Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI  BÓKHALDSSTOFAN ehf. hefur verið starf- rækt síðan 1996 en Lögmenn Hafnarfirði ehf. stofnuðu hana. Magnús Waage hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Bók- haldsstofunnar. Hann starfaði í 24 ár hjá Sparisjóði vélstjóra og síðustu árin sem framkvæmdastjóri þjón- ustusviðs. Hann lauk viðskipta- og rekstr- arnámi frá Endurmenntun Háskóla Ís- lands árið 1994. Magnús er kvæntur Fríðu Ágústsdóttur, þjónustufulltrúa hjá Íslandsbanka og eiga þau 2 börn. Breytingar hjá Bókhaldsstofunni  Sigþrúður Ármann hefur hafið störf hjá Verslunarráði Íslands. Sigþrúður er að ljúka námi við lagadeild Há- skóla Íslands. Lokarit- gerð hennar fjallar um peningaþvætti. Hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands. Sigþrúður var for- maður Orators, félags laganema. Hún mun starfa sem annar tveggja lögfræð- inga Verslunarráðs. Unnusti hennar heitir Jóhannes Egilsson. Nýr lögfræðingur hjá Verslunarráði ● HANDTÖLVUR ehf. hafa fengið „Solution Partner“-vottun frá Symb- ol Ltd. Handtölvur ehf. hafa frá árinu 1999 sérhæft sig í fram- leiðslu og innleiðingu á hand- tölvulausnum fyrir fyrirtæki. Handtölvur ehf. hafa verið „Symbol Business Partner“ um nokkurt skeið en þessi vottun kem- ur í kjölfarið á aukinni samvinnu fyr- irtækjanna í erlendu sölu- og mark- aðsstarfi en kerfi frá Handtölvum hafa verið sett upp hjá yfir 400 að- ilum í Evrópu. Handtölvur fá Symbol-vottun ● HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIN Origo ehf., dótturfyrirtæki TölvuMynda hf. og Íslenska vefstofan hf. hafa verið sameinuð undir nafni Origo ehf. Fyr- irtækið starfar á sviði sérsmíði og samþættingar tölvukerfa og hugbún- aðargerðar fyrir Internetið, meðal annars rafrænna viðskipta. Origo og Íslenska vefstofan sameinast SAMKEPPNIN um fjárfestingar erlendra aðila er gríðarlega mikil í heiminum, að sögn Kai Hammerich, forstjóra sænsku stofnunarinnar In- vest in Sweden Agency, ISA. Hann segir að vegna þessa sé mjög mik- ilvægt að taka það verkefni, að laða að erlenda fjárfesta, mjög föstum tökum og á faglegan hátt. Einnig sé eðlilega happadrýgst að leggja áherslu á þá sérstöðu sem hvert land hefur upp á að bjóða. Sænsk stjórnvöld stofnuðu ISA á árinu 1995 og hefur Kai Hammerich veitt stofnuninni forstöðu frá upp- hafi. Um 90 manns starfa á vegum stofnunarinnar í Svíþjóð og erlendis. Hann var staddur hér á landi í síð- ustu viku og átti m.a. fund með Sænsk-íslenska verslunarráðinu. Blaðamaður hitti hann að máli í lok fundarins. Svíþjóð í 11. sæti Kai sagði að ISA væri rekin í nánu samstarfi við atvinnulífið í Svíþjóð, sem greiði helming rekstrarkostnað- ar stofnunarinnar á móti ríkinu. Þetta samstarf ríkis og atvinnulífs gangi mjög vel, enda séu markmið beggja mjög skýr. Hlutverk stofnun- arinnar sé að kynna þá fjárfesting- arkosti sem séu í landinu og aðstoða við að koma á samböndum milli at- vinnulífsins og erlendra fjárfesta. Hann sagði að árangurinn af starfi ISA til þessa væri mjög góður. Á þeim tíma sem liðinn væri frá því stofnunin tók til starfa hefði hún komið að um 750 fjárfestingum er- lendra aðila í Svíþjóð, með einum eða öðrum hætti. „Svíþjóð er í ellefta sæti yfir þau lönd í heiminum þar sem mest er um fjárfestingar erlendra að- ila,“ sagði Kai. „Þetta er mjög góður árangur þegar tekið er tillit til þess að fjöldi landsmanna er einungis um 9 milljónir. Svíþjóð hefur því gengið mjög vel að laða til sín erlenda fjár- festa.“ Einblínt á tiltekna markaði Að sögn Kai hefur ISA lagt höfuð- áherslu á að kynna fyrir erlendum fjárfestum þá geira atvinnulífsins þar sem samkeppnisstaðan er hvað best á hinum alþjóðlega markaði. Hann sagði að þetta ætti sérstaklega við um upplýsingatækni, fjarskipti, líf- efna- og lyfjaiðnað, bifreiðafram- leiðslu, tréiðnað, stálvinnslu og mat- vælaiðnaðinn. „Við einbeitum okkur að þessum atvinnugreinum. Og við einbeitum okkur einnig að tilteknum markaðs- svæðum en mestar fjárfestingar er- lendra aðila í Svíþjóð koma frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýska- landi, Norðurlöndunum og Hollandi. Við sjáum einnig að fjárfestingar frá löndum Asíu eru að byrja af nokkrum krafti, þar á meðal frá Kína. Ég spái því að Kína verði mjög mikilvægur fjárfestir erlendis á allra næstu ár- um. Þess vegna erum við einmitt með þrjár skrifstofur í Kína til að kynna þá fjárfestingarkosti