Morgunblaðið - 16.10.2003, Side 1

Morgunblaðið - 16.10.2003, Side 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B Bankaútibú í þínu fyrirtæki Fyrirtækjabanki Landsbankans Þú stundar öll bankaviðskipti fyrirtækisins á einfaldan og þægilegan hátt á Netinu – hvenær sem þér hentar. Í Fyrirtækjabanka Landsbankans býðst þér m.a. að: • Framkvæma allar almennar bankaaðgerðir (millifæra, sækja yfirlit, greiða reikninga o.s.frv.). • Safna greiðslum saman í greiðslubunka sem hægt er að greiða strax eða geyma til úrvinnslu síðar. • Framkvæma greiðslur með því að senda inn greiðsluskrár úr t.d. bókhaldsforritum. • Stofna og fella niður innheimtukröfur. • Greiða erlenda reikninga (SWIFT). Nánari upplýsingar um Fyrirtækjabankann getur þú fengið í næsta útibúi Landsbankans, í Þjónustuveri bankans í síma 560 6000 eða á vefsetri bankans, www.landsbanki.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 20 51 08 /2 00 3 ÍSLANDSBANKI var með mesta hlutabréfaveltu á þriðja ársfjórðungi, þ.e. frá júlíbyrjun til septemberloka en stór hluti velt- unnar á íslenskum hlutabréfa- markaði á fjórðungnum skýrist af miklum breytingum á eignarhaldi einstakra félaga í septembermán- uði og afskráningum annarra. Alls var verslað með hlutabréf í Íslandsbanka fyrir 21,5 milljarða króna í rúmlega 1.900 viðskiptum. Næstmestu viðskiptin voru með hlutabréf í Fjárfestingarfélaginu Straumi, Sjóvá-Almennum trygg- ingum og Eimskipafélagi Íslands. Í öllum tilvikum var veltan um og yfir 16 milljarðar króna, en tals- verðar breytingar áttu sér stað hjá hverju og einu þessara félaga á ársfjórðungnum. Af félögum í Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands, sem sýnd eru í meðfylgjandi töflu, voru minnst viðskipti með hlutabréf í Sam- herja á tímabilinu eða fyrir 860 milljónir króna í 211 viðskiptum. Næstminnstu viðskiptin voru með hlutabréf í Og fjarskiptum og Granda. Þess má geta að Úrvalsvísitalan hækkaði um 21% á ársfjórðungn- um og hækkuðu öll félög vísitöl- unnar á tímabilinu. Pharmaco, Sjóvá-Almennar tryggingar og bankarnir þrír báru um 80% hækkunar vísitölunnar. Í Markaðsyfirliti greiningar- deildar Íslandsbanka sem gefið var út í síðustu viku kemur fram að velta með hlutabréf hafi á fyrstu níu mánuðum ársins verið 55% meiri en á sama tíma í fyrra. „Þó veltan hafi aukist mikið er hæpið að draga þá ályktun að markaðurinn sé orðinn virkari eða að hlutabréf hafi almennt orðið seljanlegri. Hafa verður í huga að stór hluti veltunnar skýrist af af- skráningum félaga og þeim miklu breytingum á eignarhaldi sem urðu í september,“ segir í Mark- aðsyfirlitinu. Þá er bent á að velta í almennum viðskiptum innan Kauphallar Íslands hafi aukist um 12% milli ára sé litið til fyrstu níu mánaða ársins. Veltan innan Kauphallarinnar sé þó einungis um 15,5% af heildarveltunni á fyrstu níu mánuðum ársins. Veltuhraði hlutabréfa, sem mælir hluti í fyrirtæki sem skipta um hendur í hlutfalli við heildar- upphæð hlutafjár, var mikill hjá mörgum fyrirtækjanna á seinni hluta fjórðungsins enda mikið um stór viðskipti. Til dæmis nam velta hlutabréfa í Straumi og Sjóvá-Almennum á þessum eina fjórðungi nærri því markaðsvirði félaganna. Veltuhraði og verðbil Annað sem skiptir máli þegar rætt er um seljanleika hlutabréfa er það sem kallað er verðbil. Verð- bilið er bil á kaup- og sölutilboðum og því minna sem það er, þeim mun betra fyrir fjárfesta því þá er kostnaður minni við viðskipti með bréfin. Lítið verðbil og mikill veltuhraði fara yfirleitt saman, en þó er það ekki algilt. Minnsta verðbilið er hjá bönkunum þrem- ur, um eða innan við 1% og Pharmaco, Össur, Bakkavör og Eimskipafélagið eru á svipuðu róli. Hjá öðrum félögum má nefna að verðbilið hefur verið um og yfir 2% hjá SH, Samherja, Granda, Og fjarskiptum, Opnum kerfum og Marel. Verðbil Tryggingamið- stöðvarinnar og Flugleiða hefur verið um 3%. Verðbilið var mun meira hjá mörgum öðrum fé- lögum. 