Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 24
AUSTURLAND 24 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Alltaf á laugardögum Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.* Almennt verð er 1.689 kr. Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum. *5 línur; tilboðið gildir til 31. desember 2003. Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111 eða augl@mbl.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 21 22 0 0 9/ 20 03 HANN er vígalegur með tommustokkinn sinn, þessi bormaður við Kárahnjúkavirkjun. Hann heitir Þorgrímur Gunnar Eiríksson, starfar hjá Arnarfelli og á sinn þátt í gerð hjáveituganga Jöklu sem nú eru nánast tilbúin. Á eflaust eftir að bora sig inn víðar með tíð og tíma.    Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Víða snúast borarnir í Austfirðingafjórðungi Neskaupstað | Það er létt yfir mannfólkinu á góðviðrisdögum eins og hafa verið á Austurlandi nokkra undanfarna daga. Veðrið virðist líka létta geð málleysingj- anna, í það minnsta var ekki ann- að að sjá þegar Bylgja Magn- úsdóttir og páfagaukurinn Gúrú urðu á vegi fréttaritara Morg- unblaðsins í Neskaupstað nú á dögunum. Gúrú sem sat á öxl Bylgju naut greinilega lífsins og kjáði við fóstru sína í góða veðrinu.    Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Þau Bylgja Magnúsdóttir og páfa- gaukurinn Gúru mynnast á götum Neskaupstaðar. Góða veðrið léttir lífið Fljótsdal | Nú er hafinn undirbúningur að bygg- ingu stöðvarhúss Kárahnjúkavirkjunar við Teigs- bjarg í Fljótsdal. Fosskraft, sem samanstendur af fyrirtækjunum Íslenskum aðalverktökum, Ístak, Hochtief og Phil & Sön, er að undirbúa fyrsta þátt verksins, þriggja kílómetra löng göng inn í Teigs- bjarg. Innst í þeim göngum verður sprengd hvelf- ing og stöðvarhúsið byggt þar inni. Um eitt hundr- að manns verða við vinnu að verkefninu í vetur á vegum Fosskraft. Í morgun kom leiguskip Samskipa, Westerland, í höfn á Reyðarfirði með ýmsar vélar og tæki sem flutt verða inn að Teigsbjargi í dag og næstu daga vegna framkvæmdanna. Jafnframt kom með skip- inu krani sem verið hefur í Reykjavík en fær nú nýtt hlutverk á hafnarbakkanum á Reyðarfirði. Sá getur híft allt að 300 tonna þyngd og á fjölmörg þungbær verkefni sem tengjast virkjunar- og stór- iðjuframkvæmdum fyrir höndum. Fosskraft að byrja á göngum inn í Teigsbjarg Störf |Samkvæmt upplýsingum frá Svæðisvinnumiðlun Austurlands eru nú 278 störf í boði á Austur- landi. Eru flest þeirra hefðbundin karlastörf. Vel á annað hundrað störf eru í boði hjá Impregilo S.p.A. við Kárahnjúka, en flest þeirra gera ráð fyrir vinnuvélaréttindum. 112 manns eru nú á atvinnuleysisskrá á Austurlandi, 36 karlar og 76 konur.    Fáskrúðsfjarðargöng |Vel gengur við vinnu Fáskrúðsfjarðarganga. Í dag var búið að bora um 500 metra Fáskrúðsfjarðarmegin og 700 metra Reyðarfjarðarmegin. Göngin eiga að verða 5,9 km löng og 7,6 m breið í gólfhæð. Göngin munu stytta vegalengdina milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar úr 50 km í 19 km. Um 70 manns vinna að jafnaði við göngin og er áætlað að komast í gegn næsta haust og að frágangur ganganna taki u.þ.b. ár til við- bótar. Verkið hófst í apríl sl.    LOKIÐ er við að bora og sprengja tvenn hjáveitugöng fyrir Jöklu í stíflustæðinu við Fremri-Kárahnjúk. Önnur göngin eru 752 metrar að lengd, en hin 835 metrar. Á heimasíðu Kárahnjúkavirkj- unar kemur fram að 3–4 metra þykkar bergfyllur séu þó hafðar í öðrum enda beggja ganga til að koma í veg fyrir gegnumtrekk. Nú er unnið að því að steypa upp inntaksmann- virki við hjáveitugöngin og sam- kvæmt upplýsingum frá Impregilo S.p.A. er reiknað með Jöklu verðu hleypt í önnur hjá- veitugöngin, T2, í áföngum. Byrjað verður að veita ánni í göngin um mánaðarmótin nóv- ember desember en ljúka á til- færslunni í desemberbyrjun. Göngunum verður svo lokað með stálhlerum þegar stíflan er kom- in upp. Hæðarmunur á vatns- borði Jöklu nú og T2 göngunum er 10 metrar. Af öðrum göngum virkjunar- innar er það að frétta að í að- göngum 1 við Teigsbjarg er búið að bora 974 metra af 1.258, í að- göngum 2 við Axará 207 metra af 1.472 og í aðgöngum 3 við Glúmsstaðadal er ekki byrjað að bora, en þau göng eiga að verða 770 metra löng. Lokið við að bora hjáveitugöng fyrir Jöklu Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Nú er lokið við að sprengja hjáveitugöng fyrir Jöklu. Ánni verður brátt veitt í þau og byrjað að und- irbúa stíflustæðið. Leikhús |Leikhópurinn Vera á Fá- skrúðsfirði æfir nú sex einþáttunga undir stjórn Snorra Emilssonar frá Seyðisfirði. Unga kynslóðin er í að- alhlutverki sýningarinnar, því átján unglingar fara með öll hlutverk. Höfundar einþáttunganna eru Ólaf- ur Haukur Símonarson, Finn Methliu, Elsa Busk og Anna Jórunn Stefánsdóttir, Jóhannes Geir Ein- arsson, Guðmundur Bragi Krist- jánsson og Guðjón Sigvaldason. Frumsýna á verkin innan skamms.    Músík |Nemendum við Tónlistar- skólann á Seyðisfirði fjölgar stöðugt og eru nú rúmlega 70 talsins. Þeir eru á öllum aldursstigum, eða frá fimm ára og upp í áttrætt. Kennarar við skólann eru sem fyrr Muff Word- en og Maria Gaskell, en skólastjóri er Einar Bragi Bragason.    Vinabæjasamband |Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti í vik- unni að taka upp formlegt vina- bæjasamband við Akranes. Er til- gangurinn að efla samskipti bæjarbúa beggja bæja, sér- staklega á sviði atvinnumála, æskulýðsstarfs og íþrótta-, menn- ingar- og menntamála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.