Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 23 AKUREYRI Reykjanesbæ | Foreldrafélög og for- eldraráð grunnskólanna í Reykja- nesbæ (FFGÍR) hlaut nýverið millj- óna króna styrk frá Reykjanesbæ, sem mun gera félaginu kleift að ráð- ast í ýmis verkefni. Þá fékk félagið í vor Hvatningaverðlaun Heimilis og skóla fyrir útgáfu handbóka sem foreldrafélög allra grunnskólanna gáfu út. Sóley Birgisdóttir formaður félagsins segir margt á döfinni. FFGÍR er samstarfsvettvangur foreldrafélaganna og foreldraráð- anna í grunnskólum bæjarins, nokk- urs konar regnhlífasamtök að sögn Sóleyjar. „Markmið félagsins er að efla samstöðu foreldra. Við fundum einu sinni í mánuði þar sem við miðl- um upplýsingum og reynslu af starfi okkar. Þessi samvinna er mikill styrkur fyrir félögin, það þarf eng- inn að finna upp hjólið í sínu horni og við nýtum okkur óspart reynslu hvers annars. Auk þess eru ýmis mál sem snerta öll félögin sem vinna þarf að og berjast fyrir og er FFGÍR kjörinn vettvangur til þess,“ sagði Sóley í samtali við blaðamann. Sóley sagði jafnframt að ekki að- eins væri nauðsynlegt að gott sam- starf væri á milli allra foreldrafélag- anna, heldur einnig við alla þá aðila sem vinna að öflugu forvarnarstarfi líkt og FFGÍR. „Allt starf félagsins byggist á góðri samvinnu við skóla- yfirvöld sem gera sér ljóst að for- eldrasamstarf hefur mikið forvarn- argildi og leiðir til betra mannlífs í bænum. Þá höfum við átt gott sam- starf við ýmsa aðila í Reykjanesbæ, svo sem Fræðsluskrifstofu, menn- ingar-, íþrótta- og tómstundaráð, Fjölskyldu- og félagsþjónustuna, lögregluna, forvarnarfulltrúa og einnig samtökin Heimili og skóla,“ sagði Sóley. Málsvari foreldra FFGÍR var stofnað árið 1999 og hefur Sóley verið formaður þess í 3 ár. Þar til í haust gegndi hún því embætti samhliða formennsku í for- eldrafélagi Myllubakkaskóla, en þá var borin fram sú tillaga að kjörinn yrði oddamaður til að gegna for- mennsku, í stað þess að skipta því milli formanna foreldrafélaganna, tvö ár í senn. Með því móti fengju formenn foreldrafélaganna meira svigrúm til að sinna störfum sínum. Sóley var beðinn um að verða odda- maður FFGÍR, enda búin að stýra félaginu farsællega lengst af. Sóley var spurð að því hver hafi verið að- dragandinn að stofun félagins. „FFGÍR varð til í framhaldi af hópavinnu innan forvarnarverkefn- isins Reykjanesbær á réttu róli (RÁRR). Þar var starfandi grunn- skólahópur á árunum 1997 til 1999 og Ellert Eiríksson, þáverandi bæj- arstjóri, bar upp þá ósk við grunn- skólahópinn að til væru samtök sem hann gæti vísað og leitað til þegar spurningar vöknuðu um viðhorf for- eldra til ýmissa mála er varða grunnskólabörn, einhvers konar samtök sem væru málsvari foreldra. Þannig varð FFGÍR til en við feng- um ekki það nafn fyrr en árið 2000.“ Að sögn Sóleyjar er vetrarstarfið komið á fullt skrið. Fyrr í þessum mánuði stóð félagið fyrir kynningu á handbókum foreldrafélaganna á málþingi hjá Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands og síðar í þessum mánuði verða haldin nám- skeið fyrir alla bekkjarfulltrúa skól- anna fjögurra. Í næsta mánuði verð- ur svo fyrirlestur um kynhegðun unglinga, en sú hefð hefur skapast í starfi FFGÍR að standa fyrir tveim- ur fyrirlestrum yfir veturinn, einn að hausti og einn að vori. Þá er fyr- irhugað að gera heimasíðu, hanna merki og ýmislegt fleira. Að sögn Sóleyjar mun styrkurinn frá Reykjanesbæ fara í að fjármagna ýmis verkefni, en einnig til daglegs reksturs. „Allt starf innan foreldra- félaganna og foreldraráðanna hefur verið unnið í sjálfboðavinnu, þar til við gátum fyrir tilstuðlan Reykja- nesbæjar á réttu róli ráðið starfs- mann í hlutastarf hjá FFGÍR, til að létta okkur störfin. Styrkurinn mun m.a. fara í að greiða þessum starfs- manni laun,“ sagði Sóley. