Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 11 Á NÆSTU tveimur árum má sjá marga af þessum nýju bílum hjá bíla- umboðunum og hér verður fjallað um nokkra af þeim mest spennandi. Áhugi á skutbílum hefur aukist verulega hérlendis sem sést á sölutöl- um umboðanna. Úrvalið er mikið og eru bílarnir nokkrir tugir. Á næstu tveimur árum eykst það enn verulega því fjöldi framleiðenda vinnur baki brotnu að þróun nýrra gerða lang- baka. Langflestir byggja bílarnir á sama útliti og fyrri gerðir en þó eru nokkur dæmi um alveg nýja bíla. Þessar tölvuunnu myndir frá Auto- media sýna hvernig sex af þessum nýjum bílum munu líta út. Nýr Audi Sportsback Í október verður kynntur nýr Audi A3 hér á landi og er hann ennþá ein- göngu fáanlegur þrennra dyra. Nú er hins vegar væntanleg fimm dyra gerð sem mun minna talsvert mikið á lang- bak. En þar sem ekki er um raun- verulegan langbak að ræða fær hann ekki viðskeytið Avant. Þess í stað verður hann að öllum líkindum kall- aður Sportsback. Hann kemur á markað í Evrópu næsta sumar og mun greina sig að frá öðrum bílum í A3-línunni með stóru grilli. Audi A6 Avant kom á markað 1998 og verður skipt út á næsta ári, eins og stall- baknum. Eins og A3 Sportsback mun A6 Avant fá nýtt grill og þar með nýj- an framsvip. Eins og A8 herma heim- ildir að A6 verði að stærstum hluta smíðaður úr áli. Audi Allroad, sem kom á markað 2000, fær hins vegar að lifa lengur og ekki ljóst hvenær honum verður skipt út. Ljóst þykir þó að ný gerð Audi Allroad mun ekki byggjast á nýrri gerð A6 heldur verð- ur tekið mið af VW Touareg. BMW 5 stallbakurinn var kynntur til sögunnar í sumar í nýrri kynslóð og gerbreyttur. Á næsta ári verður hann kynntur í langbaksgerð og þá að öllum líkindum smíðaður úr áli eins og A6. BMW 5 Touring verður lengri, breiðari og hærri en núver- andi gerð og verður boðinn með loft- púðafjöðrun og rafeindastýrðum dempurum. Opel Astra-langbakur Nýr Opel Astra kemur á markað á næsta ári og hálfu ári seinna er hann væntanlegur í langbaksgerð. Útlitið mun minna talsvert á Opel Signum. Langbaksgerðin af Saab 9-3 verð- ur byggð á hlaðbaksgerðinni sem þýðir að hjólhaf og tæknilausnir verða þær sömu. Óljóst er hvenær bíllinn kemur á markað. Nokkur umræða hefur átt sér stað um hvort Skoda muni setja á markað langbaksgerð af Superb og sumum þótt einsýnt að af því yrði ekki vegna innbyrðis samkeppni við Audi A6 og VW Passat. Automedia er hins vegar á þeirri skoðun að slíkur bíll muni líta dagsins ljós og hefur þar af leiðandi gert af honum tölvuunna mynd. Tím- inn verður síðan að leiða í ljós hver hefur á réttu að standa. Nýr Golf kemur á markað hérlend- is í mars á næsta ári en eingöngu í hlaðbaksgerðinni. Langbakurinn er væntanlegur vorið 2004 í Evrópu. Ef Automedia hefur rétt fyrir sér verður langbakurinn hærri en hlaðbakurinn og fær hann því meiri svip af fjölnota- bíl en áður. Auk þess telur Auto- media að langbakurinn fái ýmis út- litseinkenni sem minni á Touareg. Næsta haust er væntanleg í Evrópu ný kynslóð VW Passat. Sá bíllinn verður undir áhrifum frá lúxusbílnum Phaeton og því mun betur búinn og meira í hann lagt en núverandi gerð. Næsta sumar leysir Volvo V50 af hólmi V40 og verður bíllinn, eins og nýr S40, byggður á sömu botnplötu og ný kynslóð Ford Focus, sem er væntanlegur á markað 2004. Auto- media telur líklegt að Volvo bjóði einnig upp á fjölnotabílsútfærslu af S40/V40. Fjöldi nýrra langbaka á leiðinni Íslendingar hafa vanist að kalla fólksbíla með miklu farangursrými station-bíla en lengi hefur verið reynt að koma inn í tungumálið orð- unum skutbíll og langbakur fyrir þetta fyrirbrigði. Margir nýir og spennandi skutbílar eru nú væntanlegir á markaðinn. JÓLAGJÖFIN Í ÁR ER NÝ TOYOTA! Mikið úrval nýrra og notaðra saumavéla. Viðgerðir á flestum tegundum saumavéla. saumavelar.is — sími 892 3567. OFURFJÓRHJÓL Bombardier DS 650 fjórhjól með öllu. Sýningareintak á kr. 890.000. Gísli Jónsson, Bíldshöfða 14, sími 587 6644. SKI-DOO MX Z REV Sýningareintak, ekinn 400 km, árgerð 2003, 134 hö, rafbakk og 30 mm belti. Verð 1.259.000. Gísli Jónsson, Bíldshöfða 14, sími 587 6644. FORD ECONOLINE 150 ÁRG. 1987 Hentar sem húsbíll. Ekinn 192.000 km. 8 cyl. 351 vél. Sjálfskiptur. Verð 390.000. Upplýsingar í síma 660 3365/581 1927. Kerrur KERRUTILBOÐ Margar gerðir af kerrum fyrir alla bíla á sértilboði núna. Gísli Jónsson, Bíldshöfða 14, sími 587 6644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.