Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 12
12 B MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar SÍÐASTA rallkeppni sumarsins var haldin síðasta laugardag og var ek- ið í nágrenni Heklu, nánar tiltekið leiðina meðfram Tungná og um Dómadal. Hver leið var ekin þrisvar sinnum og voru leiðirnar nokkuð krefjandi fyrir ökuþórana. Fjórar áhafnir áttu möguleika fyrir keppnina á því að ná öðru sæti í Íslandsmótinu í þessari síð- ustu umferð og að auki var mikil barátta um titilinn í 2000 flokki þar sem Hlöðver/Halldór og Daníel/ Sunneva áttust við. Bræðurnir Rúnar og Baldur Jónssynir höfðu þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn fyrir þessa keppni. Keppnin var að vonum nokkuð spennandi og þá sérstaklega á milli þeirra sem ennþá áttu möguleika á öðru sæti eða 2000 titlinum. Á fyrstu sérleið veltu þeir Hlöðver og Halldór bíl sínum og töpuðu þannig miklum tíma. Bíllinn skemmdist ekki mikið og náðu þeir að halda áfram keppni, reyndar með laskaða framrúðu sem er ekki leyfilegt. Með brotna framrúðu náðu þeir þó á næstu sérleiðum að aka nokkuð grimmt, þrátt fyrir að útsýni væri kannski ekki það besta, en voru síðan dæmdir út úr keppni er átti að ræsa þá inn á fimmtu sérleið. Þeir félagar voru ekki sáttir við þann dóm og hafa kært úrskurðinn. Eftir þessa veltu voru þau Daníel og Sunneva í góðum málum og þurftu einungis að halda haus út keppnina, en urðu fyrir því óláni að brjóta öxul á fjórðu sérleið og falla þannig úr keppni. Það er ljóst að þau skötuhjú ná þó að vinna 2000 flokkinn, þar sem Hlöðver og Hall- dór voru dæmdir úr leik, þ.e. ef kæra þeirra verður ekki tekin til greina. Guðmundur Guðmundsson, sem í þessari keppni var með Árna Jóns- son sér við hlið í stað Jóns Bergs- sonar, átti því alla möguleika á ná öðru sætinu í Íslandsmótinu en var enn og aftur svo óheppinn að brjóta eitthvað í gírkassanum, þannig að þeir náðu ekki að ljúka síðustu sérleiðinni. Það eru því þeir Metrómenn, Sig- urður Bragi og Ísak sem enda í öðru sæti, þrátt fyrir að hafa ekki tekið þátt í síðustu keppninni og að auki fallið út úr síðustu keppni á undan. Rallið greinilega í lægð Keppninni lauk og eins og öðrum keppnum sumarsins, bræðurnir Rúnar og Baldur unnu. Það var reyndar mjög fátítt að sama áhöfn- in næði að klára allar keppnir sum- arsins og hvað þá heldur að vinna þær allar. Þetta sumar ber þess greinileg merki að rallið hefur verið í lægð þegar horft er á flesta þá keppnisbíla sem voru sýnilegir í sumar og úthald manna í keppnum. Nokkur hugur er þó í mönnum og má ætla að keppendur noti vet- urinn til að koma sér upp nýrri og betri bílum. Heyrst hefur að hægt sé að fá nokkuð öfluga bíla erlendis frá, sem eru orðnir 5 – 8 ára gaml- ir, á mjög góðu verði. Ekki eru inn- flutningsgjöld á slíkum bílum, ein- ungis er greiddur virðisaukaskattur, þannig að hægt er að koma sér upp nokkuð öflugum fjórhjóladrifsbílum, td MMC Lancer EVO III eða Toyota Celica sem gætu kostað um eina milljón erlendis. Íslenskir rallöku- menn standa því frammi fyrir því að þurfa að lyfta sportinu enn einu sinni upp um eina tröppu og sýna það og sanna að þetta sport á sér mikla framtíð hér á landi. Ljósmynd/Gunnlaugur Einar Briem Bræðurnir unnu öll mót sum- arsins Daníel og Sunneva á fleygiferð á Hondunni fyrr í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.