sem eru í Sví- þjóð,“ sagði Kai Hammerich. Mikil samkeppni um erlendar fjárfestingar Um 90 manns vinna að því verkefni á vegum sænskra stjórnvalda að laða erlenda fjárfesta til landsins Morgunblaðið/Jim Smart Kai Hammerich spáir því að fyrirtæki frá Kína muni fjárfesta í umtalsvert auknum mæli erlendis á komandi árum og segir hann að Svíar séu vel undirbúnir fyrir það. NIÐURSTÖÐUR úr viðamikilli greiningu á kostnaði við vöruflutn- inga og birgðahald verða kynntar á morgunverðarfundi í Húsi atvinnu- lífsins í Borgartúni 35 á morgun, föstudag. Tilgangur verkefnisins er að finna hver þessi kostnaður er hér á landi og benda á leiðir til að lækka hann. Á fundinum verða einnig kynntar aðferðir sem Norð- menn hafa beitt til að lækka vöru- stjórnunarkostnað á undanförnum árum, í framhaldi af sambærilegri greiningarvinnu sem fram fór þar í landi. Á þremur árum tókst Norð- mönnum að lækka þennan kostnað um 4,4% sem hlutfall af veltu. Sér- fræðingar á vegum IMG og Byggðastofnunar framkvæmdu greininguna sem byggist á gögnum frá öllum helstu verslunar- og flutn- ingafyrirtækjum landsins. Greining- in tekur til vörustjórnunarkostnað- ar vegna dagvöru, byggingavöru og lyfja. Að verkefninu stóðu EAN á Íslandi, SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, Samtök verslunarinnar – FÍS, Samtök iðnaðarins, Byggða- stofnun, Háskóli Íslands og fjöldi fyrirtækja. Greining á flutnings- og birgðakostnaði RADISSON SAS-hótelin, þ.m.t. Hótel Saga, hafa tekið upp nýjar áherslur og aukna þjónustu við ráðstefnu- og fund- arhöld. Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Hótel Sögu, segir að um sé að ræða nýj- an þjónustustaðal sem snúi að því að gera hinum mannlega þætti betri skil í tengslum við fundi og mannfagnaði. „Á undanförnum árum hefur of mikil áhersla verið lögð á tæknilegu hliðina í fundar- og ráðstefnusölum en mannlegi þátturinn hefur gleymst. Radisson SAS-keðjan hefur því geng- ið til samstarfs við MPI, þ.e. Meeting Professionals International, sem eru stærstu samtök í heimi á sviði ráð- stefnu- og fundahalda. MPI hannaði þjónustustaðal um það sem mestu máli skiptir í þjónustu við fundargesti, sem við höfum ákveðið að taka upp og telj- umst við þar með til þeirra meginsam- starfsaðila.“ Viðskiptavinum gefin loforð Hrönn segir ákveðin loforð um fram- göngu af hálfu hótelanna vera horn- steina hins nýja staðals. Loforð hót- elanna til viðskiptavina sinna segir hún fjórþætt, þ.e. fullkomin fagmennska starfsfólksins sem er menntað og þjálf- að til að veita hvað besta þjónustu, al- gjör skuldbinding við að uppfylla þarfir viðskiptavinarins auk umhyggju fyrir honum og loks trygging fyrir því að hann verði fullkomlega ánægður með alla þætti. Radisson SAS-hótelin eru 127 tals- ins í 37 löndum en bráðlega bætast 30 ný hótel við keðjuna. Aukin þjónusta við ráð- stefnur hjá Radisson SAS UMFERÐARSTOFA hefur frá byrjun ársins 2003 unnið við skipu- lagningu og innleiðingu á samhæfðu árangursmati. „1. okt. 2002 varð Um- ferðarstofa til við sameiningu Skrán- ingarstofunnar ehf. og Umferðarráðs, en í kjölfarið lá fyrir að stefnumót- unarvinna væri nauðsynleg. Við skoð- un á þeim kostum sem í boði eru kom í ljós að Samhæft árangursmat hentaði Umferðarstofu prýðilega,“ að því er segir í fréttatilkynningu. Sérhæft árangursmat hjá Umferð- arstofu HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Microsoft og farsímafyrirtækið Vodafone hafa gert samkomulag um að þróa staðal fyrir handfrjálsa netþjónustu, sem ætlunin er að samræmi kerfi fyrir handfrjálsan búnað og tölvur sem nota fastlínu- kerfi. Byggt verður á núverandi staðli fyrir vefþjónustu, XML, og nýja kerfið á að auðvelda samskipti á milli borðtölvu og handtölvu, svo sem vegna smáskeyta og gjald- færslu. Í fréttatilkynningu Vodafone segir að fyrirtækin tvö hvetji önnur fyrirtæki til að taka þessum staðli vel og að þau óski samvinnu ann- arra fyrirtækja. Microsoft og Vodafone semja staðal ◆ og hvað segir þú?Við prentum ókeypis ný nafnspjöld fyrir starfsmenn þegar fyrirtækið fær GSM-áskrift hjá Og Vodafone. Fyrirtækjaþjónusta Og Vodafone • Sími 800 1100 • www.ogvodafone.is Árangur í viðskiptum byggist á þrennu: Reynslu, þekkingu og hæfileikanum til að nota ekki þetta tvennt. einfalt að skipta Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 22 74 1 0/ 20 03

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.