Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 24
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Gæði á góðu verði Nýjar haust- vörur komnar Kópavogi | Bæjaryfirvöld kynntu fyrirhugað skipulag Lundarhverfisins fyrir íbúum á borg- arafundi á fimmtudagskvöld. Fundarmenn virtust flestir ósáttir við hugmyndir bæjaryf- irvalda um átta íbúðarturna, þann hæsta 13 hæðir auk þakhæðar, með samtals um 500 íbúðum á svæðinu. Samtals munu um 1.300 manns búa á svæðinu. Á fundinum var farið ýtarlega í hugmyndir um nýtingu á Lundarreitnum, og ræddar gamlar hugmyndir um þekkingarþorp. Síðan var íbúum kynnt skipulagið samkvæmt tillögu handhafa erfðafesturéttar á jörðinni, sem bær- inn hefur fallist á. Samkvæmt þeirri tillögu verður byggð á um helmingi svæðisins, átta íbúðarturnar og til- heyrandi bílastæði, en hinn helmingurinn verður grænt svæði. Reiknað er með að meiri- hluti bílastæðanna verði neðanjarðar. Aðkoma að svæðinu yrði um hringtorg á Nýbýlavegi. Aðalskipulagi svæðisins hefur verið breytt nokkuð frá því sem var og nú er eingöngu reiknað með íbúðarbyggð á svæðinu, auk einn- ar verslunar, bensínstöðvar og leikskóla. Áður var reiknað með atvinnustarfsemi á svæðinu auk íbúðarbyggðar. Fundarmenn voru sumir hverjir ósáttir við að ekki hefði verið fundað með þeim fyrr á Ekki voru allir fundarmenn óánægðir með fyrirhugaða byggð, og sögðust nokkrir frekar vera ánægðir með að eitthvert skipulag væri að komast á reitinn í stað niðurníddra húsa og litboltasvæðis sem er þar nú. Flestir sem töluðu virtust þó vera á því að fyrirhuguð byggð væri of háreist og vel mætti hugsa sér að lækka turnana eitthvað. Flosi Ei- ríksson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjar- stjórn, sagði að tillaga um að lækka húsin hefði verið lögð fram í bæjarstjórn en verið felld þar af meirihluta sjálfstæðis- og framsóknar- manna. Íbúar í Kópavogi hafa frest til kl. 15 hinn 10. nóvember 2003 til að koma athugasemdum á framfæri við bæjaryfirvöld, annars teljast þeir hafa samþykkt skipulagið. skipulagsferlinu. Einhverjir þeirra lýstu yfir áhyggjum af því að málið væri komið svona langt án þess að athugað hefði verið með aðra möguleika en háreista byggð á svæðinu, og vildu einhverjir íbúanna að farið yrði út í sam- keppni um framtíðarskipulagið til að aðrir möguleikar yrðu skoðaðir. Turnar stingi í augu Íbúar í nágrenninu fundu mikið að því að turnarnir átta muni stinga í augu, og að þeir pössuðu ekki inn í hverfin í kring. „Þetta er ekki í neinu samræmi við dalinn,“ sagði einn íbúa við Birkigrund. Sumir voru á því að í stað háhýsa ætti að reisa lágreista einbýlishúsa- byggð sem passaði betur inn í nálæg íbúðar- hverfi. „Ekki í neinu sam- ræmi við dalinn“ Morgunblaðið/Arnaldur Nýtt skipulag: Stefnt er á að byggja átta íbúðarturna, þann hæsta 13 hæðir, á Lundarsvæð- inu. Hér sést svæðið frá suðri eins og það er í dag, en þar er nú eyðibýli og litboltavöllur. Talsverð óánægja íbúa á borgarafundi um skipulag á Lundarsvæðinu ÍBÚAR á borgarafundinum höfðu margir áhyggj- ur af aukinni umferð á Nýbýlaveginum með bygg- ingu íbúðarhverfis á Lundarsvæðinu, auk upp- byggingar svokallaðs bryggjuhverfis á Kársnesi. Samkvæmt deiliskipulagi er reiknað með að um- ferð um Nýbýlaveg aukist um á bilinu 4.000 til 5.000 bíla á