Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar ÍRIS Kristjánsdóttir, sóknarprestur við Hjallakirkju í Kópavogi, hefur end- urvakið áhuga sinn á að þeysast um á mótorhjóli og ætlar að láta gamlan draum rætast með því að fá sér kraftmikið mótorhjól fyrir næsta sumar. Hún kláraði nýlega mótor- hjólaprófið, er búin að kaupa leður- dressið og leitar nú að draumahjólinu. „Ég er að láta draum rætast sem ég hef gengið með í maganum lengi. Þegar ég var rétt undir tvítugu, ung stúlka í Keflavík, kviknaði dellan, sér- staklega eftir að vinkona mín keypti sér skellinöðru og við þeystum á hjólinu um bæinn og þótti stórkost- legt,“ segir Íris. Áhuginn vaknaði á ný í fyrrasum- ar þegar Íris fór ásamt öðrum prest- um í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra á námskeið í Danmörku. „Síð- ustu dagana tókum við fjögur okkur til og fórum til Þýskalands, þar sem einn sökkti sér niður í bækur á bóka- safni en við hin þrjú leigðum okkur mótorhjól og það var rosalega gam- an. Þá endurvaknaði þessi áhugi og ég ákvað þá að taka prófið í sumar og fá mér hjól næsta sumar.“ Nú er prófið að baki en Íris á eftir að láta síðari helminginn rætast; að kaupa hjól. „Ég var á racer-hjóli í fyrra og fannst það rosalega gaman, en það er ekkert fyrir íslenskar að- stæður. Hvað er gaman að eiga gott racer-hjól hérna þegar maður má löglega séð ekki fara yfir hundraðið? Þannig að ég er að spá í fá mér týpu á milli chopper- og racer-hjóla. Ég ætla þó ekki að fá mér kraftminna hjól er 600 til 700 kúbika, ég vil ekki kraftminna þótt ég sé ekkert að tala um að ég ætli að fara að göslast hérna á 170 km hraða út um allar trissur. Þetta er bara spurning um kraftinn og viðbragðið, hvernig mað- ur tekur af stað og fer upp brekkur, þetta skiptir allt máli,“ segir Íris. Áhugamál sem kemur prestskapnum ekkert við Að sögn gekk Írisi vel á verklega prófinu en fannst skriflega prófið erf- itt og féll þá reyndar í fyrsta skipti á ævinni á prófi. „Það var skelfilegt og ég tók það mjög nærri mér, en síðan komst maður í gegnum þetta. Verk- lega prófið var hins vegar ekkert mál, þótt ég væri óstyrk vegna spurninga um mótorinn og slíkt, því ég hef lítið vit á því. Ég lagði þó áherslu á að læra það til að kunna eitthvað fyrir mér, enda nauðsynlegt að geta lagað einföldustu hluti sem bila, t.d. á ferðalögum.“ Íris segir þetta áhugamál ekkert koma sínum prestskap við, það sé bara hún sem persóna sem er að láta gamlan draum rætast. „Þetta verður áhugamál. Ég held að sókn- arbörnunum verði alveg sama, eða ég vona það, vegna þess að ég ætla ekkert að fara að flíka þessu eða blanda saman við prestskapinn. Ég er ekkert að þessu til að vera töff í augum einhverra eða svolítið heimsk í augum annarra. Ég er bara að þessu fyrir sjálfa mig og ætla ekkert að fara að mæta í messu með hjólið fyrir utan.“ Að sögn Írisar líst þó fjölskyldu hennar rétt mátulega á að hún kaupi sér hjól og telja það mikið hættuspil. Hún segist hins vegar staðráðin í að láta drauminn rætast. „Ég er á þeirri skoðun að eigi maður sér draum sem maður sér einhvern möguleika á að láta rætast eigi maður að gera það, ef maður hefur mögulega ráð á því.“ Séra Íris Kristjánsdóttir nýbúin að taka mótorhjólapróf Morgunblaðið/Árni Sæberg Íris ætlar að láta drauminn um kraftmikið mótorhjól rætast. Ætlar að láta gamlan draum rætast Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík höggdeyfar eru orginal hlutir frá USA og E.E.S. Aisin kúplings- sett eru orginal hlutir frá Japan varahlutir í miklu úrvali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.