Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 3
FJÖLDI smábáta hefur verið nánast sá sami undanfarin fimm ár eða 1.050 til 1.100 bátar. Mikil sprenging varð í fjölda smábáta eða bátum undir 10 brúttótonnum í kringum 1990. Þá var afli smábáta utan aflamarks en þeir aftur á móti háðir öðrum tak- mörkunum, þeir voru t.d. með aflahá- mark á vetrarvertíð og voru háðir ákveðnum banndögum. Þegar lög um stjórn fiskveiða voru sam-þykkt árið 1990 voru smábátar um 2.000 talsins, þar af var um helm-ingur þeirra í aflamarkskerfinu. Eft-ir að lögin tóku gildi fækkaði afla-marksbátunum mik- ið, einkum vegna minni aflaheimilda, sem varð þess valdandi að þeir seldu og voru kaupendurnir í flestum til- fellum stærri útgerðarfyrirtæki lands- ins. Eigendur fjölmargra þessara afla- marksbáta vildu freista gæfunnar inn- an krókakerfisins og því fjölgaði krókabátum umtalsvert framan af 10. áratugnum. Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands smá- bátaeigenda, segir að fjöldi smábáta innan krókaaflamarkskerfisins hafi lítið breyst síðustu árin. „Þó virðist mér að á undanförnum árum hafi ver- ið viss tilhneiging til að stækka bátana, sennilega þegar úrelding- arákvæðið var fellt burt í kjölfar Valdimarsdómsins. Mér hinsvegar sýnist að fjöldi bátanna sé kominn í ákveðið jafnvægi.“ Örn segir að innan krókaaflamarks- kerfisins sé nú heimilt að stækka báta allt upp í 15 brúttótonn og sér virðist sem menn muni nýta sér þá mögu- leika í einhverjum mæli. „Það er mjög erfitt að spá fyrir um hver þróunin verður en fyrirfram skyldi maður ætla að bátunum eigi eftir að fækka og þeir þá stækka. Það hefur hins vegar ekki gerst því krókaaflamarks- bátum fjölgaði um 17 á síðastliðnu fiskveiðiári og eru þeir nú 532 talsins. Þarna eru einnig á ferðinni aðilar sem hafa selt í stóra kerfinu og fjár- fest síðan í krókaaflamarkinu og með- an ekki er hægt að færa aflahlutdeild úr stóra kerfinu niður í krókaafla- markið má búast við einhverri fækk- un báta. Þá verður að líta til þess að þó að menn stækki báta sína, þá auka þeir ekki veiðiheimildir sínar, en vit- anlega fara stærri bátar betur með mannskapinn og gefa meiri möguleika á að ganga enn betur um aflann.“ Smábátar hafa á seinni árum orðið stöðugt stærri og öflugri og hafa í raun leyst af hólmi hinn svokallaða vertíðarbátaflota, eða skip á stærð- arbilinu 10–50 brúttótonn. Örn segir að reynslan sýni að krókabátarnir hafi sinnt þessu hlutverki mjög vel. „Krókabátunum er reyndar ekki heimilt að stunda netaveiðar en hafa í stað þess lagt áherslu á línuveiðar. Netaveiðarnar hafa þess vegna færst á stærri báta,“ segir Örn. Krókabátum mun fækka og þeir stækka Eggert Sk. Jóhannesson, hjá skipa- miðluninni Bátar og kvóti, segir tölu- vert um að eigendur krókabáta nýti sér heimild til að stækka báta sína í 15 brúttótonn, enda hafi 6 tonna bátar verið of litlir til að þjóna hlut- verki hinna eiginlegu vertíðarbáta. „Mér sýnist að þróunin í krókakerfinu sé að verða sú sama og varð í afla- markskerfinu eftir Valdimarsdóminn, bátunum er að fækka en þeir jafn- framt að stækka. Þetta er ekki hröð þróun en þetta er að gerast hægt og bítandi. Það sést kannski best á því að það er mest verið að selja krókabáta með minna en 40 til 50 tonna kvóta. Það er ekki góð afkoma af þessum bátum, ýmis fastur kostnaður er mjög hár og ef menn eru ekki með þeim mun meiri kvóta velja margir þann kostinn að selja.