Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 29 ÞAÐ er ekki öfundsvert að taka við hlutverkum af leikurum sem hafa ver- ið verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína í þeim. Í þessum sporum standa nú Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Halldór Gylfason á nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu í sýningunni Kvetch sem var endurfrumsýnd á miðvikudagskvöldið. Á fimmtudaginn í næstu viku er ná- kvæmlega ár frá frumsýningu í Vest- urporti, en í kjölfarið hlaut sýningin góða dóma. Hún hlaut svo fern verð- laun á Grímuhátíðinni hinn 16. júní: sem sýning ársins, Stefán Jónsson fyrir leikstjórn, Edda Heiðrún fyrir leik í aðalhlutverki og Ólafur Darri fyrir aukahlutverk. Það verður að teljast djarfur leikur hjá forráðamönnum Kvetch að taka verkið aftur til sýningar án þessara stjörnuleikara. En þannig er mál með vexti að í upphafi þessa árs sprengdi Kvetch utan af sér húsnæði Vestur- portsins og var flutt á nýja sviðið í Borgarleikhúsinu. Þar gekk allt eins og í sögu uns Edda Heiðrún hvarf á vit nýrra verkefna í Þjóðleikhúsinu og Ólafur Darri hélt til Lundúna ásamt mörgum efnilegustu leikurum húss- ins af yngri kynslóðinni til að leika í Rómeó og Júlíu í Young Vic-leikhús- inu. Það er augljóst orsakasamhengið á milli fjarveru þessa hluta leikhóps síðasta leikárs í húsinu og því að Lína Langsokkur er eina verkefni Leik- félags Reykjavíkur sem frumsýnt er fyrir jól á þessu leikári. Á meðan fá aðrir leikhópar fleiri tækifæri til að nýta salarkynni Borgarleikhússins, eins og í þessu tilfelli. Þegar tækifæri gefst til að taka sýninguna upp aftur hlýtur þrautalendingin að verða sú að æfa nýja leikara í hlutverk þeirra sem horfið hafa til annarra starfa. Það verður sífellt algengara að brugðið sé á þetta ráð í stærstu leikhúsunum, eins og nokkur dæmi af síðasta leikári og því sem nú er nýhafið sanna. Sýningin var upphaflega hönnuð með þrengslin í rýminu í Vesturporti og nálægðina við áhorfendur í huga. Þó að hún taki sig vel út á nýja sviðinu hefur ekki alveg verið hugað nógu vel að öllum atriðum. Oft kemur t.d. fyrir að andlitsdrættir leikaranna eru ill- greinanlegir vegna ónógrar lýsingar í einræðunum og tónlistin í upphafi sýningarinnar var svo hátt stillt að hafa mátti sig allan við til að greina auðveldlega allt sem leikararnir létu sér um munn fara. Frammistaða nýliðanna í leikhópn- um verður hér tilefni vangaveltna um leikara og þau hlutverk sem þeir velj- ast í. Það er ekki að undra að Katla Margrét og Halldór hafi tekið að sér hlutverkin enda þau með því bita- stæðara sem þeim hefur boðist hing- að til. Þarna gefst þeim tækifæri til að vaxa sem leikarar, sem þau grípa og nýta sér eins og þeim er nokkur kost- ur. Katla Margrét virðist búa að gíf- urlegu öryggi og hún naut sín í hlut- verkinu. Hún var t.d. meinfyndin í samfarasenunni með öllum sínum út- úrdúrum. Í atriðinu þar sem Donna veltir fyrir sér hvernig George muni bregðast við þeirri staðreynd að ann- að brjóst hennar hefur verið numið brott hélt hún á dýpri mið með góðum árangri, en að vísu svolítið á skjön við leikstjórnaráherslur Stefáns Jóns- sonar í sýningunni sem heild. