Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ gæska streymdu frá henni og um- luktu okkur hin sem vorum svo gæfu- söm að kynnast henni. Hlýhugur í garð okkar mæðgna verður seint þakkaður og sendum við fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðju. Sigurveig og Íris Björk. Við höfum alltaf litið á það sem for- réttindi að hafa alist upp á Siglufirði. Þá var Siglufjörður miðdepill mann- lífsins í landinu, og átti það við bæði á sumrin og yfir vetrarmánuðina. Siglufjörður var síldarbær á sumrin og skíðabær á veturna. Sveiflurnar í síldinni voru hins vegar miklar. Stundum var allt á toppi, en svo komu síldarleysisárin, sem alltaf settu stórt strik í reikninginn. Siglfirðingar voru þessu þó vanir og létu það ekki á sig fá. Mannlífið var alltaf gott og vonin um að næsta sumar yrði betra hélt dampinum uppi. Siglfirðingar áttu á þessum árum mestu skíðakappa landsins og það átti sinn þátt í því, að allir sem vettlingi gátu valdið fóru á skíði, sumir í keppnisham, en aðrir sér til heilsubótar. Þetta umhverfi og þessar aðstæður þjöppuðu fólkinu saman og oft var talað um það að Sigl- firðingar væru sem ein fjölskylda og tækju sameiginlega á móti súru og sætu í lífsbaráttunni. Það er því ekki óeðlilegt, að við sem áttum samleið í uppeldinu og skóla- göngu mótuðumst af þessum aðstæð- um. Allt frá fyrsta degi í barnaskóla vorum við sem ein fjölskylda, og í 10 ár áttum við samleið þar til gagn- fræða- og landsprófi lauk og við dreifðumst í allar áttir. Það var okkar lán þegar við hófum nám í 11 ára bekk að fá Sigríði Jóhannsdóttur og Jakob Ármannsson í bekkinn, en þau höfðu skarað fram úr í námi árinu áður og voru því færð á milli bekkja. Og nú eru þau bæði farin. Jakob lést langt um aldur fram fyrir 7 árum og nú er Sigga farin líka. Hún varð frá fyrstu stundu eins konar mamma bekkjar- ins, og það hélst alveg fram á þetta ár meðan kraftar hennar entust. Eins og áður segir var samheldnin mikil, og við bjuggum að henni, þegar leiðir skildi eftir Gagnfræðaskólann. En þökk sé Siggu, því það var hún, sem sá til þess að tengslin héldust, og í þessi 48 ár sem liðið hafa höfum við hist a.m.k. einu sinni á ári og síðustu 15–20 árin höfum við auk þess haft þann sið, að hittast síðasta mánudag í janúar ár hvert á heimili Siggu. Hún var driffjöðrin í þessu og þess vegna var það einstakt happ, sem við höfum oft talað um, þegar við fengum hana í bekkinn okkar. Nú, þegar að skiln- aðarstundinni er komið sjáum við enn betur hvað hún var okkur, og hvað við höfum misst mikið, þegar hennar nýt- ur ekki lengur við. Sigga var einstök manneskja. Hún var gædd öllu því besta, sem eina manneskju getur prýtt. Hún var alin upp í guðsótta og við góða siði, í þeirra orða fyllstu merkingu, og það var þetta veganesti, sem gerði hana að svo stórri persónu og sem kom henni svo eftirminnilega til góða, þeg- ar hún stóð frammi fyrir erfiðum sjúkdómi, sem hún að síðustu réð ekki við. Hún hélt reisn sinni til síð- asta dags. Það besta, sem við getum gert Siggu, er að láta tengslin ekki bresta, og það ætlum við heldur ekki að gera. En í hvert skipti, sem við eig- um eftir að hittast, munum við sér- staklega minnast hennar og biðja henni og minningu hennar blessunar. Við þökkum Siggu fyrir allt og allt og sendum okkar innilegustu kveðjur til Hennings og sonanna, Birgis og Ómars, svo og systkina og allra ann- arra vandamanna. Megi minning mætrar konu lifa. Skólasystkinin frá Siglufirði. Mikil hetja, mannvinur og yndisleg vinkona, Sigríður Jóhannsdóttir, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 