Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 41 ✝ Bjarni Jónssonfæddist á Fitjum í Hróbergshreppi í Steingrímsfirði 19. ágúst 1922. Hann andaðist 10. október síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin María Bjarnadóttir og Jón Ottósson. Systkini Bjarna eru Sigurbjörg tvíbura- systir, Björgheiður, Guðrún, Ása, d., Sig- ríður, d., Hulda, d., Pétur og Gylfi. Hinn 9. október 1943 kvæntist Bjarni Ástu Vest- mann, f. 4. mars 1925, d. 6. maí 1998. Börn Bjarna og Ástu eru: 1) María Vestmann, f. 21. nóvember 1943, d. 1. febrúar 1995, maki Einar Möller. Börn þeirra eru Kristján, Birgir og Ragnheiður og eru barnabörnin fjögur. Fyrir átti María tvö börn, sem hún missti. 2) Birgir Vestmann, f. 22. maí 1945, d. 27. febrúar 1966. Birgir eignaðist þrjú börn, Þór- önnu, Sigríði og Birgi, en barna- börnin eru ellefu og eitt barna- barnabarn. 3) Rut Vestmann, f. 3. febrúar 1949, d. 13. ágúst 1999, maki Hámundur Björnsson. Börn þeirra eru Ragna Peta, Ásta Bjarney og Rakel, en barnabörn- in eru átta. 4) Ingi- bergur Vestmann, f. 11. júlí 1950, maki Sigríður Gísladóttir. Börn þeirra eru Sól- veig, Birgitta, Helga, Ríkey, Gísli og Stefán, en barna- börnin tólf. 5) Jón Vestmann, f. 29. des. 1951, maki Elín Hanna Kjartansdótt- ir. Börn þeirra eru Auður, Eva Lind og Thelma, en barna- börnin eru fimm. 6) Bjarni Vestmann, f. 24. maí 1961, maki Rakel Árna- dóttir Börn þeirra eru Stella, Agnes og Andrea. Bjarni fæddist á Fitjum í Hró- bergshreppi og bjó þar til fimm ára aldurs þegar foreldrar hans fluttu til Hólmavíkur. Þar ólst Bjarni upp fram yfir unglingsár en flutti þá suður og settist að á Akranesi. Lengst af bjuggu hann og Ásta í Háholti 19. Bjarni stundaði sjómennsku lengstan hluta starfsævinnar, var margar vertíðir í Hvalstöðinni og síðustu starfsárin vann hann hjá Hafern- inum á Akranesi. Útför Bjarna fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 12. Í dag er borinn til grafar tengda- faðir minn Bjarni Jónsson. Mig langar til að minnast hans í fáeinum orðum. Bjarni fæddist á Fitjum í Steingrímsfirði og flutti til Hólma- víkur fimm ára gamall með for- eldrum sínum. Hann var í hópi tólf systkina en níu þeirra komust á legg. Á Hólmavík byggði faðir hans hús sem kallað var Klifið og flestir íbúar kenndir við það, „Bjarni á Klifinu“. Bjarni átti sín ungdómsár á Hólmavík og naut þar hefðbund- innar skólagöngu og stundaði sjóinn með föður sínum en faðir hans var með trillu og lagði Bjarni sitt af mörkum til heimilisins eins og al- gengt var á þessum tíma. Ungur að árum sleppti hann heimdraganum og ílentist á Akranesi. Þar kynntist hann konuefni sínu Ástu Vestmann og giftu þau sig 9. október 1943. Ef Ásta hefði lifað hefðu þau átt sextíu ára brúðkaupsafmæli daginn fyrir andlát Bjarna. Mín kynni af tengdaföður mínum hófust fyrir rúmum þrjátíu árum er við Jón sonur hans vorum að draga okkur saman. Á þeim tíma var Bjarni hættur á sjónum og kominn í land en fram að þeim tíma hafði hann stundað sjóinn í áraraðir. Bjarni var mér afskaplega þægileg- ur og ljúfur í viðmóti og sagði aldrei styggðaryrði við mig nema þegar var verið að spila, þá átti hann það til að skamma mig ef ég setti ekki rétta spilið út. Á heimili Bjarna og Ástu á Háholtinu var oft gestkvæmt og voru allir velkomnir sem þangað vildu koma og mikið var spilað og þá aðallega kani. Jafnframt kan- anum spilaði Bjarni mikið bridds við þá sem það kunnu og þótti hann nokkuð góður, þar var hann í essinu sínu. Bjarni og Ásta, ásamt systkinum Bjarna, komu sér upp