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Halldór Gylfa- son hleypur í skarðið þegar einhver starfsbróðir hans forfallast, að vísu með mjög misjöfnum árangri hingað til. Halldór er bestur í upphafi sýning- arinnar, kemst vel frá leiknum í heild og bregst ekki bogalistin algjörlega nema í undantekningatilfellum eins og í heilabrotum Hals um mögulegt matarboð sitt. Í raun stendur Halldór sig betur í þessu hlutverki en nokkru sem undirritaður rekur minni til að hafa séð hann leika. Þetta er því gott dæmi um að leikarar vaxi með þeim hlutverkum sem þeim eru fengin. Engar áberandi breytingar hafa orðið á meðförum Margrétar Ákadóttur á hlutverki móður Donnu, Felix Bergs- son er enn meitlaðri og fyndnari sem George en það gætti örlítils óöryggis í leik Steins Ármanns í hlutverki Franks, sem kannski er skiljanlegt vegna breyttra aðstæðna. Einn hængur er á málinu, sem vert er að minnast á. Eins og kom fram í umsögn Soffíu Auðar Birgisdóttur sem birtist í blaðinu fyrir tæpu ári leggur Stefán Jónsson leikstjóri mesta áherslu á kómíkina í verkinu. Á tiltölulega skömmum æfingatíma hef- ur ekki gefist tækifæri til að aðlaga sýninguna þeim leikurum sem koma nýir að henni nema að mjög litlu leyti. Fyrir þann mikla meirihluta áhorf- enda sem munu sjá sýninguna í fyrsta sinn með breyttri hlutverkaskipan er einskis að sakna en þeir sem sjá hana nú á nýjan leik munu óhjákvæmilega bera leik nýliðanna saman við frammistöðu Eddu Heiðrúnar og Ólafs Darra. Hnitmiðaður gamanleik- ur þeirra, einstök útgeislun og reynsla gaf sýningunni svo aukið gildi að nægði til að koma henni á verð- launapall. Þó að Katla Margrét og Halldór Gylfason standi sig framar öllum vonum verður að draga í efa að sama væri uppi á teningnum nú. Hlaupið í skarðið LEIKLIST Leikhópurinn Á senunni í Borgarleikhúsinu Höfundur: Steven Berkoff. Íslensk þýð- ing: Ólafur Haraldsson. Leikstjóri: Stefán Jónsson. Leikarar: Felix Bergsson, Hall- dór Gylfason, Katla Margrét Þorgeirs- dóttir, Margrét Ákadóttir og Steinn Ár- mann Magnússon. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Leikgervi og búningar: Ásta Hafþórsdóttir. Lýsing: Sigurður Kaiser. Hljóðmynd: Jón Hallur Stef- ánsson. Miðvikudagur 15. október. KVETCH Morgunblaðið/Árni Torfason Katla Margrét Þorgeirsdóttir í hlutverki Donnu og Halldór Gylfason leikur Hal í gamanleiknum Kvetch sem er nú að nýju á fjölum Borgarleikhússins. Sveinn Haraldsson Listasafn Reykjanesbæjar Sýningu á verkum Stefáns Geirs Karlssonar lýkur á sunnudag. Lista- maðurinn verður sjálfur á staðnum frá kl. 15 þennan dag. Opið alla daga frá 13–17. Sýningu lýkur ÓPERUTÓNLEIKUM til minningar um dr. Victor Urb- ancic, sem vera áttu í kvöld er frestað til laugardagskvöldsins 25. október, vegna veikinda. Sýning á óperutvennunni Ma- dama Butterfly og Ítölsku stúlkunni í Alsír sem vera átti það kvöld fellur því niður. Síð- asta sýning á óperutvennunni verður sunnudaginn 19. októ- ber kl. 17. Tónleikum í Óperunni frestað Í HÖNNUNARSAFNI Íslands á Garðatorgi í Garðabæ stendur ný yf- ir sýning á verkum sem komust til úrslita í nýyfirstaðinni Nýsköpunar- keppni grunnskólanemenda. Keppn- in var sú 12. í röðinni. Um 2.000 hug- myndir voru sendar í keppnina og komust 52 í úrslit. Sýningin er opin mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga kl. 13-17. Sýningin stendur til 29. október. Ef óskað er eftir að skoða sýn- inguna utan opnunartíma þá má hafa samband á netfangið nkg@khi.is. Sýning á 52 nýsköpun- arverkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.