Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI T VEIR hagfræðingar fengu á dögunum Nób- elsverðlaun fyrir nokkuð sem óhætt er að fullyrða að hljómi fullkomlega óskiljanlega í eyrum flestra, en flokk- ast undir nokkuð sem kallast hag- rannsóknir eða ef til vill frekar tíma- raðagreining. En þrátt fyrir að þetta hljómi flókið hafa rannsóknir þeirra og uppgötvanir haft töluverða þýð- ingu og eru við nánari athugun ekki eins óskiljanlegar og ætla mætti í fyrstu. Nóbelsverðlaunin í hagfræði hafa verið veitt frá árinu 1968 og njóta stuðnings Seðlabanka Svíþjóðar. Þau eru einu Nóbelsverðlaunin sem ekki eru veitt samkvæmt sérstakri ósk í erfðaskrá Alfreds Nóbels, sem árið 1866 fann upp dínamítið með því að bæta kísilgúr út í nítróglyserin. Al- fred Nóbel var ekki eini áhugamað- urinn um sprengiefni í fjölskyldu sinni og rannsóknir á slíkum efnum leiddu til þess að hann missti bróður sinn í sprengingu. En þó að þessi áhugi kostaði Alfred Nóbel þannig mikið skilaði hann honum miklu í aðra hönd. Þegar hann lést árið 1896 var hann auðugur maður og vildi láta gott af sér leiða í þágu vísindanna með því að verðlauna afburðamenn. Tímaraðagreining Nóbelsverðlaunahafinn Robert F. Engle er Bandaríkjamaður, fæddur árið 1942, og hlaut doktorsgráðu frá Cornell-háskóla árið 1969. Hann er nú prófessor við New York-háskóla og fékk verðlaunin „fyrir aðferðir til að greina hagfræðilegar tímaraðir með breytilegu flökti yfir tíma (ARCH)“, eins og það er orðað. Nóbelsverðlaunahafinn Clive W. J. Granger, fæddist í Wales árið 1934 og hlaut doktorsgráðu frá Nottingham- háskóla 1959. Hann er emeritus pró- fessor í hagfræði við Kaliforníuhá- skóla og hlaut verðlaunin „fyrir að- ferðir við að greina hagfræðilegar tímaraðir með sameiginlega breyti- legum eiginleika (samheildun)“. Hagfræðingar fást mikið við tíma- raðir og þeir sem stunda það sem kall- ast hagrannsóknir leitast margir við að greina tímaraðir og rannsaka með- al annars hvort í tveimur eða fleiri tímaröðum er sameiginlegur eigin- leiki. Tímaraðir geta til að mynda ver- ið tölur yfir þróun landsframleiðslu, vaxtaþróun yfir tíma eða svo að segja hvaða önnur hagfræðileg stærð sem er. Hagfræðilegar tímaraðir sveiflast, en þær eru iðulega þannig að þær fara ýmist vaxandi eða minnkandi yfir ákveðin tímabil og kallast þess vegna ósístæðar. Hlutabréfaverð fer til að mynda ýmist hækkandi eða lækkandi og verðið sveiflast því um breytilegt meðaltal. En það sem meira er, sveifl- urnar, eða flöktið, breytast líka oft yf- ir tíma í hagfræðilegum tímaröðum. Stundum koma tímabil þar sem sveiflurnar eru litlar og stundum tímabil þar sem þær eru miklar og þetta þvælist fyrir þeim sem ætla að spá fyrir um næstu gildi raðarinnar með aðferðum sem gera ekki ráð fyrir þessum eiginleika. Þetta voru þekkt vandamál áður en Engle og Granger gerðu uppgötvanir sínar, en það var ekki til lausn á þeim og líkönin gerðu ráð fyrir sístæðum röðum með föstu flökti. Með fyrri að- ferðum gat niðurstaðan þess vegna orðið sú að alls óskyldar raðir gátu virst tengdar, en slíkt getur leitt til þess að dregnar eru rangar ályktanir um samhengi stærða í