. Verð 9,2 millj. 2JA HERB. Stórholt - með aukaherb. í kj. Mjög falleg og mikið endurnýjuð 61 fm íbúð á efri hæð í fjórbýlishúsi auk 16 fm íbúðarherb. í kj. með aðgangi að wc. Eldhús með upprunalegum endurbætt- um innrétt., rúmgott svefnherb. m. nýj- um skápum og nýl. endurn. baðherb. Vönduð gólfefni. Verð 12,9 millj. HÆÐIR ATVINNUHÚSNÆÐI HÖFUM Á SKRÁ ALLAR STÆRÐIR OG GERÐIR ATVINNUHÚSNÆÐIS LEITIÐ UPPLÝSINGA HJÁ SÖLUMÖNNUM 4RA-6 HERB. Þingholtsstræti Skemmtileg 143 fm íbúð á 1. hæð og í kjallara í þessu nýupp- gerða húsi í Þingholtunum. Rúmgóð stofa m. útg. í hellulagt port og rúmgott herbergi. Íbúð sem vert er að skoða. Verð 22,0 millj. Eskihlíð Mjög falleg og vel skipulögð 103 fm íb. á 1. hæð auk 15 fm geymslu/íbúðarherb. í kj. Saml. stofur m. frönskum gluggum, eldhús m. uppgerðum innrétt. og góðri borðaðst., 2 herb. auk fataherb. og nýlega endurn. flísal. baðherb. Parket á gólfum. Vestursvalir. Áhv. húsbr. Verð 15,9 millj. Vesturgata Mikið endurnýjuð 110 fm íbúð á 3. hæð, efstu, í góðu steinhúsi. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús með góðri borðaðstöðu og nýjum innrétt. og tækjum, saml. skiptanl. stofur, stórt baðherb. með þvottaaðst., tvö góð svefnherb. auk fata- herb. Parket og nýir dúkar á gólfum. Geymsla í íbúð auk sér 18 fm geymslu í kj. Sameign til fyrirmyndar. Áhv. húsbr. 8,0 millj. Verð 16,7 millj. 3JA HERB. Klapparstígur Góð 84 fm íbúð á 2. hæð í nýlegu fjölbýli. Rúmgóð stofa, vest- ursvalir, eldhús m. góðri borðaðst. og 2 rúmgóð herbergi. Þvottaaðst. í íbúð. Vel staðsett eign í miðborginni. Áhv. byggsj./húsbr. 3,7 millj. Verð 13,5 millj. Unnarbraut - Seltj. Mjög falleg 76 fm íbúð með sérinngangi. Rúmgóð stofa, parket á gólfi. 2 herb. með dúk á gólfi og skápar í einu. Eldhús með ágætri innrétt- ingu, parket á gólfi. Húsið var málað fyrir ca 2 árum. Áhv. húsbr. Verð 12,3 millj. Óðinsgata Mikið endurnýjuð 79 fm íb. á 3. hæð í reisulegu steinhúsi í miðborginni. Saml. skiptanl. stofur m. útsýni yfir borgina, eldhús m. nýjum innrétt., 1 herb. og flísal. baðherb. Öll gólfefni ný og íbúðin er nýmál- uð. Hús nýmálað að utan. Laus fljótlega. Áhv. húsbr. 4,8 millj. Verð 13,4 millj. Nesvegur Falleg 65 fm íbúð í kjall- ara á góðum stað í vesturbænum. Íbúð- in skiptist ma. í tvö parketl. herb., skáp- ar í öðru, parketlagða stofu, eldhús með eldri ágætri innréttingu og flísalagt bað- herb. Verð 9,5 millj. Reykjavíkurvegur Falleg 74 fm íbúð ásamt 4,6 fm geymslu í kjallara í góðu steinhúsi á þessum vinsæla stað í Skerjafirði. Íb. skiptist m.a. í parketlagða forst., flísalagt baðherb., tvö herb. og er annað þeirra með skápum og bjarta parketlagða stofu. Verð 11,8 millj. Bræðraborgarstígur Mikið endurnýjuð 120 fm 2ja-3ja herb. íbúð á 2 hæðum. Íb. skiptist í anddyri, stofu, eldhús, svefnherb. á hæð og í kjallara er svo baðherb. og hol sem breyta mætti í herb. Verð 17,5 millj. Flókagata 99 fm íbúð í