Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 22
22 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 17|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ BANG, BANG! TARANTINO Í BANASTUÐI Í upphafslaginu gefur „bang, bang“ tóninn fyrir mynd Tarantinos. „Brúð- urin“ (Uma Thurman) er staðráðin í að drepa Bill (David Carradine), í Bana Bill: Hluti 1, (Kill Bill: Volume 1). Hann á það inni. Á brúðkaupsdegi þeirra fyrir fjórum árum slátraði karlinn öllum gestunum með aðstoð hóps fjögurra harðsvíraðra leigumorðingja sem hann stjórnaði. Brúð- urin, eða „Svarta mamban“ eins og hún var kölluð, var sú fimmta í geng- inu. Bill taldi sig fullvissan um að hafa komið konuefninu, sem þá var þunguð af hans völdum, einnig yfir í eilífðina. Svarta mamban er lífseigari en Bill grunar því hún rankar við sér á spít- alanum eftir fjögurra ára legu í dauðadái. Tekur til óspilltra málanna um leið og hún hefur gert sér grein fyrir högum sínum. Punktar hjá sér dauðalista yfir fyrrum félaga sína í morðgenginu, nú skal safna kröftum og hefna. SÍÐARI HLUTI AÐ ÁRI Quentin Tarantino er aftur kominn á kreik, kraftmikill sem fyrr. Nýja mynd- in hans, Bana Bill, var frumsýnd í gær, aðeins viku eftir að hún kom fyrir augu Bandaríkjamanna. Sem hafa tekið henni fagnandi. Menn virðast almennt þeirrar skoðunar að hér sé kominn verðugur arftaki Pulp Fiction, tímamóta- myndarinnar sem var frumsýnd fyrir tæpum áratug. Hún kom í kjölfar Re- servoir Dogs (’92), einnar athyglisverðustu frumraunar í sögunni. Þriðja mynd þessa umtalaða hæfileikamanns er Jackie Brown (’97), glæpatryllir byggður á samnefndri skáldsögu Elmores Leonard. Hún fór nokkuð halloka í samanburði við fyrri myndir leikstjórans, en hún er fyrsta og eina myndin þar sem Tarantino er ekki höfundur sögunnar. Það eru því löng sjö ár (fyrir aðdáendurna, a.m.k.) liðin frá síðasta leik- stjórnarverkefni hins fertuga Tarantinos. Á þessum tíma hefur hann atast í ýmsu. Framleitt tvær myndir, leikið í annarri og verið stórum vinahópi til ráð- gjafar. Nánast fullklárað tvö ný kvikmyndahandrit, en fyrst og fremst notað tímann til að undirbúa sig fyrir næsta stórvirki. Nú verður biðin skemmri því seinni hluti Bana Bill verður frumsýndur á öndverðu næsta ári og eins er von á nýrri mynd, Inglorius Bastards, undir áramótin 2004-5. Ofbeldi, spenna og ómældur gálgahúmor hefur einkennt myndir Tarant- inos. Unnendur blóðsúthellinga verða ekki fyrir vonbrigðum nú frekar en endranær en yfirbragðið er engu að síður eins „smekklegt“ og það getur orð- ið, ef svo mætti að orði komast. |saebjorn@mbl.is FR UM SÝ NT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.