11. október sl. eftir rúmlega þriggja ára erfiða baráttu við krabbamein. Vinátta okkar hófst haustið 1958 í Húsmæðraskólanum í Reykjavík, er við hófum níu mánaða nám til undirbúnings hjónabandinu, enda báðar trúlofaðar og tókum hlut- verkið alvarlega. Sigga kom frá Siglufirði þar sem hún ólst upp á miklu menningarheim- ili foreldra sinna með fjórum systk- inum. Hún var elst þeirra og bar alltaf ótakmarkaða umhyggju fyrir systk- inum sínum og fjölskyldum þeirra. Foreldra sína umvafði hún kærleika til hinstu stundar. Faðir hennar bjó hjá þeim Henning í nokkur ár vegna veikinda sinna. Móður sína heimsótti hún á sjúkrahúsið á Siglufirði oft á ári og var þakklát fyrir að geta verið hjá henni þegar hún andaðist og fylgt henni til grafar, en þá var hún sjálf orðin mikið veik. Sigga fékk svo marga góða kosti í vöggugjöf að erfitt er að telja þá alla upp. Hún var góður námsmaður, glað- lynd, kær vinur og átti sérstaklega auðvelt með að halda ræður við hin ólíklegustu tækifæri, en það sem ein- kenndi hana fyrst og fremst var óend- anleg umhyggja hennar fyrir öllum sem hún kynntist á lífsleiðinni. Henni var ekkert mannlegt óviðkomandi. Við skólasystur hennar úr Húsmæðraskól- anum höfum notið vináttu hennar og kærleika frá upphafi, enda hefur góður vinahópur okkar haldið þétt saman í öll þessi ár. Sigga hafði mikla forustu- hæfileika og var því foringinn í hópn- um til síðasta dags og höfum við nú margs að sakna. Síðustu 15 árin höfum við farið haustferðir innan lands eða utan með mökum okkar. Síðasta ferðin var farin í ágústmánuði sl. að Búðum á Snæfellsnesi þar sem hópurinn átti ógleymanlega helgi, ekki síst af því að Sigga og Henning gátu verið með okk- ur, sem var alls ekki sjálfsagt miðað við heilsu hennar. En hún vinkona mín ætlaði í þessa ferð og það tókst. Við tvær áttum yndislegan laugardag meðan hópurinn fór í skoðunarferð. Við vissum hvert stefndi og því var þessi dagur svo dýrmætur. Hún var hetja til hinstu stundar, barðist af já- kvæðni við sjúkdóminn, sem þó sigraði að lokum. Aldrei hef ég efast um að hún Sigga vinkona mín yrði engill á himnum, en að hennar yrði þörf þar svo snemma hafði ég ekki reiknað með. Hún sem lofaði að sjá um okkur vinkonur sínar á elliheimilinu vegna reynslu sinnar sem sjúkraliði og umönnunar eldra fólks. Síðustu árin var hún húsvörður í blokkinni þeirra við Ljósheima með góðri hjálp Hennings og þar var alltaf allt skínandi hreint og fallegt. Þar tók Sigga að sér ótal einstaklinga sem þörfnuðust hjálpar við eitt og annað og sendi þá Henning á vettvang ef hún réð ekki við verkefnið. Þau Henning hafa staðið saman í gleði og sorg í yfir 45 ár og mikið lof- aði hún umhyggju hans í veikindum sínum. Hann sem aldrei hafði séð um húsverk í þeirra hjónabandi tók nú þetta allt að sér án orða. Synir þeirra, Birgir og Ómar, voru stolt Siggu, ásamt tengdadætrunum Gyðu og Betu, að ógleymdum sólar- geislunum Birgittu Rut, Henný Björk, Ernu Sigríði, Ingunni Birtu og Agli Pétri sem veittu ömmu ótaldar gleðistundir. Örlögum sínum tók hún af mikilli reisn, með ró og frið í sálu sinni. Trú hennar gaf henni styrk, en ég veit að henni þótti sárt að fá ekki að fylgjast með barnabörnunum leng- ur. Það verður erfitt að fá ekki langt handskrifað bréf á aðfangadag frá Siggu, en það hefur verið árvisst að hún sat uppi aðfaranótt aðfangadags við að skrifa vinum sínum kort eða bréf og Henning ók þeim síðan til við- takenda á aðfangadag. Að hafa átt vin eins og Siggu er ómetanlegt og við Stefán, dætur okk- ar og fjölskyldur