Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 1
ÞAÐ ER hart barist um boltann í frímínútum á Selfossi eins og víðar á landinu og ekkert gefið eftir. Kannski eru það landsliðsmenn framtíðarinnar sem þarna leggja sig fram af lífi og sál svo leikgleðin skín úr hverri hreyf- ingu. Mættu margir eldri knattspyrnumenn taka sér þá til fyrirmyndar hvað það snertir. Þegar allt kemur til alls skiptir mestu máli að hafa gaman af leiknum. Morgunblaðið/RAX Fjör í frímínútunum á Selfossi STOFNAÐ 1913 282. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Kringlukast laugardag og sunnudag Nýtt kortatímabil Börn á laugardögumLaugardagur18. október 2003 PrentsmiðjaÁrvakurs hf. Þessa dagana eru margir fjögurra, fimm og sex ára krakkar uppteknir af því að fylgjast með því hvað þeir borða og hreyfa sig mikið. Ástæðan er sú að krakkarnir eru að fylla út Orkubók Latabæjar þar sem Erling Róbert Fanney Sif Þorsteinn DavíðGuðrún Herdís Orkukrakkar á Stakkaborg Það er stundum sagt að líkaminn sé hús sálarinnar en með því er átt við það að sálin búi eða dvelji í líkamanum. Aðrir eru enn hátíð- legri og segja að lík- aminn sé musteri sálarinnar. Musteri er hús, þar sem fólk tilbiður þann guð eða þá guði sem það trúir á, og því vísar þetta orðalag til þess að líkaminn sé ekkert venjulegt hús sem menn geti umgengist að vild heldur merkilegt hús sem þeim beri að sýna virðingu. Eins og þið kannski vitið þá þarf fólk í mörgum löndum að fara úr skónum áður en það fer inn í moskur og hof. Þetta ber vott Förum vel með musteri sálarinnar Orkukrakkar á Stakkaborg Hvar varð Latibær til? Lesbók á laugardögum Roni Horn Halldór Laxness og Schwarzenegger Daglegt líf á laugardögum Að vera gella Konur sækja á karla Litadýrð MEÐALVERÐ á öllum tegundum ávaxta nema banönum og rauðum epl- um hækkaði á milli sept- ember og október sam- kvæmt könnun Sam- keppnisstofnunar. Þannig hækkaði meðalverð á app- elsínum um 13% á milli mánaða og epli, græn, gul og jonagold hækkuðu um 5%. Venjulegt greipaldin hækkaði um 11% og mel- ónur hækkuðu um 10–15% eftir tegundum. Þá hækkuðu jarðarber um 20% og vínber um 5% en hækkun annarra ávaxtateg- unda var minni. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, sagði spurður um skýringar á þessum verðbreytingum að verð sveiflaðist mikið á þess- um vörutegundum og það hefði verið sérstaklega mikið um það síðustu mánuði. Þá hefði mikil verðsamkeppni ríkt á þessu sviði og óeðlilegt verð verið við lýði í þeim efnum í sumum til- vikum. Það væru skýringarnar á þessum verð- breytingum nú en það væri ekki um það að ræða að verslanir væru að auka álagningu sína. Nær vikulegar verðbreytingar Sigurður Á. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Búrs, sagði að þarna væri um að ræða verðbreyt- ingar sem væru að verða nær vikulega á þessum ávaxta- og grænmetismarkaði, sem væri lifandi markaður og hreyfðist eftir framboði og eftir- spurn hverju sinni. Sigurður sagði að auk þess væri að koma ný uppskera í mörgum tegundum nú, sérstaklega í þessum hörðu ávöxtum svoköll- uðu. Því myndu sjást hærri verð á næstunni og þau væru sumpart farin að koma fram. Hann sagði að þarna væri ekki um það að ræða að álagning væri að aukast í þessum efn- um. Það ríkti gríðarleg samkeppni á matvöru- markaði og hefði aldrei verið harðari á síðari ár- um, enda sæist það ef borið væri saman verð á ávöxtum og grænmeti í dag og eins það var fyrir tveimur árum að þá blasti við gjörbreytt mynd. Samkeppnisstofnun hefur gert mánaðarlegar verðkannanir í þessum efnum frá því í febrúar árið 2002, fyrir þann tíma er tollar á ýmsum teg- undum grænmetis voru afnumdir til þess að fylgjast með verðþróun á þessum vörum.           ! "#! "$! ""! $%! $! "!     Verð á ávöxtum hækkar Ný uppskera af mörgum tegundum að koma á markað við því að beita meirihlutanum sem hún ræð- ur yfir í efri deild þingsins, Sambandsráðinu, til að hindra gildistöku áformanna. „Ég vona að meirihluti kristilegu flokkanna í Sam- bandsráðinu geri sér grein fyrir ábyrgð sinni og fórni ekki framtíð lands vors fyrir flokkspólitíska stundarhagsmuni,“ sagði hann. Meðal þess sem felst í umbótapakkanum sem samþykktur var í gær er þrengri skil- greining á réttinum til atvinnuleysisbóta, en markmiðið með því er að gera láglaunastörf eftirsóknarverðari, að ýta fleiri bótaþegum út á vinnumarkaðinn og gera hann sveigj- anlegri. GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, gat í gær varpað öndinni léttar er naumur meirihluti fulltrúa á þýzka Sambandsþinginu samþykkti umdeildan lagabreytingapakka, sem miðar að því að hleypa nýju lífi í at- vinnulíf þessa stærsta þjóðhagkerfis Evrópu. En íhaldsmenn í stjórnarandstöðu og for- mælendur sumra verkalýðsfélaga hétu því að þeir myndu hafa síðasta orðið um afdrif umbótaáforma stjórnarinnar. Schröder hafði í undirbúningsferli um- bótatillagnanna – sem eru liður í metn- aðarfullri umbótaáætlun kanzlarans kenndri við „dagskrá 2010“ – ítrekað lagt eigið emb- ætti að veði til að mótbárur liðsmanna stjórnarflokkanna tveggja, Jafnaðarmanna- flokksins SPD og Græningja, yrðu ekki til að draga allt bit úr þeim ráðstöfunum sem þær fela í sér. Varaði stjórnarandstöðuna við Samþykki þingmanna hins nauma „rauð- græna“ stjórnarmeirihluta – aðeins einn stjórnarþingmaður sat hjá – náðist í kjölfar mikilla átaka innan stjórnarliðsins um fram- tíð hins örláta velferðarkerfis sem byggt hefur verið upp í Þýzkalandi á liðnum ára- tugum. Eftir að atkvæðagreiðslan var um garð gengin varaði Schröder stjórnarandstöðuna Berlín. AFP. Umdeild umbótaáætlun Schröders samþykkt GONZALO Sanchez de Lozada, for- seti Bólivíu, ákvað í gær að verða við kröfum um afsögn en fullyrt er að a.m.k. 65 manns hafi beðið bana í óeirðum í landinu undanfarnar vikur. Náinn samstarfsmaður Sanchez de Lozadas greindi frá þessu. Forsetinn mun hafa undirritað afsagnarbréf og síðan yfirgefið höfuðborgina La Paz. Fyrr um daginn hafði Sanchez de Lozada orðið fyrir pólitísku áfalli þegar Manfred Reyes Villa, leiðtogi Nýja lýðveldisflokksins, lýsti því yfir að forsetinn nyti ekki lengur stuðn- ings flokksins. „Almenningur hefur ekki lengur trú á þessari ríkisstjórn og hann á engra annarra kosta völ en segja af sér,“ sagði Reyes Villa. Nýleg ákvörðun Sanchez de Loz- ada um að hefja útflutning á gasi til Bandaríkjanna og Mexíkó olli mikilli úlfúð en andstæðingar forsetans segja að aðeins hinir ríkustu muni hagnast á ákvörðunni. Hafa stjórn- völd beitt hernum til að brjóta á bak aftur sífellt ofbeldisfyllri mótmæli. Forseti Bólivíu segir af sér Reuters Þessi kona komst yfir brauð í gær þrátt fyrir vöruskort í La Paz. La Paz. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.