sólarhring, auk umferðar frá fyrirhug- uðu bryggjuhverfi á Kársnesi. Þórarinn Hjaltason, bæjarverkfræðingur Kópa- vogsbæjar, sagði að umferðaraukning eftir Ný- býlaveginum yrði óveruleg. Hann sagði að í dag væri talsverð gegnumumferð um Nýbýlaveginn, íbúar í Breiðholti keyrðu þarna í gegn. Sú umferð segir hann að muni minnka til muna þegar álagið eykst, og líkti umferðinni við vatn í pípum sem leit- ar annað þegar pípurnar fyllast. Áhyggjur af aukinni bílaumferð VIÐ skipulag svæðisins er gert ráð fyrir því að börn íbúa Lundarsvæðisins gangi í Snælandsskóla. Reiknað er með um 170 börnum á grunnskólaaldri á svæðinu, en íbúar sem töluðu á fundinum sögðu það mjög varlega áætlað. Þeir bentu á að um 250 börn eru á grunnskólaaldri á Siglufirði, en þar er svipaður fjöldi íbúa og reiknað er með í Lund- arhverfinu. Ef miðað er við núverandi fjölda nem- enda í Snælandsskóla, tæplega 450, þá er aukn- ingin að mati íbúanna um rúm 50%. Gunnsteinn Sigurðsson, formaður skipulags- nefndar Kópavogs, svaraði því til að samkvæmt upplýsingum úr þjóðskrá væri ljóst að börnum í Snælandsskóla komi til með að fækka að óbreyttu á næstu árum, og því ætti að skapast nægt svigrúm til þess að bæta börnum af Lundarsvæðinu í skól- ann, með viðbyggingu við hann ef þörf krefðist. Reikna með of fáum skólabörnum Grafarvogi | Ungum þingmönnum á Barnaþingi Grafarvogs þykir mik- ilvægt að sinna betur ruslamálum, setja upp fleiri ruslatunnur, hætta að henda rusli á víðavangi og halda árlega tiltektardaga þar sem krakk- arnir úr skólunum tína rusl í ná- grenni þeirra. Barnaþing í Grafarvogi var haldið í gær, annað árið í röð, en á þinginu ræddu börn í 6. bekk í grunnskólum Grafarvogs sín hugðarefni, hvernig er að búa í Grafarvogi og hvernig þau og aðrir geta bætt hverfið. Tillögur barnanna voru margar og mismunandi. Rusl var greinilega ofarlega í huga margra, en einnig var mikið rætt um íþróttir og áhugamál, og hollustu reglulegrar hreyfingar. Krakkarnir voru flestir sammála um að hreyfing og áhuga- mál fara best saman þannig að ef maður hefur áhuga á að hreyfa sig þá verður það skemmtilegra. „Ef maður á áhugamál þá leiðist manni ekki,“ sagði einn þingmannanna ungu. Nemendur í 6. KJ í Foldaskóla könnuðu hversu hátt hlutfall nem- enda í bekknum kæmi gangandi í skólann, og hversu margir fengju far hjá foreldrum. Þau sögðu áber- andi flesta ganga í skólann, en þó fengju nokkrir yfirleitt far með for- eldrum. Heilsa og hollusta var öðrum hugleikin, og í tillögum eins bekkj- arins kom fram sú ósk að harð- fiskur yrði lækkaður mikið í verði og seldur í sjoppum til að keppa við allt sæta sælgætið sem er í boði. Sumir bekkirnir vildu meiri gróð- ur í hverfið, en aðrir vildu láta gera eins konar fjölskyldugarð með leik- tækjum fyrir yngstu börnin, að- stöðu til ýmissa leikja og skemmt- unar og bekkjum fyrir þá sem eldri eru. Einnig vildu þau meiri fjöl- breytni í íþróttir, og láta byggja badminton- og borðtennishöll. Barnaþing í Grafarvogi „Ef maður á áhugamál þá leið- ist manni ekki“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Barnaþing: Það var þéttsetinn bekkurinn þegar 6. bekkingar úr Grafarvogi þinguðu um hverfið sitt. Ungir þingmenn: Þessar ungu þing- konur skoða hér verkefni nemenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.