þökkum henni vin- áttuna og biðjum Guð að vaka yfir Henning, Birgi, Ómari og fjölskyld- um þeirra. Einnig einlægar samúðar- kveðjur til þeirra, systkina hennar og fjölskyldna frá saumaklúbbi Siggu og mökum. Lokið er kafla í lífsins miklu bók. Við lútum höfði í bæn á kveðjustund. Biðjum þann Guð, sem gaf þitt líf og tók græðandi hendi að milda sorgarstund. Ó, hve við eigum þér að þakka margt þegar við reikum liðins tíma slóð. Í samfylgd þinni allt var blítt og bjart blessuð hver minning, fögur, ljúf og góð. Okkur í hug er efst á hverri stund ást þín til hvers, sem lífsins anda dró hjálpsemi þín og falslaus fórnarlund. Friðarins Guð þig sveipi helgri ró. (Vigdís Runólfsdóttir.) Árný. Kveðja frá Langholtssöfnuði Hláturmild og brosandi, með hlýjar hendur og stórt hjarta. Þannig minn- umst við Sigríðar Jóhannsdóttur sem helgaði Langholtssöfnuði krafta sína í áratugi, leiðtogi í kvenfélagi, í starfi eldri borgara og í sóknarnefnd. Hún lagði sig alla í þjónustuna, gekk fram af eldmóði sem hvatti aðra til þátttöku. Sá hópur er stór sem Sigríður starfaði með og annaðist og sem minnist nú og þakkar þjónustu hennar að leiðarlok- um. Til að heiðra minningu Sigríðar og þakka fórnfús og ómæld störf í þágu Langholtssafnaðar hefur sóknarnefnd ákveðið að gefa Kvenfélagi Langholts- kirkju andvirði steinds glers í einn af hliðargluggum Langholtskirkju sem verið er að setja upp um þessar mund- ir, en kvenfélagið gefur gluggana og er að safna fyrir þeim. Guð blessi minningu Sigríðar Jó- hannsdóttur og gefi ástvinum hennar huggun og styrk. Hvíli hún í friði Guðs. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur. Það var á haustdögum árið 1958 að hópur ungra kvenna mætti til náms í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur við Sól- vallagötuna. Framundan var níu mán- aða nám í hússtjórn, barnauppeldi, handavinnu og öllu því sem þá voru tal- in gullin gildi kvenna sem í vændum áttu að standa fyrir heimili og fjöl- skyldurekstri. Karlar voru engir í hópnum, enda byggðist námið að hluta til á afmarkaðri verkaskiptingu hjóna. Að sjálfsögðu var eftirvæntingin mikil, og spennandi námsefni framundan í takt við tíðarandann sem þá var. Hóp- urinn kom víðsvegar að af landsbyggð- inni, Sigga Jóhanns kom frá Siglufirði. Hún var glæsileg stúlka sem tekið var eftir, vönduð og velvirk. Það tók ekki langan tíma fyrir okkur allar að kynn- ast og hnýta þau vinabönd sem haldist hafa fram á þennan dag. Þar átti Sig- ríður stærstan hlut að máli, hún var fyrirliði hópsins og hélt fast utan um okkur. Og þannig hefur það verið fram á þennan dag. Sigga sá um allt og gleymdi engu. Hún bar umhyggju fyr- ir okkur vinkonunum og fjölskyldum okkar. Einstök kona sem lagði góðum málum lið víðsvegar í þjóðfélaginu. Hún vildi bæta og byggja upp þar sem sökklar höfðu sigið. Sigríður átti víða inni, hún var stór- tæk í safnaðarstarfi þjóðkirkjunnar og var velgjörðarmaður svo margra sem á vegi hennar urðu. Hún tók sjúkraliðapróf og nýtti sér þá mennt- un um árabil. Sigríður var vel gefin, með gott veganesti úr foreldrahúsum og lifði reglusömu lífi alla tíð. Hún átti fjölskyldu sem studdi hana í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur og væntumþykja hennar til allra sinna var skilyrðislaus. Svo endar þetta líf allt í einu og tíminn leið svo allt of fljótt. Sigríður þurfti að ganga í gegn- um erfið veikindi sem hún batt vonir við að sigrast á. En það brást. Við Geir vottum nú Henning og sonum þeirra Birgi og Ómari og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Við