Morgunblaðið - 16.10.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.10.2003, Qupperneq 1
16. október 2003 Alls hafa 29 fiskiskip verið seld úr landi á árinu, SH eykur hlut sinn á Ítalíu og verð á fiski til vinnslu lækkar Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu VERÐ á sjófrystum þorski hefur lækkað verulega í Bretlandi á þessu ári. Nemur lækkunin 10 til 20% í enskum pundum og verðlækkun á ýsu er enn meiri. Skýringin er mikið framboð, meðal annars úr Barents- hafi, með tilheyrandi birgðasöfnun og fyrir vikið eru íslenzkar útgerðir farnar að nýta aflaheimildir sínar í þorski í auknum mæli í aðra vinnslu. Magni Geirsson, framkvæmda- stjóri Icelandic UK, dótturfélags SH, segir stöðuna slæma og ekki bæti úr skák að samstöðu skorti meðal íslenzkra seljenda inn á mark- aðinn. Mikið framboð úr Barentshafi „Veiði í Barentshafinu hefur verið mjög góð nú alveg fram á haustið. Síðan hafa Rússar ákveðið að auka þorskkvóta sinn með því að gefa út svokallaðan vísindakvóta eins og undanfarin ár. Færeyingar og Norð- menn eiga einnig eitthvað óveitt svo ljóst er að framboðið úr Barentshaf- inu minnkar ekki í haust. Frystiskip- in sem þar eru að veiðum hafa lítið sem ekkert svigrúm til að beina framleiðslu sinni annað en inn á sjó- frystimarkaðinn í Bretlandi. Þau geta bara valið um að frysta flök inn á hann eða heilfrysta fyrir kínverska vinnslumarkaðinn,“ segir Magni. Hann segir ennfremur að ljóst sé að íslenzkar útgerðir hafi dregið úr sjófrystingu á þorski og reyni að nýta þorskaflaheimildir sínar í aðra framleiðslu eins og ferskan fisk eða saltfisk. Staðan í landfrystingunni sé betri þótt einhver birgðasöfnin sé staðreynd og þrýstingur kominn á verðið þar líka, einkum á blokkinni. Sundurlyndið slæmt „Það er í raun ósköp eðlilegt að þetta gangi svona. Góð veiði í Barentshaf- inu, kvótaaukning við Ísland og lík- lega veruleg aukning veiðiheimilda í Barentshafi á næsta ári. Það sem er svo verst er sundurlyndi útflytjenda frá Íslandi. Það eru óvenjumargir að bjóða sjófrystan fisk að heiman og sumir jafnvel að bjóða til sölu sama fiskinn. Svona vinnubrögð ganga þegar skortur er á fiski, en í offram- boði leiðir það beint til verðlækkun- ar. Mér sýnist að við séum farnir að haga okkur eins og Norðmenn og það kann ekki góðri lukku að stýra,“ segir Magni. Takmarkaðir markaðir Loks segir Magni að mikil aukning á framboði af ýsu leiði bara til verð- lækkana eins og staðan sé. Markaðir fyrir ýsu séu afar takmarkaðir, að- eins svæðisbundir markaðir á aust- urströnd Bandaríkjanna og í Bret- landi. Aukið framboð leiði ekki til aukinnar neyzlu nema verðið lækki. Þrátt fyrir mikla verðlækkun skili það sér ekki til neytenda, að minnsta kosti ekki í veitingageirarnum, þótt verð til framleiðenda hafi lækkað verulega. Verð á sjófrystum fiski lækkað um 10 til 20% Íslenzkar útgerð- ir farnar að draga úr sjófryst- ingu á þorski Morgunblaðið/Kristján Unnið við löndun úr Baldvini Þorsteinssyni EA á Akureyri. NÆR allur vöxtur í framboði á fiskmeti mun koma frá þróunarlöndunum til ársins 2020. Megnið af þessum afurðum mun koma úr ým- iskonar eldi, samkvæmt skýrslu sem nýlega var gefin út í Bandaríkjunum af International Food Policy Research Institute og the World Fish Center. Í skýrslunni er spáð fyrir um framboð og eftirspurn eftir fiski og fiskafurðum á næstu tveimur áratugum og áhrifum þess á veiðar og eldi. Skýrsluhöfundar segja að þetta sé í fyrsta sinn sem staðan sé metin í ljósi örra breytinga á heimsvísu og með hliðsjón af markaðslög- málunum. Samkvæmt