Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á mánuði miðað við rekstrar- leigu til þriggja ára 23.500 KR. SKODA OCTAVIA ÚTKEYRSLA Í BÍLAfiINGI Númer eitt í notuðum bílum Nýlegir fyrrum bílaleigubílar á hreint ótrúlegu verði. Eivöru Pálsdóttur dreymir um að ná til sem flestra. Hún sagði Árna Matthíassyni frá væntanlegri plötu sinni, Krákunni. Vítahringur víga og hefnda Embla Ýr Bárudóttir og Ingólfur Örn Björgvinsson hafa unnið teiknimyndasögu upp úr Njálu. Ragnhildur Sverrisdóttir ræddi við þau um Blóðregn. Byggt fyrir framtíðina Mikillar uppbyggingar er þörf í Afganistan. Guðni Einarsson ræddi við Ríkarð Má Pétursson, sem hefur verið þar samfellt við hjálparstörf síðan í júlí 2002. Ég vil syngja allt á sunnudaginn LÍFEYRIR EKKI SKERTUR Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið hægt að skerða örorkulífeyri vegna áranna 1999 og 2000 með lögum sem sett voru árið 2001 þar sem þau kröfuréttindi nytu verndar eigna- réttarákvæðis stjórnarskrárinnar og yrðu ekki skert með afturvirkri íþyngjandi löggjöf. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað ríkið af kröfum konu sem krafðist þess að fá lífeyri óskertan. 15 milljarða aflaverðmæti Afli félagsmanna í Landssam- bandi smábátaeigenda varð á síðasta fiskveiðiári 69.328 tonn. Að við- bættum grásleppuhrognum má ætla að útflutningsverðmæti afla smá- bátaflotans hafi verið um 15 millj- arðar á síðasta fiskveiðiári. Ræða á breytingar á vörnum Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Pentagon í gær að líklega væri Bandaríkjastjórn bú- in að ljúka þriðjungi þess ferlis sem nauðsynlegt væri að fara í gegn um áður en hægt væri að taka ákvörðun um breytingar á herafla Bandaríkj- anna í Evrópu. Hann sagði á döfinni að ræða við ríkisstjórnir Evrópu- landa um breytingar á varnar- kerfinu. Íraksályktun samþykkt Bandaríkjastjórn gat fagnað mik- ilvægum áfangasigri í gær, er álykt- unartillaga hennar um Íraksmál var samþykkt samhljóða í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ráðamenn Frakklands, Þýzkalands og Rúss- lands útilokuðu strax að lönd þeirra myndu leggja til nokkra hernaðar- eða fjárhagsaðstoð við uppbyggingu Íraks að svo komnu máli, en Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, gerði sér góðar vonir um að ályktunin myndi hjálpa mikið til við að fá ríki heims til að leggja sitt af mörkum til endurreisnar og frið- argæzlu í Írak. Páfi í aldarfjórðung Jóhannes Páll II páfi hélt í gær- kvöld útimessu yfir tugþúsundum pílagríma sem safnazt höfðu saman á Péturstorginu í Róm til að sam- fagna honum er rétt 25 ár voru liðin frá því hann settist á páfastól. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 38 Viðskipti 12 Umræðan 36/38 Úr verinu 14 Minningar 39/45 Erlent 15/17 Bréf 46 Höfuðborgin 21 Staksteinar 48 Akureyri 22/23 Dagbók 48/49 Suðurnes 23 Kirkjustarf 49 Austurland 24 Íþróttir 50/53 Landið 25 Leikhús 54 Daglegt líf 26/27 Fólk 55/61 Listir 28/31 Bíó 58/61 Forystugrein 34 Ljósvakamiðlar 62 Þjónusta 35 Veður 63 * * * SAMGÖNGURÁÐHERRA getur ekki hafið viðræður við fulltrúa Reykjavíkurborgar um framgang og fjármögnun samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu, þar með talda Sundabraut, fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Þetta kemur fram í bréfi ráðherra til Þórólfs Árnasonar borg- arstjóra og hann greindi frá á borg- arstjórnarfundi í gær. Áður hafði borgarráð Reykjavíkur óskað eftir því við fjármálaráðuneyt- ið og samgönguráðuneytið að sett yrði saman viðræðunefnd með þátt- töku tveggja fulltrúa ríkisins