Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. DONALD Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í gær að líklega væri Bandaríkjastjórn búin að ljúka þriðj- ungi þess ferlis sem nauðsynlegt væri að fara í gegnum áður en hægt væri að taka ákvörðun um breytingar á herafla Bandaríkjanna í Evrópu. Hann sagði á döfinni að ræða við ríkisstjórnir Evrópulanda um breytingar á varnarkerfinu. Rumsfeld lét þessi ummæli falla á blaðamanna- fundi í Pentagon þar sem hópur íslenskra blaða- manna var staddur. Bandaríkin lýstu því yfir fyrr á þessu ári að þau vildu gera breytingar á starfsemi varnarstöðvar- innar í Keflavík og að ákveðið hefði verið að flytja orrustuþotur Bandaríkjahers frá Keflavíkurflug- velli. Í ágúst greindi Davíð Oddsson forsætisráð- herra hins vegar frá því að sú ákvörðun hefði verið afturkölluð. Samkvæmt ákvörðun George W. Bush Bandaríkjaforseta yrðu málefni Íslands ekki skoðuð í einangrun heldur í samhengi við heildar- endurskoðun á herafla Bandaríkjanna í Evrópu. Rumsfeld sagði á blaðamannafundinum í gær að varnarmálaráðuneytið væri nú að ljúka endur- skoðun á herafla sínum um allan heim og væri næsta skref að taka málið upp í viðræðum milli stofnana í bandaríska stjórnkerfinu. Hann sagðist hafa rætt þessi mál við bandamenn sína í NATO á fundi í Colorado Springs í vikunni og þar hefði verið greinilegt að mörg bandalagsríkjanna væru að framkvæma svipaða endurskoðun á herafla sín- um. Rumsfeld sagði mörg bandalagsríkjanna því gera sér fyllilega grein fyrir þeim vandamálum sem væru samfara því að færa sig frá fastbundnu varnarkerfi yfir í sveigjanlegra kerfi. Hann sagði ríki í Austur-Evrópu skilja þetta mjög vel. Þá hefði þýski varnarmálaráðherrann greint frá því að Þýskaland væri að ganga í gegnum ferli sem þetta, raunar væru mörg ríki að gera það. „Við munum ræða við ríkisstjórn Íslands og rík- isstjórn Þýskalands jafnt sem við ríkisstjórnir allra annarra Evrópuríkja þar sem við teljum að við séum með hugmyndir um hvernig gera megi breytingar. Þar til við höfum rætt þessi mál við Bandaríkjaþing og vini okkar og bandamenn munum við ekki komast að endanlegri niðurstöðu. Ætli við séum ekki búnir að klára um þriðjung af þessu ferli,“ sagði Rumsfeld. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna um varnarsamstarf innan NATO Ræða á við ríkisstjórn Íslands um breytingar Washington. Morgunblaðið. AFLI félagsmanna í Landssam- bandi smábátaeigenda varð á síðasta fiskveiðiári 69.328 tonn eða nærri 5 þúsund tonnum meiri en fiskveiðiár- ið þar á undan. Að viðbættum grá- sleppuhrognum má ætla að útflutn- ingsverðmæti afla sem veiddur var á smábátum hafi verið um 15 milljarð- ar á síðasta fiskveiðiári. Þetta kom fram í máli Arnar Pálssonar, fram- kvæmdastjóra LS, á aðalfundi sam- bandsins í gær. Alls stunduðu 1.046 smábátar veiðar á síðasta fiskveiðiári og hafði fækkað um einn frá fyrra ári. Í afla- markskerfi voru 218 bátar og hafði fækkað um 26 báta. Þeir veiddu alls 7.878 tonn, þar af var þorskur 5.897 tonn. Meðalafli á hvern bát var rúm 36 tonn sem er smávægileg aukning frá fyrra fiskveiðiári. Í krókaaflamarki voru 532 bátar eða 17 fleiri en fiskveiðiárið þar á undan. Sagði Örn að við stækkun bátanna hafi verið tilhneiging til að menn færðu sig úr aflamarkskerfi yfir í krókaaflamarkskerfi. Heildar- afli krókaaflamarksbáta varð á síð- asta fiskveiðiári 44.274 tonn sem er aukning um 5.606 tonn frá fyrra ári. Þar af var þorskur 24.401 tonn. Í sóknardagakerfi stunduðu 296 bátar veiðar og varð heildarafli þeirra 11.716 tonn eða 1.218 tonnum minni en á fyrra ári. Þorskur var 94% aflans eða 11.015 tonn. Afli á hvern bát minnkaði um tæp 12%, varð tæp 40 tonn. Nýting sóknardaga var 92% en var 84% á fyrra fiskveiðiári. Hlutdeild smábáta