sumarbústað í Þrastarskógi. Þar áttu þau hjónin margar ánægjulegar stundir og af- drep og höfðinglega var þar tekið á móti gestum sem og heima fyrir á Háholtinu. Ég átti því láni að fagna að vinna nokkur ár með Bjarna í Haferninum. Þar fór samviskusam- ur maður með eindæmum, vinsæll meðal samstarfsmanna og alltaf léttur í lund. Bjarni var mikil til- finningavera en bar í hljóði þau áföll sem hann varð fyrir á lífsleið- inni. Ekki er hægt að minnast Bjarna nema minnast á sönginn hans. Hann hafði mikla rödd og hafði ákaflega gaman af að syngja. Ef farið var í bíltúr þá söng Bjarni, á mannamótum þegar honum fannst eitthvað dauflegt átti hann til að hefja upp raust sína og syngja. Ég velti því stundum fyrir mér hvort unga fólkið í ættinni, sem talaði um Ástu sem „konuna sem kyssti“, hvort þetta sama unga fólk tali um Bjarna sem „manninn sem söng“. Bjarni dvaldi síðustu ár ævi sinn- ar á Dvalarheimilinu Höfða, þar leið honum afskaplega vel og talaði um að ekki væri hægt að hafa það betra, starfsfólkið væri svo gott og maturinn eins og á flottasta hóteli. Bjarni minn, með þessum fátæk- legu kveðjuorðum þakka ég fyrir að hafa kynnst þér, fengið að ferðast með þér og Ástu, innanlands jafnt sem utan, og verið hjá þér þegar þú lagðir af stað í síðustu ferðina. Hvíldu í friði. Elín Hanna. Elsku afi minn. Það er svo mikið tómarúm í hjarta mínu, því ég veit að ég á aldrei aftur eftir að heyra rödd þína, sjá bros þitt eða heyra hlátur þinn. Við systurnar höfum haft þau forréttindi að búa nálægt ykkur ömmu, það hefur gefið okkur mikið. Þú og amma voruð yndisleg hjón og manni leið vel hjá ykkur í Háholti 19. Það er tæplega ár síðan ég flutti með fjölskyldu mína upp á Skaga og síðan þá höfum við hist oftar. Við spjölluðum um allt og ekkert, stundum þögðum við bara og áttum tíma saman. Þú talaðir yfirleitt ekk- ert mikið en það var stutt í húm- orinn hjá þér. Ég hef verið heppin að þú hefur verið viðstaddur stærstu stundir ævi minnar, þegar stelpurnar voru skírðar og þegar ég gifti mig í sum- ar. Þú tókst upp á því að syngja fyr- ir okkur nýgifta parið og það var frábært. Við höfum verið saman mörg jól en nú verður þú ekki hjá okkur, það verður tómlegt án þín. Ég var búin að ákveða það að við ættum eftir að eiga meiri tíma sam- an. Ekki bjóst ég við því þegar ég kom til þín á fimmtudaginn síðast- liðinn að þú værir orðinn svona veikur eins og raun ber vitni, ég hafði verið hjá þér deginum áður og þá varstu hress. Ég fékk að kveðja þig áður en þú fórst, segja þér hvað mér þykir vænt um þig. Ég veit að þér líður vel núna því þú ert kominn í hlýjan faðm Ástu þinnar sem tek- ur brosandi á móti þér og segir: jæja Bjarni minn ertu þá kominn. Takk fyrir að hafa verið afi minn. Ég geymi minningu þína í hjarta mér og miðla henni til dætra minna. Þín Eva Lind. Elsku afi minn. Afskaplega er þetta allt nú skrýt- ið hvernig lífið getur endað snögg- lega. Við vorum nýbúin að frétta af hverju þú varst orðinn svona veik- burða þegar þú kvaddir þennan heim og ég sem var á leiðinni upp á Skaga til þín þegar mamma og pabbi hringdu í mig og sögðu mér að þú værir farinn. Hvað mér leið illa því mig langaði svo að hitta þig. En nú ertu kominn til ömmu sem ég veit að þú ert sáttur við. Elsku afi takk fyrir allar góðu minningarnar sem við áttum saman, einnig er ég svo þakklát fyrir að hafa fengið þau forréttindi að alast upp með þig og ömmu í næsta húsi. Í Háholt 19 var alltaf gott að koma og var húsið fullt af lífi og fjöri á sumrin, þegar allir ættingjarnir komu