Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 16
16 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 17|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ „Afsakaðu íslenskuna mín, ég hef nefnilega ekki búið á Íslandi í níu ár,“ segir Reynir þegar blaðamaður hringir í hann. Hann er staddur í framhaldsskólanum í Sandefjord þar sem hann er á öðru ári. Hann er fæddur og uppalinn í Siglufirði en fluttist níu ára gamall til Noregs og hefur bara komið til Íslands í heimsóknir í fáeinar vikur á ári. Litlu munaði að hann fengi ekki að bjóða sig fram í norsku bæjarstjórnarkosning- unum því hann hélt upp á átján ára afmælið sitt 19. ágúst, minna en mánuði áður en kosningarnar fóru fram. Hann hefur haft áhuga á pólitík frá því hann var 13–14 ára en fór fyrst að láta til sín taka í fyrrahaust þegar hann skráði sig í Framfaraflokkinn, norskan hægriflokk. Þar var hann beðinn að taka sæti á lista í sumar þar sem hann var áttundi maður á lista fyrir kosningar. Hann segir að hinir bæjarfulltrúarnir 38 hafi tekið vel á móti þessum pilti sem er langyngstur í stjórninni og útlendingur í þokkabót. „Við fjölskyldan höfum alltaf talað mikið um stjórnmál við eldhúsborðið heima. Þeg- ar ég fór að skoða flokkana og spá meira í þetta fannst mér þetta enn meira spenn- andi. Svo þegar maður byrjar að taka þátt er ekki hægt að hætta.“ Hverju telur þú brýnast að bæta úr fyrir ungt fólk? „Ég ætla að beita mér fyrir því að ákveðnum reglum hér í bænum verði breytt en samkvæmt þeim mega unglingar yngri en tvítugir ekki vera á veitingahúsum. Það er ömurlegt því þá þurfa krakkarnir alltaf að keyra til næstu bæja til að fara út eða vera heima í partíum og drekka þar sem ekkert eftirlit er. Það er miklu betra að krakkar geti komið saman á einhverjum stöðum þar sem passað eru upp á að allt sé í lagi.“ Blaðamaður spyr hvað honum finnist þá um íslenska skemmtistaði þar sem fólk kemst almennt ekki inn nema það sé orðið tvítugt. „Ha, er það virkilega svoleiðis? Það hlýtur að vera rosalega leiðinlegt að þurfa að vera tvítugur til að gera allt. Mér finnst verða að vera einhverjir skemmtistaðir fyrir yngra fólk.“ Reynir ætlar líka að vinna að því að efla félagsaðstöðu unglinga í bænum og vill að þeir fái sjálfir frjálsar hendur í að skipuleggja hana. „Ég vil að krakkar fái að stjórna sér meira sjálfir, ekki að allt sé ákveðið fyrir þá. Til dæmis vilja krakkarnir setja upp hjólabrettaaðstöðu í bænum, ég vil að stjórn- málamennirnir hjálpi þeim að koma sér í gang en þau fái að skipuleggja hana sjálf.“ HÆTTULEGIR VEGIR Auk þess að vera bæjarfulltrúi er Reynir formaður nemendafélagsins í skólanum sínum annað árið í röð og varaformaður ungliðahreyfingar Framfaraflokksins í fylkinu sínu svo hann ætti að hafa nóg fyrir stafni. Hann er ekki viss hvort betra er að vera í Noregi eða á Íslandi. „Íslendingar eru ánægðari með landið sitt og sjálfa sig en Norðmenn, og unga fólkið er jákvæðara og hressara. Norðmenn væla svo mikið því þeir eiga allt of mikla pen- inga og vita ekkert hvað þeir eiga að gera við þá. Þeir eiga 8.000 milljarða íslenskra króna inni á bankabók sem veldur þeim miklum áhyggjum. Þeim dettur samt ekki í hug að setja þá í sjúkrahús, skóla eða byggja almennilega vegi en núna eru þeir lélegir og hættulegir, til dæmis er dauðaslys á þjóðveginum í hverri viku.“ Reynir stefnir á að koma til Íslands í háskóla þegar hann er búinn með mennta- skólann eftir tvö ár. „Ætli maður fari ekki í stjórnmálafræðina og reyni að bæta ís- lenskuna. Mig langar að koma heim. Sjáðu, ég segi líka ennþá heim þótt ég hafi ekki búið á Íslandi í níu ár.“ | bryndis@mbl.is Íslendingar ánægðir með sig Reynir Jóhannesson rétt náði að verða átján ára í ágúst áður en hann var kjörinn í bæjarstjórn Sandefjord, 40 þúsund manna bæjar í Suður-Noregi. Þar mun hann meðal annars vinna að því að fá aldurstakmark inn á skemmtistaði lækkað og efla félagsstarfsemi unglinga í bænum. ÁTJÁN ÁRA Í BÆJARSTJÓRN Í NOREGI Það tekur Helga Rafn Hróðmarsson, nýnema í MH, hálf- tíma að setja upp hanakambinn en hann er hættur að nenna því á hverjum morgni vegna versnandi veðurs. „Hann á það til að fjúka út um allt í miklu roki,“ segir þessi sextán ára nýnemi sem er á náttúrufræðibraut í MH. Helgi hefur litað kambinn í öllum regnbogans litum en grænn og fjólublár eru uppáhaldið hans. Til að setja upp kambinn bleytir hann hárið, klínir geli í það og blæs það síðan. Þá getur kamburinn haldist uppi í nokkra daga. Helgi er gífurlegur aðdáandi rokkarans Marilyn Manson en hlustar einnig á hljómsveitir eins og Cradle of Filth og hinar norsku Dimmuborgir. Sjálfur spilar hann á trommur í hljómsveitinni Genocide sem tók þátt í Músíktilraunum en komst ekki í úrslit. Hann er líka mikill áhugamaður um hryllingsmyndir og fylgist með fótbolta. | bryndis@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg ROKIÐ SKEMMIR NORÐMENN VÆLA LÍKA SVO MIKIÐ ÞVÍ ÞEIR EIGA ALLT OF MIKLA PENINGA OG VITA EKKERT HVAÐ ÞEIR EIGA AÐ GERA VIÐ ÞÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.