Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 12
    !" #"$%& %&'()# *)+") ( ,)-.) ( !..%"  # $ $  # $   #   #   #   #     #  $   # $  #  " %&      !!    '() ! ! )&-' )&-(+-+ ./-(.+-' /(0. (& &1"02$ .,-0 ./-1 .&-0 .*-+ .01/"3(  # .,-/ 4,%#,/(+(" 5.,)-.) ( #")-( BREYTT eignarhald ogbreytt stjórn Eimskipa-félags Íslands hefur eðli-lega vakið mikla athygli, enda talsverð tíðindi þegar nýir menn koma sér fyrir í brúnni á stóru rótgrónu fyrirtæki, auk þess sem ýmsar tilfinningar tengjast fyrirtækinu og þeim atburðum sem leiddu til breytinganna. En þessar miklu breytingar leiða hugann einnig að öðru, það er að segja stöðu annarra fyrirtækja og hvort fleiri sambærilegar svipt- ingar eru hugsanlegar hjá stórum fyrirtækjum á íslenskum hluta- bréfamarkaði. Ein af ástæðum þess að þær breytingar sem urðu hjá Eim- skipafélaginu voru mögulegar er sú staðreynd að eignarhald Eim- skipafélagsins var mjög dreift og að hlutir ráðandi hluthafa höfðu þynnst út við stækkun fyrirtæk- isins, sérstaklega vegna tilkomu sjávarútvegsstoðar þess. Það eru út af fyrir sig ekki mörg – og ef til vill ekkert – fyrirtæki sem hafa þá stöðu hér á landi sem Eimskipafélagið hefur. Bankarnir þrír, Íslandsbanki, Kaupþing Búnaðarbanki og Landsbankinn, hafa þó einnig nokkra sérstöðu, bæði vegna umsvifa sinna og sögu. Þegar eignarhald og þróun eign- arhalds bankanna er skoðað má sjá að það er ekki í öllum tilfellum ólíkt því sem var hjá Eimskipa- félaginu fyrir breytingar. Í Landsbankanum er að vísu stór aðili með algerlega ráðandi stöðu svo engin leið er fyrir aðra fjárfesta að kaupa sig til veru- legra áhrifa í því fyrirtæki nema sá aðili minnki hlut sinn umtals- vert. Hjá Kaupþingi Búnaðar- banka er eignarhaldið einnig nokkuð þröngt, en þó hefur það þynnst út við sameiningu bank- anna og staða stærstu hluthafa í hvorum banka fyrir sig hefur breyst mikið. Þess vegna er ekki hægt að fullyrða með sama hætti og áður um að allt að því ómögu- legt sé að breyta stöðu ráðandi hluthafa. Opnari fjárfestum Hjá Íslandsbanka er hins vegar uppi önnur staða og óljósari. Þetta má til dæmis sjá af því að tuttugu stærstu hluthafar í Landsbankan- um og Kaupþingi Búnaðarbanka eiga um eða vel yfir 70% hlutafjár, en tuttugu stærstu hluthafar Ís- landsbanka eiga aðeins rúmlega 60% hlutafjár. Þar af er Íslands- banki sjálfur nú skráður með 13% hlutafjár, en sá hlutur mun minnka á næstunni og að minnsta kosti fara undir 10%. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvernig eignarhaldi Íslandsbanka verður háttað þegar þær breyt- ingar sem nú standa yfir, meðal annars vegna yfirtökunnar á Sjóvá-Almennum tryggingum, eru að baki. Þó er óhætt að full- yrða að eignarhaldið er opnara gagnvart utanaðkomandi fjárfest- um en hjá hinum bönkunum tveimur og það stafar meðal ann- ars af þeirri aukningu hlutafjár- ins, sem nú stendur yfir vegna kaupanna á Sjóvá-Almennum tryggingum. Misjafnlega ráðandi hluthafar Innherji skrifar Innherji@mbl.is og hvað segir þú?