í heimsókn. Oftast var ég mætt fyrst til að taka á móti gest- unum. Ég á erfitt með að sjá jólin fyrir mér án þín, þar sem þú hefur eytt þeim með okkur í mörg ár, en ég veit þú verður með okkar á annan hátt. Ég sakna þín og mun ávallt minn- ast þín. Þín Thelma. Elsku Bjarni minn. Aðeins nokkur orð til að segja bless og minnast þeirra mörgu ára sem við áttum samleið í lífinu, en þau voru nokkuð mörg. Ég minnist þess þegar þú komst á Skagann 18 ára gamall og fórst að skjóta þig í Ástu systur minni. Síð- an þá hefur mér fundist sem þú værir bróðir minn. Fjölskyldur okkar voru mjög nánar og dætrum mínum þótti afar vænt um þig og fannst þú vera eins mikill frændi þeirra og Ásta var frænka þeirra. Ykkur Ástu þótti gaman að syngja og dansa og mig langaði að tileinka ykkur kvæðið „Ég vil dansa“ eftir Theódór Einarsson, sem þið sunguð svo oft. Á hörpunnar óma við hlustum í kvöld, mín hjartkæra, draumfagra meyja, og tunglskinið hefur sín töfrandi völd, er tónarnir síðustu deyja. Í hillingum sjáum við sólfagra strönd, þar svifum við tvö ein um draumfögur lönd, og tunglskinið hefur sín töfrandi völd, er tónarnir síðustu deyja. Er nóttin oss býður sín litskreyttu ljós, sem leiftra um himinsins veldi, þá gef ég þér ást mína, heiður og hrós, og hamingju á þessu kvöldi. Við dönsum og syngjum mitt seiðandi lag, unz sjáum við roða hinn komandi dag, og þá áttu ást mína, heiður og hrós, og hamingju frá þessu kveldi. Vertu blessaður vinur. Margrét Vestmann. BJARNI JÓNSSON Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson Útfararstjóri Sími 5679110, 8938638 Heimasíða okkar er www.utfarir.is Þar eru upplýsingar um allt er lýtur að útför: - Söngfólk og kórar - Erfidrykkja - Aðstoð við skrif minningargreina - Panta kross og frágang á leiði Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR, Ljósheimum 18, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni laugardagsins 11. október, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, föstu- daginn 17. október, kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á skógræktarstarfið í Siglufirði — Jóhannslund, banki 1102-26-2199, kt. 510894 2199. Henning Finnbogason, Birgir Henningsson, Gyða Ólafsdóttir, Ómar Henningsson, Elísabet Pétursdóttir og barnabörn. Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR ÞÓRARINSDÓTTUR, Hvassaleiti 37, Reykjavík. Þórarinn B. Kjartansson, Þorbjörg Kr. Kjartansdóttir, Jónas Gunnar Einarsson, Kjartan J. Kjartansson, Lilja Einarsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR RUNÓLFSSON, Austurgötu 22B, Hafnarfirði, lést á heimili sínu miðvikudaginn 15. október. Fyrir hönd aðstandenda, Hafrún Lára Bjarnadóttir, Þröstur Harðarson, fósturbörn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær móðir okkar, SIGRÍÐUR SVEINSDÓTTIR, Hraunteigi 22, Reykjavík, lést þriðjudaginn 14. október. Sveinn Óli Eggertsson, Ingólfur Vignir Eggertsson. Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, HRAFN E. JÓNSSON kennari, Engihjalla 17, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 15. október. Útförin verður auglýst síðar. Hrönn Hrafnsdóttir, Hjalti Sigurðarson, Ólafur Hrafnsson, Guðrún Björk Guðmundsdóttir, Friðrik Páll Jónsson, Unnur Hjaltadóttir, barnabörn og aðrir aðstandendur. Elskuleg systurdóttir mín og vinkona, KRISTÍN KIRRÝ HALLDÓRSDÓTTIR, ættuð frá Böðmóðsstöðum í Laugardal, andaðist í Malmö í Svíþjóð sunnudaginn 12. október sl. Fyrir hönd ættingja og vina, Lilja og Ingimundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.