Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 55
Í KVÖLD treður fönksveitin Jagú- ar upp í Þjóðleikhúskjallaranum lauslega eftir miðnættið. Það hefur margt verið á seyði hjá sveitinni undanfarin misseri og upplýsir Samúel J. Samúelsson, söngvari og básúnuleik- ari, blaðamann um það helsta. „Við erum að taka upp plötu núna, sem er sú þriðja. Hún kemur þó ekki út fyrr en eftir áramót. Við tökum upp í æfingahús- næðinu okkar sem er líka hljóðver. Við erum líka nýkomn- ir frá Englandi þar sem við spil- uðum á Jazz Cafe í London og í Leeds á klúbbi sem heitir HiFi. Okkur var vel tekið og má í raun segja að allt hafi orðið vitlaust.“ Þetta ferðalag Jagúarsins var m.a. til að kynna tólftommu sem nýverið kom út á vegum Freestyle kynningardiska og auglýsingar. Svo áttuðum við okkur á því að maður ætti kannski að setja skemmtunina frekar á oddinn.“ Sammi segir að það sé þó snið- ugt fyrir unga og upprennandi tónlistarmenn sem vilja koma sér á framfæri að vera með kynning- ardiska á sér og símanúmer og slíkt. En fyrst og fremst þó að hafa spilagleðina með sér.              ! " #$  %&   ''     ! " # $ # $ %&'%() *  * +  , " -$  . ,     0+  12345 6  6 %(0 7 ( 89   ":;   6 !9 %( &  ')(   3<  %=>??   5 8 @6  ! #  $ A + ! * + @ +>  B   !C 6   #$  >:    '$  > (5  " > "    ! )D #  "  E"$ + -FG > .  >08      !  !" ,8 6                    >C(>C( 8 + H &  +I (   ! (< !@+ $      % (  >0J"  Jagúar kynnir nýtt efni á Airwaves Fönkboltinn rúllar Jagúar, hrynheit að vanda. www.icelandairwaves.com arnart@mbl.is Records. Þar er að finna lögin „That’s Your Problem Baby“ , „Sumargyðjan“ og „Battle of Funk“. Öll eru þau tekin af ann- arri plötu Jagúar frá 2001, Get The Funk Out. „Svo er „Sumargyðjan“ líka á safnplötu sem kom út í Japan fyrir stuttu,“ segir Samúel eða Sammi. „Platan heitir Miss Lounge Universe – Scand- inavia og inniheldur skandinavíska kokkteil- tónlist! Það má segja að boltinn hafi byrjað að rúlla hjá okkur í fyrra, þegar við fórum í fyrsta skipti út til Bretlands að spila.“ Þá er nýr saxófónleikari geng- inn til liðs við sveitina, Ástrali að nafni Daniel Rourke sem er bú- settur hérlendis. „Meginuppistaðan í því sem við berum á borð í kvöld er nýtt, óút- gefið efni. Ég man að þegar við spiluðum fyrst á Airwaves fyrir fjórum árum síðan þá vorum við hlaupandi út um allan bæ með FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 55 hollywood.is og Kringlukráin í kvöld Jana Geirs tekur á móti gestum ásamt fleiri gömlum og góðum andlitum frá liðnum tíma, Í minningu um Hollywood - gefur Kahlúa heppnum gestum gjöf. Tilboð verður á Black Russian, White Russian og Becks. Villi Ástráðs og co þeyta skífum í diskótekinu - „Tíðaranda diskótískusýning“ Leikhúsgestir, munið nýjan og spennandi matseðil KVÖLDIÐ á Gauknum lofar mjög góðu. Spennandi að sjá Maus og Brain Police, þeir fyrrnefndu skiluðu líklega sinni bestu plötu á ferlinum í vor og von er á nýrri og langþráðri plötu frá þeim síð- arnefndu í haust. Af erlendu böndunum eru Tv on the Radio algjört skylduáhorf, mjög spenn- andi band frá New York og hinir bresku Audio Bullys ættu sömu- leiðis að vera hverrar mínútu virði. Föstudags- og laugardags- kvöld eru mjög þétt og „stór“ kvöld og mikið að sjá. Ef klónun væri orðin að veruleika þyrfti eiginlega eitt eintak af manni að vera allan tímann á Nasa. Það verður sérstaklega gaman að sjá hvernig drullurokk The Kills á eftir að virka þar. Kvöldið á Grand Rokk er meira blandað en forvitnilegt að sjá hvað ung- sveitin Búdrýgindi hefur verið að bauka undanfarið og 200.000 naglbítar eru ferskir um þessar mundir með Hjartagullið sitt. Á Vídalín verða m.a. Lokbrá, sem vöktu athygli á liðnum Mús- íktilraunum, Mike Pollock með sólósett og Moody Company, sem er sólóverkefni Krumma Björg- vins, söngvara Mínus. Í Þjóðleikhúskjallaranum munu Jagúar kynna efni af þriðju skífu sinni sem er í vinnslu um þessar mundir. Tvö athyglisverð hipp hopp atriði verða þar líka á dagskrá. Hinn grænfingraði Móri og Skytturnar frá Akureyri sem eru með breiðskífu í farvatninu. Þá er verðugt að kanna Jóhann Jóhannsson sem verður í Hall- grímskirkju kl. 17.00 ásamt Eþoskvartettinum og Matthíasi M.D. Hemstock. Á Kapital verður mikið raf- og dansstuð. Octal, Biogen, Frank Murder og Ruxpin eru allt kunnir íslenskir tæknólistamenn og svo verða þeir gusgusfélagar, Presid- ent Bongo og Buckmaster þarna líka með sitt einstaka „hús“-fjör. Harðkjarnaþyrstir geta svo kíkt á Ellefuna þar sem Molesting Mr. Bob, Andlát og Snafu verða m.a. Föstudags-Airwaves
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.