í heildarþorskafla var 24% Heildarþorskafli allra báta innan LS var 41.313 tonn sem er minnkun um 2.813 tonn eða um 6,4%. Hlut- deild smábáta í heildarþorskafla hef- ur hins vegar aldrei verið meiri eða 24% af öllum þorski sem veiddur var við Ísland á síðasta fiskveiðiári. Ýsuafli krókabáta var á síðasta fiskveiðiári 9.443 tonn sem er 64% aflaaukning milli ára. Útflutningsverðmæti afla smábáta um 15 milljarðar  Smábátar/14 ið við fyrirhuguð frárennslisgöng Kára- hnjúkavirkjunar við erfiðar aðstæður. Þar sem hætta getur verið á að molni úr berg- inu er steypustyrktarjárn rekið inn í það. Bergið er síðan múrhúðað og járnnet lagt yfir til hlífðar. AÐ MÖRGU þarf að hyggja þegar unnið er að stórframkvæmdum á hálendinu. Páll Pálsson var að vinna að því að styrkja berg- Morgunblaðið/Kristinn Bergið styrkt við Kárahnjúka BANKAR eiga ekki að vera stefnuráðandi fjárfestar nema í fyrirtækjum á sviði fjármála- þjónustu að mati Erlends Magn- ússonar, framkvæmdastjóra al- þjóðasviðs Íslandsbanka. Erlendur sagði þetta í erindi á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga á Grand Hóteli í gær. „Það er mín skoðun að það samræmist ekki hagsmunum banka að vera stefnuráðandi fjárfestar nema í fyrirtækjum á sviði fjármálaþjónustu. Það get- ur leitt til hagsmunaárekstra, bæði í viðskiptum við þessi fyr- irtæki og ekki síður við aðra við- skiptavini,“ sagði Erlendur. Jafet Ólafsson, framkvæmda- stjóri Verðbréfastofunnar, hélt einnig erindi á fundinum og ræddi hann um reynslu Þjóð- verja á þessu sviði. „Reynslan í Þýskalandi, þar sem bankarnir hafa mjög mikið farið inn í fyrirtækjarekstur, er slæm og þeir hafa játað það. Og nú eru þeir á hraðri útleið úr þeim fyrirtækjum sem þeir geta ekki selt,“ sagði Jafet á fund- inum. Bankar verði aðeins stefnuráðandi fjárfestar í fjármálafyrirtækjum  Bankarnir/12 ÍSAFJARÐARBÆR fær úthlutað mestu af byggðakvóta sjávarútvegsráðuneytis- ins á þessu ári, eða tæpum 119 tonnum. Sandgerðisbær fær úthlutað tæpum 93 tonnum af byggðakvótanum og minna fer á aðra staði. Sjávarútvegsráðuneytið hefur alls 1.500 tonna byggðakvóta til úthlutunar á yfirstandandi fiskveiðiári til stuðnings byggðarlögum sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Á síð- asta fiskveiðiári var umræddur byggða- kvóti 2.000 þorskígildistonn. Þá kom mestur kvóti í hlut Suðureyrar, eða alls 160 tonn. Ráðuneytið hefur nú tilkynnt ein- stökum sveitarstjórnum hversu mikið kemur í hlut hvers sveitarfélags. Sveit- arstjórnir hafa hins vegar frest til 1. nóv- ember til að leggja fram tillögur til sjáv- arútvegsráðuneytisins um ráðstöfun byggðakvótans innan hvers sveitarfélags. Við ákvörðun ráðherra til einstakra byggða var tekið mið af tekjum, íbúa- fjölda, fólksfækkun, breytingum á afla- heimildum, lönduðum afla og afla í vinnslu í einstökum sjávarbyggðum. Alls fá 38 sveitarfélög úthlutað byggða- kvóta að þessu sinni. Mest kemur í hlut Ísafjarðarbæjar eins og áður sagði en minnst fær Grýtubakkahreppur, alls 4,1 tonn. Ísafjarðarbær fær mestan byggðakvóta HLJÓMSVEITIN Sigur Rós fær já- kvæða umfjöllun gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína í verkinu Split Sid- es eftir Merce Cunningham, sem frumsýnt var í Brooklyn Academy of Music í New York á þriðjudags- kvöld. Að mati Clive Barnes, hins virta gagnrýnanda New York Post, var tónlist Sigur Rósar hljómsterk- ari og meira grípandi en tónlist Radiohead. Jón Þór Birgisson, söngvari og gítarleikari Sigur Rósar, segir flutn- inginn hafa gengið vonum framar „Þetta gekk allt mjög vel og okk- ur tókst að koma fólki til að hlæja sem er ansi gott því annars voru allir alvarlegir og fínir með sig,“ segir Jón Þór. Gagnrýn- endur lofa Sigur Rós  Lofa/58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.