2,5 milljarða króna velta Í gær námu viðskipti í Kauphöll Íslands 4.954 milljónum króna. Þar af var mest velta með hluta- bréf fyrir um 2.542 milljónir króna, en næstmest viðskipti voru með ríkisvíxla fyrir 983 milljónir króna. Mesta velta með bréf einstakra félaga var með bréf Kaupþings Búnaðarbanka, 683 milljónir króna, og hækkaði gengi bréfa fé- lagsins um 1,3%. Innan dagsins fór verð bréfa félagsins í fyrsta skipti yfir 200 krónur á hlut, en endaði hins vegar í 198,5 krónur á hlut í lok dagsins. Þá voru 655 milljóna króna við- skipti með bréf Pharmaco og hækkaði gengi bréfa félagsins um 2,1% í þeim viðskiptum. Úrvalsvísitalan hækkaði í gær um 0,81% og endaði í 1.870,01 stigi. Mikil velta á þriðja fjórðungi ársins Velta með hlutabréf í fjórum fyrirtækjum í Úrvalsvísitölunni nam um og yfir 16 milljörðum króna                 !! "#$  %   &   '    (  ' #  &   ) * "  +  &   ,   -  .$ (  (/0    (      1  23 2453 2362 6!!6 24!6 2434 72 786 548 2! 2 76! 23!4  24  88     9   :   83; ; ; ; 27; ; !; !; 42; 84; 68; 2!; 4; 47; <   )     47  586 888 22 25 228 2653 88 26!8 22 4 4 5 347 '   VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS ÞÝSKALAND er aftur orðið stærsti út- flytjandi í heimi, eftir ellefu ára forystu Bandaríkjanna. Þetta er niðurstaða rann- sóknar Financial Times Deutschland, FTD, og byggist á tölum frá Efnahags- og fram- farastofnuninni, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og hagstofum viðkomandi ríkja. Samkvæmt FTD náði Þýskaland foryst- unni í apríl í ár, og í ágúst síðastliðnum var útflutningur þess 62 milljarðar Bandaríkja- dala, um 4.700 milljarðar króna, eða rúm- lega 7% meiri en útflutningur Bandaríkj- anna. Japan er í þriðja sæti, en stendur hinum ríkjunum tveimur langt að baki. Vestur-Þýskaland hafði forystu í útflutn- ingi á níunda áratugnum, en að sögn FTD missti Þýskaland forystuna eftir samein- ingu þýsku ríkjanna tveggja. Sérfræðingar telji að ástæða þess að Þýskaland sé aftur komið í forystu sé hagstæð kostnaðarþróun frá því um miðjan síðasta áratug. Haldið hafi verið aftur af launahækkunum og gengi evrunnar sé nú veikara en gengi þýska marksins hafi verið. Samkeppnisstaðan sé þess vegna ekki vandamál lengur. Mesti vöxtur útflutnings Þýskalands er til ríkja Mið- og Austur-Evrópu, en þau ríki kaupa nú meira af þýskum vörum en Bandaríkin. Ú T F L U T N I N G U R Þýskaland aft- ur stærsti út- flytjandi heims S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Reikningsskilastaðlar Breytingar í byrjun næsta árs 4 Nóbelsverðlaunin Tímaraðagreining varð ofan á 8 SÉRSTAÐA Í HÚSNÆÐISMÁLUM AUKIN SALA geisladiska í heiminum er talin munu dragast saman um 7–8% á þessu ári miðað við síðasta ár. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir formanni verslunarráðs tónlistariðnaðarins, Jay Berman. Hann telur að á seinni helmingi þessa árs muni salan eitthvað rétta úr kútnum, en hún dróst saman um 11,7% á fyrstu sex mánuðum ársins. „Á seinni árshelmingi seljast að jafnaði 60% af því magni sem selst árlega. Fram undan er sterk útgáfa, þannig að ég býst við að geisladiskasala verði í heildina litið 7–8% minni í ár en í fyrra,“ sagði Berman í samtali við Reuters. Geisladiska- sala 7–8% minni ◆

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.