Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 2
2 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 17|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ Strikið: Ég skrapp í helgarferð á menningarnótt í Kaup- mannahöfn um síðustu helgi. Á Strikinu var Bergur Thorberg að raða upp kaffimyndum með lista- mannaseríu, m.a. Hallgrími Helgasyni sem „höfundi Ís- lands“… Studiestræde: Í galleríi við gamla mennta- veginn var verið að opna sýningu listmálarans Tryggva Ólafssonar, sem hafði lagað kjötsúpu í tilefni dagsins. Þar sátu Danir enn við langborð á miðnætti og buðu gestum frá Fróni með sér. Kjötsúpan bragðaðist vel, þó að skrýtið væri að fá svínakjöt í skeiðina en ekki lamba- kjöt … Sportbar: Eftir að hafa leitað lengi og víða í Kaupmannahöfn að stað til að horfa á landsleikinn fannst loks taílenskur sportbar nokkrum mínútum fyrir útsend- ingu sem sýndi leikinn. Þangað söfnuðust margir Íslendingar, en innar á barnum horfðu Danir á leik sinna manna. Stemn- ingin var engu lík, – einkum þegar Hermann Hreiðarsson skor- aði mark af miklu harðfylgi. Íslendingar stukku á fætur, böðuðu út öllum öngum, dönsuðu og öskruðu af gleði. Danirnir horfðu undrandi á, ekki síst þegar markið var dæmt af og Þjóðverjar skoruðu. Það má segja þeim til hróss að þeir vörðust hlátri … Popptíví: Horfði á ruglhorn Sveppa þar sem hann gekk Laugaveginn og bað um að fá að kyssa karl- menn á munninn. Hristi hausinn í upphafi yfir þessum vitleysisgangi, en hafði síðan gaman af. Honum tókst að fá fimmtán karlmenn til að kyssa eða láta kyssast. Gaman væri að vita hvort stúlk- urnar væru eins fúsar til … Glamour: Stalst í tíma- ritið til að kynnast veröld kvenna og varð margs vísari við lestur greina eins og „Vertu þú sjálf í rúminu“, „Þinn A-Z leiðarvísir um karlmenn“, „Stress og húðin á þér“, „Hvernig á að vingast við mömmu um tvítugt, þrítugt, fertugt“ og „Ég elska peysur“… Kill Bill: Horfði á forsýningu og eig- inlega veit ég ekki hvað mér á að finnast um svona ofbeldismynd, þar sem drápin eru nær ljóð- rænni fegurð en óhugnaði. Ef til vill á maður bara að taka því létt, því kímnin er aldrei langt undan, eins og Daryl Hannah segir í viðtali við Fólkið í dag. Undir þeim formerkjum er myndin hin besta skemmtun … Dude, Where’s my country: Las nýja bók Michaels Moore, sem gerði myndina umdeildu Bowling for Columbine, og hafði gaman af samsæriskenningum hans. Það er mikilvægt að gagnrýnisraddir fái að heyr- ast, en það kastar rýrð á trúverðugleikann hversu kenningarnar eru margar og misvel ígrundaðar. Eins og að Bush hafi verið að hylma yfir með Sádí- Aröbum með því að kalla árásina 11. september ekki innrás Sádí-Arabíu heldur hryðjuverk. Það hljóti að teljast innrás ef 15 Sádí-Arabar hafi verið meðal 19 árásarmanna. Þá veltir maður því fyrir sér hvað hefði gerst ef það hefðu verið 15 Norðmenn, – eða Íslendingar. |pebl@mbl.is Þetta er samsæri FRÁ FYRSTU HENDI FÓLKIÐ Pétur Blöndal pebl@mbl.is| Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is| Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is | Bryndís Sveinsdóttir bryndis@mbl.is | Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@mbl.is | Árni Matthíasson arnim@mbl.is Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir 20 ára og Lára Jónsdóttir 19 ára hafa ver- ið vinkonur síðan þær kynntust í Menntaskólanum við Sund, en Árni Torfason tók myndina af þeim. Báðar eyða þær öllum sínum frítíma í að vinna með Stúdentaleikhúsinu sem er að fara að frumsýna verkið 1984 eftir George Orwell eftir tvær vikur. Lára vinnur á leikskólanum Jökla- borg en stefnir á að fara í háskólann næsta haust, þá