söknum vinar í stað. Brynhildur K. Andersen. Í dag kveðjum við Sigríði Jóhanns- dóttur. Okkar fyrstu kynni voru þegar föngulegur hópur var samankominn 15. september 1977, konur, unglings- stúlkur og piltar á leið í nám í Sjúkra- liðaskóla Íslands. Þarna kynntumst við Siggu, konu sem átti og á enn hlut í hjörtum okkar allra. Hún var leiðtoginn í hópnum og var auðug af mannkærleika. Eftir útskrift úr Sjúkraliðaskóla Íslands tók Sigga það að sér að halda hópnum saman. Í dag þökkum við fyrir hvað hún hefur gert fyrir okkur en það er fyrst og fremst henni að þakka að hópurinn hefur hist árlega í þessi 25 ár. 15. september sl. átti I-hollið 25 ára afmæli, Sigga ætlaði að koma en veikindi hennar voru orðin það alvar- leg að hún komst ekki til að vera með okkur, en hugur okkar var hjá Siggu. Nokkrum dögum síðar heimsóttum við hana með myndir frá afmælinu og ræddi hún við okkur um veikindi sín af svo miklum þroska og raunsæi að við vorum djúpt snortin. Ekki var að spyrja að glettni hjá henni, þar sem hún spurði: Hvar á ég að mæta lífs eða liðin í næsta afmæli okkar? Við þökkum fyrir að hafa kynnst Siggu og þeim kærleika sem hún gaf okkur. Við vottum eiginmanni hennar og fjölskyldu dýpstu samúð. Guð veri með ykkur. Halldóra, Helga, Þórný og skólasystkini úr I-holli Sjúkraliðaskóla Íslands. Ævilöng vinátta er eitt það feg- ursta sem til er í mannlegum sam- skiptum. Hún þróast milli fólks sem gefur af sjálfu sér og deilir gleði og sorg hvert með öðru í gegnum lífið. Sigga Jó og mamma mín Ásdís Jón- asdóttir höfðu þekkst og verið nánar vinkonur í um 45 ára skeið og segja má að ég hafi flotið með í þeim vin- áttuböndum þótt slíkt sé ekkert endilega sjálfsagður hlutur. Mínar fyrstu minningar af Siggu Jó eru tengdar æskuheimilinu mínu í Sólheimunum í Reykjavík á sjöunda áratugnum, en Sigga átti heima í Ljósheimunum og því ekki langt á milli. Mamma og Sigga heimsóttu oft hvor aðra og einhvern veginn hefur myndin af Siggu á þessu árum orðið mér minnisstæð: ung, grönn kona með mikið, fallegt hár og tjáningar- ríkt andlit. Önnur minning frá þessum árum sem kemur upp í hugann er tengd barnaguðsþjónustu í Langholts- kirkju. Ég fór þangað iðulega ein míns liðs frá sex ára aldri eins og flestir krakkar sem þessar guðsþjón- ustur sóttu, en Sigga var ein af fáum foreldrum sem alltaf mætti þar með sonum sínum Birgi og Ómari. Einu sinni tók presturinn það skýrt fram yfir barnahópinn að það væri til fyr- irmyndar hve oft Sigga kæmi með sonum sínum í kirkjuna og ég man eftir hvað ég var stolt yfir því að ég þekkti þessa góðu konu sem prest- urinn fór lofsorðum um. Vinátta Siggu og mömmu átti upp- tök sín í saumaklúbbnum sem þær tilheyrðu allt frá því að þær voru í Húsmæðraskólanum í Reykjavík innan við tvítugt. Saumaklúbbar voru haldnir tvisvar í mánuði svo að saumaklúbbarnir urðu nokkrir heima hjá okkur í gegnum árin. Þetta voru oft erfið kvöld fannst mér, því illilega gekk að sofna fyrir mali og hlátrasköllum (þótt terturestar daginn eftir bættu það upp). Og ef ég kíkti fram í stofu þá komst ég ekki hjá því að sjá að flestar konurnar voru ekkert að sauma (bara tala og hlæja), en sú sem var hvað iðnust við handavinnuna í gegnum árin var ein- mitt Sigga. Í svefnrofunum greindi ég rödd hennar og ég fékk snemma mynd af henni sem áreiðanlegri og skynsamri konu. Þegar ég eltist styrktist þessi mynd af henni og einnig kom í ljós kona sem var ótrúlega orkumikil, af- kastamikil og ósérhlífin. Umhyggjan og áhuginn sem hún hafði á annarra hag náði langt út fyrir fjölskyldu- og