Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 45 ÞAÐ var mikið um að vera í íþrótta- lífinu hjá þýskum sjónvarpsáhorf- endum um sl. helgi þar sem þýska karlalandsliðið reið á vaðið í leikn- um gegn Íslendingum en á sunnu- dag fór fram úrslitaleikurinn í Heimsmeistarakeppni kvenna í Bandaríkjunum þar sem Þjóðverjar léku gegn Svíum og hafði þýska lið- ið betur í framlengingu, 2:1. Áhuginn í Þýskalandi var mikill á kvennaleiknum og reyndar meiri en á viðureign karlaliðsins gegn Ís- landi. Alls sáu 10,37 millj. leik karla- landsliðsins í beinni sjónvarps- útsendingu en 13,58 millj. sáu leik kvennaliðsins í beinni sjónvarps- útsendingu. Michael Schumacher var einnig í sviðsljósinu á sunnudag þar sem hann tryggði sér sigur í Formúlu 1 en alls fylgdust 9,68 millj. með þeirri keppni í sjónvarpi í Þýska- landi á sunnudag. Fleiri fylgdust með þýsku konunum en körlunum SVAVAR Atli Birgisson, fyrr- verandi leikmaður úrvals- deildarliðs Hamars og Tinda- stóls, hefur tilkynnt félags- skipti í lið Þórs frá Þorláks- höfn og verður Svavar lög- legur með liðinu hinn 9. nóvember nk., en fyrsti leikur Svavars verður væntanlega 13. nóv. þegar Þór sækir Tindastól heim. Svavar er 23 ára gamall framherji og hefur skorað að meðaltali 11,9 stig á ferli sín- um frá árinu 1996 en hann var á meðal stigahæstu leikmanna Intersport-deildarinnar á sl. ári með liði Hamars þar sem hann skoraði 23,1 stig að með- altali og tók 6,7 fráköst í leik. Svavar hætti að leika með Hamarsmönnum í byrjun árs og lék aðeins 15 leiki. Svavar til Þórs Þ. NORSKA liðið Stabæk hefur ákveðið að prófa danska fótboltamann- inn Allan Borgvardt, sem lék með FH í úrvalsdeildinni á Íslandi í sum- ar, með tilliti til hugsanlegrar ráðningar. Leikmenn úrvalsdeildarinnar kusu Borgvardt leikmann Íslands- mótsins í sumar. Hann mun æfa með Stabæk í vikunni en að því loknu verður ákvörðun tekin um hvort honum verði boðið að gerast leik- maður liðsins. Borgvardt, sem er 23 ára, skoraði 8 mörk fyrir FH í úrvalsdeildinni í sumar, en áður lék hann með danska liðinu AGF. Einn Íslendingur er í herbúðum Stabæk, Tryggvi Guðmundsson. Borgvardt hjá Stabæk  LUIS Aragons hefur verið ráðinn þjálfari Mallorca á Spáni en félagið sagði á dögunum upp Jaime Pacheco sem tók við þjálfun liðsins í sumar. Aragos hefur klásúlu um það í samn- ingi sínum að hann geti losnað frá fé- laginu verði honum boðið að taka við þjálfun spænska landsliðsins. Arag- ons ekki alveg ókunnur í herbúðum Mallorca því hann stýrði liðinu m.a. í Meistaradeild Evrópu fyrir þremur árum.  BRASILÍSKI knattspyrnumaður- inn Cesar verður frá keppni í nokkr- ar vikur eftir að hafa brotið bein í ökkla í leik með varaliði Lazio í lok síðustu viku. Þetta eru svipuð meiðsli og hrjáðu David Beckham í undan- fara síðustu heimsmeistarakeppni í knattspyrnu.  FORSVARSMENN enska knatt- spyrnuliðsins Aston Villa hafa ekk- ert viljað gefa út á það hvort fram- koma Tyrkjans Alpay í garð Davids Beckhams hafi áhrif á framtíð hans hjá félaginu. Eftir að Beckham brást heldur betur bogalistin í vítaspyrnu í leik Tyrkja og Englendinga síðasta laugardag sótti Alpay hart að Beck- ham. Einnig mun Alpay hafa látið misfögur orð um móður Beckhams falla við kappann þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik.  LJÓST er talið að Alpay mun ekki eiga sjö dagana sæla á Englandi eftir atvikin um síðustu helgi. Hann segir enska fjölmiðla gera alltof mikið úr málinu og segir þá vera í krossför gegn sér. Hvað sem því líður þá bíður UEFA eftir skýrslu frá Pierluigi Collina vegna atvikanna, en hann mun m.a. hafa kallað Beckham og Alpay inn í klefa til sín í hálfleik og sagt þeim að halda sig á mottunni.  GLEN Rice hefur samið við NBA- liðið Los Angeles Clippers en Rice er 36 ára gamall og hefur leikið í 14 ár í deildinni. Hann var á mála hjá Houston Rockets á síðustu leiktíð og skoraði 9 stig að meðaltali í 62 leikj- um.  