Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 C 43Fasteignir mbl.is/fasteignir/fastis habil.is/fastis Opið mán.-fim. kl. 9-18 Opið fös. kl. 9-17 3JA HERBERGJA HRÍSMÓAR - BÍLSKÝLI - LAUS Vorum að fá í einkasölu góða 2ja-3ja herb. íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi ásamt góðu stæði í bílskýli, miðsvæðis í Garðabæ. Stofa með suðursvölum. Hús nýl. klætt að utan og sameign teppalögð og máluð að innan. Stutt í alla þjónustu. LAUS FLJÓTLEGA. Verð 11,0 millj. KEILUGRANDI - BÍLSKÝLI Vor- um að fá í einkasölu fallega 3ja herb. íb. á 3. hæð ásamt stæði í bílskýli í litlu fjölbýli á þessum vinsæla stað. Stór stofa með suð- ursvölum. Flísalagt baðherbergi. Parket. Áhv. um 4,3 millj. byggsj. og húsbréf. Bein sala eða skipti á hæð eða raðhúsi í vesturbænum. Verð 13,5 millj. ÁLFATÚN Vorum að fá í einkasölu glæsilega 3ja herbergja íbúð á fyrstu hæð í litlu fjölbýli innst í botnlanga á frábærum stað við Fossvogsdalinn. Stofa með suð- ursvölum, sjónvarpshol, 2 svefnherbergi með suðaustursvölum úr hjónaherbergi, flísalagt baðherbergi, gott eldhús m. þvottahúsi/búri inn af. Parket og flísar á gólfum. Mjög góð sameign. Vinsæll stað- ur. LÆKKAÐ VERÐ. LANDSBYGGÐIN SELFOSS - EINBÝLI Vorum að fá í einkasölu þetta fallega ein- býlishús á einni hæð ásamt stórum tvö- földum bílskúr m. hita, vatni og 3ja fasa rafmagni. Stofa, 5 svefnherbergi með skápum, endurnýjað baðherbergi. Hús og þak er nýlega yfirfarið og málað. Fallegur, gróinn garður. Húsið er vel staðsett í enda á botnlangagötu og er stutt í skóla og þjónustu. Góð eign. Laust mjög fljótlega. Verð 17,9 millj. 2JA HERBERGJA NEÐSTALEITI - BÍLSKÝLI Vorum að fá í einkasölu sérstaklega fallega 2ja herbergja íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi á þessum vinsæla stað. Suðvestursvalir og glæsilegt útsýni. Sérstaklega falleg sam- eign og hús málað að utan sl. sumar. Stutt í þjónustu. Gott stæði í bílskýli. Verð 11,9 millj. HAMRABORG Vorum að fá í einka- sölu rúmgóða 73 fm íb. á 4. hæð í fjölbýli. Stór stofa með suðursvölum. Þvottaherb. inn af eldhúsi. Sameiginleg bílskýli á jarð- hæð með eftirlitsmyndavél. Áhv. um 6,4 millj. húsbréf. Verð 9,7 millj. LAUGAVEGUR Vorum að fá í sölu fallega og mikið endurnýjaða 2ja herbergja íbúð í góðu steinhúsi ofarlega á Laugaveg- inum. Íbúðin snýr að mestu frá Laugav. Parket á gólfum. Bílastæði. Áhv. um 5,5 millj. langtímalán. MIÐBORGIN - LAUS Vorum að fá í sölu mjög fallega 2ja-3ja herb. íb. á 2. hæð í góðu steinhúsi í hjarta Rvk. Íbúðin er nær öll endurn., m.a. ný eldhúsinnr., nýtt baðh., parket. LAUS STRAX. Verðtilb. 4RA - 6 HERBERGJA SÓLTÚN Vorum að fá í einkasölu fallega 4ra her- bergja íb. ofarlega í nýlegu lyftuhúsi á þessum vinsæla stað. Sérinng. af svölum. Stofa m. suðursvölum, 3 svefnh., gott vinnurými í holi. Sam. þvottah. á hæðinni. Húsið er stenað að utan og því væntanl. viðhaldsfrítt næstu árin. Verð 14,9 millj. VESTURBERG - HÚS KLÆTT Í einkasölu rúmgóð um 112 fm 4ra herb. íb. á 2. hæð í litlu fjölb. sem nýl. er búið að klæða að utan með litaðri álklæðningu á vandaðan hátt. Yfirbyggðar flísalagðar vestursvalir. Flísal. baðherb. Parket á stofu, sjónvarpsholi og herbergjum. Sam- eign nýl. máluð. Stutt í skóla og þjónustu. Áhv. um 8 millj. húsbréf með 5,1% vöxt- um. ÁKVEÐIN SALA. DALSEL - BÍLSKÝLI Vorum að fá í einkasölu 4ra-5 herbergja íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli ásamt stæði í bílskýli. Stofa og 4 svefnhebergi. Hús nýl. tekið í gegn að utan og viðgert og málað, ásamt gluggum og þaki. Stutt í þjónustu. Gott stæði í bíl- skýli. Verð 12,8 millj. VESTURBERG Vorum að fá í einka- sölu góða 4ra herbergja íbúð í litlu fjölbýli. Vestursvalir úr stofu með fallegu útsýni. Áhvílandi hagstæð langtímalán um 7,1 millj. (byggsj. og húsbréf). Verð 10,9 millj. BARÐASTAÐIR - BÍLSKÚR Mjög góð og vel skipulögð 4ra-5 herbergja íbúð á 2. hæð í litlu nýlegu fjölbýli ásamt um 28 fm bílskúr. Sjónvarpshol, góð stofa m. suðvestursvölum, 3 góð herb. Vandaðar innr. úr hunangseik. Þvottah. í íb. Flísar og parket á gólfi. Hús er steinað að utan með marmarasalla. Eign fyrir vandláta. HÆÐIR HRAUNBRAUT - BÍLSKÚR Í einkasölu falleg 6 herb. efri sérhæð í tvíbýli ásamt bílskúr, vel staðsett við botnlanga- götu í vesturbæ Kópavogs. Stofa og borð- stofa m. suðursvölum, 4 svefnherb. Hús nýl. málað að utan. Ásett verð 18,2 millj. EINB. - PARH. - RAÐH. KLAPPARBERG Vorum að fá í einkasölu fallegt 177 fm ein- býli á 2 hæðum ásamt 30 fm bílskúr. Stofa, borðst. með hurð út á hellulagða verönd með heitum potti. 