Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 15 LEIÐTOGAR Evrópusambandsins komu saman til tveggja daga fundar í Brussel í gær, aðallega til að ræða fyrirliggjandi drög að nýjum stjórn- arskrársáttmála sambandsins og ráðstafanir til að koma efnahagslíf- inu í aðildarríkjunum upp úr þeirri lægð sem það er nú í. Þótt klofningurinn sem ríkt hefur milli leiðtoganna um Íraksstríðið hafi verið lagður til hliðar í bili er Þjóðverjar og Frakkar – ásamt Rússum – ákváðu að styðja nýju Íraksályktunina sem Bandaríkja- menn lögðu fram í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna var ágreiningur sem snertir tengslin yfir Atlantshaf- ið samt uppi á borðinu. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, reyndi að gefa skýr skilaboð um það vestur yfir haf að viðleitni hans til að eiga uppbyggilegt samstarf við Þjóðverja og Frakka um að styrkja varnar- málasamstarf ESB myndi ekki verða til að veikja Atlantshafsbandalagið. Annars samþykktu leiðtogarnir í gær áætlun um að verja á næstu 16 árum 220 milljörðum evra, andvirði um 19.800 milljarða króna, í fram- kvæmdir við vegi og aðra innviði. Áætlunin er liður í Lissabon-ferlinu svonefnda um að gera ESB sam- keppnishæfasta efnahagssvæði heims fyrir árið 2010. Karpað í Brussel Brussel. AP. AP Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sem gegnir nú formennsku í ESB, og Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar ESB, í Brussel í gær. NORSKI útgerðar- og fjármála- jöfurinn Kjell Inge Røkke og stór- fyrirtækið Orkla hafa náð samn- ingum. Samkvæmt þeim mun Røkke greiða nú þegar rúmlega 1,6 milljarða ísl. kr. af 6,45 millj- arða kr. skuld við Orkla og af- ganginn fyrir lok næsta árs. Þá ætlar hann að selja ýmsar eignir til að geta staðið í skilum við aðra lánardrottna. Røkke átti að greiða Orkla 6,45 milljarða kr. um síðustu mánaða- mót og nokkrum dögum áður hafði Orkla lýst yfir, að stæði hann ekki við það, yrði gengið að persónulegum eigum hans. Røkke gat ekki greitt af láninu og þá var honum veittur hálfsmánaðarfrest- ur til þess og raunar degi betur. Þegar til kom taldi Orkla það skynsamlegast að semja því að ella hefði verið hætta á, að Aker- samsteypan, fyrirtækjaveldi Røkkes, yrði gjaldþrota. Við þær aðstæður hefði lítið komið upp í skuldirnar. Kom þetta fram á fréttavef Aftenposten í gær. Røkke hefur einnig náð samn- ingum við aðra lánardrottna og felst það í því, að hann mun selja ýmsar eignir til að geta staðið í skilum. Aftenposten segir, að samning- urinn við Orkla sé aðeins hluti af stærri lausn hvað varðar Aker- samsteypuna. Sagt er, að henni sé nú borgið út árið 2005. Samið um skulda- mál Røkkes UNG börn þjást jafnmikið af raka og slæmu lofti innanhúss og af óbeinum reykingum. Er þetta nið- urstaða rannsóknar, sem gerð hef- ur verið í Noregi. Dr. Leif Øie, sem rannsóknina gerði, áætlar, að um 120.000 norsk börn yngri en tveggja ára eigi það meira á hættu en önnur að fá sýk- ingu í öndunarveg og hugsanlega asma. Einnig kom í ljós, að lík- urnar á asma fjórfölduðust ef mik- ill vatnsskaði hafði orðið í húsinu. Sagði frá þessu á fréttavef Aften- posten í gær. Øie og samstarfsmenn hans segja, að til að börnin fari að líða fyrir slæmt ástand í húsum, verði það að vera viðvarandi í langan tíma eða mjög slæmt. Algengt sé, að fólk geri sér ekki grein fyrir raka eða óverulegum vatnsskaða í íbúðum fyrr en eftir nokkur ár og þá hefur alls konar sveppagróður fengið að dafna í langan tíma. Stórt heilsufarsvandamál Í Noregi er endingartími íbúða áætlaður um 100 ár og á þeim tíma verður hún að jafnaði fimm sinnum fyrir rakaskemmdum. Er hættan á þeim að sjálfsögðu mest þar sem mest er notað af vatninu, í bað- og þvottaherbergjum og í eldhúsi. Øie segir, að yfirleitt hafi fólk litlar áhyggjur af þessu en hér sé þó um mikið alvörumál að ræða. Verði ekkert aðhafst, geti þetta orðið að stærra heilsufarsvanda- máli en nokkur átti sig á. Reyk- ingar fari ekki fram hjá neinum og því auðvelt að bregðast við þeim en rakinn leyni á sér auk þess sem það kosti oft mikið að uppræta hann. Prófessorinn og læknirinn Kjell Aas hefur sýnt fram á það með rannsóknum, að sjúkdómum í önd- unarvegi hefur fjölgað mikið og rekur hann það ekki síst til slæms lofts í íbúðum. Hann bendir einnig á, að börn og unglingar, sem liðið hafa fyrir þetta, séu viðkvæmari en aðrir fyrir skyldum sjúkdómum af völdum óbeinna reykinga. Meiri mengun inni en úti Jan Wilhelm Bakke, sem er sér- fræðingur í þeim vísindum sem lúta að innilofti, áætlar, að kostn- aður norsks samfélags af slæmu lofti í íbúðum sé um 40 milljarðar ísl. kr. árlega. Segir hann, að æ fleiri þoli hvorki við á vinnustaðn- um né heima hjá sér enda sé það staðreynd, að mengunin sé oft miklu meiri innanhúss en utan. Á hverju ári verða vatnsskaðar á um 200.000 norskum heimilum og má rekja 30% þeirra til baðher- bergisins. Nú á dögum fer fólk miklu oftar í bað en áður, ekki síst unglingarnir, og það getur verið erfitt að koma í veg fyrir, að vatnið þrengi sér inn um einhverja rifu eða gat, sem eru svo smá, að eng- inn tekur eftir þeim. Í Svíþjóð hefur verið sýnt fram á, að það er beint samband á milli asma og ofnæmis og orkusparn- aðar á heimilunum. Í Noregi hefur fólk verið í miklum sparnaðar- stellingum vegna mikils raf- orkukostnaðar og læknar þar ótt- ast, að það muni koma í bak samfélaginu með auknum sjúk- dómum. „Hér var fólk hvatt til að lækka hitann í sparnaðarskyni og afleið- ingin var sú, að dauðsföllum hjá hjartasjúklingum fjölgaði og heilsa annarra versnaði. Fólki var kalt og sveppagróðurinn jókst,“ segir Sten Olaf Hanssen, prófessor við NTNU, Norges teknisk-naturvit- enskapelige universitet. Raki jafnhættulegur og óbeinar reykingar Norsk rannsókn sýnir að raki og tilheyrandi sveppa- gróður í húsum valda sýkingum í öndunarvegi ungbarna Morgunblaðið/Ómar Börn í ungbarnasundi. Heilsu þeirra er hætta búin í saggasömum íbúðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.