kj. með sér- inngangi. Íbúðin skiptist í forst., rúmgott hol, baðherb., 2 svefnherb., bjarta stofu og eldhús með fallegum upprunal. inn- rétt. Sérgeymsla fylgir. Ræktuð lóð. VANTAR 3JA-4RA HERB. ÍBÚÐ Á SELTJ. Óskum eftir 3ja- 4ra herb. íbúð á Seltjarnarnesi fyrir traustan kaupanda. Laufásvegur Mikið endurnýjuð 165 fm íbúð á 3. hæð með mikilli loft- hæð í góðu steinhúsi í Þingholtunum. Íbúðin er öll endurnýjuð. Stórar stofur, eldhús með nýlegum innrétt. og glæsil. endurn. baðherb. Suðursvalir út af stofu. Sérbílastæði. Verð 25,5 millj. Gvendargeisli 127 fm íbúð á 2. hæð með sérinngangi í nýju fjölbýli ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðin afh. fullbúin en án gólfefna. Sameign, lóð og hús að utan fullfrágengið. Nánari uppl. á skrifstofu. Lækjargata Mjög glæsileg 115 fm endaíbúð á 3. hæð í nýlegu lyftuhúsi í hjarta borgarinnar ásamt stæði í bíla- geymslu og sérgeymslu í kjallara. Stofa m. fallegum útbyggðum glugga, vandað eldhús m. sérsmíðuðum innrétt. og vönd. tækjum, 3 rúmgóð herb. m. góðu skápaplássi og flísal. baðherb. með miklum innrétt. og þvottaaðst. Áhv. húsbr. 5,0 millj. Verð 25,0 millj. Síðumúli - til sölu eða leigu Glæsilegt 99 fm skrifstofuhúsnæði á 1. hæð. Skiptist í 4 herbergi og eldhús. Áhv. 3,8 millj. Lækjargata - heil húseign Nýtt og glæsilegt 1.671 fm verslunar- og skrifstofuhús á besta stað í mið- borg Reykjavíkur. Fasteignin er á fjór- um hæðum ásamt kjallara og skiptist í 1.268 fm verslunarhúsnæði og tvær 202 fm skrifstofuhæðir sem gætu einnig hentað sem íbúðarhúsnæði. Nánari uppl. á skrifstofu. Hólmaslóð - til leigu Höfum til leigu fimm eignarhluta á efri hæð í þessu nýklædda húsi í Örfirisey. Um er að ræða skrifstofu- og lagerhús- næði allt frá ca 25 fm upp í 373 fm. Nánari uppl. á skrifstofu. Suðurlandsbraut - til leigu Til leigu 577 fm skifstofuhúsnæði á 2. hæð sem skiptist í opið rými og skrifstof- ur. Laust til afhendingar nú þegar. Allar nánari uppl. veittar á skrifstofu. Suðurhraun - Gbæ 526 fm gott lagerhúsn. með millilofti yfir að hluta, þar sem innrétta mætti skrifstofur. Stálgrindar- hús sem er fullbúið að utan og rúml. tilb. til innrétt. að innan. Tvennar innkeyrsludyr og góð lofthæð. Stórt malbikað bílaplan og næg bílastæði. Verð 36,8 millj. LÓÐIR ELDRI BORGARAR SÉRBÝLI Hlíðasmári - Kópavogi - leiga - sala Til sölu eða leigu þetta nýja og glæsilega lyftuhús við Hlíðasmára í Kópavogi. Um er að ræða verslunar - og skrifstofuhúsnæði samtals 4.016 fm að gólffleti. Auðvelt er að skipta hverri hæð niður í minni einingar. Húsið er til- búið til afhendingar nú þegar undir innréttingar og er allur frágang- ur þess til fyrirmyndar. Húsið er afar vel staðsett við fjölfarna um- ferðaræð og með sérlega góðri aðkomu. Lóð er frágengin með fjölda bílastæða. Nánari uppl. veittar á skrifstofu. Hæðargarður. Mjög falleg og vel skipulögð 63 fm neðri sérhæð í góðu tví- býli á þessum eftirsótta