Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 39 ✝ Helga Þorkels-dóttir fæddist í Reykjavík 24. des- ember 1923. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness þriðjudaginn 7. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorkell Helgason, bóndi á Litlu-Grund við Grensásveg í Reykjavík, f. 10. des- ember 1900, d. 1986, og Ástríður Ingi- björg Björnsdóttir, húsfrú í Reykjavík, f. 10. janúar 1902, d. 1951. Helga var elst af níu systkinum. Systkini Helgu eru: Björn, f. 1925, d. 1996, Sigurðar eru: 1) Ásta, f. 11. febr- úar 1949, gift Halldóri Brynjúlfs- syni f. 20. júní 1943. Þau eiga tvo syni, Sigurð, f. 1970, og Brynjúlf, f. 1974. 2) Sigþrúður, f. 9. október 1952, gift Jóhannesi Gunnarssyni, f. 3. október 1949. Þau eiga fimm börn, Sigrúnu, f. 1970, Erlu Helgu, f. 1971, Lilju, f. 1972, Gunnar f. 1977, og Elínu Eiri, f. 1979. 3) Sig- ríður Helga, f. 29. október 1957. Barnabarnabörn Helgu og Sigurð- ar eru sjö. Helga ólst upp á Litlu-Grund við Grensásveg í Reykjavík. Eftir hefðbundna skólagöngu stundaði hún nám einn vetur við Hús- mæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði. Helga stundaði margvís- leg störf, en var lengst af húsmóð- ir í Borgarnesi, þar sem þau Sig- urður bjuggu alla sína búskapartíð. Útför Helgu verður gerð frá Borgarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Þorkell Máni, f. 1927, Þorgeir, f. 1929, Sig- ríður, f. 1930, d. 2000, Þormóður f. 1932, Gunnvör f. 1933, Hannes f. 1935 og Auður Sesselja f. 1937. Hinn 15. maí 1948 giftist Helga eftirlif- andi eigimanni sínum, Sigurði B. Guðbrands- syni afgreiðslumanni, f. á Smiðjuhóli á Mýr- um 3. ágúst 1923. For- eldrar hans voru hjón- in Guðbrandur Tómasson, f. 23. júlí 1893, d. 1980, og Sigþrúður Sigurðardóttir, f. 12. maí 1896, d. 1953. Dætur Helgu og Í dag verður jarðsett frá Borgar- neskirkju tengdamóðir mín. Helga var elst níu systkina er ólust upp á Grund við Grensásveg í Reykjavík. Á þeim tíma var Grund utan þétt- býlis Reykjavíkur og stunduðu for- eldrar hennar landbúnað þar. Faðir hennar var einnig vörubifreiðastjóri. Helga ólst upp við hefðbundin sveitastörf að hluta þrátt fyrir að í höfuðbog landsins væri. Það hefur vafalaust verið hennar hlutskipti að fara að vinna, aðstoða innan húss og utan, enda elzta barnið. Leið Helgu til Borgarness var þannig að hún réð sig til starfa í Hvítárvallaskála sem á þeim tíma var viðkomustaður flestra er fóru akandi til eða frá Reykjavík um Borgarfjörð. Einnig stoppuðu bifreiðastjórar héraðsins í Hvítár- vallaskála og hygg ég að kynni þeirra Helgu og Sigurðar hafi hafist þar. Helga og Sigurður hófu sinn búskap á Skallagrímsgötu í Borgarnesi. Næst fluttu þau að Þórólfsgötu 4, síðan byggðu þau á Borgarbraut 43 og munu hafa flutt þangað árið 1957. Þar bjó Helga fjölskyldu sinni notalegt heimili. Kynni mín af Helgu hófust árið 1966 en ég hafði þá um nokkurt skeið haft augastað á dóttur hennar sem konuefnis. Það er skemmst frá að segja að mér var vel tekið á Borg- arbraut 43. Við Ásta opinberuðum samband okkar árið 1967. Þá um haustið fór hún í Húsmæðraskólann að Laugalandi í Eyjafirði svo sem móðir hennar hafði einnig gert ung stúlka. Helga og Sigurður buðu mér þá að koma í fæði og húsnæði til þeirra þann vetur. Ég var settur til sætis fyrir enda borðs í eldhúsi og svo hefur verið síðan er ég kem þar að borði. Mikil og góð vinátta tókst strax með foreldrum mínum og þeim Helgu og Sigurði. Þegar ég nú kveð kæra tengda- móður og lít yfir farinn veg er líf