4 svherb. Bað- herb. og gestasnyrting. Þvhús. Fallegt út- sýni. Húsið stendur innst við botnlanga- götu. Bein sala eða skipti á 3ja-4ra herbergja íbúð. Verð 21,9 millj BYGGÐARENDI - EINBÝLI Glæsilegt einbýlishús á þessum vinsæla stað, innarlega í botnlangagötu. Húsið sem er á tveimur hæðum er með nýlegri vandaðri eldhúsinnréttingu, nýl. endurnýj- uðum baðherbergjum og saunu. Stofur með fallegu útsýni og suðursvölum. Gólf- efni er parket og flísar, að mestu nýlegt. Fallegur garður. VERÐTILBOÐ. ATVINNUHÚSNÆÐI SKÚLATÚN - SALA/LEIGA Til sölu eða leigu 3 skrifstofuhæðir í sama húsi, 150 fm, 275 fm og 275 fm eða sam- tals um 700 fm. Laust strax. Nánari uppl. gefur Haukur Geir. MIÐHRAUN - GARÐABÆ Vorum að fá í einkasölu nýlegt um 1160 fm hús- næði sem er sérhannað fyrir heildsölu. Húsnæðið er á einni hæð með um 8 metra lofthæð auk lítils millilofts fyrir skrifstofur. Góð aðkoma og bílaplan. Nánari uppl. veitir Haukur Geir. SUMARBÚSTAÐIR BORGARFJÖRÐUR Um 40 fm bú- staður í kjarrivöxnu landi. Stofa og 3 svefnherbergi. Parket. Stór verönd. Verð 4,5 millj. LESTU ÞETTA! HJÁ OKKUR ER ÞAÐ LÖGGILTUR FASTEIGNASALI SEM SKOÐAR OG VERÐMETUR ÞÍNA EIGN, VEITIR ÞÉR RÁÐGJÖF OG GENGUR FRÁ ÖLLUM SKJÖLUM VARÐANDI SÖLUNA. ÞEKKING, TRAUST OG ÁRATUGA REYNSLA. Grímsnes - Hjá Fasteignamið- stöðinni er nú til sölu jörðin Syðri- Brú í Grímsnesi, sem er um 400 ha. „Land jarðarinnar er mjög áhugavert vegna staðsetningarinn- ar,“ segir Magnús Leópoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni. „Á jörðinni er ágætt íbúðarhús byggt 1974. Húsið er steinsteypt og 182,3 ferm. að stærð. Það er á einni hæð og skiptist í eldhús, stofu, gang, gestasnyrtingu, baðherbergi, fimm herbergi, búr, þvottahús, kyndi- klefa og gang. Tveir inngangar eru í húsinu. Gler er ágætt. Dúkur er á gólfum, en gólfefni vantar í gestasnyrtingu og stofu. Fjárhús eru á jörðinni og eru þau byggð 1977 og 304,5 ferm. samkvæmt fasteignamati. Húsið er byggt á steyptum grunni með járngrind og klætt með bárujárni. Áfast fjárhúsinu er hlaða, sem er 207,2 ferm. að stærð byggð 1976 og vélaskemma byggð 1975. Til staðar er nýlögð hitaveita og rafmagn frá rafveitu. Jörðin á veiðirétt í Soginu. Verðhugmynd er 46 millj. kr.“ Syðri-Brú Land jarðarinnar er um 400 ha. og þar er ágætt íbúðarhús. Jörðin á veiðirétt í Soginu. Verðhugmynd er 46 millj. kr., en jörðin er til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni. RÓMANTÍSKUR, útsaumaður poki í viktoríönskum stíl pass- ar vel undir ilmjurtirnar. Þessi poki er úr bómull og hann má hengja hvar sem er til skrauts og til að gefa mjúkan ilm í hý- býlin. Pokinn er líka tilvalinn til að geyma í smáhluti sem þarf að grípa til. Hann má þvo og eins og annað úr náttúrulegum efn- um verður hann fallegri með aldrinum. Útsaumaður baðmullarpoki STYTTUR úr postulíni og gleri hafa löngum verið vin- sælar í hillum á íslenskum heimilum. Þessi er t.d. mjög glæsileg og sýnir yfirstétt- ardömu í sínu fínasta pússi frá umliðnum öldum í Evr- ópu. Postulín er harður og gler- kenndur, brenndur leir. Full- brennt er postulín hvítt, þétt og vatnshelt. Það er oftast húðað með glærum glerungi og skreytt með því að mála eða þrykkja munstur á leir- inn, áður en eða eftir að það er glerjað. Harðpostulín var fyrst framleitt í Kína átta hundruð árum fyrir Kristsburð en þýskum gullgerðarmanni tókst að búa til postulín um 1707. Mjúkt postulín var fyrst framleitt í Flórens 1575 og svokallað beina- postulín í Englandi um 1800. Stytta úr postulíni Morgunblaðið/Guðrún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.