Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 57 Hús hinna þúsund líka (House of 1000 Corpses) Hrollvekja Bandaríkin 2002. ÞAÐ var hætt við því þegar Rob Zombie, hinum kolgeggjaða for- sprakka myrkrarokksveitarinnar White Zombie, var fengið það verk að gera hrollvekju, að hann færi sér um of. Fordæmin eru nú ekkert lang- sótt, því tónlist sveitarinnar, þótt kröftug sé og æsileg, hefur gjarn- an verið með yfirkeyrðasta móti. Og það er sama hvert litið er þegar sköpunarstarf herra Zombies er annars vegar, alltaf virðist við- kvæðið vera að meira sé betra. Ekki bregður hann heldur frá þeirri sannfær- ingu sinni í þess- ari fyrstu kvik- mynd sem hann leikstýrir og skrif- ar handrit að. Það er alveg á tæru að þessi greinilegi hrollvekjuunnandi hefur séð þetta sem sitt stóra tækifæri til að gera hrollvekju allra hrollvekja. Blóðugri og meira hrollvekjandi en allar aðrar – til samans. Vissulega er myndin því hrein sending úr neðra fyrir smekk- bræður Zombies en við hin sem lúmskt gaman höfum af góðri hrollvekju hristum bara höfuðið og segjum í hljóði; þetta er of mikið, bara alltof mikið. Skarphéðinn Guðmundsson Þetta er of mikið Sjálfvirkur fókus (Auto Focus) Drama Bandaríkin 2002. Skífan VHS/DVD. Bönnuð innan 16 ára. 105 mín. Leik- stjórn Paul Schrader. Aðalhlutverk Greg Kinnear, Willem Dafoe, Rita Wilson. FÁTT er ánægjulegra í bransa bíósins en þegar gamlir refir ná sér á strik. Vandræðapésinn Paul Schrad- er er einn af þessum ótvíræðu snill- ingum í faginu, bæði sem handritshöf- undur og leikstjóri, en erfiðleikar í einkalífinu hafa bitnað sorglega á ferlinum. Hann sýndi þó með hinni mögnuðu Affliction að hann ætti enn nóg inni og sannar það hér með þessu sögulega kynlífsdrama að á góðum degi er hann meðal þeirra bestu. Sjálfvirkur fókus fjallar um fjölmiðla- manninn Bob Crane og þyrnum stráð lífshlaup hans, fyrst sem út- varpsmanns, þá sem sjónvarps- stjörnu og síðan sem kynlífsfíkils. Myndin spannar ein tuttugu ár, allt frá byrjun sjöunda áratugar fram undir lok hins áttunda. Crane varð landsþekktur á svip- stundu er hann lék í gamanþáttunum Hogan’s Heroes og eins og gjarnan fylgdu frægðinni forboðnar freisting- ar. Crane var ekki veikur fyrir ólyfjan eins og flestir heldur kynlífinu og svo mjög að fíknin sú varð honum að falli uns hann lést einn og yfirgefinn 1978. Kinnear er frábær í hlutverki Cranes (sem var til í alvöru) og Dafoe gefur honum lítið eftir sem tengiliður hans við ungar og viljugar stúlkur. Eins og við var að búast af manni sem gerði Mishima og skrifaði Taxi Driver er hér á ferð allt annað en hefðbundin ævisöguleg mynd, en mögnuð er hún. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Kynlífsóður Vígspá Misery Index Image Misery Index Image með rokksveitinni Vígspá. Hljómsveitina skipa Bóas, sem syngur, Rúnar, sem leikur á trommur, Freyr sem leikur á gítar og Haukur sem leikur á bassa. Jakob leikur á bassa í einu lagi. Sveitin gefur sjálf út. HARÐKJARNINN er ekki nema svipur hjá sjón; liðin er sú tíð að út um allan bæ séu menn að hamast í bílskúr- um, keppa í taktskiptingum og öskrandi hraða. Harðkjarninn lifir þó enn, fjölmargar sveitir eru enn að leika harkalegt og hrátt rokk, þó ekki sé hann lengur fjöldahreyfing. Vígspá er ein þeirra sveita sem hafa haldið merkinu á lofti, kraftmikil og skemmtileg rokksveit sem er í essinu sínu framan við troðinn sal af sveittum rokkvinum. Á alllöngum starfsaldri, sé miðað við rokksveitir al- mennt, hefur sveitin sent frá sér nokk- uð af tónlist en þá yfirleitt einskonar kynningarútgáfur. Svo sem skiljanlegt í ljósi þess hve tækifærin eru fá þegar slík tónlist er annars vegar; ef menn vilja koma frá sér músík á plasti verða þeir að standa í því sjálfir. Fyrir skemmstu kom út diskurinn Misery Index Image með Vígsapá þar sem þeir Vígspármenn véla um sjálfir. Rokkáhugamenn kannast vísast marg- ir við plötuna Neðan úr níunda heimi sem kom út fyrir tæpum þremur árum. Sá diskur var kynningarútgáfa og gaf einkar skemmtilega mynd af sveitinni þó stuttur væri, bráðgóður rokkdiskur sem hljómaði enn vel þegar ég dró hann fram til að bera diskana saman. Umtalsverð breyting hefur orðið á tónlist Vígspár frá því Neðan úr níunda heimi kom út, sem vonlegt er. Ekki er bara að textar eru nú allir nema einn á ensku, heldur er tónlistin orðin mun pældari og þéttari og minni harð- kjarnakeimur. Dæmi um það er upp- hafslag disksins, Megaman, sem byrjar eins og síðnýbylgjulegt rokk en dettur síðan í bráðgóða keyrslu með rólegri innskotum. Fjórða og fimmta lag plötunnar bera hana uppi, þungar pælingar og skemmtileg keyrsla. Fyrst kemur Gary Busey sem byrjar meinleysislega en brokkar síðan af stað með frábær- lega þéttum bassa og trommuleik og grimmdar gítar. Bóas er líka í miklu formi í því lagi og raddir skemmtilega notaðar, hvort sem það eru skerandi öskur, gregóskar raddir eða ójarðneskt gól. Næsta lag, She Called It, er enn betra, mjög forvitnileg samsuða af ólík- um rokkstílum og -stefnum, sjá til að mynda skemmilega lýrískan gítarkafla eftir rúmar tvær mínútur og síðan magnaða fléttu sem fylgir í kjölfarið þar sem Rúnar fer á kostum á tromm- urnar. Rúsínan í pylsuendanum er síðan órafmögnuð útgáfa af She Called It í blálokin – fín útsetning; mjög skemmti- legur endir á bráðgóðri skífu. Árni Matthíasson Tónlist Harðkjarn- inn lifir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.