vinabönd. Gegnum öll árin sem ég bjó er- lendis skrifaði Sigga mér hlý og hjartnæm jólakort og sendi mér allt- af eitthvað með kortinu sem tengdist jólunum á Íslandi, t.d. ein jólin sendi hún jólamessu úr Langholtskirkju á kassettu. Einnig fylgdu jólakortun- um myndir af íslenskri náttúru sem Henning maður hennar tók svo lista- vel á ári hverju. Hlýhug þeirra beggja í minn garð í gegnum árin fæ ég seint fullþakkað. Ég heyrði í síðasta skipti í Siggu á afmælisdegi mínum fyrir um mánuði þegar hún og Henning hringdu í mig. Ég vildi þá innra með mér ekki kann- ast við það að hugsanlega væri þetta okkar síðasta samtal en áreiðanlega vissi hún betur. Enn ein röddin í saumaklúbbnum góða er hljóðnuð. Hjartahlý kona og vinur í raun er horfin sjónum okkar en minningin um hana lifir. Ég bið góðan Guð að gefa Henn- ing, Birgi og Ómari og fjölskyldum þeirra huggun og styrk. Með samúðarkveðju, Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir. Elsku Sigga mín. Komið er að kveðjustund. Takk fyrir allar samverustundirnar bæði léttar og þungar. Þú varst yndisleg kona, og þú varst svo góð við mig. Ég á þér svo margt að þakka að ég kem ekki orðum að því. Hafðu kæra þökk fyrir allt og allt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Henning, synir og fjölskyld- ur ykkar, ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur. Gerður Eyrún (Rúna). Í dag er kvödd kær vinkona og kvenfélagssystir. Fyrir tæplega fjörutíu árum þegar ég gekk í kvenfélag Langholtskirkju tók ég eftir Sigríði Jóhannsdóttur, ungri og glæsilegri konu sem geislaði af lífsorku og var alltaf glöð og gef- andi. Hún gekk rösklega að hverju verki sem hún tók að sér fyrir félag- ið, en þau voru mörg á þessum árum. Þarna var kona sem öll kvenfélög þurfa að eiga. Hún var vel greind og með mikla rökhugsun og mikil fé- lagsvera. Sigríður hlúði vel að innra starfi kirkjunnar sinnar og sérstaklega að eldri borgurum, sem dáðu hana af heilum hug. Hún veitti þeim mikla lífsgleði af allri sinni snilld. Með þakklæti í mínu hjarta þakka ég Sigríði fyrir allan þann mikla stuðning sem hún gaf mér þegar ég var formaður kvenfélagsins í 2 ár. Hún var bænheit og var yndislegt að vera með henni á bænastundunum. Eftir þann tíma vorum við nánari og þakka ég hverja stund sem við áttum saman á þeim vettvangi. Það var á fallegum sumardegi árið 2000 að hún kom í sumarbústað minn, ásamt kærri vinkonu okkar, sem hún sagði okkur að eitthvað væri að heilsu sinni og að hún þyrfti að láta athuga sig. Nú eru þrjú ár síð- an hún tók á móti örlögum sínum með miklu æðruleysi og sátt við guð sinn. Hún vissi að líf vort nær til- gangi guðs. Nú hvílir hún í ljósi þeirra sem hún þjónaði mest. Ég sendi fjölskyldunni hugheilar samúðarkveðjur. Súsanna Kristinsdóttir. Kveðja frá Ellimálaráði Reykjavíkurprófastsdæma Þegar Ellimálaráð Reykjavíkur- prófastsdæma var stofnað fyrir rúm- lega tuttugu árum var Sigríður Jó- hannsdóttir valin til að vera formaður. Hún og samstarfsfólk hennar tókust á við þetta verkefni af miklum dugnaði og í tólf ár óx og dafnaði starfið undir hennar öruggu stjórn. Hún bar einlæga umhyggju fyrir málefnum eldri borgara og fylgdist með kirkjustarfi aldraðra af miklum áhuga. Um leið og við biðjum Guð að blessa allar góðar minningar um Sigríði og þökkum hennar miklu og góðu störf vottum við eiginmanni hennar og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. (Úr 121. Davíðssálmi.) SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Sigríði Jóhannsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.