Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 19 HVERS VEGNA ÍSLAND? ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com #1 SKR†TINN MATUR 40 ÁSTÆ‹UR SVEITARFÉLÖGIN í Danmörku óskuðu í mörgum tilvikum eftir því sjálf að fjarskiptamöstur fyrir GSM- síma yrðu sett á byggingar þeirra, svo sem skóla, til að auka tekjur þeirra, að sögn danska dagblaðsins Berlingske Tidende í gær. Blaðið segir að þegar farsímafyr- irtækin hafi óskað eftir heppilegum byggingum fyrir farsímamöstur hafi sveitarfélögin boðið skóla og aðrar stofnanir fyrir börn í því skyni að afla sér leigutekna. Margir Danir hafa nú áhyggjur af því að fólki kunni að stafa hætta af geisl- uninni frá möstrunum og fast er því lagt að sveitarfélögunum að draga tilboðin til baka. Tekjurnar af hverju mastri geta numið allt að 30.000 danskra króna á ári, eða 360.000 íslenskra króna. Ráðgert er að fjölga möstrunum um allt að 10.000 fyrir árið 2008 vegna næstu kynslóðar farsíma og í mörg- um sveitarfélögum hafa íbúarnir áhyggjur af áformum um að setja upp möstur við skóla og dagheimili. „Mörg sveitarfélög hafa verið dugleg að leggja til að farsíma- möstur verði sett á stofnanir þeirra og skóla, þannig að það eru ekki farsímafyrirtækin sem áttu hug- myndina að uppsetningu mastranna á þessum stöðum,“ sagði Ib Tolst- rup, framkvæmdastjóri sambands danskra farsímafyrirtækja. Vildu að farsímamöstur yrðu sett á barnaskólana Dönsk sveitarfélög litu á möstrin sem nýja tekjulind ÞRÍR bandarískir hermenn og tveir íraskir lögreglumenn biðu bana í fyrrakvöld í átökum í Karbala, helgri borg sjía-músl- ima. Írakar sátu fyrir fjölþjóð- legum herflokki, sem var við eftirlit í borginni, og skutu á hann ofan af húsþökum. Banda- rískur hermaður lét síðan lífið í sprengjutilræði í Bagdad í gær. Alls hefur 101 bandarískur her- maður fallið í árásum í Írak frá 1. maí þegar því var lýst yfir að átökunum væri að mestu lokið. Bush bíður ósigur á þinginu STJÓRN George W. Bush Bandaríkjaforseta beið ósigur í öldungadeild þingsins í fyrra- kvöld þegar deildin sam- þykkti breyt- ingu á fjár- hagsaðstoðinni við Írak. Sam- kvæmt breyt- ingunni þurfa Írakar að end- urgreiða Bandaríkjun- um 20 milljarða dollara (1.500 milljarða kr.) en stjórnin vildi að Írakar fengju aðeins styrki, að andvirði alls 87 milljarða dollara (7.200 milljarða króna). Minni stuðn- ingur við ESB-aðild MJÖG hefur dregið úr stuðn- ingi Norðmanna við aðild að Evrópusambandinu á undan- förnum vikum og eru fylkingar þeirra sem eru fylgjandi og andvígir aðild nánast jafnstór- ar. Er þessi viðhorfsbreyting Norðmanna aðallega rakin til úrslita þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar í Svíþjóð nýlega þar sem Svíar höfnuðu evrunni. Blaðið Nationen birti í gær könnun þar sem 44,1% að- spurðra var fylgjandi því að Norðmenn gengju í ESB en 42% voru því andvíg. 13,8% voru óákveðin. Samskonar könnun í janúar sýndi að mun- urinn á fylkingunum var 15 prósentustig, stuðningsmönn- um aðildar í vil. Alnæmislyfin gagnast vel NÝ rannsókn hefur leitt í ljós að mikill meirihluti þeirra, sem hafa smitast af HIV-veirunni, lifa í áratug eða lengur fái þeir nýjustu samsetningu lyfja við alnæmi. Dánartíðni HIV-smit- aðra hefur minnkað um 80% í nokkrum Evrópulöndum frá 1997, að því er fram kom á fréttavef BBC í gær. STUTT Sex falla í Írak George W. Bush
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.