stað. Íbúðin skipt- ist m.a. í parketlagða forstofu, parketlagt hol, eldhús með fallegri innrétt. og parketi á gólfi, flísalagt baðherb. með glugga, rúmgott herb. með skápum og bjarta stofu. Verð 10,3 millj. Sólvallagata Mikið endurnýjuð 38 fm íbúð í glæsilegu steinhúsi á þessum eftir- sótta stað. Eignin skiptist í stofu, herb., eld- hús og baðherb. Parket er á gólfum nema flísal. baðherb. Sérgeymsla og sam-eigin- legt þvottahús. Verð 7,9 millj. Lækjargata Falleg 56 fm íbúð á 3. hæð í nýlegu lyftuhúsi í hjarta borgarinnar. Íb. skiptist í forst./hol, stofu m. svölum til vesturs, opið eldhús m. eikarinnrétt., svefn- herb. m. góðum skápum og flísal. baðherb. Sérgeymsla í kjallara. Áhv. húsbr. 2,8 millj. Verð 10,5 millj. Hamraborg - Kóp. Björt og vel skipulögð 72 fm íbúð á 2. hæð í nýmáluðu fjölbýli. Þvottaaðst. og geymsla í íbúð. Nýl. innrétt. í eldhúsi og nýlegt parket á gólfum. Vestursv. út af stofu. Nýtt gler í gluggum. Stutt í alla þjón. og almenn. samgöngur. Laus fljótlega. Verð 11,2 millj. Klapparstígur Mjög falleg 60 fm íbúð á 7. hæð með sérgeymslu í kj. í ný- legu og vönduðu lyftuhúsi í miðborginni. Íbúðin skiptist í forstofu/hol, flísalagt baðherb., rúmgott svefnherb. með góðu skápaplássi, flísal. stofu og opið eldhús. Vestursvalir. Sérstæði í lokaðri bíla- geymslu. Laus fljótlega. Áhv. byggsj. 3,0 millj. Verð 12,9 millj. Bergstaðastræti Mjög mikið endurn. 66 fm íbúð á jarðhæð m. sér- inng. Eldhús m. nýlegum innrétt., flísal. baðherb. m. þvottaaðst., rúmgóð stofa og 1 svefnherb. Náttúruflísar á gólfum. Verð 10,7 millj. Sóltún Falleg 61 fm íbúð á 1. hæð í nýlegu og glæsilegu lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu og sér geymslu í kj. Vandaðar innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Hellul. lóð m. skjólveggjum til suðurs. Áhv.húsbr. 2,5 millj. Verð 14,9 millj. Ásvallagata. Mjög falleg og mikið endurn. 44 fm íbúð í góðu steinhúsi. Björt stofa, flísalagt baðherb. og eld- hús m. uppgerði innrétt. Hús allt ný- lega tekið í gegn að utan. Verð 9,2 millj. TIL ATHUGUNAR FYRIR EIGENDUR ATVINNUHÚSNÆÐIS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Höfum kaupendur að atvinnuhúsnæði af ýmsum stærðum og gerðum á höfuðborgarsvæðinu með traustum langtímaleigu- samningum. Hér er um að ræða mjög trausta kaupendur með öruggar kaupgreiðslur. Eignir á verðbilinu 25.000.000.- 5.000.000.000.- koma til greina. Þeir fasteignaeigendur, sem kynnu að hafa áhuga eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Jón Guðmundsson, lögg. fasteignasala, Fasteignamarkaðinum ehf., sem veitir allar frekari upplýsingar. HOLLAND er þéttbýlasta land Evr- ópu með 16,1 milljón íbúa á land- svæði sem aðeins svarar til um þriðj- ungs Íslands. Sem sérstakt þjóðríki á Holland sér þó ekki mjög langa sögu, því segja má að hún hefjist með frels- isstríði Niðurlendinga gegn spænska heimsveldinu á síðari hluta 