efnahagslífinu. Fram á þetta sýndu Clive Granger og félagi hans Paul Newbold árið 1974. Þá getur niðurstaða greiningar tíma- raða með röngum aðferðum einnig leitt til þess að tvær raðir, sem í raun tengjast, virðast ótengdar. Gengi og verðlag Það var á níunda áratug síðustu aldar sem Granger kom fram með aðferð til að greina tímaraðir með sameiginleg- an breytilegan eiginleika, og notaði um þetta hugtakið samheildun eða samþætting (e. cointegration). Notk- un þessarar uppgötvunar varð hagnýt í framhaldi af kenningarprófi sem Granger og Engle kynntu í grein sem þeir rituðu saman árið 1987, en það gengur út á að prófa þá kenningu að ósístæðar breytur hafi ekki sameig- inlegan breytilegan eiginleika. Granger hefur haldið áfram að þróa aðferðir til að meta samhengi tímaraða og nú eru tæki til að meta þetta algeng í tölvum þeirra hagfræð- inga sem stunda hagrannsóknir. Þau eru meðal annars notuð til að meta samhengi á milli gengisþróunar og verðlags, en til lengri tíma litið hlýtur að vera samhengi þar á milli. Þegar gengi krónunnar hækkar eiga inn- fluttar vörur að lækka í verði. Til skamms tíma er af ýmsum ástæðum ekki víst að sú sé raunin, en með að- ferðum sem nú hafa verið verðlaun- aðar á að vera hægt að sjá við þessum skammtímaáhrifum og greina lang- tímasambandið. Hið sama á við um margs konar annað samhengi, svo sem samhengi hlutabréfa- verðs og arðgreiðslna eða neyslu og tekna. Áhætta banka Mat á áhættu skiptir miklu máli á fjármála- markaði, svo sem í rekstri banka. Bankar og þeir sem hafa eftirlit með bönkum vilja hafa sem bestar upplýsing- ar um hver áhættan er í rekstri bankanna. Menn vilja til að mynda vita hversu miklar líkur eru á að banki tapi tíu milljörðum króna á ein- um degi og vegna rann- sókna Engle komast menn nær því að spá fyrir um þetta en áður. Engle hefur eins og áður segir fengist við sveiflur, eða flökt, sem eru breytilegar yfir tíma og tímabil, til dæmis miklar nokkrar vik- ur í röð og svo litlar næstu vikur á eft- ir, eins og þekkist á fjármálamörkuð- um. Fyrri líkön gerðu ráð fyrir því að flöktið væri fast yfir tíma og með þeim tókst illa að lýsa veruleikanum, sem þýddi að spárnar urðu verri. Engle gerði ráð fyrir – og hér kemur notalegt hugtak – sjálfsaðhverfri skil- yrtri misdreifni (e. autoregressive conditional heteroskedasticity, ARCH), eða gerði með öðrum orðum ráð fyrir því að flöktið, eða óvissan, á hverjum tíma væri háð flöktinu á und- an. Þetta setti hann fram í grein árið 1982 og aðferðin hefur verið þróuð áfram síðan. Mest notaða útfærslan á þessu líkani er almenna útgáfan, sem heitir eins og gefur að skilja GARCH (e. generalized ARCH). Ekið eftir kindaslóða Þetta hljómar nú svo sem allt ágæt- lega og með vali sínu á þessum tveim- ur hagrannsakendum má segja að konunglega sænska vísindaakadem- ían hafi viðurkennt þær miklu fram- farir sem orðið hafa í hagrannsóknum á síðasta aldarfjórðungi eða svo, og þá sérstaklega í rannsóknum á tímaröð- um. Því fer þó fjarri að nýjar aðferðir hafi orðið til þess að líkön hagfræð- inga eða forrit hagrannsakenda séu farin að lýsa veruleikanum með full- komnum hætti eða spá rétt