Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 21 Garðabæ | Kópavogsbær stefnir á að fara í framkvæmdir við nýja vatnsveitu í Vatnsendakrikum í Heiðmörk, í landi Kópavogs, og hefur boðið Garðabæ að stofna með sér byggðasamlag um vatns- veituna. Garðabær hefur ekki tekið afstöðu til tilboðsins. Framkvæmdir við vatnsveituna munu hefjast um eða rétt eftir ára- mót, hvort sem Kópavogur stendur að þeim einn eða með Garðabæ, og stefnt er að því að þeim muni ljúka á næsta ári, segir Þórarinn Hjalta- son, bæjarverkfræðingur Kópa- vogs. Fjallað var um málið í bæjarráði Garðabæjar á þriðjudag þar sem bæjarverkfræðingi Garðabæjar var falið að gera úttekt á þessari leið, segir Erling Ásgeirsson, for- maður bæjarráðs Garðabæjar. Hann segir að viðræður milli Garðabæjar, Kópavogs og Hafnar- fjarðar hafi átt sér stað í einhvern tíma, en nú hafi Kópavogur og Hafnarfjörður ákveðið að fara mis- munandi leiðir. Garðabær hefur enn enga ákvörðun tekið um viðbótarvatns- öflun, en vatnsveita bæjarins ná- lægt Vífilstaðavatni annar varla vatnsþörf bæjarins á álagstímum. Erling segir ljóst að niðurstaða þurfi að fást í þetta mál sem fyrst, enda Kópavogsbær að fara af stað með framkvæmdir fljótlega. Fyrirhuguð vatnsveita í Vatnsendakrik- um gæti hæg- lega séð báðum bæjarfélögunum fyrir því kalda vatni sem þau þurfa til lengri framtíðar, segir Þórarinn. Í dag kaupir Kópa- vogsbær allt vatn af Reykjavíkur- borg en gæti sparað talsvert með því að fara út í þessar framkvæmd- ir. Reiknað er með að kostnaður við framkvæmdirnar verði rúmar 400 milljónir fyrir Kópavogsbæ ef Garðabær tekur ekki þátt í sam- starfinu, en kostnaður yrði samtals á milli 500 og 600 milljónir ef bæði bæjarfélögin standa að því. Þarf ekki mat á umhverfisáhrifum „Það var send fyrirspurn til Skipulagsstofnunar um hvort þyrfti að fara með framkvæmdirn- ar í mat á umhverfisáhrifum. Nið- urstaðan var sú að rask yrði ekki umtalsvert þannig að það þarf ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum,“ segir Þórarinn. Ástæður þess eru meðal annars hversu vel mann- virkið muni falla inn í hraunið, það verður lítið og stendur ekki upp úr nánasta umhverfi. Vilja samstarf um vatnsveitu Erling Ásgeirsson Drykkjarfontur | Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi hafa nú reist drykkjarfont við Suðurströnd, en hann er sömu gerðar og sá sem settur var upp við bor- holuhús Hita- veitunnar í fyrra. Font- inum er ætlað að slökkva þorsta göngu- og hjólreiða- manna sem fara um stígana á Sel- tjarnarnesi. Samkvæmt fréttum á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar verður ekki látið staðar numið við þennan áfanga. Tilnefning | Vefur Reykjavík- urborgar, www.reykjavik.is, hefur verið tilnefndur til margmiðl- unarverðlauna Sameinuðu þjóðanna í flokknum opinber stjórnsýsla. