Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 B 9 NVIÐSKIPTI  BRÁÐABIRGÐATÖLUR um innheimtu virðisaukaskatts benda til þess að almennur vöruinnflutn- ingur í september hafi verið með mesta móti og stefni í að verða annar mesti innflutningsmánuð- urinn það sem af er árinu, eða næst á eftir júlímánuði, að því er fram kemur í Vefriti fjármála- ráðuneytisins. Bráðabirgðatölur benda til þess að innflutningurinn hafi verið um 18,5 milljarðar króna, án skipa og flugvéla. Þetta er svipaður inn- flutningur og í september 2000, reiknað á föstu verðlagi, en það ár var mesta innflutningsár síðustu ára. Innflutningur fyrstu átta mán- uði ársins jókst að magni til um 7% frá fyrra ári samkvæmt upp- lýsingum frá Hagstofu Íslands. Þessi aukning stafar annars vegar af auknum innflutningi fjárfest- ingavara til atvinnurekstrar, eink- um vegna stóriðjuframkvæmd- anna á Austurlandi og hins vegar vegna aukins innflutnings á neysluvörum, einkum ökutækjum og varanlegum neysluvörum, meðal annars heimilistækjum. „Fljótt á litið gætu þessar tölur bent til þess að nýbirt spá fjár- málaráðuneytisins um að vöru- skiptajöfnuður verði í jafnvægi í árslok sé of bjartsýn. Hér þarf hins vegar að hafa í huga að inn- flutningur vegna stóriðjufram- kvæmdanna er að mestu yfirstað- inn á þessu ári. Ennfremur hefur gengi íslensku krónunnar veikst frá því sem var á fyrri helmingi ársins sem ætti að draga úr inn- flutningi og örva útflutning. Hvort tveggja ætti að stuðla að auknu jafnvægi í vöruviðskiptum á síðari hluta ársins 2003“, að því er segir í vefritinu. Sviptingar ólíklegar Í Hálffimm fréttum greiningar- deildar Kaupþings Búnaðarbanka kemur fram að á fyrstu átta mán- uðum ársins hafi halli á vöruskipt- um landsmanna numið 6,7 millj- örðum króna og ef spá greiningar- deildarinnar gangi eftir verði halli á vöruskiptum landsmanna um 10 milljarðar króna á fyrstu níu mán- uðum ársins eða sem nemur 1,25% af vergri landsframleiðslu. Að mati greiningardeildarinnar sé ekki ólíklegt að halli á vöru- skiptum landamanna muni nema allt að 2% af landsframleiðslu í ár. Það þýði að halli á vöruskiptum landsmanna gæti orðið 2 milljarð- ar króna að meðaltali á mánuði út árið. Að jafnaði sé frekar mikill innflutningur í október og nóv- ember vegna jólavertíðarinnar. Gengi krónunnar sé veikara en það hafi verið að meðaltali í ár og því sé ólíklegt að miklar svipt- ingar verði í vöruskiptum á næst- unni. Innflutningur 18,5 milljarðar í september Innflutningur hefur aukist um 7% frá fyrra ári Allt að 30% afsláttur til Flugkortshafa Með Flugkortinu má greiða flugfarseðla með Flugfélagi Íslands, bílaleigubíl, hótelgistingu og ýmsa aðra þjónustu hjá völdum fyrirtækjum í samstarfi við Flugkortið. Notkun kortsins hefur einnig í för með sér ýmsa sérþjónustu og fríðindi ásamt því hagræði sem fylgir sundurliðuðu reikningsyfirliti sem Flugkortshafa er sent mánaðarlega. Flugferðir Hótel Bílaleiga Fundaraðstaða Fyri r tækjaþjónusta Flugkortið er greiðslu- og viðskiptakort ætlað fyrirtækjum í viðskiptum við Flugfélag Íslands ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S -F LU 2 24 93 10 /2 00 3 Upplýsingar hjá Fyrirtækjaþjónustu Flugfélags Íslands sími 570 3606. Netfang: flugkort@flugfelag.is www.flugfelag.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.