Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 B 5 NVIÐSKIPTI  ÍSLENDINGURINN Kristján Harðarson er með viðskiptasérleyfi fyrir Subway í Lúxemborg og opn- aði fyrsta Subway-samlokustaðinn þar í landi í júlí sl. Staðurinn er í byggingunni þar sem stærsta kvikmyndahús landsins er til húsa. Kristján segir að rekst- urinn hafi farið rólega af stað í byrj- un enda hásumar og ekki margir sem stunda kvikmyndahúsin á þeim tíma. Jafnframt voru sumarleyfi í hámarki á þeim tíma. Hann segir að það hafi í raun verið mjög gott þar sem að ýmsu sé að huga þegar farið er út í rekstur af þessu tagi. Nú sé hins vegar mjög mikið að gera og september hafi farið fram úr björt- ustu vonum. Að sögn Kristjáns er staðurinn í Lúxemborg frekar stór miðað við Subwaystaði almennt en staðsetn- ingin mjög góð. „Við erum í miðju helsta fjármálahverfis Lúxem- borgar og mjög margir breskir og bandarískir bankamenn sem starfa hér í næsta nágrenni. Þeir þekkja Subway-vörumerkið og urðu strax góðir viðskiptavinir okkar. Rétt neðar í götunni eru síðan flestar stofnanir Evrópusambandsins til húsa. Eins er mjög gott að vera í sömu byggingu og stærsta kvik- myndahús Lúxemborgar og miðast afgreiðslutíminn hjá okkur við það. Staðurinn er opinn frá 11 að morgni til klukkan 11 að kvöldi en flestum kvikmyndasýningum lýkur fyrir lokunartíma hjá okkur,“ segir Krist- ján. Sérstaða kvikmyndahússins er sú að myndir eru ekki talsettar og því komi mjög margir Bretar og Banda- ríkjamenn sem búa í Þýskalandi þangað þar sem þýsk kvikmyndahús talsetja allar myndir yfir á þýsku. Hann segir að hugmyndin um veitingahúsarekstur hafi kviknað hjá honum fyrir þremur árum en í fyrra hafi hann látið slag standa og sótt um viðskiptasérleyfi fyrir Subway í Lúxemborg. Aðspurður segist hann ekki hafa sótt um leyfi fyrir rekstur í fleiri löndum enda sé gott að einbeita sér að einum mark- aði að minnsta kosti til að byrja með. Þegar leyfið var í höfn fór hann á námskeið hjá Subway í Bandaríkj- unum enda gerðar stífar kröfur til þeirra sem reka Subway-staði víða um heim. Kristján og eiginkona hans Lilja Vattnes Bryngeirsdóttir fluttu til Lúxemborgar fyrir fimm árum og var það ævintýramennska sem rak þau af stað en systir Lilju, Lovísa Bryngeirsdóttir, hefur búið um all- langt skeið í borginni. Lovísa er rekstrarstjóri á staðnum en hún hef- ur reynslu af fyrirtækjarekstri í Lúxemborg. Reglugerðarumhverfið gamaldags Kristján starfaði áður í bókhaldi hjá stóru kvikmyndafyrirtæki, Carousel Picture Company, og segir að sú reynsla hafi nýst ágætlega, meðal annars að þekkja vel til reglugerð- arumhverfis landsins en að sögn Kristjáns er það mjög gamaldags og allar breytingar gangi hægt fyrir sig. Samlok- ur í Lúx- emborg AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is DHL uppfyllir allar flutningsflarfir flínar, sama hversu flóknar flær eru. Af flví a› vi› hjá DHL erum sérfræ›ingar flegar kemur a› fraktflutningi fyrir flig. DHL er fremsta fyrirtæki í Evrópu í sjó-, flug- og landflutningi.Vi› flytjum hva› sem flú óskar – um vegi, teina e›a fjölflættar flutningslei›ir. Allt frá brettum og minni farmi til heilu bílfarmanna. Og me› flví a› styrkja verkferlana, munum vi› samflætta flutningsferla okkur og starfsemi fyrirtækis flíns.Veldu flví DHL ef flú vilt sérhæf›ari lausnir fyrir fraktflutning flinn. Kíktu á www.dhl.is e›a hringdu í síma 535 1100. Sérhæf›ari lausnir fyrir fraktvi›skipti flín. og hvað segir þú?Starfsmaður hefur sama númer í GSM-síma og í innanhússkerfi þegar fyrirtækið fær GSM-áskrift hjá Og Vodafone. Fyrirtækjaþjónusta Og Vodafone • Sími 800 1100 • www.ogvodafone.is Hlöðver er 147 inni, Hlöðver er 147 úti. einfalt að skipta Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 22 74 1 0/ 20 03

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.