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að efna til samkeppni og veita verðlaun á sviði margmiðlunar, svonefnd World Summit Award. Tilgangurinn með verðlaununum er að örva þjóðir heims til að nýta sér upplýsingatæknina í auknum mæli til að byggja upp betri heim og efla framþróun á sviði menningar-, félags- og stjórnmála, en einnig hvetja þjóðir til að nota upplýsinga- tæknina til að deila með sér þekk- ingu og brúa bilið milli fátækra og ríkra heimsálfa og þjóða. Grafarvogi | Bandarískur atvinnumaður í frisbí-golfi er staddur hér á landi þessa dagana og sýnir íslenskum spilurum hvernig hann fer að. Bill Boyd er einn af 20 þúsund bandarísk- um atvinnumönnum í frisbí-golfi, eða „folfi“. Íþróttin er að ryðja sér til rúms hér á landi, en reglunum í henni svipar mjög til reglnanna í golfi, nema menn reyna að koma frisbídiskum en ekki golfkúlum í „holurnar“. „Þetta er alþjóðleg íþrótt, mér finnst frá- bært að spila þetta á Íslandi,“ segir Boyd þar sem hann er staddur á fimmtu holunni á frisbí- golfvellinum við Gufunesbæ í Grafarvogi. „Þetta er í rauninni frábær íþrótt, hún er ókeypis, þú ert að hreyfa þig úti og ólíkt golfi þarft þú ekki að bíða eftir einhverjum tíma til að leggja af stað. Svo er bara gaman að henda diskunum, þetta er óskaplega skemmtilegt, ég hef unun af því að spila.“ Hálfur Íslendingur Boyd er af íslenskum ættum og er meðal annars staddur hér á landi til að komast aðeins að upprunanum, auk þess að prófa að spila frisbí-golf hér á landi. „Ég er hálfur Íslend- ingur svo mér finnst frábært að koma hingað til Íslands til að spila.“ Boyd segist hrifinn af vellinum í Grafarvoginum, en segir að eins og víðar á Íslandi vanti svolítið af trjám. „Yfirleitt er mikið af trjám á völlunum, það gerir þá erf- iðari. Ef diskurinn festist uppi í tré reynir maður bara að hrista það svo diskurinn detti niður.“ „Þetta er að verða mjög útbreidd íþrótt í Bandaríkjunum, það eru yfir 1.200 vellir dreifðir um Bandaríkin. Mjög margir spila þetta, ætli það séu ekki vel yfir 50 þúsund manns sem spila í Bandaríkjunum einum.“ Boyd segir að í dag séu um 20 þúsund spilarar í Bandaríkjunum sem spili í svokallaðri at- vinnumannadeild. Hann viðurkennir þó að fæstir af þeim hafi sína einu atvinnu af því að spila, og segir að sá besti fái um 60 þúsund dollara (um 4,5 milljónir króna) í verðlaunafé á ári, en sé einnig með auglýsingasamninga. „Við spilum upp á peninga en það eru ekki miklir peningar í þessari íþrótt. Ég er ekkert á því að hætta í dagvinnunni minni á næstunni.“ Reglurnar svipaðar og í golfi Reglurnar í frisbí-golfi eru mjög svipaðar og reglurnar í golfi, segir Boyd. Spilað er á braut- um með upphafspunkt og markmiðið að koma diskunum í holu við enda brautarinnar í sem fæstum köstum, en brautirnar eru yfirleitt frá 75 metrum og upp í 200 metra. Þegar frisbí- golf er spilað eru spilarar oftast með 12 til 15 diska í pokanum. Það eru dræverar, pútterar og allt þar á milli. Það eru til diskar sem sveigja til hægri, aðrir sem sveigja til vinstri. „Hver hola hefur par, eins og í golfi, en þær eru allar par þrjú. En sumar eru svo langar að þær ættu kanski að vera par 5, en maður er bara þeim mun glaðari ef manni tekst að fara hana á pari,“ segir Boyd. Fyrir áhugasama má benda á að Bill Boyd verður á frisbí-golfvellinum við Gufunesbæ í Grafarvogi á laugardaginn milli 10 og 14, tilbú- inn til að kenna áhugasömum leyndarmál bandarísku atvinnumannadeildarinnar. „Þetta er óskaplega skemmtilegt“ Bandarískur atvinnumaður í frisbí-golfi spilar hér á landi Morgunblaðið/Sverrir Bill Boyd: Mættu vera fleiri tré á vellinum en aðstaðan annars góð hér. Hörð keppni: Árni Leósson lét Boyd ekki valta yfir sig og „púttar“ hér í níundu holuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.