Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 48
DAGBÓK 48 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag er Trinket vænt- anlegt. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er Halifax vænt- anlegt. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 14 bingó. Hár- snyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 13– 16.30 smíðar. Bingó spilað 2. og 4. föstudag í mánuði. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 vefnaður og félagsvist kl. 13.30 Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðslustofan opin, kl. 14 söngstund. kl. 9–16.30 púttvöll- urinn opinn þegar veð- ur leyfir. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin opin. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9 böðun, smíðar og útskurður. Messa kl. 14. Furu- gerðiskórinn syngur. Kaffiveitingar eftir messu. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, myndlist o.fl., kl. 9.30 gönguhóp- ur, kl. 14 spilað. Tísku- sýning kl. 14. Leikfimi- hópurinn sýnir hausttískuna. Handa- vinnustofan lokuð eftir hádegi og engin spila- mennska í dag. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“ spilað á spil. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 9 vinnu- hópur gler, kl. 13 fé- lagsvist í Garðabergi hjá FEBG kl. 13. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Bingó í Gullsmára í dag kl. 14. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl. 9 dagblöð, rabb og kaffi. Leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.30. Tréútskurður og brids kl. 13. Dans- leikur í Hraunseli í kvöld kl. 20.30–24. Caprí Tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Útvarp Saga 94,3 í dag kl. 12.20. Þáttur um málefni eldri borgara. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Sími 575 7720.Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10 „Gleðin léttir lim- ina“, létt ganga o.fl. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 13 bókband. Kl. 13.30 kóræfing. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 myndvefnaður, kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bók- band. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga. Kl. 14–15 bingó. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, út- skurður, baðþjónusta, fótaaðgerð og hár- greiðsla. Bingó kl. 14, kaffiveitingar. Hvassaleiti 58-60. Kl. 14.30 Föstudagskaffi. Hársn. Fótaaðg. Norðurbrún 1. Kl. 9– 17 hárgreiðsla, kl. 10– 11 boccia, kl. 14 leik- fimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl.10–11 kántrýdans. Kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 15 kynning á Kan- aríeyjum hjá Úrvali- Útsýn. Dregið úr lukkupotti, dansað. Rjómapönnukökur. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir, kl. 13.30 bingó. Laus pláss í bútasaum f.h. á mánu- dögum. Haustfagnaður 30. okt. kl. 16.30 á Hót- el Heklu austur á Skeiðum. Kvöldmatur, söngur, glens og dans. Uppl. í síma 561 0300. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Félag einhleypra. Fundur á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverf- isgötu 105, Nýir fé- lagar velkomnir. Heitt á könnunni. Munið gönguna mánu- og fimmtudaga. Framsóknarfélag Mosfellsbæjar. Fé- lagsvist kl 20.30 í Framsóknarsalnum, Háholti 14, 2.hæð. Veg- legir vinningar. Í dag er föstudagur 17. október, 290. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Menn undruðust næsta mjög og sögðu: Allt gjörir hann vel, daufa lætur hann heyra og mállausa mæla. (Mark.7,37). Ágúst Ólafur Ágústssonalþingismaður gagn- rýnir skort á geðheil- brigðisþjónustu við börn og unglinga í grein á vefritinu Pólitík.is. „Ár eftir ár eru málefni geð- sjúkra einstaklinga í uppnámi og við heyrum meira að segja af ófremdarástandi í mál- efnum geðsjúkra barna og unglinga. Á meðan þessir hlutir eru í ólestri getum við einfaldlega ekki réttlæt nein önnur ríkisútgjöld. Þetta er ein- faldlega hluti af grunn- skyldu samfélagsins, langt á undan jarð- göngum, sendiráðum, bú- vörusamningum og menningarhúsum. Á hverjum tíma glíma um 50 þúsund Íslend- ingar við geðraskanir af ýmsum toga. Í þeim hópi er að sjálfsögðu að finna börn og unglinga en um fimmta hvert barn í land- inu er talið eiga við geð- heilsuvandamál að stríða. Fleiri einstaklingar fremja sjálfsvíg árlega hérlendis en þeir sem deyja í umferðarslysum.     