fyrir um framtíðina. Þau hafa enn, og munu víst alltaf hafa, afar ófullkomið for- sagnargildi. Þess vegna er full ástæða til að hafa í huga orð sem The Economist vitnar til í umfjöllun sinni um þessa nýjustu Nóbelsverðlauna- hafa. Orðin eru höfð eftir bandarísk- um hagfræðingi sem lýsti notkun nýj- ustu aðferða í hagrannsóknum við að rannsaka raunveruleikann eitthvað á þá leið, að hún væri eins og að „aka Mercedes eftir kindaslóða“. Nóbelsverðlaun í tímaraðagreiningu Tveir hagfræðingar hafa hlotið Nóbelsverðlaun fyrir að auðvelda rann- sóknir á hagstærðum sem breytast yfir tíma. Haraldur Johannessen út- skýrir um hvað málið snýst og hvaða gagn hefur verið að rannsóknunum. haraldurj@mbl.is Clive W. J. Granger hefur auðveldað mönnum að finna langtímasamhengi hagstærða, til að mynda gengis og verðlags, þrátt fyrir að skammtímaþróun geti bent til að samhengi sé ekki fyrir hendi. Robert Engle hefur með rannsóknum sín- um auðveldað mat á áhættu vegna verðsveiflna á fjár- málamörkuðum, meðal ann- ars þeirri áhættu sem bank- ar standa frammi fyrir vegna verðbréfasafna sinna. NETRANNSÓKNIR eru meðal þess sem markaðsrannsóknarsvið Viðskiptaráðgjafar IBM á Íslandi ætlar að marka sér sérstöðu í á næstu misserum. Heiður Agnes Björnsdóttir, nýráðinn rannsóknar- stjóri IBM í Skógarhlíð, segir í sam- tali við Morgunblaðið að þegar hún hóf störf sl. sumar hafi hún byrjað á því að kanna þörfina á markaðnum fyrir kannanir. Hún segir að þar hafi hún séð mikla möguleika í að bjóða fyrirtækjum sérsniðnar mark- aðsrannsóknir og einnig hafi komið skýrt í ljós að þörf var fyrir nýjar aðferðir eins og netkannanir. Ódýrt og sveigjanlegt Heiður segir að það að gera könnun í gegnum Netið, í stað hefðbundinna leiða eins og í gegnum síma, viðtöl eða póst, geti verið allt að helmingi ódýrara. Hún segir að netkönnun sé einnig mun sveigjanlegra form og hægt sé að framkvæma netkönnun með stuttum fyrirvara og kanna fá atriði í einu án þess að því fylgi allt of mikill kostnaður. Ennfremur fylgi sá kostur netkönnunum að mynd- ræn hjálpargögn geta fylgt og svar- andinn getur svarað þegar honum hentar. Með netkönnun er átt við kann- anir sem framkvæmdar eru á Net- inu. Þær eru ýmist sendar til skil- greindra þátttakenda í tölvupósti eða eru birtar á vefsíðum. Heiður segir að gerð netkönnunar sé þó ekki mjög frábrugðin öðrum könnunum í heildina litið. Það sé einungis öflun þeirra gagna, sem unnið er úr, sem sé frábrugðin. Hönnun rannsóknar, undirbúningur og úrvinnsla sé jafnmikilvæg og í hefðbundnum könnunum. „Í sjálfu sér eru netrannsóknir sem slíkar ekki nýjar af nálinni en þeim hefur kannski ekki verið mikið haldið á lofti sem möguleika hingað til. Það hefur líka margt verið sagt um þess- ar kannanir sem þarfnast leiðrétt- ingar. Það varð til dæmis mikil um- ræða um það þegar Sveppi á Popptíví sagðist hafa kosið sjálfan sig margoftí netkosningu um sjón- varpsmann ársins í fyrra, og sigraði. Í opnum könnunum á Netinu velur úrtakið sig sjálft og því er varasamt að álykta um niðurstöður slíkra kannana í víðara samhengi. Slíkar kannanir, eða kosningar, eru allt annað heldur en faglegar netrann- sóknir. Við hjá IBM notum netkannanir til að afla upplýsinga frá sérvöldum hópum, t.d. viðskiptavinum eða starfsmönnum tiltekinna fyrirtækja. Kannanirnar eru sérsniðnar hverju sinni. Það að leita álits hjá viðskipta- vini um þá þjónustu sem þú ert að veita og viðhorf hans til fyrirtæk- isins gefur fyrirtækinu verðmætar upplýsingar, t.d. um þjónustuna og ímyndina.