hennar í mínum huga fyrri og síðari hluti. Ég var svo lánsamur að eiga nokkur ár með Helgu í fyrri hlut- anum. Hún var þá heil heilsu, hress og kát en nokkuð skaprík kona. Hún var ávallt með hjartað á réttum stað og umhyggja hennar var einstök þeim er hún unni. Má þar sem dæmi nefna að hún tók á heimili sitt aldna konu vestan af Mýrum og dvaldi hún undir vernd Helgu undir lok síns lífs. Helga var enn heil heilsu er hennar fyrstu barnabörn litu dagsins ljós. Þau voru hennar sólargeislar og áttu með henni dýrmætar stundir sem þau minnast nú með þakklæti. Á þessum árum lifðu þau Helga og Sig- urður við betri efnahag en oft áður. Þau nutu þess með ferðalögum inn- anlands og utan. Þessar ferðir voru Helgu mikils virði og ávallt færði hún þeim er heima sátu góðar gjafir er heim var komið. Á góðum aldri fór Helga að kenna sjúkleika er læknavísindin kunnu ekki skil á eða ráð við. Þessi sjúk- dómur gerði henni ófært að búa heima er frá leið, þó svo Sigurður héldi verndarhendi yfir henni þá sem fyrr. Þessi sterka kona sem hafði haft alla þræði sinnar fjölskyldu í sínum höndum var nú allt í einu orð- in þurfandi fyrir stuðning hinna. Svo hart lék sjúkdómurinn hana að hjóla- stóll hefur verið hennar tæki til að komast um árum saman. Helga unni mjög fegurð ljóss og blóma svo og fagurra muna. Jólin voru henni ávallt mikil hátíð. Að lokinni jóla- steikinni var setið með fagrar gjafir við kertaljós og brennandi reykelsi. Kaffi og konfekt var ekki langt und- an og er á kvöldið leið var afmæl- iskaffi með hinum ýmsu kökum. Helga dvaldi á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi allmörg síðustu ár sín. Hún naut þar mjög góðrar umönnunar starfsfólks. Hún átti þar góða dvöl og var sátt við sitt hlut- skipti. Hún hafði smá afdrep við enda gangs, þar sat hún og saumaði út, drakk kaffi og reykti. Nú er leiðir skilja þakka ég tengdamóður minni þá samleið er við áttum. Far þú í friði, Helga mín. Halldór Brynjúlfsson. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku amma mín. Í hjarta mínu geymi ég eingöngu ljúfar minningar um þig, minningar um kærleiksríka ömmu sem var mér svo góð og vakti yfir velferð minni frá fyrstu tíð. Ég vil þakka þér fyrir allar þær stundir sem við höfum átt saman og fyrir alla þá ást og hlýju sem þú komst með inn í líf mitt. Það er búið að reynast mér erfitt að kveðja þig og söknuð- urinn er mikill, en ég veit að þú varst orðin mjög þreytt og tilbúin til þess að fara til nýrra heimkynna. Það ótt- aðist þú ekki og því læt ég huggast. Ég veit að þú munt vaka áfram yfir okkur og til þess er gott að hugsa. Elsku hjartans amma mín, minn- ing þín verður sem ljós í lífi okkar Trausta og barnanna. Ég elska þig og kveð þig að sinni með bæninni sem við fórum svo oft með saman: Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Þín Erla Helga. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Elsku langamma. Til eru margar myndir sem verða vel varðveittar í framtíðinni, en engar þó eins vel og myndirnar sem til eru af okkur sitj- andi í fangi þínu á öllum aldri. Þessar myndir koma til með að gera okkur kleift að halda fast í minninguna um þig, ömmuna sem við fórum alltaf með blöðin til þegar við komum í heimsókn. Þú varst alltaf svo glöð þegar við birtumst og leitaðir sér- staklega eftir því að fá að kela við okkur og knúsa. Stundum gantaðist þú við okkur, kallaðir okkur títlur og ræfilstuskur og spurðir iðulega hvort eitthvað væri í skottinu á okk- ur. Þessu höfðum við lúmskt gaman af, enda