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Margt um manninn: Sóley Birgisdóttir með yngri syninum og félögum hans sem eru að æfa sig fyrir samræmd próf 7. bekkjar, f.v. Hafsteinn Fannar Barkarson, Hrói Ingólfsson og Kristján Stefánsson. Eldri sonurinn, Máni Ingólfsson, nýnemi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, kíkir yfir axlir þeirra til að athuga hvernig gangi. Öflugt vetrarstarf að hefjast hjá foreldrafélögum og foreldraráðum grunnskólanna Betra mannlíf í bænum Sandgerði | Fulltrúi Framsóknar- flokksins í bæjarstjórn Sandgerð- isbæjar hefur óskað eftir áliti fé- lagsmálaráðuneytisins á lögmæti afgreiðslu meirihlutans á sam- starfssamningi við Búmenn um byggingu íbúða- og þjónustukjarna í miðbæ Sandgerðis. Tillaga meirihlutans um að ganga til samninga við Búmenn var sam- þykkt með fjórum atkvæðum full- trúa Samfylkingar og óháðra og Sjálfstæðisflokks gegn þremur at- kvæðum Framsóknarflokks og Sandgerðislistans á fundi bæjar- stjórnar 10. september sl. Heiðar Ásgeirsson, oddviti framsóknar- manna, segir í bréfi til félagsmála- ráðuneytisins að ekki sé ágreining- ur um að ganga til samstarfs við Búmenn heldur telji minnihlutinn að umfang verksins sé umfram greiðslugetu bæjarsjóðs og einnig að það sé lagalega hæpið að Sand- gerðisbær sé að taka á leigu at- vinnuhúsnæði til að endurleigja. Eins og fram hefur komið munu Búmenn byggja húsið og eiga en Sandgerðisbær tekur á leigu að- stöðu fyrir bæjarskrifstofur, bóka- safn og fleiri þætti eigin rekstrar og einnig óráðstafað rými sem ætl- unin er að endurleigja til þjónustu- fyrirtækja. Álit sérfræðings lá ekki fyrir Heiðar segist hafa bent á það við umræður á fundinum að samkvæmt 65. grein sveitarstjórnarlaga sé skylt að afla álits sérfróðs aðila á áhrif slíks á fjárhagsafkomu sveit- arsjóðs, áður en sveitarstjórn stað- festi samninga um framkvæmdir sem gilda eigi til langs tíma og hafi í för með sér verulegar skuldbind- ingar fyrir sveitarsjóð. Ekkert slíkt álit hafi legið fyrir við afgreiðslu málsins. Óskaði Heiðar eftir áliti félags- málaráðuneytisins á því hvort ekki hafi verið skylt að afla slíks álits áð- ur en tillaga meirihlutans var tekin til afgreiðslu. Ráðuneytið hefur óskað eftir viðbrögðum bæjar- stjórnar Sandgerðisbæjar við er- indi Heiðars og var það tilefni til frekari umræðna á síðasta fundi bæjarstjórnarinnar. Kvartar til ráðuneytis vegna afgreiðslu meirihlutans Skylt að leita álits sérfróðra Afmæli | Í tilefni af tíu ára afmæli Íþróttamiðstöðvarinn- ar í Vogum verður opið hús þar næstkomandi laugardag. Íbúunum er boðið í sund, jóga, júdó, eróbikk og þrek og blóðþrýstingur er mældur hjá þeim sem vilja. Klukkan 14 verður boðið upp á kaffi og af- mælisköku. Keppt verður í körfubolta og Solla stirða úr Latabæ lítur við um klukkan 16.30. Um kvöldið verður sundlaugarpartý fyrir nem- endur úr 8. - 10. bekk grunn- skólans og unglingar úr Grindavík koma í heimsókn. UMHVERFISNEFND Eyjafjarð- arsveitar útnefnir árlega snyrti- legasta býli sveitarinnar. Að þessu sinni kom það í hlut fjöl- skyldnanna á Þórustöðum II og VII. Þar búa Örlygur Þór Helga- son og Margrét Sigfúsdóttir á Þórustöðum II og sonur þeirra og tengdadóttir, Helgi Örlygsson og Vigdís Helgadóttir, á Þórustöðum VII. Kartöflurækt er stunduð í stórum stíl á jörðinni. Þá má nefna að býlin eru þekkt að sér- lega smekklegum jólaskreyt- ingum sem vakið hafa óskipta at- hygli sveitunganna. Viðurkenning var veitt í hófi í nýopnuðu Smámunasafni sem kennt er við Sverri Hermannsson í Sólgarði, en formaður umhverf- isnefndar í Eyjafjarðarsveit af- henti fólkinu áritaðan skjöld þessu til staðfestingar. Tilgangurinn með viðurkenn- ingunni er að hvetja menn til um- hugsunar um góða umgengni í sveitinni. