Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR 52 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ERLA Þorsteinsdóttir körfu- knattleikskona úr Keflavík reyndist kjálkabrotin en hún fékk þungt högg á höfuðið í leik Keflavíkur og ÍR í 1. deild kvenna á þriðjudags- kvöld. Erla fékk heilahrist- ing við höggið og var flutt á sjúkrahús Keflavíkur og við nánari skoðun í fyrradag reyndist brot aftarlega í kjálkanum. Ljóst er að Erla verður frá keppni og æfingum næstu vikurnar og er það mikil blóðtaka fyrir Keflvík- inga enda Erla einn af lyk- ilmönnum liðsins. Erla segir á heimsíðu fé- lagins að hún ætli að byrja að æfa sem fyrst, og er bjartsýn á framhaldið. Erla kjálka- brotin KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: UMFG - UMFN .....................................51:44 Stig Grindavíkur: Petrúnella Skúladóttir 17, Sólveig Gunnlaugsdóttir 17, Guðrún Ó. Guðmundsdóttir 10, María A. Guðmunds- dóttir 2, Ólöf Helga Pálsdóttir 2, Jovana L. Stefánsdóttir 2, Sandra Guðlaugsdóttir 1. Fráköst: 43 í vörn - 12 í sókn. Stig Njarðvíkur: Andrea Gaines 24, Gréta Guðbrandsdóttir 12, Auður Jónsdóttir 4, Sigurlaug Guðmundsdóttir 3, Eva Stef- ánsdóttir 1. Fráköst: 33 í vörn – 16 í sókn. Villur: Grindavík 12, Njarðvík 11. Dómarar: Halldór G. Jónsson og Björn Leósson. Áhorfendur: Um 70. Staðan: Keflavík 2 2 0 187:121 4 Njarðvík 2 1 1 100:94 2 ÍS 2 1 1 103:108 2 ÍR 2 1 1 120:135 2 Grindavík 2 1 1 124:148 2 KR 2 0 2 104:132 0 Deildabikarkeppni karla Hópbílabikarinn, seinni leikir í fyrstu umferð: Haukar - Þór Þorl...............................101:89  Haukar unnu samtals 180:174. Hamar - Snæfell....................................76:82  Hamar vann samtals 162:161. KR - KFÍ ...............................................96:96  KR vann samtals 186:175. UMFN - Skallagrímur .........................93:72  UMFN vann samtals 199:148. Tindastóll - Valur................................111:82  Tindastóll vann samtals 213:158. ÍR - Breiðablik ......................................88:95  ÍR vann samtals 185:182. Lið sem mætast í 8-liða úrslitum 2. og 10. nóvember eru: Haukar - Tindastóll Keflavík/Ármann - Hamar Grindavík/Reynir S. - ÍR Njarðvík- KR HANDKNATTLEIKUR Leik ÍBV og FH í Íslandsmóti karla var frestað þar til á mánudaginn, þar sem ekki var flogið til Eyja í gær. Þá var kvennaleik Fram og ÍBV frestað um óákveðinn tíma af sömu ástæðum. KNATTSPYRNA UEFA-bikarkeppnin Fyrsta umferð, seinni leikir: Zizkov (Tékkl) - Brøndby .......................0:1  Brøndby vann samtals 2:0. Teplice (Tékkl.) - Kaiserslautern ..........1:0  Teplice vann samtals 3:1. Schalke - Kamen ......................................1:0  Schalke vann samtals 1:0. Karnten - Feyenoord...............................0:1  Feyenoord vann samtals 3:1. ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Íslandsmót karla RE/MAX-deildin, norðurriðill: Framhús: Fram – Afturelding..................20 Akureyri: Þór – Valur ...........................19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Deildabikarkeppnin, Hópbílabikarinn, fyrsta umferð, seinni leikir: Grindavík: UMFG - Reynir S...............19.15 Keflavík: Keflavík - Árm./Þróttur .......19.15 Í KVÖLD FRANSKA liðið Marseille og enska liðið Manchester United hafa samkvæmt heimildum Sky-fréttastofunnar í gær komist að samkomulagi um að franski landsliðsmarkvörðurinn Fab- ien Barthez verði lánaður frá enska liðinu til þess franska út leiktíðina. Phillipe Piola, framkvæmdastjóri Marseille, segir að Barthez verði að keppa við Vedran Runje um að komast í liðið en bætir því við að Barthez hafi meiri áhuga á að reyna fyrir sér í heimalandinu á ný. Barthez, sem er 32 ára gamall, hefur ekki leikið í Frakk- landi frá árinu 2000 er hann var keyptur til Manchester Unit- ed frá Mónakó, en hann lék með Marseill í þrjú ár, 1992-1995. Ef allt gengur samkvæmt áætlun verður Barthez klár í slaginn með