Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 1
Gamlir stólar Borðstofustóll gengur í endur- nýjun lífdaga | Daglegt líf 26 Daryl Hannah Langar að koma í heim- sókn til Íslands | Fólkið Ríkarður þriðji Leikstjórinn vill helst stela Hilmi Snæ og fleiri leikurum | Listir 28 Mikilvægasta máltíð dagsins STOFNAÐ 1913 281. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is SÆNSKA heilbrigðismálaráðið við- urkenndi í gær að geðheilbrigðiskerf- inu í landinu væri ábótavant, en mikil umræða upphófst um um það í kjölfar morðsins á Önnu Lindh í fyrra mán- uði og fleiri ofbeldisglæpa sem geð- truflaðir menn hafa framið. „Umönnun þeirra sem þjást af al- varlegum geðsjúkdómum eða per- sónuleikaröskunum verkar ekki sem skyldi,“ skrifar sænska heilbrigðis- og velferðarmálaráðið í skýrslu sem afhent var ríkisstjórninni í Stokk- hólmi. „Þeir hafa oft hlotið ýmiss kon- ar meðferð undir ýmsum kringum- stæðum, einkum ef þeir hafa strítt við fíknivanda. Þetta fólk þarf á sam- hæfðri langtímameðferð að halda (...). Heilbrigðiskerfið svarar ekki þörfum þessa sjúklingahóps, meðferðarúr- ræði hafa ekki verið samhæfð og heildarsýn skortir,“ segir þar. Fimm dauðsföll eru rakin til árása geðsjúkra manna í Svíþjóð á árinu. Margir segja að þessa óheillaþróun megi rekja til lokana á geðdeildum og sparnaðar í málaflokknum sl. 10 ár. Viðurkenna galla á geðheil- brigðiskerfi Svíþjóðar Stokkhólmi. AFP. BANDARÍKJASTJÓRN gat fagnað mik- ilvægum áfangasigri í gær, er ályktunartil- laga hennar um Íraksmál var samþykkt samhljóða í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Meginmarkmiðið með ályktuninni er að hvetja ríki heims til að leggja sitt af mörk- um til endurreisnar Íraks, með fjárfram- lögum eða herliði til friðargæzlu. Hvaða árangri hún skilar mun þó fyrst koma í ljós á alþjóðlegri ráðstefnu sem boðað hefur verið til í Madríd í næstu viku, þar sem Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í Íraksstríðinu vonast til að takast muni að safna fyrirheitum um veruleg fjárframlög og aðra aðstoð frá ríkjum heims við upp- byggingarstarfið í Írak. Ráðamenn Frakklands, Þýzkalands og Rússlands útilokuðu strax að lönd þeirra myndu leggja til nokkra hernaðar- eða fjárhagsaðstoð að svo komnu máli. En Col- in Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagði nýju öryggisráðsályktunina myndu „sannarlega hjálpa“ Bandaríkja- stjórn að ná hvoru tveggja fram, sérstak- lega þó við að safna fjárframlögum. Hann setti þann fyrirvara að vart væri við því að búast að ályktunin opnaði allar gáttir að hernaðaraðstoð frá öðrum löndum. George W. Bush Bandaríkjaforseti þakkaði í ræðu í Kaliforníu öryggisráðinu fyrir „að einróma samþykkja ályktun um að styðja viðleitni okkar við að byggja upp friðsamlegt og frjálst Írak“. Einhuga um að forðast klofning nú Fulltrúar þeirra 15 ríkja sem sæti eiga í öryggisráðinu – þar á meðal Sýrlands – voru einhuga um að endurvekja ekki þann djúpstæða klofning sem birtist í ráðinu í kring um Íraksstríðið sjálft og féllust á að samþykkja ályktunartillöguna nú, jafnvel þótt hún væri að mati sumra þeirra langt frá því að vera orðuð á þá lund sem þeir kysu helzt. Öryggisráð SÞ samþykkir nýja ályktun um Írak Áfangasigur fyrir Banda- ríkjastjórn Sameinuðu þjóðunum. AP. Atkvæði Frakka og Þjóðverja fékkst. Reuters JÓHANNES Páll II páfi veifar til pílagríma í Páfagarði í gær, er rétt 25 ár voru liðin frá því hann tók við páfadómi. Hann hélt í gær- kvöld útimessu