líklega í stærð- fræði. Þorbjörg var hins vegar að byrja í íslensku í Háskólanum. Hún veit ekki hvað hún ætlar að vinna við að námi loknu en þætti ekki verra að gerast leikkona. Forsíðan … að bandarísku leikararnir Richard Gere og Lauren Hutton yrðu í Armani-flíkum fyrir utan yfirlitssýningu á fatahönnun Armanis í Royal Academy í London. Þau voru bæði í flíkum Armanis þegar þau léku í myndinni American Gigolo árið 1980, en Benzinn var einnig not- aður í þeirri mynd. … að konur sem hefðu fengið nóg af nöldrinu í eiginmönn- unum í búðarferðum gætu skutlað þeim í „karlagarð- inn“ síðdegis á laug- ardögum á Nox Bar í mið- borg Hamborgar. Við komuna fá mennirnir merki- spjald með nafninu sínu og fyrir um 800 krónur fá þeir tvo bjóra, heitan mat, fót- bolta í sjónvarpinu, ýmsa tölvuleiki og tímarit. Við vissum ekki fyrir viku... … að fangelsið Velletri suður af Róm yrði fyrst til að fram- leiða undir eigin vörumerki vín, ólífuolíu, hunang og sultu. Hér sést fanginn Domenico Mele velja kork- tappa, en fangarnir búa við lágmarksöryggisgæslu. Vistin miðar að því að laga fangana að samfélaginu, greiða þeim eins og rík- isstarfsmönnum og veita fjölbreytta starfsreynslu. … að Þjóðverjinn Roland T. yrði ákærður af saksókn- urum í Berlín fyrir að gerast brotlegur við löggjöf sem leggur hömlur á starfsemi nasista. Roland nefndi hundinn sinn Adolf og hefur kennt honum að heilsa að sið Hitlers, með því að lyfta loppunni og halda henni stífri. … að sómalski rithöfundurinn og fyrirsætan Waris Dirie fengi „tveggja vængja verð- launin 2003“. Verðlaunin eru veitt árlega til fólks sem hefur unnið að því að bæta lífsskilyrði kvenna í þróunarlöndunum. Dirie fékk verðlaunin fyrir að berj- ast gegn umskurði kvenna, en hún hefur m.a. komið til Íslands til að kynna þann málstað. … að fréttamyndir British Pathe, sem sýndar voru í kvikmyndahúsum frá 1910 til 1970, yrðu aðgengilegar á Netinu. Í safninu eru yfir 12 milljónir ljósmynda, m.a. af súrrealistanum Salvador Dali í síðustu fréttamynd Pathe árið 1970. Skannaðir voru 3.500 klukkutímar af 35 mm filmum, sem eru að- gengilegir á www.brit- ishpathe.com Hann klæðir sig. Það er kalt úti. Komið frost. Hann fer í buxur og skyrtu. Svo fer hann inná bað. Hann burstar tennurnar vandlega með sápu. Rammt sápubragðið brennir góminn. Það er í lagi. Hann á þetta skilið. Hann lætur kalda vatnið renna. Þegar það er orðið nógu ískalt þvær hann sér um hendurnar. Síðan lætur hann renna á sokkana sína. Hann vindur sokkana og fer í þá blauta. Svo fer hann í skóna. Kaldur hrollur hríslast niður bakið á honum. Hann klippir út myndir úr Morgunblaðinu. Það er morgunmaturinn hans. Hann borðar Idi Amin, tvö einbýlishús úr Fasteignablaðinu og eina Cheerios-auglýsingu. Betra verður það ekki. Hvernig væri lífið án rútínu? Þetta hefur hann gert á hverjum morgni síðan mamma hans dó. Eftir að hafa skóflað í sig morgunmatnum fer hann í líkamsrækt og hittir gamla sagnfræðikennarann sinn úr menntaskóla. Það er eitthvað erótískt við þessa fundi þeirra. Tveir sveittir karlmenn samankomnir á göngubretti að ræða um ástandið á Vesturbakkanum. Þetta hafa þeir gert síðan jarðskjálftinn mikli reið yfir Suðurland. Það lá þó í loftinu að eitthvað óvenjulegt myndi henda þá í dag. Eftir að hafa rætt málin í um 20 mínútur upp- götvar hann að hluti myndarinnar af Idi Amin er fastur á milli tannanna og hefur verið þar síðan fyrr um morguninn. Hvernig gat þetta verið? Tilviljun? Af hverju sagði enginn frá þessu? Samsæri? Fyrsti hluti | eftir Jón Gnarr Annar hluti eftir Barða Jóhannsson Keðj usag an

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.