franska liðinu í næstu viku. Jacques Santini, landsliðsþjálfari Frakka, hefur lagt hart að Barthez að hann finni sér lið sem hann fái tækifæri til þess að sanna sig, enda er leikmaðurinn mikilvægur hlekkur í franska liðinu sem leikur á EM í Portúgal á næsta ári. Barthez á leið til Marseille TALSMENN bandaríska lyfjaeftirlitsins sögðu í gær að stofnunin hefði komist að því að íþróttamenn og konur hefðu á und- anförnum misserum notað nýtt steralyf sem ekki hefur komið fram á lyfjaprófum fyrr en nýverið. Efnið var þannig úr garði gert að þær aðferðir sem notaðar eru við lyfja- próf dugðu ekki til. Um er að ræða stera sem þeir kalla THG, eða Tetrahydrogestrinon. Þjálfari íþrótta- manns kom efninu til Dr. Don Catlin sem starfar við Kaliforníuháskólann og hefur Catlin ásamt samstarfsfólki sínu unnið að rannsóknum á efninu frá því í byrjun sum- ars. Catlin staðfestir að í sýnum margra íþróttamanna hefðu fundist niðurbrotsefni THG, en þau sýni voru tekin nýverið. Nýtt steralyf smýgur framhjá í lyfjaprófum FÓLK Fyrri hálfleikur var einu orði sagthræðilegur hjá báðum liðum og vandfundinn jafn slakur hálfleikur, þótt víðar væri leit- að. Staðan í hálfleik 22:24 og gestirnir með forustu en Andrea Gaines í liði Njarðvíkur skoraði 16 af þessum 24 sem þær settu niður. Síðari hálfleikur var betri hjá báð- um liðum þó einkum heimastúlkna sem bættu sig á flestum sviðum. Mestu munaði um góða vörn hjá besta leikmanni Grindavíkurliðsins, Petrúnellu Skúladóttur, sem lokaði á besta leikmann Njarðvíkurliðsins, Andreu Gaines, löngum stundum. Heimastúlkur sigu frammúr og lönd- uðu tveimur stigum sem þetta snýst nú um en ekki mikið meira en það. „Já þetta var leikur sem við þurft- um að vinna og við gerðum það. Það var fyrst og fremst góð vörn sem skóp þessi tvö stig en hjálparvörnin var að bregðast í fyrri hálfleik. Í þeim síðari gekk betur að loka á Andreu Gaines og þá kom þetta. Ég er bjartsýnn á framhaldið hjá okkur og sigurinn hér eykur á sjálfstraust- ið hjá okkur“, sagði Pétur Guð- mundsson, þjálfari Grindavíkur. Þetta var fyrsti sigur Grindvík- inga á leiktíðinni en liðið tapaði gegn Keflavík í 1. umferð, 104:73, en á sama tíma lagði Njarðvík lið ÍS, 56:43. Petrúnella náði að hemja Gaines ÞAÐ var ekki rismikill leikur nágrannanna úr Grindavík og Njarðvík þegar þær síðarnefndu sóttu heimasæturnar úr Grindavík heim. Heimaliðið hafði betur, skoraða 51 stig gegn 44 gestanna. Garðar Vignisson skrifar Allir leikmenn Stepan Razin eruatvinnumenn að sögn Árna og meðal þeirra eru Sergey Ziza sem lék um tíma með KA þegar Árni var að- stoðarþjálfari. Ziza kom til liðsins í sumar eftir að hafa verið í Japan um nokkurt skeið. Árni segir að Ziza sé heilinn í sóknarleiknum, hann stjórni honum með harðri hendi. „Ziza ræður því sem hann vill ráða og mér skilst að honum hafi verið boðið að taka við þjálfun liðsins á næstu leiktíð,“ segir Árni. Um helstu styrkleika liðs Stepan segir Árni. „Það hefur á að skipa góð- um markverði, Pavel Sukosian sem lengi var varamarkvörður rússneska landsliðsins með Andrei Lavrov. Þá er varnarleikur Stepan mjög góður, leikmenn eru hávaxnir og því erfiðir viðureignar, það þýðir lítið að reyna óyfirveguð langskot. Samvinna mark- varðar og varnar er afar góð. Í sókninni stjórnar Ziza öllu með harðri hendi. Skyttur liðsins eru sterkar og reyndust okkur erfiðar framan af leiknum ytra, en síðan fundum við leið til þess að stöðva þær m.a. með því að koma í veg fyrir lang- ar „klippingar“ þeirra. Það má ekki leyfa þeim að fá sín skref þá er voðinn vís. Það verður að ganga út í skytt- urnar og stöðva þær. Ytra tókst okk- ur einnig að loka mjög vel fyrir línu- spil liðsins, ég held að línumaðurinn hafi ekki fengið nema tvær sendingar að gagni í leiknum. Ef við náum að spila viðlíka varn- arleik og í fyrri leiknum þá eigum við góða möguleika á að komast áfram í næstu umferð að mínu mati,“ segir Árni sem óhræddur mætir