“ Hafa leyst vertíðarbáta af hólmi Útlit fyrir að smábátum muni fækka og þeir stækka á næstu misserum síðan þessi tvö fyr- þeim tíma hefur 12 0 voru skip og bátar 0. Nú gerir félagið ækja enn meiri afla- erðu áður, þar sem á erið keyptar veru- ir. nn af kvótanum t að þyrftum við að ta sem fyrirtækin guna, skilaði út- un sjómanna á skip- lág,“ segir Eiríkur væmdastjóri Þor- s. framsal aflaheim- rkmið við samein- furða okkur og mikil iðum, því bátarnir gunum og vinnslu- bátunum, sem ski til útflutnings grálúðu og einnig in er að vinna sem af aflaheimildum kostsins. Auk þess r stöðum, einum í ðar á vinnslulínum n, Hrafn og Gnúp, ís- abátinn Hafberg. rg, togarann Þuríði og neta- og togbát- ma heim nýsmíð- jarnarson, Hrafn og í línuskip, Hafberg- r hann til sölu, ið VE keypt og því r og er áfram á línu, jarnar báðar hafa ngi hefur verið lagt, pt frá Noregi og ynir hefur verið Núverandi floti telur ur MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 C 3 NÚR VERINU þeirra til að hámarka af- lda sem þeir leigja til sín skvi þýðir smærri fisk ki tgerð, sem meðal annars marsdómsins, hafa a í útgerðinni. Menn og inn að vild, menn geta að greiða fyrir úrelding- ryggi, bætt aðbúnað ð fiskinn og eru ekki eins háðir veðri og áður. Nýjustu línuskipin í flot- anum eru gott dæmi um þessa þróun. Nú er áherzlan á línuveiðar á kostnað netanna. Það er hins vegar staðreynd að netin skila stærsta fisk- inum, fiskinum sem gefur mest af sér í vinnslu á saltfiski fyrir Spán og Portúgal. Því er ekki ólík- legt að verði útlit fyrir gjöfula netavertíð skipti menn einfaldlega yfir og búi báta sína til neta- veiða, en undafarnar netavertíðir hafa verið heldur daprar. Breytist það til batnaðar er lík- legt að veiðar aukist á ný og þá á stærri og betri bátum en áður. Á skjön við þróunina? Þróunin í smábátaflotanum hefur verið svolítið á skjön við þá þróun, sem ætla mætti að yrði. Það hefur alla tíð verið kappsmál íslenzkra sjómanna og útgerðarmanna að vera á góðum, öruggum og vel búnum skipum, sem ekki eru eins háð veðri og smábátarnir. Fyrir kvótakerfið voru smábátar fáir, flestir opnir bátar sem aðeins voru gerðir út yfir sumarið, sem eins konar aukabúgrein fyrir eigendur þeirra, til dæmis kennara eða sjómenn á loðnuskipum og tog- urum. Þegar kvótakerfið komst svo á og fjölgun fiskiskipa loksins stöðvuð var enn opin leið inn í kerfið í smábátunum. Þeim fjölgaði ört og það tók stjórnvöld nærri tvo áratugi að koma bönd- um á smábátana, sem juku hlutdeild sína í heild- araflanum jafnt og þétt. Nýr vertíðarfloti? Ein skýringin er sú, að útgerð smábáta varð að hluta til bjargræði þeirra staða sem einhverra hluta vegna vegnaði illa í kvótakerfinu. Útgerð smábátanna er hins vegar stopul og beinlínis varasöm yfir vetrarmánuðina, þrátt fyrir að þeir séu jafnt og þétt að stækka, og nú telst 15 tonna yfirbyggður bátur með 750 hest- afla vél og allt að 40 mílna ganghraða smábátur. Gera má því skóna að þróunin í smábátaflot- anum í framtíðinni verði sú sama og á síðustu öld, að þeim fækki og þeir stækki. Þeir eru allir komnir í