Ókeypis símsvari í þrjá mánuði lætur vita um númerabreyt ingar hjá starfsmönnum þegar fyrirtækið fær GSM-áskrift hjá Og Vodafone. Fyrirtækjaþjónusta Og Vodafone • Sími 800 1100 • www.ogvodafone.is Ef þú ert númerslaus á vegum fyrirtækisins eru mestar líkur á að þú verðir tekinn úr umferð. einfalt að skipta Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 22 74 1 0/ 20 03 HAGNAÐUR Norðuráls á Grund- artanga á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam 11,4 milljónum Bandaríkja- dala, jafnvirði um 870 milljónum ís- lenskra króna. Á sama tímabili á síð- asta ári var hagnaðurinn 8,8 milljónir dala. Frá þessu er greint í tilkynningu frá fyrirtækinu. Framleiðsla Norðuráls á áli á fyrstu níu mánuðum þessa árs var rúm 67 þúsund tonn, sem er sama framleiðslumagn og fyrstu níu mán- uði ársins 2002. Álverð var 1.407 Bandaríkjadalir á tonn á þessu ári en 1.354 dalir á því síðasta. Tekjur Norðuráls á fyrstu níu mánuðum þessa árs voru um 76 milljónir Bandaríkjadala en um 73 milljónir dala á sama tímabili á síð- asta ári. Í tilkynningunni segir að veiking Bandaríkjadals sé óhagstæð gagn- vart greiðslu innlendra gjaldaliða þar sem launakostnaður vegi mest. Auk þess hafi innkaupsverð á raf- skautum hækkað þar sem evran hafi styrkst umtalsvert. Framleiðslu- tengdur kostnaður hafi hækkað um 5 milljónir dala á milli ára. Lækkun vaxta ásamt breytingu á vaxtakjör- um valdi því að fjármagnskostnaður Norðuráls hafi lækkað um 6,7 millj- ónir dala milli ára. „Í september sl. var gengið frá endurfjármögnun á fyrri lánasamn- ingi Norðuráls. Góð staða á fjár- magnsmörkuðum, ásamt því að rekstur fyrirtækisins hefur uppfyllt væntingar til lengri tíma litið, skap- aði gott svigrúm til endurfjármögn- unar. Á grundvelli hennar náðust fram hagstæðari lánskjör jafnframt því sem eigið fé var lækkað úr 37% í 27% af heildareignum félagsins. Út- lit er fyrir áframhaldandi hagnað af rekstri Norðuráls út árið 2003 og er álframleiðsla fyrirtækisins áætluð 91.000 tonn á árinu,“ segir í tilkynn- ingu Norðuráls. Hagnaður Norðuráls um 870 milljónir króna Álframleiðsla fyrirtækisins er áætluð 91.000 tonn á árinu Hagnaður Norðuráls jókst um 2,6 millj- ónir Bandaríkjadala milli ára. ÁKVÖRÐUN Íbúðalánasjóðs um að opna formlega möguleika á því að lánstími 40 ára húsbréfalána sé stytt- ur í 25 ár eykur enn á þá óvissu sem ríkt hefur á skulda- bréfamarkaði í tengslum við fyrirhugaða endurskipu- lagningu íbúðalánakerfisins, að því er segir í Morgun- korni Greiningar Íslandsbanka í gær. Breytingarnar veki ýmsar spurningar en frá þeim var greint í Morgun- blaðinu í gær. Greining ÍSB segir að verði skuldbreytingarheimildin nýtt að einhverju marki kalli það að öllum líkindum á að Íbúðalánasjóður nýti sér heimild til hraðari útdráttar lengri húsbréfaflokkanna eða kaupi lengri flokkana á markaði og gefi út 25 ára húsbréf á móti. Breytingarnar gætu því leitt til þess að nokkuð drægi úr framboði á lengri húsbréfaflokkunum, sem að öðru óbreyttu myndi þrýsta ávöxtunarkröfu lengri bréfanna niður. „Hins veg- ar má ætla að sú óvissa sem skapast í kringum þessar breytingar, einkum vegna aukinnar uppgreiðsluáhættu lengri bréfanna, dragi úr áhuga fjárfesta á húsbréfum til skemmri tíma a.m.k.,“ segir Greining ÍSB. Met í útgáfu húsbréfa Í mánaðarskýslu Íbúðalánasjóðs fyrir septembermánuð kemur fram að þriðji fjórðungur þessa árs hafi verið stærsti ársfjórðungurinn í afgreiðslu húsbréfa frá upp- hafi. Afgreidd hafi verið húsbréf fyrir tæpa 15,2 milljarða króna. Það sé jafnmikil útgáfa og fyrstu sex mánuði árs- ins 2002, sem þó hafi verið metár. Aukna útgáfu húsbréfa má rekja til aukinna viðskipta með notað íbúðarhúsnæði og til hækkunar meðallána. Afgreidd húsbréf á reiknuðu verði voru um 54% hærri í september 2003 en í sama mánuði á síðasta ári. Inn- komnar umsóknir voru um 25% fleiri í mánuðinum en í fyrra. Breytingar auka óvissu Stytting lánstíma húsbréfalána vekur spurningar segir Íslandsbanki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.