yfir tugþúsundum manna sem safnazt höfðu saman á Péturstorginu til að samfagna honum á þessum tímamótum. Bað páfi viðstadda, pólska landa sína og þá sem starfa með honum að því að stýra kaþólsku kirkjunni að biðja fyrir sér; sagði hann framtíð sína liggja í höndum Guðs. Einungis þrír menn hafa lengur setið á páfastóli en Jóhannes Páll II; Heilagur Pétur, sem telst fyrst- ur í röð páfa, Píus IX og Leó XIII. Á sunnudaginn mun Jóhannes Páll lýsa Móður Teresu í tölu hinna blessuðu, en ýmsir óttast að sök- um heilsubrests muni páfi, sem er 83 ára og þjáist af parkinsons- veiki, ekki geta komið fram op- inberlega við öll þau tækifæri sem skipulögð hafa verið nú í vikunni. Aldarfjórð- ung á páfastóli Reuters HÆSTIRÉTTUR skipaður sjö dómurum kvað upp þann samhljóða dóm í gær að ekki hafi verið hægt að skerða örorkulífeyri vegna ár- anna 1999 og 2000 með lögum, sem sett voru árið 2001 þar sem þau kröfuréttindi nytu verndar eignar- réttarákvæðis stjórnarskrárinnar og yrðu ekki skert með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Héraðsdóm- ur Reykjavíkur hafði áður sýknað ríkið af þessum kröfum. „Þessi kröfuréttindi örorkulíf- eyrisþega njóta verndar eignar- réttarákvæðis 72. gr. stjórnar- skrárinnar og verða ekki skert með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Þótt ákvæði laga nr. 3/2001 um skerðingu tekjutryggingar vegna tekna maka séu bótaþegum hag- felldari en eldri ákvæði fela þau engu að síður í sér lægri bætur en þeir áttu rétt á samkvæmt megin- reglunni um óskertar bætur og geta í því ljósi ekki verið ívilnandi,“ segir meðal annars í dómi Hæsta- réttar. Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalags Íslands, kveðst vera himinlifandi með dóminn og segir að um stóra stund sé að ræða í réttindabaráttu öryrkja. Hann seg- ir að sjö hæstaréttardómarar hafi verið allir á einu máli um að stjórn- völd hafi með lagasetningu sinni í janúar 2001 haft fé af öryrkjum með ólögmætum hætti og þar með brotið gegn stjórnarskrá lýðveldis- ins. „Ég tel að aðalatriðið í niður- stöðu Hæstaréttar sé það að það má ráða af dómi hans að ekkert sé stjórnskipulega við lögin frá 2001 að athuga frá þeim tíma er þau tóku gildi,“ segir Geir H. Haarde fjár- málaráðherra. Fallist á röksemdir um fyrningu „Rétturinn fellst einnig á rök- semdir ríkisins varðandi fyrningu krafna en telur að skerðing greiðslna á árunum 1999 og 2000 sé óheimil vegna íþyngjandi aftur- virkni.“ Hann segir að ekki liggi fyrir hver kostnaðurinn verði fyrir ríkið vegna þessarar niðurstöðu Hæsta- réttar, en ljóst sé að þar geti verið um umtalsverðar upphæðir að tefla. Ragnar Aðalsteinsson, hrl. og lögmaður konunnar, segir meginat- riði í niðurstöðu Hæstaréttar að lögin sem samþykkt voru á Alþingi í janúar 2001 stóðust ekki. „Stjórn- arskráin er enn og aftur brotin,“ segir hann. „Það er ljóst að í dómsforsend- unum er fallist á viðbrögðin við dóminum frá í desember árið 2000 í öllu því sem þá var mest deilt um,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., sem var formaður sérfræð- ingahóps sem forsætisráðherra skipaði í kjölfar öryrkjadómsins ár- ið 2000. Hann bendir einnig á að í dóminum felist líka örugglega sú afstaða að lagasetningin í janúar 2001 hafi uppfyllt allar efnislegar kröfur stjórnarskrárinnar. Örorkulífeyrir ekki skertur afturvirkt Kostnaður ríkisins vegna endur- greiðslu getur orðið umtalsverður  Tekjutrygging/10–11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.