16. aldar og var sjálfstæði þeirra viðurkennt samkvæmt friðarsamningum að loknu þrjátíu ára stríðinu, árið 1648. Útbreiðsla kalvínisma ýtti undir sjáfstæðisbaráttu Niðurlendinga og segja má að hið nýja ríki hafi orðið til úr deiglu trúarbragðaátaka í Evrópu á 16. og 17. öld. Skipting Niðurlanda í Holland og Belgíu endurspeglar skiptingu svæðisins milli kaþólskra og mótmælenda. Belgar eru þannig að meirihluta kaþólskir; mótmæl- endur hafa hins vegar haft yfirhönd- ina í Hollandi, þó svo að stóran kaþ- ólskan minnihluta sé að finna í landinu. Á 17. öld var stjórnarfar í Hollandi það frjálslegasta í Evrópu og vel- megun meiri en annars staðar í álf- unni. Amsterdam varð á þessu tíma blómlegasta verslunarborg Evrópu og leiðandi borg Hollands, að ekki sé minnst á hið dæmafáa gullaldarskeið sem átti sér stað í málaralist í Nið- urlöndum á þessum tíma. Mótun hollenskrar húsnæðisstefnu Ásamt Dönum byggja Hollend- ingar mest allra Evrópuþjóða á svo- nefndri félagaleið í húsnæðismálum, sem felur það í sér að rekstur fé- lagslegs húsnæðis er frekar lagður í hendur frjálsra félagasamtaka en op- inberra aðila. Holland byggði í þess- um efnum á ríkri hefð borgarmenn- ingar og þroskaðrar félagaflóru, Holland hafði t.d. strax á 17. öld – á gullöld hollenska verslunarveldisins – þróað sterka borgarmenningu og um þriðjungur þjóðarinnar bjó þá þegar í þéttbýli. Í Hollandi mótaðist húsnæð- isstefna sem byggðist á slíku fé- lagaframtaki með heildarlöggjöf sem sett var árið 1901. Þessi löggjöf átti eftir að gefa tóninn fyrir hollenska húsnæðisstefnu á gervallri tutt- ugustu öldinni. Slíkt félagaframtak í samvinnu við ríkisvaldið tengist ákveðnu sam- vinnu- og samstöðuhugarfari sem hefur einkennt Hollendinga frá örófi alda og margir tengja nauðsyn sam- vinnu til þess að verja þann einn fjórða hluta landsins sem eru undir sjávarmáli og einnig þörfinni á að sækja nýtt land í greipar Ægis. Landaukarnir kallast á hollensku „polder“ og hollenska útgáfan af samvirkni ólíkra stétta og trúarhópa til þess að skapa hina hollensku út- gáfu af frjálslyndu velferðarsam- félagi er oft nefnt „polder“-kerfið. Hollenski félagslegi geirinn er sá öflugasti í Evrópu og rúmlega 40% alls húsnæðis í landinu var að finna innan hans um 1990. Það sem kallaði á jafnstóran fé- lagsíbúðageira og raun ber vitni var mjög mikil fólksfjölgun eftir síðari heimsstyrjöld ásamt uppsöfnuðum húsnæðisskorti frá stríðs- og kreppuárunum. Að auki hefur að- streymi innflytjenda, ekki síst frá fyrrverandi nýlendum Hollands, haldið uppi verulegri byggingarþörf allt til dagsins í dag. Hollendingum hefur í samræmi við þetta fjölgað einna mest allra þjóða á meginlandi Evrópu og Holland er eitt fárra landa ESB þar sem búist er við áframhaldandi fólksfjölgun á næstu árum og áratugum. Í gegnum allt hið hollenska sam- félag gengur skiptingin í „stólpana þrjá“, kaþólska, mótmælendur og þá sem