tölvuútreikn- ingum munu íbúar í þróunar- löndunum neyta um 77% allra sjávarafurða í heiminum og munu framleiða 79% afurð- anna. Þannig mun hlutur þróunarlandanna vaxa stöðugt og til þess verða stjórnvöld í bæði ríkum löndum og fátækum að taka tillit við mótun sjávarútvegsstefnu á næstu áratugum, að mati höfunda skýrslunnar. Að mati þeirra mun fisk- neyzla í þróunarlöndunum aukast um 57% og fara þann- ig úr 62,7 milljónum tonna í 98,6 milljónir árið 2020. Á hinn bóginn er fiskneyzla í þróuðu löndunum aðeins talin munu aukast um 4% á sama tíma og fara úr 28,1 milljón tonna í 29,2 milljónir. Þessu veldur mikil mannfjölgun, fjölgun í borgum og bæjum í þróunarlöndun- um, en með henni mun framboð og eftirspurn eftir kjöti og fiski aukast verulega. Til að mæta aukinni eftirspurn mun fisk- eldið halda áfram að vaxa og dafna, þar sem flestir fiskistofnar heims eru fullnýttir eða of- nýttir. Því verði það svo að árið 2020 verði 40% fiskneyzlunnar eldisfiskur enda mun eldið nærri tvöfaldast á þessu tímabili og fara úr 28,6 milljónum tonna árið 1997 í 53,6 milljónir 2020. Þróunarlöndin sjá um aukninguna NOKKRAR blikur eru á lofti á rækjumarkaðnum í Bretlandi. Útlit er fyrir að rækju kunni að skorta á næstu mánuðum, en nú eru fram- leiðendur á Íslandi að framleiða upp í fyrirframgerða samninga til afhendingar fyrir jól og áramót. Verð á smærri rækjunni hefur eitt- hvað þokazt upp, en slíkrar þróun- ar gætir að minnsta kosti ekki enn í þeirri stærri. Eitthvað hefur þó borið á skorti á einfrystri rækju þar sem Kan- adamenn hafa fullnýtt lækkun á tollakvótum sínum. Einnig er útlit fyrir minna framboð þar sem rækjuveiðar í Djúpinu verða ekki leyfðar í ár. Þetta hefur gert það að verkum að verð á einfrystri rækju hefur styrkst heldur. Magni Geirsson, framkvæmda- stjóri Icelandic UK, dótturfyr- irtækis SH í Bretlandi, segir að enn sé ekki orðinn skortur á rækju. Kanadamenn hafi hins veg- ar veitt um 75% af kvóta sínum og gera megi ráð fyrir að verulega fari að draga úr veiðum þeirra vegna vetrarveðra. Það sé ekki ljóst hvað gerist detti Kanada- mennirnir tímabundið út, en verð- hækkanir á þessu ári séu ólíklegar þar sem menn séu flestir að fram- leiða upp í gerða samninga um ákveðið magn, verð og afhending- artíma. Svo virðist sem útflutn- ingur frá Íslandi sé svipaður og á sama tíma í fyrra. Hins vegar hafi eitthvað glaðnað yfir innlendum framleiðendum þegar gengi krón- unnar tók að lækka seinnipart sumars. Einhverjir hafi verið komnir niður í eina vakt á sólar- hring, þar sem þeir hafi ekki feng- ið neitt út úr vinnslunni, en nú séu þeir komnir á tvær vaktir á ný. „Það er töluverð óvissa um fram- vinduna, en ljóst virðist að horfur eru skárri en oft hefur verið. Því veldur bæði minnkandi framboð og hagstæðara gengi krónunnar,“ segir Magni Geirsson. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Nú virðist sem skortur á rækju gæti orðið á helztu mörkuðunum í Bretlandi og Dan- mörku. Hér er verið að frysta iðnaðarrækju um borð í Eldingu á Flæmska hattinum. Óvissa ríkir á rækjumarkaði SAMHERJI hf. hefur nýtt sér skilarétt í kaupsamningi sem félag- ið gerði um kaup á frystitogaranum Akrabergi af Framherja Spf. í Fær- eyjum og hefur skipinu þegar verið skilað til fyrri eigenda. Skipið var gert út á úthafskarfaveiðar og fór eina veiðiferð á vegum Samherja. Samherji á þriðjungshlut í Fram- herja. Í kaupsamningi um skipið var ákvæði um skilarétt innan 3 mánaða frá undirritun. Akrabergi skilað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.