Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 7
ÍSLENSKT: Í íslensku deildinni er rétt að byrja á Lokbrá (20:30) á Vídalín, stjörnur framtíðarinnar. Svo á Grand Rokk að sjá eitthvað af Búdrýgindum (20:45) og svo enn af stað, nú yfir á Nasa að sjá Kimono (21:30) og byrjun á Vínyl (22:15). Þá er rétt að bregða sér í Þjóðleikhúskjallarann að sjá manninn sem feður okkar vöruðu okkur við, Móra (22:30). Í Kjallaranum er hægt að kasta mæðinni því rétt er að sjá næstu tvö atriði þar, Skytturnar (23:15) og Sigtrygg Baldursson (0:00), en síðan er það Vídalín að sjá Úlpu (0:45) eða Nasa til að sjá tvö til þrjú lög með Quarashi (1:00), svo upp í Grand Rokk að sjá 200.000 Naglbíta (1:15) og loks Dáðadreng- ir (2:00) á Nasa - forvitnilegt að sjá hvað þeir hafa verið að bralla. HIPHOP OG FÖNK: Þeir sem eru að leita að hiphopi og fönki þurfa lítið að hreyfa sig því það er eiginlega allt í Þjóðleikhúskjall- aranum nema Quarashi (1:00) og Dáðadrengir (2:00) á Nasa. Mæli með að menn sjái Móra (22:30) og svo Skytt- urnar (23:15), sem eru að verða besta hiphopsveit lands- ins - vonandi tekst þeim að koma út plötu fyrir jól. Einnig verður gaman að sjá hvað Sigtryggur Baldursson (0:00) er að bralla og svo er Jagúar (1:00) að kynna 3 glæný lög í bland við eldri slagara. Hugsanlega vilja menn sjá helm- ing af Jagúar og ná svo helming eða þar um bil af Quar- ashi á Nasa og ekki vitlaust að enda kvöldið þar með Dáðadrengjum. ERLENT: Erlent fjör byrjar ekki fyrr en eftir ellefu en rétt að sjá Prosaics (23:00) á Gauknum, hluta af TV on the Radio þar (0:00) og / eða hluta af Kills (0:00) á Nasa en síðan aftur á Gaukinn að sjá þá Khan og Snax í Captain Comatose (1:00), en enda kvöldið á Grand Rokk að sjá Tequila Jazz (2:00). QUARASHI TV ON THE RADIO                                       !  "  "    #      $  %&" $    (           %&"$ )  & "    * &   & "            ! & ++ *  #&    ,  $         !& -*   )       #&  $*  !            #.*  *  /              *  # &   -      *   0     1  # &   #-  )     #+   "    *   /           )      +   %  . .  *            "      & &   *     *       *      #& 2              " !   #$   & '   (( 200.000 NAGLBÍTAR DAGUR - FÖSTUDAGUR - FÖSTUDAGUR - FÖSTUDAGUR - FÖSTUDAGUR - FÖSTUDAGUR - FÖSTUDAGUR ÍSLENSKT: Íslenskt kvöld byrjar upp úr hádegi í Listasafninu með Hafdísi Huld, Bang Gang og Magga og KK. Held- ur svo áfram síðdegis í Prövdu með Mugison. Þá er það Gaukurinn og Ensími (20:15), síðan Call Him Mr. Kid (21:00) í Nasa, Worm is Green (21:30) og Trabant (22:15). Þá er það aftur yfir á Gaukinn að sjá Ein- ar Örn (22:45) og Mínus (23:30) og síðan raftónlistarchill á Vídalín til að ná sér niður. HIPHOP OG FÖNK: Ekki mikið af slíku, reyndar ekkert, kláraðist á fimmtudag og föstudag þó von sé á góðu hjá Gísla Galdri á Kaffibarnum. Það er aftur á móti nóg af raftón- list og margt mjög gott, sjá til að mynda Call Him Mr. Kid (21:00), Worm is Green (21:30), International Pony (0:00) og Gus Gus (1:00) á Nasa og einnig Ein- óma (21:00), Funk Harmony Park (22:00), Anonymous (0:00), Thor (1:00), Yagya (2:30) og Exos (3:00) á Vídal- ín. Á Kapital verður líka mikið stuð, Dancetracks/ New Icon partí til kl. 5:00 á sunnudagsmorgun. ERLENT: Það er ekki mikið erlent í boði laugardagskvöldið, helst Matthew Herbert og Raf Rundell í Prövdu, en fjörið þar byrjar kl. 19:00. Síðan eru Ricochets (21:00) á Gauknum og þar er líka Eighties Matchbox B-Line Disaster (00:15). Þýska sveitin International Pony (0:00) leikur á Nasa og ágæt fyrir þá sem ekki eru gefnir fyrir rafgítarskruðninga að hætti EMBLD. BANG GANG GUS GUS GARDAGUR - LAUGARDAGUR - LAUGARDAGUR - LAUGARDAGUR - LAUGARDAGUR - LAUGARDAGUR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17|10|2003 | FÓLKÐ | 7 SUNNUDAGUR Aðeins er eitt í boði á sunnu- dag, hefðbundið lokahóf, að þessu sinni í samvinnu Airwaves og Breakbeat.is, en fram koma DJ Ewok (21:00), íslensk- ur drum ’n bass snúður, DJ Leaf (22:00), drum ’n bass bolti frá Gautaborg, og DJ Panik (23:00).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.