þótti okkur þú bæði vera góð og skemmtileg langamma. Nú er komið að leiðarlokum og viljum við biðja góðan Guð og englana að geyma þig, elsku langamma. Þess óska litlu börnin þín, Birgir Elís, Unnur Elva, Heimir Smári og Harpa Sólveig. HELGA ÞORKELSDÓTTIR ✝ Þóra GuðrúnJónsdóttir fædd- ist í Vatnagarði í Landsveit 25. októ- ber 1916. Hún lést á Droplaugarstöðum 10. október síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- finna Þórðardóttir frá Gröf í Hruna- mannahreppi, f. 3. febrúar 1886, d. 3. mars 1963, og Jón Ófeigsson frá Næf- urholti, Rangárvöll- um, f. 3. desember 1879, d. 26. desember 1959. Þau bjuggu í Vatnagarði í Landsveit og síðar í Reykjavík. Bræður Þóru voru Óskar Nils, f. 9. nóv- ember 1909, d. 6. maí 1912, Óskar kennari og smiður á Laugarvatni f. 5. október 1913, d. 13. október 1998, og Ófeigur bifreiðastjóri, f. 18. febrúar 1915, d. 7. desember 1989. Dóttir Þóru er Brynhildur Ósk Gísladóttir myndlist- armaður, f. 9. mars 1944. Faðir hennar var Gísli Guðmunds- son lögregluþjónn, f. 12. júlí 1917, d. 8. ágúst 1998. Eigin- maður Brynhildar var Sigurður Ing- ólfsson tæknifræð- ingur (þau skildu). Þóra ólst upp í Vatnagarði í Land- sveit. Hún fluttist ung til Reykjavíkur, þar sem hún vann ýmis störf, lengst af við verslun og sauma. Eftir að foreldrar hennar fluttu til Reykjavíkur hélt hún heimili með þeim ásamt bróður sínum Ófeigi og héldu þau saman með- an hann lifði. Útför Þóru Guðrúnar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Lokið er þjáningum þrautseigrar hvunndagshetju. Öðruvísi verður það ekki orðað. Ég veit vel að þú kærðir þig ekki um neitt „mærð- arhjal“, en mig langar samt að kveðja þig með nokkrum orðum meðan ég átta mig á að þú sért far- in úr hverfinu, sem þú munt hafa hrærst í síðan um tvítugt. Eftir flutningin suður á kreppuárunum – frá Heklurótum – munt þú hafa unnið ýmis störf, verið „stúlka“ á heimilum, unnið verslunarstörf og á saumastofum, síðar á saumastofu Landspítalans fram yfir sjötugt, meðfram uppeldis- og heimilisstörf- um og umönnun aldraðra foreldra eftir að heilsu þeirra hrakaði. Þið systkinin, Ófeigur og Þóra, fluttuð ykkur í Stórholtið um sama leyti og dóttir þín Brynhildur Ósk giftist bróður mínum Sigurði Ing- ólfssyni. Á þeim tíma leigði ég hús- næði hjá vinnufélaga hennar sem gladdist yfir þessari uppgötvun og bar hann væntanlegri mágkonu minni vel söguna. Þegar við svo kynntumst þótti mér bróðir minn lánsamur með maka og tengdafólk. Samverustundir með ykkur – á ferðum til fallegra staða – í garða borgarinnar og á heimilum ykkar – einkenndust af græskulausri glettni og safaríku málfari fyrstu kynslóðarinnar á mölinni, með djúpar rætur í íslenskri lands- byggðarmenningu. Fyrir unga konu í miklum önnum með lítið barn, „horfinn námsmaka“ og for- eldra hinum megin á landinu voru þessar stundir góðar. Örlögin skák- uðu mér og mínum tvisvar í þetta sama hverfi, fyrst um 1970 og aftur sextán árum síðar. Þegar við urð- um aftur nágrannar hafði ég lært að þið systkinin höfðuð fylgst með okkur af þeim einlæga áhuga sem ykkur var tamur. Mun það seint gleymast hvernig Ófeigur birtist óbeðinn hvern morgun í tvær vikur um árið, til að aka „sjúklingnum“ á endurhæfingarstað hvernig sem viðraði, sjálfur orðinn veikur af sjúkdómi sem dró hann síðar til dauða – eða hvernig þið mæðgur urðuð ávallt fyrstar til að sýna lit þegar við mæðgur þurftum mest á að halda. Sjálf dansaðir þú ekki gegnum lífið á rósum – þótt ég viti vel að þú dansaðir líka. Langvarandi