“ Heiður segir að sem dæmi ætli matarklúbburinn Matarlist, sem heldur úti vefsíðunni www.matarlist .is, að gera könnun á vefsíðu sinni meðal viðskiptavina sinna, í sam- starfi við IBM. Nýbúið er að gera breytingar á útliti og innihaldi síð- unnar og kanna á hvernig þær breytingar leggjast í notendur. „Það er mikils virði að fá viðbrögð viðskiptavinanna strax beint í æð, annars renna fyrirtæki blint í sjóinn með það hvernig þeir fjármunir sem varið er til þess að ná markmiðum fyrirtækisins nýtast í reynd.“ Hvar er styrkurinn? Heiður segir að það sé ekki alltaf auðvelt fyrir fyrirtæki sem vill bæta þjónustu eða ímynd meðal við- skiptavinanna að vita hvaða þættir skipta þar mestu máli. „Ef fyrirtæk- ið aflar sér ekki upplýsinga og legg- ur síðan fé í verkefni sem skiptir við- skiptavinina ekki miklu máli er það ekki að nýta fjármunina á skilvirkan hátt. Einföld rannsókn gæti þar gef- ið mikilvægar upplýsingar. Stund- um kemur í ljós að fyrirtæki standa sig best í þáttum sem skipta við- skiptavinina litlu máli. Slík könnun gerir fyrirtækinu kleift að bregðast hárrétt við veikleikum sínum.“ Aðspurð segir Heiður að fyrir- tæki gætu almennt nýtt sér rann- sóknir meira til að ná betri árangri í því sem þau eru að fást við. „Nið- urstöður markaðs- og þjónustu- rannsókna eru efniviður í ákvarð- anatökur. Fyrirtækjum sem hugsa til framtíðar er nauðsynlegt að vita hvar þau standa í dag. Það auðveld- ar þeim að ákveða hvert þau vilja stefna og hvaða leiðir eru ákjósan- legar til að ná markmiðunum,“ sagði Heiður að lokum. IBM með áherslu á net- rannsóknir HAGNAÐUR Norræna fjár- festingarbankans, NIB, jókst um 3,6% á fyrstu átta mánuðum árs- ins, úr 8,65 milljörðum íslenskra króna í 8,92 milljarða króna. Á tímabilinu fengu eigendur bank- ans, Norðurlöndin fimm, greiddan 40,3 milljóna evra arð af hagnaði ársins. Alls lánaði bankinn út 910 millj- ónir evra á fyrstu átta mánuðum ársins og í lok ágúst námu heildar- útlán NIB 10.323 milljónum evra. Flest lán NIB eru til fram- leiðslu- og matvælaiðnaðar, m.a. til umhverfisverkefna og kaupa á fyrirtækjum á Norðurlöndum. Fjórðungur lána var til orkugeir- ans þar sem NIB fjármagnaði meðal annars fyrirtækjakaup í Svíþjóð, fjárfestingu í lífrænu orkuveri í Finnlandi, vindorkuveri í Danmörku, vatnsaflsvirkun í Noregi og í dreifineti raforku í Danmörku og Íslandi. Alþjóðleg lán NIB voru einkum til orkugeirans, til samgangna og fjarskipta. Aukinn hagnaður NIB Lestu meira um þetta einstaka tilboð á www.microsoft.is/frabaerttilbod og hvað þú græðir á því... G R E Y C O M M U N IC AT IO N S IN TE R N AT IO N A L G C I IC E LA N D Microsoft og HP gera þér frábært tilboð! Fáðu leyfin á hreint og þú færð fartölvu í staðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.