og tveggja fulltrúa Reykjavíkurborgar um fjármögnun mikilvægra sam- göngumannvirkja. Árni Þór Sigurðs- son, formaður samgöngunefndar, ritaði svo samgönguráðherra bréf 7. október sl. og óskaði eftir viðræðum um málefni Sundabrautar sérstak- lega. Þórólfur greindi frá efni svar- bréfsins og sagði þar rakið hvernig samgönguráðherra leggur fram samgönguáætlun til fjögurra ára til samþykktar á Alþingi. Í svarinu komi fram að í núgildandi sam- gönguáætlun sé sérstaklega fjallað í greinargerð um gjaldtöku fyrir not samgöngukerfis. Slíkt sé á dagskrá ráðuneytisins og verið sé að skoða nýjar aðferðir við gjaldtöku. Gert sé ráð fyrir að grunnvinnu í þeirri stefnumótun verði lokið um næstu áramót. „Samkvæmt framansögðu er ljóst að samgönguáætlun markar heimild ráðuneytisins um fram- kvæmdir í vegamálum og fjármögn- un þeirra. Ekki verða teknar ein- stakar ákvarðanir á sviði fjármögnunar án þess að Alþingi hafi áður fjallað um það í samgöngu- áætlun. Ætlunin er að fá samþykkta fljótlega eftir áramótin stefnumótun á þessu sviði í ríkisstjórn. Eftir að slík samþykkt liggur fyrir er mögu- legt, en fyrr ekki, að taka upp við- ræður við hagsmunaaðila, þar með talin Reykjavíkurborg, vegna undir- búnings endurskoðunar á sam- gönguáætlun,“ segir í bréfi sam- gönguráðherra til borgarstjóra. Sundabraut ekki rædd fyrr en eftir áramót HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær mann í 7 mánaða fangelsi fyrir fjölda brota og svipti hann ökuréttindum ævilangt. Var hann fundinn sekur um að hafa borðað á veitingahúsum án þess að greiða fyrir og taka kótilettusneið úr hitaborði verslunar og bíta í og skila síðan aftur þannig að henda þurfti öllum þeim matvælum sem voru í hitaborðinu. Ákærði á að baki nokkurn saka- feril fyrir auðgunarbrot og brot gegn umferðarlögum. Valtýr Sig- urðsson héraðsdómari dæmdi mál- ið. Kristján Stefánsson hrl. var verjandi ákærða. Málið sótti Anna Jörgensdóttir, fulltrúi lögreglu- stjórans í Reykjavík. Sjö mánaða fangelsi fyrir fjölda brota FÓLKIÐ er í norskri bæjarstjórn, dansar til að gleyma og rokkar á Airwaves| |17|10|2003 17. - 23. október Viðburðir sem gera vikuna skemmtilegri FUNDARMÖNNUM var heitt í hamsi á fundi bæjarbúa með fulltrúum Kópavogsbæjar um skipulag Lundarsvæðisins í gær- kvöld. Á fundinum var um 200 bæjarbúum kynnt fyrirhugað skipulag hverfisins og þeim gef- inn kostur á því að spyrja fulltrúa bæjarins út í skipulag og fram- kvæmd. Fundarmenn virtust flestir ósáttir við hugmyndir bæjaryf- irvalda um að reisa átta háhýsi á svæðinu, það hæsta 13 hæða hátt. Einum fundarmanna varð að orði: „Þetta eru steintröll sem verið er að troða þarna niður,“ og vakti það fagnaðarlæti viðstaddra. Það voru einkum íbúar í Grundarhverfinu sem mótmæltu á fundinum og komu með fyr- irspurnir. Íbúarnir höfðu áhyggj- ur af umferðarmálum og töldu að umferð mundi aukast mikið um Nýbýlaveginn. Þeir gáfu ekki mikið fyrir skýringar bæjarverk- fræðings að aukningin yrði óveruleg. Íbúar spurðu mikið um skóla- mál og töldu að fjöldi barna sem ætti að beina í Snælandsskóla væri verulega vanmetinn. Skortur á heilsugæslu á svæðinu var einn- ig gagnrýndur. Sumir íbúa sögð- ust ósáttir við að fundurinn með þeim væri svona seint á fram- kvæmdaferlinu og höfðu áhyggj- ur af því að ekki yrði tekið mark á mótmælum þeirra. Fundur Kópavogsbæjar með bæjarbúum um Lund Morgunblaðið/Þorkell Um 200 manns mættu á fund um Lundarsvæðið í Félagsheimili Kópavogs í gærkvöld. Verið að troða niður steintröllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.