JASON Kidd er ekki ánægður með áform eigenda NBA-liðsins New Jersey Nets en þeir hafa í hyggju að selja liðið. Allt útlit er fyrir að Nets tapi allt að 2,8 milljörðum á næstu tveimur árum en fjárfestar hafa áhuga á að kaupa liðið og flytja það um set – jafnvel til Long Island.  KIDD segir að hann hafi ekki viljað flytja sig um set í sumar þegar San Antonio Spurs bar víurnar í hann. Og hann hafi ekki áhuga á að flytja sig um set til Long Island, ef svo færi.  DIKEMBE Mutombo hefur samið NBA-liðið New York Knicks en samningi hans við New Jersey Nets var rift á dögunum. Mutombo hefur átta sinnum leikið í Stjörnuliði NBA, og er ætlað að verða lykilmaður í varnarleik Knicks. FÓLK Árangur Íslands í nýlokinniEvrópukeppni er eftir sem áður sá besti á stórmóti þegar litið er á heildarárang- urinn. Landsliðið hefur aldrei áður komist svona ná- lægt því að halda áfram keppni, og hefur aldrei áður fengið meira en helming af þeim stigum sem í boði hafa verið. Ís- land fékk 13 stig af 24 mögulegum í keppninni og var einu stigi á eftir Skotum. Það er 54 prósent árang- ur.  Ísland hefur einu sinni áður náð 50 prósentum þeirra stiga sem völ var á, miðað við þrjú stig fyrir sig- ur í leik. Það var í undankeppninni fyrir Evrópumótið 2000 en þá fékk íslenska liðið, undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, 15 stig af 30 mögu- legum og átti þá reyndar tölfræði- lega möguleika á öðru sætinu fyrir lokaleik sinn, þótt þeir teldust vart raunhæfir. Þá vann íslenska liðið fjóra leiki, gerði þrjú jafntefli og vann þrjá leiki, en endaði í fjórða sætinu, á eftir Frakklandi, Úkr- aínu og Rússlandi.  Þetta er í annað sinn sem Ís- land endar í þriðja sæti í sínum riðli. Áður gerðist það í undan- keppni heimsmeistaramótsins 1994. Þá fékk íslenska liðið undir stjórn Ásgeirs Elíassonar 8 stig af 16 mögulegum (11 stig af 24 mögu- legum, 46 prósent árangur, sam- kvæmt þriggja stiga reglu) og varð í þriðja sætinu, á eftir Grikkjum og Rússum.  Ísland varð reyndar líka í þriðja sæti í fyrsta stórmóti sínu, und- ankeppni HM 1958. Þá var ís- lenska liðið hins vegar í þriggja liða riðli og tapaði öllum leikjum stórt, gegn Frakklandi og Belgíu.  Ísland hefur nú fengið 13–15 stig í undankeppni þrisvar í röð. Fimmtán stig í undankeppni EM 2000, þrettán stig í undankeppni HM 2002 og nú þrettán í und- ankeppni EM 2004. Í öll skiptin hefur Ísland unnið fjóra leiki, sem hafði aldrei áður tekist. Áður hafði liðið mest unnið þrjá leiki í und- ankeppni, fyrir HM 1994.  Þegar litið er til undankeppni tveggja síðustu Evrópumóta er ár- angur Íslands sérlega athyglis- verður. Þar hefur Ísland unnið átta leiki, gert fjögur jafntefli og tapað sex leikjum, skorað 23 mörk gegn aðeins 16. Íslenska landsliðið hefur sem sagt unnið tveimur leikjum meira en það hefur tapað og fengið á sig minna en eitt mark að með- altali í leik í Evrópukeppninni frá árinu 1998.  Árangurinn í þessari Evrópu- keppni ætti að tryggja Íslandi áframhaldandi sæti í þriðja styrk- leikaflokki í Evrópu þegar dregið verður í undankeppni HM hinn 5. desember. Þá fær Ísland sem mót- herja tvær þjóðir sem taldar eru sterkari og tvær sem taldar eru veikari. Morgunblaðið/Einar Falur Þórður Guðjónsson í harðri baráttu við Christian Wörns í leik Þjóðverja og Íslendinga á AOL- leikvanginum í Hamborg á laugardaginn. Engu er líkara en hinn umdeildi rússneski dómari, Val- entin Ivanov hafi haft hyggju að blanda sér í slaginn. Michael Ballack, Ríkharður Daðason og Her- mann Hreiðarsson fylgjast grannt með hverju fram vindur. Ísland yfir 50% í fyrsta skipti ÞAÐ munaði ekki nema rúmlega 20 mínútum að Ísland kæmist áfram úr undankeppni stórmóts í knattspyrnu í fyrsta skipti. Ungur strákur frá Manchester United, Darren Fletcher, kom í veg fyrir að sá draumur rættist. Nýkominn inn á sem varamaður skoraði hann sigurmark Skota gegn Litháen á 69. mínútu í leik þjóðanna á Hamp- den Park á laugardaginn. Markið sem kom í veg fyrir að Ísland yrði í hópi þjóðanna sem dregnar voru hver gegn annarri í umspilinu um sæti í EM í Frankfurt í gær. Víðir Sigurðsson tók saman Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.