kvóta nema dagabátarnir og því ætti í framtíðinni ekki að skipta máli hvort bátarnir stækki verulega og veiðiheimildir tveggja eða fleiri verði sameinaðir á einum bát. Þannig auka menn öryggi, bæta aðbúnað og meðferð afla og geta stuðlað að jöfnu streymi fiskjar til vinnslu í landi, en það er undirstaða þess að hægt sé að reka fiskvinnslu og veita starfsfólki það atvinnu- öryggi sem það þarf. Byggðakvótar Byggðastofnunar og sjáv- arútvegsráðuneytisins eru nú að mestu teknir á smábátum víða um landið og skipta þeir miklu máli í þeim byggðarlögum sem þeirra njóta. Það er hins vegar ljóst að þeir nýtast fyrst og fremst yfir sumarið. Byggðakvóti norðurhluta Vest- fjarða hefur frá upphafi verið vistaður á Þing- eyri, um 380 tonn árlega. Samvinna hefur verið við Vísi í Grindavík um að félagið veiði fiskinn og leggi einnig á móti ákveðið magn af eigin afla. Vísir tekur þennan fisk á stórum línubátum og fyrir vikið hefur tekizt að nýa þessar heimildir til að tryggja jafna og stöðuga vinnslu á Þing- eyri nær allt árið um kring.                                                                      #  $   r á fjölda Íslandi kiskipanna að mögulegum afrakstri on könnuðu hvernig það hefur gengið og ur verið undanfarin ár. hema@mbl.is, hjgi@mbl.is SAMTÖK uppboðsmarkaða (SUM) hafa sent öllum þingmönnum lands- ins bréf þar sem þeir eru hvattir til að koma í veg fyrir að þeim sem njóta muni fyrirhugaðrar línuívilnunar verði gert að landa afla sínum á ákveðnum höfnum. Í bréfinu segir að þó að starfsemi markaðanna hafi farið vaxandi á und- anförnum árum séu blikur á lofti, því mörkuðunum séu settar ýmsar skorður sem tefja framþróun þeirra og vöxt. Er m.a. bent á lög um vigtun sjávarafla, slægingarprósentu og reglur um úrtaksvigtun o.fl. Enn- fremur er nefnt að hömlur þær sem fylgi byggðakvóta hafa ekki orðið til að auka bjartsýni aðstandenda fisk- markaða. „Sú ákvörðun að kvóti skuli bundinn við löndun og vinnslu á ákveðnum stöðum og jafnvel hjá ákveðnum aðilum samrýmist illa nú- tímaviðskiptum. Með því eru þeir að- ilar, sem að öðrum ólöstuðum standa sig hvað best í vinnslu og markaðs- setningu á ferskum fiski, oft á tíðum útilokaðir frá því að eiga viðskipti með þann fisk sem er fyrirfram eyrnamerktur ákveðnum aðilum oft á áður ákveðnu verði. Það er von okkar að væntanleg línuívilnun verði ekki bundin kvöðum heldur verði þeim sem fá ívilnun frjálst að landa og selja afla sinn hvar sem er, hjá hverjum sem er, án afskipta eða íhlutunar. Það er krafa okkar til stjórnvalda að eng- ar kvaðir eða hömlur verði settar á viðskipti með afla sem berst að landi, hvorki byggðakvótaafla, línuívilnun- arafla né annan afla. Það getur ekki verið hagur sjávarútvegs að þrengja leikreglur á þann hátt að þeir sem stuðla að hvað mestri verðmætasköp- un fái ekki að vera með.“ Vilja ekki löndunarkvöð RAÐAUGLÝSINGAR TIL SÖLU Fiskvinnslutæki til sölu 9 stöðva plötufrystar Aluminium Allaoy Square 1WF-1J. Árgerð ´97. Verð kr. 2.200.000 + vsk. IRAS PV 2800 löndunardæla og búnaður. Árgerð ´97. Verð kr. 2.200.000 + vsk. Síldarflökkunarlína með roðfléttingu Baader 482. Baader 35. Baader 55. Verð kr. 1.400.000 + vsk. Nánari upplýsingar í síma 664 4434.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.