Formaður Félags for-eldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga hefur nýlega staðfest að kerfið hafi einfaldlega brugðist og að í raun ríki ófremdar- ástand í geðheilbrigð- ismálum barna og ung- linga hér á landi. Hann telur að úrræði fyrir börn og unglinga skorti á öllum þjónustustigum og að Ísland sé hinum Norðurlöndunum langt að baki. Hér á landi er gert ráð fyrir að 0,5% barna með geð- heilsuvandamál fái við- unandi þjónustu en á hin- um Norðurlöndunum er þetta hlutfall 2% eða fjórum sinnum hærra. Til að ná þeim viðmiðum hér á landi þarf að þre- falda mannafla barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Bent er á að unglingar komist ekki á meðferð- arheimili Barnavernd- arstofu nema vandi þeirra sé orðinn mjög al- varlegur og að börn með alvarlegan geðrænan vanda fái ekki pláss á barna- og unglingageð- deild fyrr en eftir allt að árs biðtíma. Eins árs bið- tíma á ekki að líða í sam- félagi sem er hið sjötta ríkasta í heimi. Formað- urinn fullyrðir meira að segja að undanfarin ár hafi þjónustan versnað til muna en verk- efnastjóri Geðræktar hefur einnig staðfest ný- lega að alltof fá börn fái aðstoð og að fæstum málum sé fylgt nægilega vel eftir.     Hvorki tímabundnirplástrar né góð orð ráðherrans við og við nægja lengur. Við þurf- um einfaldlega að setja þessi mál í forgang og í raun þarf ekki mikið til. Það á ekki að þurfa að standa í undirskrift- arsöfnunum eða skipa sérstaka verkefnisstjóra með reglulegu millibili. Hlustum á þá sem þekkja þessi mál og leysum þau í eitt skipti fyrir öll.“ STAKSTEINAR Geðheilbrigðismál forgangsverkefni Víkverji skrifar... NÚ ætlar samgöngunefnd Reykja-víkurborgar að taka upp þá ný- breytni að gefa bíleigendum kost á að borga í stöðumæli með GSM-síma. Það er auðvitað mikil bót og þýðir að menn þurfa ekki lengur að vera með smápeninga á sér til að sleppa við stöðumælasekt. Víkverja fannst hins vegar kaflinn um þetta mál í frétta- tilkynningu frá samgöngunefndinni dálítið kostulegur, en þar segir: „Greiðslumiðlunarkerfi sem byggjast á notkun GSM-síma og rek- in eru samhliða stöðu- og miða- mælum hafa verið að ryðja sér til rúms í nágrannalöndunum. Bíla- stæðasjóður hefur fylgst með þróun slíkra kerfa og innleiðingu þeirra um árabil. Samgöngunefnd hefur nú ákveðið að gefa fyrirtækjum á því sviði kost á að koma upp slíkri þjón- ustu, að uppfylltum tilteknum skil- yrðum sem ætlunin er að liggi fyrir í árslok.“ x x x ÞAÐ hefur nefnilega margoft kom-ið fram að íslenzk símafyrirtæki og hugbúnaðarfyrirtæki hafa árum saman boðið Bílastæðasjóði upp á að setja upp greiðslumiðlunarkerfi fyrir GSM-síma, en hafa fengið þau svör að það væri nú alveg ástæðulaust að þróa slíka lausn á Íslandi. Hér í blaðinu birtist frétt sumarið 2001, þar sem haft var eftir Stefáni Haraldssyni, framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, að ekki stæði til að taka slíka þjónustu í gagnið. „Við ætlum ekki að vera í fararbroddi í þessari tækni, við ætlum að leyfa öðrum að þróa þetta og taka svo í gagnið einhverja tækni sem virkar þegar allir eru tilbúnir,“ sagði Stefán í fréttinni og bætti við að ekki væri víst að þessi tækni yrði nokkurn tím- ann tekin í gagnið hér, það færi eftir því hvernig kerfin reyndust erlendis. x x x ÞESSI afstaða Bílastæðasjóðs varauðvitað á sínum tíma dæmi um alveg hreint dæmalaust vitlausan hugsunarhátt. Fáar þjóðir eiga jafn- mikið af GSM-símum og Íslendingar eða nota þá jafnmikið. Óvíða er þró- un tækni fyrir GSM-síma komin lengra en hér á landi og ýmis fyr- irtæki starfandi hér, sem eru leiðandi í þeim efnum. En í stað þess að taka þátt í að gera Íslendingum kleift að vera í fararbroddi í þessu efni og efla þannig vaxtarbrodd í