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Snyrtilegt: Séð heim að býlunum Þórustöðum II og VII í Eyjafjarðarsveit. Til fyrirmyndar: Sigmundur Guðmundsson, formaður Umhverfisnefndar Eyjafjarðarsveitar, lengst til vinstri, Jón Helgi Helgason, Vigdís Sigfús- dóttir og Helgi Örlygsson við afhendingu viðurkenningarinnar. Snyrtilegast á Þórustöðum Norðurljós | Þrjár nýjar sjón- varpsstöðvar hafa tekið til starfa að undanförnu, tvær á vegum Norðurljósa, Stöð 2 plús og Stöð 3 og ein á vegum Íslenska sjón- varpsfélagsins, SkjárTveir. Það fer hins vegar lítið fyrir þessum nýju stöðvum á landsbyggðinni og sam- kvæmt upplýsingum frá starfs- mönnum Norðurljósa og Íslenska sjónvarpsfélagsins er ekki útlit fyrir að breyting verði á því alveg á næstunni. Hins vegar er unnið að því hjá Norðurljósum að koma Bíórásinni og Popptíví norður í Eyjafjörð, samkvæmt upplýsingum frá Pálma Guðmundssyni, mark- aðsstjóra sjónvarps Norðurljósa. Pálmi sagði stefnt að því að Popptíví verði komin í loftið á þessu svæði innan tveggja vikna og Bíórásin að öllum líkindum um áramót. Íslenska sjónvarpsfélagið sem stendur að SkjáEinum, hefur nú bætt við SkjáTveimur en þar er um að ræða stafrænt áskriftar- sjónvarp sem býðst öllum þeim sem hafa aðgang að Breiðbandinu. Í dag er Breiðbandið aðeins í boði á höfuðborgarsvæðinu og Húsavík og samkvæmt þeim upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér er lítið að gerast í Breiðbands- málum á landsbyggðinni. Guðbergur Davíðsson, fram- leiðslustjóri SkjásEins, sagði að- spurður að þegar Breiðbandið kemur til Akureyrar komi Skjár- Tveir örugglega líka. Hann sagði að ef Íslenska sjónvarpsfélagið fengi leyfi fyrir dreifingu á sínum merkjum, SkjáEinum og Skjá- Tveimur, með stafrænni loftdreif- ingu sé mjög líklegt að SkjárTveir komi mjög fljótlega til Akureyrar. Á SkjáTveimur eru sýndar kvik- myndir og þáttaraðir af ýmsum toga. Aðeins M-12 áskrifendur Norð- urljósa eiga þess kost að sjá Stöð 2 plús en stöðin býður upp á sömu dagskrá og Stöð 2, með þeirri und- antekningu að allir dagskrárliðir eru klukkutíma síðar á ferðinni. Á Stöð 3 er grín og glens í aðal- hlutverkum. Sjónvarpsstöðvum fjölgar Landsbyggðin útundan Starfshópur skipaður | Bæj- arstjórn Akureyrar samþykkti ný- lega, að tillögu atvinnumálanefndar, að skipaður verði starfshópur sem hafi það hlutverk að fylgja eftir þeim tillögum og hugmyndum sem fram hafa komið vegna vinnu við Byggða- áætlun 2002–2005 og geta stuðlað að eflingu byggðar á Akureyri. Stjórn- sýslunefnd leggur til að eftirtaldir einstaklingar verði í starfshópnum: Bjarni Jónasson, Guðmundur Ómar Guðmundsson, Ingi Rúnar Eðvarðs- son, Marsbil Fjóla Snæbjarnardóttir og Sigrún Björk Jakobsdóttir. Áhyggjur af niðurskurði | „Boð- aður niðurskurður er í hróplegu ósamræmi við fyrri yfirlýsingar ráðamanna á sviði heilbrigðismála svo ekki sé talað um áherslur sem í orði kveðnu eiga að heita við lýði í byggðamálum,“ segir í ályktun frá aðalfundi VG í Norðausturkjör- dæmi. Þar er lýst þungum áhyggj- um af boðuðum niðurskurði og upp- sögnum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Þvert á móti telur fund- urinn að nauðsynlegt sé að FSA sé eflt sem móðurskip sérhæfðrar heil- brigðisþjónustu til að byggja upp menntun á sviði lækninga og heil- briðgisþjónustu í strjálbýli. Því beri að efla hlutverk þess og Akureyrar sem miðstöð sjúkraflugs, sem og varasjúkrahúss í landinu.    Konur hittast | Aglow-samtökin, sem eru kristileg samtök kvenna, efna til skemmtikvölds í fé- lagsmiðstöðinni Víðilundi 22 næsta mánudagskvöld, 20. október, kl. 20. Dögg Harðardóttir hjúkrunarfræð- ingur flytur hugleiðingu, þá verður kaffihlaðborð, söngur og bæn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.