Rússun- um í Digranesi á morgun. Og Árni lof- ar þeim sem leggja leið sína á leikinn góðri skemmtun. „Ég get lofað hörkugóðri skemmtun og ég hvet Kópavogsbúa og aðra áhugamenn um handknattleik til þess að mæta og styðja við bakið á okkur í Evrópu- keppninni. Því miður eru Evrópuleik- ir ekki daglegt brauð hér á landi. Haukar hafa nærri því einir verið að færa okkur leiki af þessu tagi und- anfarin ár og eiga heiður og þakkir skilið fyrir það. Við HK-menn eru stoltir af því að geta boðið upp á skemmtun af þessu tagi og ef áhorfendur mæta og styðja vel við bakið á okkur þá er aldrei að vita nema leikir okkar í keppninni verði fleiri á þessari leiktíð, þess vegna dregið að þekktari lið því bæði þýska liðið Essen sem Guðjón Valur Sigurðsson leikur með og eins spænsk lið eru í pottinum. Við hefðum ekkert á móti því að mæta einhverj- um þessara liða, en til þess verðum við að standa okkur á þriðjudaginn,“ segir Árni Stefánsson, þjálfari HK. Árni Stefánsson, þjálfari HK, stýrir sínum mönnum öðru sinni gegn Stephan í Evrópukeppni bikarhafa Framhaldið stendur og fell- ur á okkar leik HK mætir rússneska liðinu Stepan Razin í annarri umferð Evr- ópukeppni bikarhafa í handknattleik karla í Digranesi kl. 16.30 á morgun. Eftir eins marks tap í fyrri leik liðanna í Pétursborg síðasta laugardag, 24:23, telur Árni Stefánsson, þjálfari HK, möguleika sinna manna á að komast í næstu umferð keppninnar vera allgóða. Ekkert sé öruggt og ljóst að HK verði að leika af aga og festu til að fella Rússana úr keppni. „Fyrri hálfleik er lokið í þessari rimmu, sá síðari er eftir, framhaldið stendur og fellur með okkar leik,“ segir Árni sem varar við bjartsýni þrátt fyrir hagstæð úrslit. „Mínir menn verða að leggja sig fullkomlega fram til að komast áfram, þeir mega ekki láta blindast af fyrri leiknum.“ Morgunblaðið/Þorkell Alexander Arnarson, leik- maður HK, verður í sviðs- ljósinu á morgun í Evrópu- leik í Digranesi.  HELGI Kolviðsson var í byrjunar- liði Kärnten frá Austurríki sem tap- aði gegn hollenska liðinu Feyenoord í 2. umferð UEFA-keppninnar, 1:0. Hollenska liðið vann samanlagt 3:1.  ENSKIR fjölmiðlar greindu frá því í gær að brasilíski landsliðsmaðurinn Rivaldo hefði rætt við forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Totten- ham á dögunum. Allt bendir til þess að Rivaldo fari frá AC Milan í janúar er leikmannamarkaðurinn verður opnaður á ný. Glenn Hoddle, fyrrum knattspyrnustjóri Tottenham, reyndi mikið að fá Rivaldo til liðsins í sumar en þrátt fyrir að ekki sé búið að ráða eftirmann Hoddle hafa for- ráðamenn liðsins sett sig í samband við Rivaldo á ný.  TALIÐ er að Rivaldo sé með allt að 11 millj. kr. í laun á viku hjá AC Milan og er talið að hann fái „aðeins“ um 5 millj. kr. á viku fari hann til Eng- lands, enda er hann 31 árs gamall.  FORSVARSMENN spænska knattspyrnusambandsins hafa ákveðið að fyrri leikur Spánverja og Norðmanna í umspili um laust sæti á EM í Portúgal fari fram í borginni Valencia. Leiktíminn verður óhefð- bundinn og munu úrslit leiksins jafn- vel ráðast rétt um miðnætti, enda hefst leikurinn kl. 22 að staðartíma á Mestalla-vellinum.  HOLLENSKA lögreglan yfir- heyrði 59 ára gamlan mann í gær í borginni Arnheim og er hann grun- aður um að hafa lagt á ráðin að ræna framherjanum Mateja Kezman sem leikur með PSV og landsliði Serbíu/ Svartfjallalands.  LÖGREGLAN sleppti manninum eftir yfirheyrslu en leikmaðurinn sem er 24 ára gamall er nú undir eft- irliti lögreglu allan sólarhringinn. Mateja Kezman hefur undanfarin þrjú ár leikið með PSV og skorað samtals um 100 mörk fyrir félagið.  FIFA, Alþjóðaknattspyrnusam- bandið, hefur ákveðið að veita knatt- spyrnusambandi Íraks rúmlega 50 millj. kr. í styrk til þess að sambandið geti komið undir sig fótunum á ný eftir styrjöld í landinu. Liðið lék til úrslita á Heimsmeistaramótinu í Mexíkó árið 1986.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.