atvinnulífinu um leið og borgarbúum yrði gert lífið þægilegra, ákváðu borgaryfirvöld í Reykjavík að drattast fremur á eftir – eða vera bara alls ekki með og halda áfram að senda einkenn- isklædda fólkið með sektarmiðana á bíleigendurna, sem ekki eiga klink. Það er góðra gjalda vert að nú loks- ins á að fara að nota tækni, sem var tilbúin hér á landi fyrir einum þrem- ur árum, en í millitíðinni hafa aðrir auðvitað náð forskotinu, bæði í þróun tækninnar og þjónustu við borg- arana. Morgunblaðið/Jim Smart Vangaveltur Á UNDANFÖRNUM ár- um hefur íslenskt samfélag breyst mikið. Á öllum stærri vinnu- stöðum eru erlendir starfs- menn í auknum mæli. Á ríkisspítölunum vinnur fjöldi fólks við ræstingar, í eldhúsi og býtibúrum og kvartar það oft yfir miklu álagi og ósanngjörnum kröfum. Sum hjúkrunarheimili eru að miklu leyti mönnuð erlendum starfsmönnum sem þekkja ekki sinn rétt og skyldur og íslensku- kunnáttan oft léleg. Hótel og veitingahús ráða mikið til sín erlent vinnuafl sem mér er kunn- ugt um að hafi oft þurft að leita til verklýðsfélaganna vegna samningsbrota. Fiskvinnslan í landinu hefur verið mönnuð er- lendu vinnuafli hvað lengst af öllum greinum Íslend- inga. Hjá flugfélögum eins og til dæmis Atlanta er stór hluti starfsmanna erlendur og flestir starfsmenn verk- takar. Svokölluð flaggskip, sem eru í eigu Íslendinga, eru mönnuð útlendingum á lág- um launum. Einnig má nefna kjúk- lingabú, eggjabú og slátur- félög víðsvegar um landið sem mönnuð eru illa laun- uðu erlendu starfsfólki að sumu eða öllu leyti. Og nú í ár fjölgaði erlendum starfs- mönnum til muna á Austur- landi við Kárahnjúka, þar sem á að reisa virkjun fyrir lægsta tilboð sem fékkst í verkið og viti menn, vondur aðbúnaður, lág laun og samningsbrot bæði hvað varðar laun og aðbúnað. Því miður held ég að stefnan í atvinnumálum sé og hafi verið til langs tíma að ráða til verka útlendinga á lægri launum. Ég fagna því að verka- lýðshreyfingin taki málið í sínar hendur og gefi ekkert eftir hvað samninga, að- búnað og réttindi varðar. Hver verður framtíðin? Verða Íslendingar í öllum stéttum í útrýmingarhættu á vinnumarkaðnum? Mun þessi fjöldi erlendra starfsmanna við Kára- hnjúka vekja okkur til um- hugsunar og aðgerða? Þórey Einarsdóttir, sjúkraliði. Bifreiðastyrkur ÉG las nýlega í Morgun- blaðinu að lengja ætti tíma- bil úthlutunar á bifreiða- styrkjum í 6 ár. Við sem höfum haft þennan styrk erum alveg undrandi og sorgmædd yfir endalausum árásum á okk- ur. Það er erfitt að reka bíl í 6 ár fyrir þá sem hafa að- eins örorkustyrki og bíllinn er óseljanlegur eftir svo langan tíma og þá þarf að bæta peningum við í kaup- um á öðrum bíl. Garðari Sverrissyni sendi ég hlýjar hugsanir og þakklæti. A.J. Tapað/fundið Reiðhjól týndist REIÐHJÓL af gerðinni Mongoose Pro, 21 gírs og svart að lit, hvarf fyrir utan Félagsmiðstöðina í Frosta- skjóli 14. okt. Hjólsins er sárt saknað. Ef einhver at- hugull lesandi verður hjóls- ins var, þá vinsamlegast hafið samband í síma 866 7994. Seðlaveski týndist GRÁTT seðlaveski týndist líklega á Hlemmi sl. þriðju- dag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 690 1368. Álstafur í óskilum ÁLSTAFUR (göngustafur) er í óskilum í Pennanum í Hallarmúla 2. Upplýsingar í síma 540 2061. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís LÁRÉTT 1 árabát, 8 lækna, 9 fúi, 10 velur, 11 dráttardýrin, 13 skyldmennisins, 15 foraðs, 18 logið, 21 næði, 22 böggla, 23 mannsnafn, 24 léttúðin. LÓÐRÉTT 2 óhamingja, 3 fletja fisk, 4 hegna, 5 éta, 6 snaga, 7 hreyfanlegur, 12 nudd, 14 framkoma, 15 poka, 16 örlög, 17 stöðvun, 18 bergmálið, 19 áreiti, 20 tanginn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 glæta, 4 hokin, 7 látún, 8 rýkur, 9 inn, 11 rýra, 13 hann, 14 kerfi, 15 káta, 17 nekt, 20 hik, 22 illur, 23 rónum, 24 aftur, 25 siðuð. Lóðrétt: 1 gælur, 2 æptir, 3 asni, 4 horn, 5 kokka, 6 nýr- un, 10 nærri, 12 aka, 13 hin, 15 keipa, 16 tylft, 18 efnuð, 19 tómið, 20 hrár, 21 krás. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.