veikindi náinna ættingja, bakveiki þín og uppskurðir með varanlegum afleið- ingum, áhyggjur af dóttur í heilsu- og skilnaðarhremmingum og missir kærs tengdasonar tók allt sinn toll. Draumur þinn um húsið sem farið var af grunninum kom fram, en einnig framhald hans um sama hús endurrisið á sama grunni – lífið var þrátt fyrir allt gjöfult. Frásagnir þínar af ferðalögum með samstarfsfólki og öðrum um landið sýndu gleði yfir því sem sumir nefna „hið smáa í tilverunni“, eins og hugur þinn til bernskuslóð- anna og frændfólksins þar. Esjan tók aldrei alveg sess Heklu í vit- undinni – en þú stóðst of föstum fótum í raunverunni til að fegra fortíðina, líka eftir að fæturnir báru þig ekki lengur og sársaukinn gaf engin grið. Meðal þessa „smáa í til- verunni“ verða myndir í huga mín- um og lítils dóttursonar í heim- sóknum „hjá Þóru sem getur ekki gengið en hlær samt“, um „gamlan strák“ í Lönguhlíð 3 sem varð „svo glaður þegar hann sá lítinn dreng að hann sækir alltaf ópal“, um ís- veislur á Droplaugarstöðum og góðar stundir í húsinu hennar Þóru í Stórholtinu. Við vitum að nú ertu farin þangað sem öllum líður vel. Blessuð sé minning þín. Bryn- hildi Ósk og Sigurði Angantýssyni votta ég samúð mína sem og öðrum aðstendendum. Hansína Ingólfsdóttir. Hinn 25. október hefði Gúa orðið 87 ára. Hún kvaddi þennan heim hinn 10. október. Síðustu árin bjó hún á Droplaugarstöðum og þar áð- ur í Lönguhlíð 3 eftir að hún hafði ekki heilsu til að búa ein. Heimili hennar var áður að Stórholti 26. Ég hitti Gúu fyrst þegar ég var 24 ára, þá unnusta bróðursonar hennar, Jóns Guðna. Það var sumarið 1975. Síðan hef ég talið hana til vin- kvenna minna þrátt fyrir aldurs- muninn. Gúa var einstaklega greind kona og hefði getað numið hvað sem var ef aðstæður hefðu verið líkar þeim sem þær eru í dag. Ég hafði mjög gaman af að heyra hana segja frá því hvernig hún lærði að lesa. Þannig var að þegar eldri bræðrum hennar var kennt að lesa fylgdist hún með en sat á móti bræðrum sínum og lærði því staf- ina á hvolfi. Hún átti alltaf auðvelt með að lesa þannig síðar. Gúa hafði líka mjög næmt eyra fyrir íslenskri tungu og blæbrigðum hennar. Auk þess var hún einstaklega orðhepp- in. Oft hlógum við saman af orða- tiltækjum hennar og líkingum. Þegar við Jón litum inn til hennar kvaddi hún okkur oft með því að þakka fyrir innlitið og útlitið. Oft vitnaði hún til gamla kynsins þegar afstaða var tekin til mála. Gúa var afskaplega stolt af uppruna sínum. Hún var ættrækin og meðan hún hafði heilsu til fór hún oft og heim- sótti frændfólk sitt og var aufúsu- gestur. Gúa hafði mjög mikla ánægju af að ferðast um land sitt og fór margar ferðir sem veittu henni mikla ánægju og naut hún ferðanna lengi á eftir. Minnisstæð var ferðin til Grímseyjar. Síðustu árin voru Gúu erfið. Hún fór í erfiða aðgerð fyrir nokkrum árum en þá fékk hún nýjan hnélið í hægri fót. Kímni hennar kom þá vel fram, þrátt fyrir verki, því hún kall- aði hægri fótinn Dabba og þann vinstri Sigurvin. Þannig var Gúa alltaf tilbúin að slá á létta strengi, enda var alltaf gaman að koma til hennar. Þótt líkamskrafturinn hafi verið farinn að gefa sig var Gúa alltaf vakandi fyrir umhverfi sínu, fréttum og fólkinu sínu. Elsku Brynhildur, við sam- hryggjumst þér innilega. Þú varst augasteinn móður þinnar, stolt hennar og gleði. Elskuleg kona hef- ur kvatt. Blessuð sé minning henn- ar. Gúa mín, við kveðjum þig. Þínir vinir, Kolbrún og Jón. ÞÓRA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.