kalla mætti „hlutlausa húm- anista“. Skólar eru t.d. ýmist reknir af kaþólikkum, mótmælendum eða af sveitarfélögunum. Þessi skipting birtist einnig í skipulagi hollensku húsnæðisfélaganna, því bæði eru til kristileg landssambönd og sérstakt húsnæðisfélagasamband tengt verkalýðshreyfingunni. Engrar togstreitu gætir þó milli hinna „þriggja stólpa“, sam- stöðuandinn frá vörnum flóðgarð- anna hefur fyrir löngu kennt Hol- lendingum að standa þétt saman um hluti eins og landnýtingu, skipulags- mál og húsnæðismál. Athygli vekur að þrátt fyrir að Holland sé afar þéttbýlt, einkum hið svokallaða „Randstad“-svæði kring- um stórborgirnar Amsterdam, Rott- erdam og Haag – þar sem íbúar á hvern ferkílómetra eru fleiri en 1.000 – þá búa Hollendingar að stærstum hluta í sérbýli eða lágreistu fjölbýli. Uppstokkun við aldamót Holland lenti eftir olíkreppur átt- unda áratugar síðustu aldar eins og flest vestræn ríki í nokkrum efna- hagslegum öldugangi. Á stjórn- arárum jafnaðarmannsins Wims Koks á síðasta áratug var því gripið til ýmissa samstilltra aðgerða helstu þjóðfélagsafla sem þóttu takast vel og vera gott dæmi um styrk „pol- der“-kerfisins hollenska. Án þessara aðgerða hefði Holland ekki náð að uppfylla skilyrði myntsamruna ESB- landanna árið 2002. Hollensku húsnæðisfélögin hafa í tengslum við þessar aðgerðir gengið í gegnum mikla endurnýjun. Valið stóð þar um að breyta annaðhvort engu eða hins vegar að grípa til al- gerrar einkavæðingar. Í reynd var farin millileið sem fól í sér gagngera aðlögum félagsíbúðageirans að breyttum þjóðfélagsaðstæðum. Opinbera niðurgreiðslukerfið sem húsnæðisfélögin höfðu notið góðs af var þannig slegið af, sem leiddi til stórhækkaðrar húsaleigu, sem mætt var með auknum húsaleigubótum til leigjenda með lágar tekjur og er þetta svipuð aðferðafræði og beitt hefur verið í fjölda Evrópulanda á undanförnum árum. Húsnæðisfélögin standa nú alger- lega á eigin fótum fjárhagslega, en hafa þó aðgang að öflugum trygging- arsjóðum sem hið opinbera hefur sett á fót. Félögin fjármagna íbúða- byggingar með lántökum á evrópsk- um lánamarkaði og njóta í gegnum hollenska ríkið mjög góðs láns- trausts. Framtíðarstefna Hollendinga í húsnæðismálum beinist á síðustu ár- um í þá átt að ýta undir séreign á húsnæði og eru þeir jafnvel í nokkr- um mæli farnir að feta í fótspor Breta á Thatcher-Major árunum og umbreyta hluta af leiguhúsnæði hús- næðisfélaganna í eigin húsnæði. Í samræmi við þetta er gert ráð fyrir að um 65% Hollendinga búi í eigin húsnæði árið 2010. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Frá Amsterdam. Framtíðarstefna Hollendinga í húsnæðismálum beinist á síð- ustu árum í þá átt að ýta undir séreign á húsnæði, segir greinarhöfundur. Húsnæðismál í Hollandi Aukin séreign eftir Jón Rúnar Sveinsson, fé- lagsfræðing hjá Borgarfræðasetri/ jonrunar@hi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.